3.kafli.
,,Ehemm, hérna er uglufóðrið sem fylgir vinningnum, var það eitthvað fleira?” sagði búðareigandinn aftur við Hermione sem var með störu á uglunni sinni,
,,Já, ég skal taka þetta. Við ætlum kannki að skoða fleiri hluti” sagði Harry þegar Hermione svaraði engu, og tók við fóðrinu, en nennti ekki að halda á uglunni. Ron stóð við eina hilluna sem var fyllt með litlum, mislitum pinklum.
,,Hvað er þetta?” spurði hann
,,Nú, þú veist sjálfsagt að það er mun betur farið með uglurnar nú til dags heldur en farið var með þær í gamla daga. Það er jafnvel farið of vel með þær. Þetta þýðir að það er ekki víst að allar uglur geti flogið langar vegalengdir án þess að missa heldur margar fjaðrir, eða án þess að koma skaddaðar heim. Þetta er ósköp einfaldur búningur sem ver uglurnar frá rigningu, snjókomu og öðrum slíkum veðrum. Það verður til þess að uglurnar þreytast síður og komast fyrr á ákvörðunarstað”svaraði búðareigandinn
,,Þú hefðir allt eins getað sagt ,,hlífðarbúnaður fyrir uglur”,”sagði Ron sem hafði aðeins skilið einn þriðja af því sem búðareigandinn hafði verið að segja. Allt í einu voru dyrnar opnaðar og frú Granger gekk inn. Hún hafði skipt muggapeningum í galleon og sikkur, auk þess sem hún hafði náð í nokkuð mikið fyrir Harry.
,,Hæ, öllsömul, eigum við að fara að skoða uglur?” sagði hún
,,eh, mamma, við erum eiginlega búin að velja”sagði Hermione sem hafði loksins getað náð augunum af uglunni,
,,nú, er það þannig? Jæja, er ekki eitthvað meira sem við þurfum, ég náði hérna í smá pening, 20.000 í mínum peningum, litli kallinn í bankanum minntist eitthvað á galleon og siggur eða hvað sem hann sagði að þetta héti, æ ég á aldrei eftir að skilja þennan gjaldmiðil ykkar. En jæja, var það eitthvað fleira sem þú vildir fá?” sagði frú Granger
,,ég er enn að skoða mig um”sagði Hermione,
,,Eh, mundirðu eftir að ná í pening á minn bankareikning, mitt hólf, öllu heldur?” spurði Harry
,,Já, auðvitað Harry minn, ég vona að þetta sé nóg, annars skilarðu bara restinni í bankan eins og Hermione ætlar að gera” sagði frú Granger og rétti Harry lítinn poka troðfullan af galdragjaldmiðli.
,,Takk, ég hugsa að þetta sé nóg” sagði Harry. Hann stakk pokanum í vasan og tók upp einn af pinklunum af hillunni. Síðan gekk hann þvert yfir búðina og tók upp tvo pakka af uglufóðri og uglunammi, sem fyllti miðlungsstóra tunnu. Síðan gekk hann að afgreiðsluborðinu og lagði þessa hluti á það.
,,Ehemm, ég ætla að fá þetta takk” sagði hann við búðareigandann sem var að útskýra fyrir Ron hvernig goggfesting virkaði (svona tæki eins og er sett yfir kjaftinn á hundum til að þeir bíti ekki, þetta hélt vara miklu betur). Búðareigandinn sneri sér að Harry gekk að afgreiðsluborðinu og afturfyrir það.
,,Jæja, þetta kostar sjö galleon og fimm sikkur, takk”sagði hann og tók við peningunum í útréttum lófa Harrys, ,,Var það eitthvað fleira?”
,,Nei, takk, ekki frá mér” sagði Harry, þá kom Hermione við hliðina á honum með hluti sem hún ætlaði að kaupa, (ugunammi og þannnig)
,,Ég ætla að fá þetta takk” sagði hún og lagði hlutina á borðið
,,Allt í lagi”sagði búðareigandinn, setti hlutina í poka og tók við peningunum í útréttri hendinni á Hermione, ,,Var það eitthvað fleira?”
