Mildred Bernold og týndu nistin.
1.kafli
Bernold-ættin
Mildred Bernold er 11 ára norn í London. Hún á tvær eldri systur, Katrínu 13 ára og Lindu 15 ára. Mildred er með svart hár og brún augu, en Katrín og Linda eru með brúnt hár og Katrín er með ljósblá augu en Linda græn. Þær eru munaðarlausar og faðir þeirra, Emilius, dó af völdum Voldemorts en móðir þeirra, sem hét einnig Mildred, dó þegar hún reyndi að storka gömlum og myrkum öflum á Íslandi. Það er ástæðan fyrir því að systrunum þrem líkaði aldrei Ísland. Þær búa hjá bróður föður þeirra, Jeff, sem er að nokkru leiti guðfaðir þeirra. Katrín og Linda eru í Hogwarts-skóla, en Mildred byrjar þar á þessu hausti.
“Nokkrar sekúndur í viðbót Milla!” æpti Katrín til systur sinnar sem hékk öfug í stigahandriðinu.
“Þegiðu, ég er að reyna einbeita mér hérna!” kallaði Mildred á móti. Helsta sportið þegar maður býr í Muggahverfi er að æfa sig í að hanga því að það er mjög góð þjálfun ef maður ætlar að fara fljúga eitthvað.
“Stelpur, gerið mér nú greiða og hættið þessu!” hrópaði Linda.
“Þegiðu, þú átt greiðuna frá Jacob!” æpti Mildred.
“4, 3, 2, 1 og KOMIÐ! Þér tókst það! Þú slóst metið þitt!” sagði Katrín og hoppaði upp og niður með skeiðklukkuna um hálsinn.
“Þú hristir mig! Katríííííín!” æpti Mildred og datt á gólfið. Útidyrnar opnuðust og inn kom Jeff. Hárið var aðeins farið að grána þótt hann væri ungur en blá augum tindruðu af lífsgleði.
“Daginn. Ég sé að þið skemmtið ykkur,” sagði hann og dró skikkjuna upp úr töskunni. Það var óhugsandi að fara að ganga um í muggahverfi í skikkju!
“Eh, góðan daginn! Afhverju kemurðu svona snemma núna?” spurði Mildred sem lág ennþá á gólfinu. Hún þoldi mikinn sársauka, svo að eitt lítið fall sem þetta skipti engu máli.
“Komdu þér á fætur og þá segi ég það kannski,” muldraði Jeff og fór inn í eldhúsið. Það var hreint ótrúlegt hversu vel þau komust af inn í svona pínulitlu húsi!
“Eru bréfin komin?” spurði Linda í miklu mildari tón en hún talaði við systur sínar. Katrín ullaði á hana.
“Já. Hérna,” sagði hann og kastaði þrem gulleitum bréfum til Lindu. Mildred rauk af gólfinu og náði í sitt bréf. Hún hafði beðið síðan hún var sex ára að fá þetta bréf!
“Passaðu að rífa þetta ekki!” sagði Linda og horfði á Mildredi rífa upp bréfið. Tvö bréf…
Kæra ungfrú M.Bernold!
Það er okkur ánægja að………
“Blablabla! Nenni ekki að lesa þetta…” hugsaði Mildred og kippti hinu upp. Þar var listi yfir allt skóladótið hennar, sem var ekkert smáræði!
“Bækur, pottar, sproti…ugla!” hugsaði hún og brosti.
“Ég er búinn að kaupa hús tvem götum frá Skástræti!” geispaði Jeff og teygði úr sér.
Þögn.
Enn meiri þögn.
Þögn sem var rofin af fagnaðarhrópum þriggja systra!
“Hvenær flytjum við inn?” spurði Katrín og glennti upp augun.
“Vantar þig nokkuð tjakk til að gera augun aðeins uppglenntari?” tuldraði Linda.
“Hvað er tjakkur?” spurði Mildred með gervi-áhuga. Linda Bernold var heimsmeistari í að ranghvolfa í sér augunum, en þetta sló ÖLL met!
“Við ættum að geta flutt inn eftir tvo daga,” sagði Jeff og nuggaði stírurnar. Hann vann oftast á nóttunni á Sankti Mungó-sjúkrahúsinu. Mildred tók stökk og fór inn í herbergið sitt. Þegar hún var að troða ofan í töskuna rak hún höndina í lítið skríni, búið til úr beinum. Innihaldið valt úr því og niður á gólf. Þetta voru galdrarúnir! Mildred flýtti sér að láta þær aftur í skrínið, því að hvorki sól né máni máttu lýsa á þær! Sem betur fer var skýjað.
“Undarlegt…alltaf þegar minnst varir þá man ég eftir þessum rúnum! Og öllu hinu í þessu boxi…kamburinn, rúnirnar, drekaskinnið og svo hálsmenið………” hugsaði hún annars hugar. Þetta voru erfðagripir frá móður hennar. Hún hafði haft undarlega atvinnu, nefnilega að koma í gang rúnagöldrum. Eða gera þá “alþjóðlegri” því að það var bara á Norðurlöndunum sem rúnagaldrar tíðkuðust hjá galdrafólki. Mildred hrökk upp úr þessum hugsunum við bank á neðri hæðinni. Þótt að þau byggju í kringum mugga, þá var Jeff ekkert sérstaklega meðvitaður um það að þeir væru ekki vanir uglum og skikkjuklæddu fólki. Núna var þetta sennilega uglan að koma með Spámannstíðindi. Mildred stökk niður og var undireins búin að gleyma skríninu.
“Eitthvað merkilegt?” spurði hún og hlammaði sér við hliðina á ristuðu brauði og blaði.
“Já, fangi slapp úr Azkaban,” sagði Linda óróleg. Dauðaþögn.
“Hver?” spurði Jeff og fór til hennar.
“Mmm, Sirius…Black. Vá! Hann er eins og vampíra!” sagði Linda og starði á myndina sem var þarna. Augun í Jeff urðu að undirskálum.
“Black? Sirius Black? É-ég þekki hann! Hann var í Hogwartsskóla á sama tíma og ég! Besti vinur James Potter,” sagði Jeff, meira við sjálfan sig heldur en systurnar. Hann varð alltaf svolítið undarlegur ef hann talaði um einhverja sem komu eitthvað nálægt myrku öflunum, sérstaklega þar sem móðir Mildredar, Katrínar og Lindu hafði eitt sinn verið sökuð um að vera í slagtogi við myrku öflin!
“Nú? Jahérnahér!” sagði Mildred létt til að bæta andrúmsloftið, sem var undir sterkum áhrifum frá þögnum!
“Frábært! Við ættum strax að fara að pakka. Það er öruggara að vera í kringum annað galdrafólk,” sagði Jeff og starði ennþá á myndina. Mildred hryllti sig. Þetta var óhugnaleg mynd!
Ætti ég að koma með framhald? Það gerist samt sem áður ekkert þarna, en þetta á eftir að batna, ég lofa því!!!