Jæja, enn einn kaflinn kominn…..geisp….

4.kafli-Heppni

Mildred hrökk við. Það var langt síðan einhver hafði kallað hana FULLU nafni. Rún-ar nafnið hafði aldrei verið notað á hana síðan…..hún mundi ekki hvenær! Mildred gekk skjálfandi áfram og settist á kollinn. Hatturinn fór niður fyrir augun.
“Ahaaa. Þú ert undarleg…..hvert ættirðu að fara…..Ravenclaw? Þú ert vitur. Huffelpuff? Nei, þú ert ekkert sértstaklega róleg. Slytherin? Þú ert slæg. Hmm….þú ERT hugrökk…..kannski…GRYFFINDOR!” sagði hatturinn. Hann hafði hvíslað allt nema Gryffindor í eyrað á henni. Mildred fann að McGonagall tók hattinn af henni, og undir lófataki hljóp hún að Gryffindor-borðinu. Þar sem að hún þekkti engan þar þá settist hún við hliðina á Mikael McLean, sem hafði einnig lent í Gryffindor. Stuttu seinna var komið að Patriciu.
“GRYFFINDOR!” hrópaði hatturinn aftur.
“Ég sagði að systkin þyrftu ekki alltaf að lenda í sömu heimavist!” sagði Patricia og brosti.
“Heh, já, það er rétt!” svaraði Mildred og virti hin fyrir sér sem var ekki búið að flokka.
“Þú sagði ekki að þú hétir Mildred RÚN Bernold. Af hverju?” spurði Patricia.
“Ég segi það kannski seinna,” sagði Mildred annars hugar. Hún gaf aldrei upp miðnafnið sitt. Það minnti hana á fortíðina, á örlög móður hennar……og hún vildi ekkert muna þau örlög……
“Zedra Guel!” sagði McGonagall. Ljóshærða stelpan sem hafði verið í Skástræti….GUEL! Mildred hafði heyrt systur sínar tala um Guel-ættina. Það var ein stelpa jafngömul Katrínu úr Guel-ættinni, og hún var hrikaleg! Hún var í Slytherin……eftir að hatturinn hafði verið 5 sekúndur á Zedru kallaði hann: “SLYTHERIN!”
“Hvað heitir hann aftur?” spurði Mildred sakleysislega þegar skólastjórinn stóð upp.
“Veistu það ekki!? Þetta er prófessor Albus Percival Wulfric Brian Dumbledore, skólastjóri í Hogwartsskóla!” bunaði Patricia út úr sér. Mildred starði á hana.
“Ha?” sagði hún hljómlaust.
“Prófessor Albus Percival Wulfr…”
“Þú þarft ekki að endurtaka þetta!” sagði Mildred og klappaði með hinum. Hún vissi ekki einu sinni fyrir hverjum hún var að klappa! Dumbledore fór aftur að tala um einhvern Kettelburn, en Mildred var ekki sú týpa sem hlustaði róleg heillengi.
“…….sem hefur samþykkt að taka að sér kennsluna sem hann mun sinna samhliða skógarvarðarstarfinu!” sagði prófessor Dumbledore. Það var fagnað rosalega núna! Mildred var eiginlega hætt að hlusta, nema með öðru eyranu. En eitt heyrði hún mjög skýrt: “Nú hefst veislan!”
Allt fylltist af mat og Mildred, Patricia og Ronsanía fóru að éta á fullu, enda höfðu þær ekki fengið neina staðgóða máltíð síðan um morguninn!
“Þú ert þá heimskari en við!” sagði Katrín og brosti. Hún og Linda voru komnar til Mildredar að heilsa upp á hana.
“Og hugrakkari þá líka!” bætti Linda við.
“Já við báðu!” sagði Mildred með fullan munn!
Eftir smástund þegar systur hennar voru farnar fann Mildred að það var horft á hana. Hún leit við, beint upp á kennaraborðið. Þar horfði enginn á hana……samt var hún svo vissum að einhver hefði horft á hana. Mildred virti kennarana fyrir sér. Við aðra hlið Dumbledores sat McGonagall, við hina hliðina sat fölur maður með svart og fitugt hár…þarna var einhver pínulítill maður sem virtist sitja á bókum…kona með stutt og grátt hár….maðurinn úr lestinni….og einnig DRAUGUR! Mildred fór aftur að borða, en fann tvisvar sinnum að einhver frá kennaraborðinu horfði á hana!

