4.Kafli
Fundurinn
Harry vaknað klukkutíma seinna í stól í sama herbergi og Snape. Snape var sofandi í rúminu svo að Harry læddist út. Hann heyrði fólk pískra saman inni í eldhúsinu, of lágt þó til þess að hann heyrði orðaskil. Þegar hann birtist í dyragættinni þögnuðu allir.
“Hvernig líður þér Harry minn?” var frú Weasley fyrst til að spurja. “Viltu fá eitthvað að drekka? Te, kaffi eða vatn?”
“Nei, takk,” sagði Harry hljóðlega.
“Það er reyndar líka til djús ef þú vilt.” Bætti frú Weasley við.
Hann fann hvernig allir horfðu á hann.
“Harry, af hverju ferðu ekki upp til Rons?” spurði hr. Weasley vingjarnlega.
“Harry á ekki að fara neitt,” sagði kunnuleg rödd fyrir aftan hann. Þetta var Dumbledore. “Það er dálítið sem hann og þið þurfið að vita.”
Dumbledore galdraði fram tvo stóla og settist við enda borðins og bað Harry að sitjast við hlið hans. Frú Weasley kom með fimm tegundir af smákökum og appelsínu safa á borðið.
“Hvað er það svo sem við þurfum að vita?” spurði Bill óþolinmóður.
Dumbledore tók að sér djúpt andann og sagði loks:
“Það er byrjað. Stríðið er byrjað.”
Allir störðu doffallnir á Dumbledore.
“Ertu að meina þetta?” spurði frú Weasley óstyrk.
Dumbledore kinkaði kolli.
“Hver var fyrstur?” spurði Kingsley óttasleginn.
Dumbledore þagði í smá stund til þess að safna kjarki.
“Cornelius Fudge,” sagði Dumbledore og laut höfði. “Voldemort myrti hann fyrir svona tveimur klukkutímum.”
***
Harry labbaði stjarfur upp stigann og sjálkrafa inn í herbergið sitt.
“Hvað er að?” spurði Ron. Hann og Hermione voru að tefla.
“Það er víst hafið,” sagði Harry. “Fudge var myrtur áðan og…”
Hann gat ekki sagt meira. Hermione og Ron horfðu á Harry eins og að hann væri að skálda þetta upp á staðnum
“Ertu að segja…” spurði Hermione með tárin í augunum. “Ég meina, er hann virkilega…”
Harry kinkaði kolli.
“Komið,” sagði Hermione milli samanbitinna tanna og tára. Hún dró Ron og Harry út úr herberginu og inn í eldhús þar sem fundurinn stóð enn þögull. Það litu allir á hana. “Prófessor, er hann dáinn?”
Dumbledore kinkaði kolli. Hermione settist í stólinn sem hafði verið ætlaður Harry svo að Ron og Harry þurftu bara að standa.
“Við verðum þá að fara að undirbúa okkur. Enginn veit hver gæti verið næst. Féllu einhverjir aðrir?” Hermione var komin í ham.
“Nei, en Percy Weasley slaðsaðist alvarlega þegar hann var að reyna að verja Fudge,” Dumbledore leit á hr. og frú Weasley. “Það er allt í lagi með hann núna. Þið geti heimsótt hann á Mungos á morgun.”
“Við verðum að búa okku undir hið versta,” sagði Hermione. “Er engin áætlun í smíðum?” Hún horfði á þetta fullorðna fólk sem hristi höfuðið hægt. “Er engin önnur áætlun en að halda Harry öruggum!?”
“Nei, Hermione. Allar okkar áætlanir hafa brugðist hingað til,” sagði Lupin.
“Þá verðum við að búa til áætlun! Við verðum að gera eitthvað!” Það lá við að Hermone brotnaði saman við það síðasta.
“Hermione, það er ósköp lítið sem við getum gert,” sagði Dumbledore rólegur. “Nema að bíða og vona, svona til að byrja með.”
“Prófessor, hvernig er hægt að vera svona rólegur þegar það sem við óttumst mest af öllu er um það bil að fara að gerast! Hvernig er það hægt!?”
Það horfðu allir á hana.
“Við verðum að gera áætlun,” Það var eins og Hermione hafði tekið yfirhöndina á þessum fundi.
“Hermione, þið eruð of ung!” sagði hr. Weasley. “Þú átt ekki að þurfa að hafa áhyggjur af svona lagað!”
“Það er þetta sem ég er hrædd um,” sagði Hermione með tárin í augunum, “að við getum ekki verið ung án þess að hræðast að við verðum ekki eldri. Við verðum að berjast! Er það ekki markmið ykkar, eða voruð þið bara að gefa okkur falsvon?”
“Hermione, róaðu þig niður,” sagði Ron.
“Þau eiga ekkert að vera að gera þetta, þau eiga ekkert að vera að blanda sér inn í þetta!” kvað við í frú Weasley.
“Til þess að fyrirbyggja mistök,” byrjaði Dumbledore, “þá finnst mér ekkert nema sjálfsagt að Harry, Ron og Hermione fái að vera með í þessu. Þetta snertir þau miklu meira.”
“Þau eru of ung,” staðhæfði frú Weasley þrjóskulega.