,,Nei, ég held við förum bara núna. Við þurfum kannski að koma við annarstaðar líka”sagði Hermione og gekk að dyrunum með Harry, þar sem frú Granger og Ron stóðu,
,,Komum”sagði Hermione og gekk út um dyrnar með alla hina á eftir sér. Allt í einu kom búðareigandinn hlaupandi út á eftir þeim í offorsi
,,Frú frú! Þú gleymdir uglunni” Hann hélt á búrinu með uglunni í annarri hendinni, en með hinni veifaði hann þeim til að láta þau taka eftir sér
,,Ha, já takk” sagði Hermione og tók við uglunni, ,,Ég vildi nú síst gleyma þessari”
Búðareigandinn sneri sér við og gekk aftur inn í Uglubúð Eeylops,
,,Vá maður, við vorum nokkra metra frá búðinni og hann kallaði eins og við værum í kílómetra fjarlægð!” sagði Ron við Harry, þeir tveir höfðu aðeins verið að fylgja Hermione og höfðu ekkert tekið eftir því að þeir voru ekki á leiðinni að Leka Seiðpottinum, heldur héldu þau í öfuga átt,
Harry leit upp og sá að þau voru nýbúin að ganga framhjá ísbúðinni, sem hann vissi að var lengra frá Leka Seiðpottinum en uglubúðin,
,,Hvert erum við að fara, Leki Seiðpotturinn er í hina áttina”sagði hann
,,Veit ég vel, en við getum allt eins keypt það sem okkur vantar í ferðina núna, fyrst við erum hér.” Sagði Hermione og beygði með mömmu sinni inn í einhverja búð sem Harry hafði aldrei tekið eftir,
,,Hvaða búð er þetta?” spurði Ron og leit í kringum sig. Þetta var eins og ósköp venjuleg útilegu muggabúð. Þarna voru jakkar, bakpokar, húfur, skór og allt annað sem muggar notuðu í útilegur. Augu Harrys runnur frá ósköp venjulegri gönguskóahillu að afgreiðsluborðinu, sem gömul kona var að bregða sér framfyrir,
,, Frú Montela heiti ég, get ég aðstoðað?” sagði hún
,,Eh, já, krakkarnir hér ætla í nokkra daga göngu yfir þessi fjöll í Noregi, æ, ég man ekki hvað þau heita, Egopols-fjöll eða eitthvað þannig, muggarnir sjá það ekki, enda er galdrabærinn Fogville reystur við rætur þeirra, en já, allavega, við þurfum bakpoka, gönguskó, göngustafi og aðra þannig hluti” sagði frú Granger.
,,Nú, jæja. Fylgið mér” sagði frú Montela og gekk að hillu prídda bakpokum, ,,Hérna eru sérstöku pokarnir okkar, þetta er alveg það nýjasta. Það væri hægt að troða fíl hérna ofaní í heilu lagi, en samt verður pokinn ekki þyngri en 20 kíló, nú, það er sjaldan verið að bæta tískuna í bakpokum svo við eigum bara þessa tegund og þessa lélegu muggabakpoka sem geta orðið alveg ofboðslega þungir.”
Hún tók niður einn fjólubláan og svartan bakpoka,
,,Ég held að dömunni myndi líka við þennan, hann er ekki of stór fyrir .ig en legst vel að bakinu og böndin stilla sig sjálf” sagði hún og rétti Hermione hann.
,,Hvernig veistu að hann passar mér?”spurði Hermione og setti bakpokann á bakið, hann var ofboðslega þægilegur og léttur, enda var ekkert í honum nema pappírs massi,
,,Nú, ég tók auðvitað mál af þér”sagði konan,
,,Nei þú gerðir það ekki, þú komst allavega ekki með neitt málband eða neitt þannig” sagði Ron,
,,Æ, drengurinn minn, heldurðu virkilega að ég þurfi ennþá á svoleiðis hlutum að halda? Faðir minn dó þegar ég var fimmtán ára og arfleissi ig að búðinni. Ég notaði málmband fyrstu tíu árin, en núna þarf ég bara að horfa á persónuna, sérðu, þessi hérna passar þér fullkomlega” sagpi Frú Montela og tók niður svartan og dökk brúnan bakpoka af hillunni,
Ron tók við honum og setti hann á bakið á sér. Hann var fullkominn (Þó svo að það sé heldur skrítið að finna hinn fullkomna bakpoka, ekki satt?”, hann tók andköf,
,,Þú hefur skyggnigáfu eða eitthvað!” sagði hann og tók af sér bakpokann,
,,Er þetta réttur litur handa þér drengur minn, ég á líka einn rosa fallegan svartan og skarlatsrauðan sem ég er viss um að þér myndi líka vel við, í stíl við þetta fallega hár” sagði hún, Harry gat ekki varist brosi þegar hann sá svipin á Ron, frú Montela vissi ekki að Ron myndi gefa galdraskákina sína áður en hann klæddist rauðu,
,,eh, nei takk” sagði Ron ,,Ég held þessum bara”
,,Allt í lagi, hvernig finnst þér þinn ungfrú?” sagði frú Montela og leit á Hermione
,,Hann er frábær og liturinn líka,”sagði Hermione og vildi helst ekki taka af sér bakpokann,
,,E, Ron minn, áttir þú ekki bakpoka?” sagði frú Granger allt í einu,
,,Jú, en ég vil ekki sleppa þessum þrátt fyrir það, hann er svo FRÁBÆR!” svaraði Ron,
,,En þú, væni minn, vilt þú fá nýjan bakpoka?” spurði frú Montela Harry,
,,Ö, já takk,”sagði Harry þegar hann hugsaði um snjáða bakpokan sem lá heima hjá Hermione, frú Montela horfði á hann augnablik en teygði sig síðan í blán bakpoka úr efstu hillunni,
,,Hérna” sagði hún og rétti Harry bakpokann, hann setti hann á sig og fann að hann var ótrúlega þægilegur. Þannig gekk þetta líka með skóna og allt hitt, allt smellpassaði.