Þegar allir höfðu borðað sagði Dumbledore þeim fara að sofa.
“Og hvert erum við NÚ að fara?” muldraði Ronsanía meðan þær löbbuðu á eftir hinum í Gryffindor.
“Það getur verið erfitt að rata um, svo að þið skuluð leggja þessa leið á minnið. Kennararnir verða ekki alltof ánægðir ef þið komið of seint í tíma, en kippa sér ekki mjög mikið upp við það fyrstu dagana meðan þið eruð að læra gangana,” sagði einhver framarlega.
Eftir smá stund sáu þau risastórt málverk af risastórri konu….um miðjuna!
“Leyniorð?” spurði hún og lyfti annari augabrúninni.
“Fortuna Major,” svaraði sá fremsti. Nú sá Mildred að hann var með eldrautt hár.
Þau gengu inn í notalegt og hringlaga herbergi.
“Þið eldri kunnið þetta. Strákar á fyrsta ári, eltið hina strákana, herbergið fyrir 1.árs nemana er merkt, stelpur eltið þær eldri, ykkar hurð er líka mekt með tölustafnum 1,” sagði rauðhausinn aftur. Honum líkaði augljóslega að ráða yfir öðru fólki! Mildred, Ronsanía og Patricia eltu einhverjar stelpur sem gengu upp lítinn hringstiga. Í herberginu fyrir 1.árs nemana voru sjö rúm, við hvern fótagafl var stórt koffort. Midredar rúm var á endanum, næst glugganum.
“Hvað heitir uglan þín?” spurði Patricia og tók upp lítinn kött sem hafði verið lokaður inn í búri.
“Benica. Ég held að það þýði…..æi, ég man það ekki, en það stendur í einhverri skólabókinni,” svaraði Mildred og lét búrið á náttborðið. Ronsanía opnaði búrið sem var við fótagaflinn hjá henni og út stökk…..kanína! Hún var brún með stór og gáfuleg augu.
Hurðin opnaðist og inn komu fleiri stelpur. Mildred kannaðist ekki við neina af þeim.
“Aaaahh………ekki láta ykkur bregða þótt að ég æli í nótt! Ég át alltof mikið núna!” sagði stelpa með ótrúlega krullað hár. Það var ljósrautt, næstum því bara ljóst, en það var samt sem áður rauðleitur blær yfir því. Augun voru fallega græn og fingurnir með næstum engum nöglum.
“Annars heiti ég Ginný Wermeer,” bætti Ginný við.
“Ha? Ég hélt að það væri Gvendólín,” sagði Ronsanía og leit upp.
“Jú, því miður þá ER það Gvendólín! En ég er bara alltaf kölluð Ginný, Gvenda eða Lína, og mér líkar Ginný best af þessu,” sagði Ginný.
“Geisp…..amm…..Arabella Baffeyl, kö-kölluð Anný,” geispaði dökkhærð stelpa með gleraugu. Hún virtist vera dauðþreytt.
Mildred nennti ekki að hlusta á þær meðan þær voru að kynna sig. Hún mundi hvort eð er læra það einhverntíma. Þegar þær voru allar búnar að kynna sig (Arabella Baffeyl, Gvendólín Wermeer, Sabrina Ewol og Hanna Nikket), fóru þær að sofa. Mildred sofnaði á stundinni. Um nóttina dreymdi henni undarlegan draum….eitthvað um jökla og dreka, vofur og galdra………

Það var létt fyrir Mildredi að vakna morguninn eftir. Hún vaknaði alltaf snemma á nýjum stöðum!
“Dha-daginn…….” sagði hún, og gerði misheppnaða tilraun til að tala og geispa um leið. Stelpan sem var kölluð Anný var ekki í rúminu, og heldur ekki Ronsanía.
“Amm,” muldraði Ginný/Gvenda/Lína á móti.
“Á LAPPIR DRULLUSOKKARNIR YKKAR!” æpti Ronsanía og stökk inn með miklum tilburðum. Patricia stundi.
“Ég gisti hjá henni síðasta sumar, og það var hryllilegt! Hún hraut rosalega og vakti mig klukkan 7 um morguninn!” hvíslaði Patricia fúl.
“Eins gott að þið venjist þessu. Ég á eftir að gera þetta alla önnina, og þá næstu einnig!” sagði Ronsanía og hlammaði sér á rúmið sitt. Stelpurnar stundu.
“Gott að vita það,” tuldraði Mildred og fór að klæða sig í fötin.
“Hvað er málið með þessi PILS!” hugsaði Mildred þegar hún klæddi sig í svart pilsið. Ef það voru einhver föt sem hún hataði, þá voru það pils!
“Kemurðu?” spurði Mildred Ronsaníu þegar hún gekk framhjá.
“Jebb. Þarftu ekki annars leiðsögn um skólann?” sagði Ronsanía og stóð upp. Þær gengu niður í notalega setustofuna og svo út.
“Mmm, upp stigann er það ekki?” spurði Mildred og benti á stigan sem var þarna. Ronsanía kinkaði kolli og hljóp á undan. Þar sem að Mildred hafði oft verið hundelt af systrum sínum þá var hún komin með helvíti góða þjálfun í að hlaupa. PAFF! Hún hafði rokið á undan Ronsaníu fyrir horn; og þótt undarlegt megi virðast, þá rakst hún á einhvern!
“Eh, afsakaðu!” muldraði hún og leit upp. Sá sem hún hafði klesst á í þetta sinn var föli kennarinn með fituga hárið. Hann var þegar staðinn upp.
“Gættu að þér hvar þú gengur!” hvæsti hann og fór aftur af stað.
“VÁ! Þetta var heppni!” hvíslaði Ronsanía þegar hann var farinn.
“Hvað? Að rekast á kennara?” spurði Mildred. Þær voru komnar í matsalinn.
“Ekki það! Þetta var prófessor Severus Snape! Hann er yfir Slyherin-vistinni og Gryffindor-nemendur eru ekki í uppáhaldi hjá honum! Hann hefði verið vís til að taka 20 stig af Gryffindor fyrir þetta! En hann gerði það EKKI og þessvegna ertu heppin!” svaraði Ronsanía og brosti.
“Daginn. Stundaskrárnar eru komnar,” sagði Anný og rétti Mildred og Ronsaníu tvær stundaskrár. Mildred renndi augunum yfir sína. Fyrsti tími var varnir gegn myrku öflunum svo töfrabrögð, hádegismatur, síðan töfradrykkir og þarnæst stjörnufræði.


Ágætt? Hryllilegt? Ömurlegt? Segið álit…….