5.kafli
Galdramálaráðuneytið
“Harry, vaknaðu!” Lupin var nú í óða önn að vekja Harry, án þess að kveikja ljósið þó. “Harry, klæddu þig í á stundinni, vektu Ron. Við þurfum að drífa okkur. Þið verðið að vera komnir niður í eldhús eftir fimm mínútur.”
Harry átti erfitt með að opna augun en náði einhvernveginn að vekja Ron, sem er nú hægara sagt en gert og klæða sig í á innan við fimm mínútum. Þegar Harry og Ron komu niður í eldhúsið voru Hermione og Ginny þarna, nývaknaðar, að borða ristabrauð með sultu. Það var óvenju hljótt við morgunverðarborðið.
“Hvert erum við að fara?” spurði Ginny út í bláinn.
“Við þurfum að fara fyrst í ráðuneytið svo á mungos og loksins á Skástræti. Við höfum mikið að gera í dag. Við verðum að vera eins eðlileg og hægt er. Það vita enkki margir enn af láti Fudges en Spámannstíðindi fengu ekki að fara í prentun út af þessu,” Skröggur sagði þetta hljótt en samt mjög skýrt og greinilega. “Þið verðið að vera stillt í dag.”
Lupin og Skröggur fóru með Harry, Ron, Hermione og Ginny út á næstu lestarstöð þar sem Hermione keypti miða handa þeim til London.
“Það er um það bil klukkutími til London héðan,” sagði Skröggur. “Þegar við komum þangað þá skuluð þið ekki segja neitt.” Hann leit sérstaklega á Harry, með báðum augum.
Klukkutíma síðar stóðu þau fyrir framan gestainngang Galdramálaráðuneytisins sem er stór, rauður símaklefi. Þau tróðu sér inn í hann og Lupin ýtti á sextveirfjórirfjórirtveir. Vélræn kvenrödd heyrðist inni í símaklefanum.
“Velkomin í miðstöð Galdramálráðuneytisins. Vinsamlegast segið nafn og ástæðu.”
“Eh… Remus Lupin, Skröggur Illauga, Harry Potter, Hermione Granger, Ron Weasley og Ginny Weasley. Komin í… ehh… áríðandi sendiför.” Lupin hafði greinilega ekki hugmynd um hvað hann átti að segja. Fyrr en varið duttu sjö silfur barmmerki með nafni og ÁRÍÐANDI SENDIFÖR skrifað með fínum stöfum. Gólfið á símaklefanum byrjaði að síga hægt. Harry fannst eins og þau ætluðu aldrei að fara að koma niður. Þegar þau komu niður var allt í ringulreiði. Fólk að hverfa og birtast með “bloppi” eða gramsa í einhverjum skjölum.
“Komið,” sagði Skröggur og leiddi þau að lyftunni. Í stað þess að fara að afgreiðsluborðinu.
“En, Skröggur,” sagði Harry. “Þurfum við ekki…?”
“Nei, erum á hraðferð. Þeim yrði svo sem líka skítsama, ekki satt?”
“Hr. Harry Potter, en gaman að sjá þig,” sagði kunnuleg rödd. Þetta var Rita Skeeter. “Jæja, hefur þú eitthvað að seja um þetta? Hvernig hefur þér liðið? Var Sirius Black virkilega guðfaðir þinn? Ertu sár yfir láti hans? Hvernig hefur það tekið í þig að fjölmiðlar og fólk hafi tekið þig í sátt og trúað frásögn þinni um Myrkra herrann? Finnst þér súkkulaði gott?”
Svona hélt hún áfram í smástund og Harry horfði á hana með fyrirlitningu. Hann tók eftir því að Skröggur og Ron voru að drepast úr hlátri.
“Rita…” sagði Hermione væmnislega allt í einu. “Þegiðu, svona einu sinni. Annars….”
“Ó, litla ungfrú fullkomin, en sætt! Annars hvað?” Rita horfði á hana með viðbjóði.