“Molly, þau eru ekki of ung! Þau eru á sextánda ári og geta vel séð um sig sjálf. Þau gengu í gengnum meiri hættu þegar þau voru ellefu en þið flest hafa hingað til. Þau áttu að vera í reglunni frá upphafi. Alveg síðan ég kallaði hana aftur til starfa.”
“Hvað er aðgerast hérna?” spurði veikuleg rödd Snapes í dyragættinni. Hann var náfölur, fölari en venjulega, næstum því gagnsær.
“Við vorum að tala um það hvort að þau voru of ung til þess að vera í reglunni eða ekki,” sagði Lupin vingjarnlega.
Harry fannst eitthvað skrítið að sjá töfradrykkjakennarann sinn þarna veikur og hálfur út úr heiminum. Hann sem notaði hverja einustu sekúndu þegar hann var í tíma til þess að niðurlægja hann var nú svo illa á sig kominn að hann vissi varla hvað hann hét. Þetta var ekki sami Snape og í dýflisunni.
“Voldemort er búinn að gera áras,” sagði Dumbledore.
“Ekki…” bað Snape og tók um hendina, “ekki nefna nafn myrkra herrans.”
Dumbledore horfði á Snape áhugasamur þar sem hann virtist vera með einhverjar ofskynjanir.
“Af hverju?” spurði Dumbledore vingjarnlega.
“Því að hvert sinn sem Hinn Myrkri herra er nefndur á nafn finnur sá sem er næstur viðmælanda til í…” Snape gat ekki sagt meira. Hann var þarna algjörlega varnarlaus af óráða og það var eins og maður sæi glytta í merkið gegnum hvítu skyrtuna sem hann var í.
“Ég held að ég verði að þjóta,” sagði Dumbledore og áður en þau vissu af var hann farinn.
Fólk byrjaði að tínast út úr eldhúsinu og frú Weasley byrjaði að laga kvöldmatinn.
“Vitið þið hverjir ætla að vera í mat?” spurði hún krakkana.
“Tonks, Lupin, Kingsley og Snape og við,” svaraði Ginny sem hafði komið inn í eldhúsið rétt eftir að Dumbledore fór. “Kannski koma Skröggur og McGonnagal.”
“Takk Ginny mín,” sagði Frú Weasley annars hugar. “Hvernig væri að þið færuð upp og tækjuð til í herbergjunum ykkar?”
Harry, Ron, Ginny og Hermione fóru upp í herbergi Harry’s.
“Hvað voruð þið að tala um?” spurði Ginny.
“Cornelius Fudge var drepinn af Voldemort áðan,” sagði Hermione stuttarlega eins og það ætti að útskýra allt. Ginny horfði á hana doffalinn.
“Þú ert að grínast!” sagði hún með kökkinn í hálsinum. “Ég meina, ég virti hann aldrei beint, en samt! Er hann dáinn?”
Þau kinkuðu öll kolli.
“Viljið þið hafa mig afsakaða.” Ginny gekk út úr herberginu með tárin í augunum.
Þau þögðu öll um stund, aðallega vegna þess að þau vissu ekki hvað þau áttu að segja. Það var Ron sem rauf loks þögnina:
“Hvað eigum við að gera?”
“Ég veit ekki,” sagði Hermione. “Vo…Voldemort byrjar að taka þá hæst settu í galdrasamfélaginu. Það þýðir að hann er að reyna að brjóta það niður, með valdi.”
“Honum hlýtur að sjást yfir eitthvað,” sagði Harry.
Hermione horfði á hann.
“Ég veit,” sagði hún allt í einu. “Ég veit hvað við getum gert!”
“Hvað?” spurði Ron með uppgerðum áhuga.
“Harry, hvað sagði Lupin þér nákvæmlega um Leyndardómsstofnunina?”
Harry hugsaði sig um.
“Hann sagði mér að muna, að muna eftir hverju einasta andartaki sem ég átti með Siriusi. Hann sagði að minnið væri sterkara en allir kraftar sem til væru í heiminum.”
“Auðvitað!” hrópaði Hermione næstum upp. “Herbergið með heilunum, það var partur af minninu. Herbergið með öllum spákúlunum var herbergið með trúnni, maður verður jú að trúa á svona dóterí og herbergið með blæjunni…”
“…Það var herbergi dauðans,” sagði Harry.
Ron og Hermione litu bæði á hann.
“Af hverju segirðu það?” spurði Hermione undrandi.
“Bæði ég og Luna heyrðum raddir fyrir aftan blæjuna, þetta voru raddir dauðans,” sagði Harry.
“Hvar er þá herbergið með óttanum?” spurði Ron.
“Ætli við höfum ekki farið fram hjá því,” sagði Hermione.
“Munið, þegar Dumbledore var að slást við Voldemort, þá sagði Voldemort að það væri ekkert verra en dauðinn en Dumbledore sagðiað það væri víst eitthvaðsem væri verra en dauðinn,” sagði Harry. Ron og Hermione kinkuðu kolli. “En hvað?”
Er ekki einhver sem getur bent mér á eitthvað!? Mér líður nefninlega hálf illa þegar enginn segir neina galla á þessu…:S
Hey já, endilega komið með tilgátur hvað varðar allt í heiminum, helzt!
Takk fyrir mig