Lucia réð sér ekki fyrir kæti og næstum sveif að Rawenclawborðinu og settist við hliðina á Mandy.
En Susan fór í Gryffindor.
Gamall, gráhærður maður þaggaði niður í nemendunum og hóf að tala.
“Látum veisluna hefjast!”
Allt í einu birtist matur á borðunum og allir krakkarnir ætluðu að missa augun út úr sér af undrun.
Þegar veislunni lauk byrjaði gamli maðurinn aftur að tala.
“Fyrsta árs nemar, farið með umsjónarmönnunum í heimavistir ykkar.”
Hún fór með hinum krökkunum úr Rawenclaw á eftir stelpu sem var örugglega á 5 ári.
“Passið ykkur á stigunum, þeir breyta oft um stað.”
Þau fóru upp langan stiga en allt í einu tóku þau kipp.
Og stiginn tók að hreyfast! Allir æptu og skulfu, nema umsjónarmaðurinn.
“Verið róleg! Haldið ykkur í handriðið og gangið upp þegar stiginn stoppar.” sagði umsjónarmaðurinn sem var brúnhærð stelpa. Loks komust þau áfram og gengu þar til þau komu að vegg. Stelpan stoppaði fyrir utan og sagði:
“Quidditch”
Allt í einu birtist hurðarhúnn á veggnum og umsjónarmaðurinn opnaði. Allir gengu inn.
Þau komu inn í fallega stofu, með arni og tveimur mjúkum og fallegum stólum. Þarna var líka sófi og svo voru tveir stigar sem lágu sitt í hvora áttina.
“Strákarnir sofa hérna megin.” sagði stelpan og benti til hægri. Svo benti hún til vinstri og sagði að stelpurnar svæfu þar.
“Farangur ykkar er kominn upp svo þið getið skoðað ykkur um þangað til kvöldmaturinn byrjar.”
Lucia fór upp stigann vinstra megin og skoðaði sig um.
Þetta var mjög stórt herbergi, með svona um það bil fjörutíu rúmum. Aðeins var pláss fyrir eina manneskju í hverju rúmi.
Hún sá aðra hurð og leit inn.
Þetta var aðeins minna herbergi, með þrjátíu rúmum.
Og þar var önnur hurð sem lá inn í jafnstórt herbergi.
Hún leitaði að farangrinum sínum og fann hann loks við fallegt rúm sem var dökkblátt og yfir því var blá himinsæng með stjörnum. Hún settist í rúmið og það var svo mjúkt að hún næstum sökk ofan í það.
Þarna lá hún og leit í kringum sig. Áður en hún vissi af var hún sofnuð.
“Það er kominn kvöldmatur, eða ertu kannski ekkert svöng?” Lucia hrökk upp.
Hún leit upp og sá Mandy standa yfir sér. “Ætlar þú að koma?” Lucia stóð upp og fór niður í salinn með Mandy.
Þær settust niður en þeim fannst ekki skrýtið lengur að það skyldi ekki vera neinn matur á borðinu.
“Látum veisluna hefjast!”sagði skólastjórinn sem hét Albus Dumbledore.
Diskarnir á borðunum fylltust af mat, af öllum gerðum. Lucia hafði aldrei séð svona mikinn mat í einu.
Hún fékk sér troðfullan disk af mat og borðaði.
Hún rétt náði að klára af disknum.
Svo voru afhentar stundaskrár.
“Við erum bara með Slytherin í ummyndun og sögu galdrana!”sagði Terry og brosti.
“En við erum með Gryffindor í flugtíma, töfradrykkjum og jurtafræði.”þuldi Mandy út úr sér.
“Erum við þá með Hufflepuff í töfrabrögðum og vörnum gegn myrku öflunum?”spurði Terry.
“Já.”svaraði Mandy og stóð upp.
“Við erum að fara í jurtafræði núna.”sagði Mandy og stóð líka upp. “Komdu, Terry! Eða ætlarðu kannski ekki að fara í jurtafræði?”
“É-é-gg er að koma!”stamaði Terry og stökk upp af stólnum svo að stólinn brotnaði næstum því. Þau gengu út í garð og þegar þau fóru inn í gróðurhúsið var kennarinn kominn.
Það voru tveir og tveir saman.
Terry og Mandy voru saman í hóp en Lucia var með Susan.
Þegar tíminn var búinn fóru þau þrjú, Lucia, Terry og Mandy, í ummyndun.
Í tímanum áttu þau að breyta snigli í bláan yddara.
Lucia var sú eina sem gat það, þótt yddarinn væri dálítið slímugur ennþá.
Yddarinn hennar Mandyar var með fálmara og rosalega slímugur, en Terry náði bara að lita snigilinn sinn bláan.
Dagurinn leið og ekkert athugavert gerðist.
Lucia fór upp, enda dauðþreytt eftir erfiðan dag.
Hún sofnaði um leið og hún lagðist niður.
Hver var þetta?
Hettuklædd vera gekk þungum skrefum upp stigann.
Hún leit upp og skalf. Veran tók upp sprotann.
Hún hélt fast um sprotann sinn. Beindi honum að verunni.
“Avad…” reyndi hún að stynja út úr sér. “NEI!”
Lucia hrökk upp í svitabaði.
Hún velti lengi fyrir sér draumnum og reyndi að sofna.
Þegar hún loksins sofnaði aftur dreymdi hana draum sem hún hafði gleymt daginn eftir.
Enda var hann ekki merkilegur.
Hún fór í morgunmat og svo beint í Varnir gegn myrku öflunum.
Kennarinn var bara eitthvað að blaðra svo Lucia leit út um gluggann. “Ha!”hálfkallaði hún. Henni hafði séð andlit í glugganum. “Er allt í lagi?”hvíslaði Mandy.
“Jájá.”Lucia reyndi gleyma þessu og brosti vandræðalega.
Þegar tíminn var liðinn fór Lucia út í frímínútur.
Hún vildi vera ein og fór því út í horn.
Alltaf fannst henni einhver skuggi hvíla yfir sér.
Það var rétt. Einhver var þarna.
Er þetta ennþá líkt Harry Potter?
Nothing will come from nothing, you know what they say!