Síðan borguðu þau fyrir sig (Frú Montela veitti Ron mjög mikinn afslátt því hann gatt varla borgað fyrir göngustafinn) og fóru út. Síðan gengu þau aftur að Leka seiðpottinum, gegnum hann og út í bílinn. Þau keyrðu heim og Hermione eyddi öllum tímanum í að tala við ugluna.
Ron tók andköf þegar hann sá húsið hennar Hermione, hann hljóp að dyrunum og virti þær vandlega fyrir sér. Hermione gekk til hans með ugluna sína, en Harry dragnaðist á eftir með allt sitt dót og farangurinn hans Rons. Hermione opnaði dyrnar of fylgdi Ron upp í herbergið hans Harrys, því að þeir áttu að deila herbergi.
Þessi vika leið hratt, Hermione ákvað eftir langa umhugsun að skýra ugluna Edenu. Síðan rann það upp, einn fagran sunnudagsmorgun, að þau lögðu af stað í ferðina.
Harry vaknaði við fyrstu sólargeislana sem brutust gegnum hvert brot á gluggatjöldunum. Hann var úrvinda, hafði ekkert getað sofið um nóttina fyrir spenningi. Hann fór á fætur og skellti sér undir kalda sturtu til að ná úr sér svefnlönguninni. Eftir að hafa klætt sig gekk hann niður í morgunmat. Herra Granger, frú Granger og Hermione voru öll komin niður, en Ron hafði rétt verið að vakna þegar Harry hafði komið úr sturtunni,
,,Hæ”sagði hann, settist niður og náði sér í brauðsneið,
,,Halló”sögðu herra Granger og frú Granger, en Hermione heilsaði með sömu orðum og Harry,
,,Hæ, hlakkar þig ekki til? Við erum að fara eftir einn og hálfan klukkutíma! Hvar er Ron?”sagði Hermione
,,Ron var að vakna þegar ég kom úr sturtunni”sagði Harry, hann var ótrúlega spenntur og kláraði brauðsneiðina á fimm sek.
,,Jæja, hlakkar ykkur ekki til?” sagði herra Granger glaðlega við þessa tvo krakka sem sátu við borðið með honum,
,,Jú, alveg geðveikt!” sögðu bæði Harry og Hermione. Í því birtist Ron í eldhúsdyrunum. Hann var glaðvakandi og fullklæddur.
,,Hæ!”sagði hann. Harry heilsaði honum og sá að hann skalf af spenningi,
,,Hlakkar ykkur ekki TIL!”Hrópaði hann og settist niður hjá þeim,
,,Jú auðvitað!”sagði Harry.
Eftir rúman einn og hálfan tíma stóðu þau öll uppi í herberginu hennar Hermione með bakpokana á sínum stað, skóna á fótunum og uglurnar á handleggjunum. Þau ætluðu að láta þær fljúga við hliðina á sér allan tíman, en voru með búrin í bakpokunum. Herra og frú Granger stóðu hjá þeim,
,,Bæ, mamma, bæ, pabbi”sagði Hermione
,,Bæ elskan” sagði frú Granger, og herra Granger tók undir það. Harry og Ron kvöddu líka. Þau héldust öll í hendur, hugsuðu stíft, og eftir örfáar sekúntur voru þau komin á fyrsta stoppið sitt.
Nú er þetta búið, ég var að drífa mig að þessu svo ég veit ekki hvort þetta sé eins gott og fyrri kaflarnir. En allavega, það ÞARF að skrifa í álit!
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*