“Ungfrú,” sagði Lupin allt í einu. Þau horfðust í augu og Harry sá langar leiðir að hjörtu skutust á milli. Lupin hélt aftur á móti ró sinni og hélt áfra, “Ungfrú… ehm… viltu gjöra svo vel að láta Harry í friði í smástund?”
“Já,” sagði hún stuttarlega og horfði á Lupin í smá stund. “Hver ert þú?”
“Þetta er Lupin, gaman að hitta þig og við verðum að drífa okkur,” sagði Ginny og þreif í Lupin og labbaði í átt að afgreiðsluborðinu. “Lupin! Hvað ertu að hugsa?”
Ginny var augljóslega reið út í hann.
“Ginny, róa sig!” sagði Ron hlæjandi. Harry tók eftir því að Lupin roðnaði og fór aðeins hjá sér.
“Við þurfum víst að fara, en ekki þið,” sagði Skröggur sem hafði fylgst með þessu hálfhlæjandi við hlið Rons. “Eða þið þurfið að fara en ekki við.”
Harry sá Dumbledore koma hlaupandi að þeim. Rita horfði enn á Lupin og hann náði að horfa á hana, þegar Ginny sá ekki til.
“Góðan daginn,” sagði Dumbledore rólegur. Harry tók samt eftir hræðslu glampa í augunum hans. “Skröggur, SAS vill hitta þig.”
“Samband Afbragðs Skyggna,” sagði Skröggur þreytulega. “Hvað í skrambanum vilja þau mér?Ég meina, neyddu þau mig einmitt ekki á eftirlaun?”
Skröggur gekk haltrandi frá þeim með vonskusvip í hverri ör.
“Jæja,” sagði Ron eftir smá þögn. “Mætti ég fá að vita hvað við værum að gera hérna?”
Hermione steig ofan á hann, reyndar bara þannig að Harry sæi til.
“Þið,” Dumbledore horfði á þau öll sömul, “eigið að fá að vera með í áætlun.” Augu hans staðnæmdust á Hermione. “Ef mig misminnir ekki varst þú að kvarta yfir að hún væri ekki til staðar.”
Hermione roðnaði og ætlaði að fara að segja eitthvað en Ron steig ofan á tærnar á henni í hefndarskyni.
“Hættu þessu!” sagði Hermione í staðinn.
“Þú byrjaðir!” svaraði Ron fyrir sig.
“Það er út af því að þú getur aldrei komið neinu af viti út úr þér!”
“Hóhó! Það mætti halda að þið væruð hjón!” heyrðist í Ginny. Þau snarþögðu og færðu sig frá hvor öðru. Lupin og Dumbledore kæfðu hlátur en Harry sprakk úr hlátri ásamt Ginny.
“Þegiðu,” sagði Hermione milli samanbitinna tanna. “Prófessor, má ég leggja bölvun á hann?”
“Ja, því miður,” sagði Dumbledore og kímdi. “Ef þú væri í Hogwarts þá væri það í lagi.”
Hermione horfði á hann með fyrirlitningu.
“Þú færð þetta borgað,” hvíslaði hún að honum.
“Jæja krakkar, fylgið mér,” sagði Dumbledore. Hann leiddi þau niður stiga og inn á skrifstofu með stórum glugga sem sýndi dramatískt regn. Þau þögðu alla leiðina. “Jæja, fáið ykkur sæti,” Dumbledore leit á þau öll sömul. “Ég vil að þið verðið hluti af áætlun.” Harry gerði sér starx grein fyrir að honum var fúlasta alvara.
Lupin horfði á Dumbledore eins og hann væri brjálaður.
“Dumbledore, þú getur ekki látið þau vera einskona tálbeitu! Ég meina… þau eru…”
“Þau eru víst ung, en ekki of ung. Þau verða ekki tálbeita frekar en þú,” sagði Dumbledore alvarlega. “Já, þú verður hluti af þessu líka.” Bætti hann við þegar hann sá svipinn á Dumbledore.
“Dumbledore, þú ert ekki að fara að láta þau ganga í gengnum þá hættu sem þau gengu í gengnum fyrr í sumar. Ef þú ætlar að gera það þá ertu brjálaður!” Harry hafði aldrei tekið eftir því hversu alvarlegur og áhrifagjarn Lupin gat verið. Lupin hafði alltaf verið í hans augum einhvers konar kennari.
“Víst er ég brjálaður,” sagði Dumbledore og kímdi. “Það er auðvitað staðreynd. Hitt er að þau mundu hvort eð er ganga í gegnum þessa þolraun ef þau yrðu ekki með í þessu. Þeim er þetta ætlað.”
“Ertu að segja að það séu örlögin sem stjórna þessu? Eru það örlögin sem stjórna því hvert þau eiga að stefna í framtíðinni? Þau hafa nóg að gera annað en að horfast í augun við dauðann á hverju ári! Þau eiga of mikla framtíð fyrir sér og til hvers að leggja það í hættur? Dumbledore, af hverju ertu að láta þau ganga í gegnum svona lagað þegar þú veist vel að þú getur komið í veg fyrir það?” Lupin horfði á Dumbledore nánast með tárin í augunum. “Af hverju, Dumbledore?”
Dumbledore tók sig smá tíma til þess að hugsa hvað hann hafði sagt.
“Þú veist hve hæfileikarík þau eru? Þau gætu tekið M.U.G.G.ana í Vörnum gegn myrku öflunum ef þau vildu. Harry gat komist í gegnum völundarhúsið mitt sem Flitwick prófessor komst ekki einu sinni í gegnum. Á öðru ári leystu þau þraut sem helstu galdramenn allra tíma höfðu reynt að leysa en gátu það ekki. Á fjórða ári komst Harry í gegnum allar þrautirnar plús eina auka þraut, sem var algjörlega ósjáanleg fyrir. Núna á þessu ári börðust þau við drápara Voldemorts og komust lífs af. Meira en margir sem hafa gert það!”
“Það þýðir ekki að þú meigir eyðileggja æsku þeirra með hræðslu og volæði!”
“Remus! Þau lifa á hættu tíma! Harry hefur aldrei, ég meina aldrei, getað farið út úr húsins dyr án þess að fylgst hafi verið með honum. Þó að hann hafi kannski ekki vitað það,” Dumbledore var æstur og það var reiðiglampi í augum hans. Harry hafði aldrei séð Dumbledore í svona ástandi. “Það eru allir að segja að þessir krakkar séu of ung. Þau eru vissulega ung, en þau hafa vitið á réttum stað. Remus, þú verður að skilja það að þetta ert ekki þú, James og Sirius sem við erum að tala um. Þá væri þetta ekki svona. Þú ert að gera þau mistök sem Sirius gerði líka. Þið haldið eða hélduð alltaf, í Það minnsta lítur þú alltaf á Harry sem James. Lupin, þú varst alltaf sá sem passaði þá. Núna viltu fara að vernda þau. Sirius vildi alltaf komast í klandur. Þá helst með James, en sá næsti við var auðvitað Harry.”
Lupin horfði á tærnar sínar.
“Remus, viltu þjálfa þau upp?”
Lupin horfði á Dumbledore og var á báðum áttum.
“Af hverju viltu mig?” spurði hann varnfærnislega.
“Út af því að þú ert besti varnargegn myrkruöflunum kennari sem mér hefur tekist að ráða. Plús það að þú getur fengið að búa í Hogwarts.”
“Dumbledore, ég er varúlfur! Segir það þér ekkert?”
“Remus, þó að þú sért varúlfur þýðir það ekki að þú sért það allan mánuðinn,” Dumbledore leit á Lupin og frá Lupin til Harry. “Er það þá ákveðið?”
Lupin kinkaði kolli.
Ja… ég bið bara um það sama og síðast… segja mér allt um allt!
Fantasia