Harry Potter & stríðið

1. Kafli
U.G.L.urnar

Harry Potter vaknaði við það að málverkið af frú Black byrjaði að öskra. Einhver var
kominn í heimsókn. Harry Potter er sextán ára gamall drengur hafði misst báða foreldra sína þegar hann var eins árs. Þau voru myrt af hinum illræmda Voldemort. Harry Potter er svo sem ekkert venjulegur drengur. Hann er galdramaður. Fyrr í sumar myrti fylgismaður Voldemort, Bellatrix Lestanger Sirius Black, guðföður Harry’s en hún er jafn framt frænka hans.
Harry leit á vekjaraklukkuna sem sýndi að hún væri 5:30.
“Fjandinn,” sagði hann við sjálfan sig. “Nú á ég ekki eftir að geta sofnað aftur.” Harry horfði út í loftið í smástund áður en hann fór á fætur.
“Góðan daginn,” sagði syfjuleg rödd Tonks, sem nú var með grátt, úfið hár og rottunef. “Hvað er klukkan?”
“Veit ekki,” sagði Harry og yppti öxlum. “Hver var að koma?”
“Var einhver að koma?”
“Æ gleymdu því!”
Harry fékk sér brauð með sultu og osti í morgun mat og á meðan horfði hann á Tonks hrjóta og skipta um nef í leiðinni.
Harry hafði fengið að vera bara í tvær vikur hjá Dursley-fjölskyldunni, frændfólki sínu sem hann hafði þurft að búa hjá í sumarfríum, þegar hann byrjaði í Hogwarts og í tíu ömurleg ár á undan því og hafði nú verið í tvær vikur í Hroðagerði. Hann hafði ekki treyst sér að vera hjá Weasley-fjölskyldunni. Hann vildi frekar fá að vera nær Siriusi, í húsinu sem hann hataði en þótti innst inni vænt um. Hann var bara ekki tilbúinn að vera mikið innan um fólk. Í Hroðagerði var nógu mikið af fólki og nógu lítið af fólki. Hann hafði séð Lupin, McGonngal og Kingsley bregða fyrir. Mest þó af Kinglsey, hann hafði haldið í honum lífinu undarfarnar tvær vikur. Núna var Kinglsey að sinna einhverjum störfum fyrir regluna. Reyndar höfðu bæði hr. og frú Weasley komið en Dumbledore hafði greinilega sagt þeim að Ron ætti ekki að koma með, og var Harry honum þakklátur.
“Harry, bara vaknaður!” sagði kunnuleg rödd í dyragættinni. Þetta var Lupin.
“Jamm, ég vaknaði við öskrið frá frú Black,” svaraði Harry. “Hvar hefur þú verið?”
Lupin sendi honum hættulegt augnaráð.
“Bara að vinna fyrir regluna,” sagði hann stuttarlega með flóttalegt augnaráð. Harry tók eftir því að hann var rauður um augun og áttaði sig á því að það hafði verið fullt tungl í nótt. “Það er bréf til þín, sennilega U.G.L.u bréfið.”
“Takk.”
Harry opnaði bréfið hægt.

Kæri hr. H.J. Potter
Okkur er ánægja að tilkynna þér það niðurstöðurnar úr U.G.L.u prófunum,
Sem þú tókst fyrr í vor séu eftirfarandi

Varnir gegn myrkru öflunum: 23/20 Ótrúlega gott
Töfrabrögð: 18/20 Afbragðsgóð einkunn
Ummyndun: 18/20 Afbragðsgóð einkunn
Töfradrykkir: 17/20 Afbragðsgóð einkunn
Spádómafræði 15/20 Fer fram úr væntingum
Ummönnun galdraskepna: 14/20 Fer fram úr vængingum
Saga galdranna 10/20 Ófullnægjandi
Samtals: 16/20 Af bragsgóð einkunn

Við viljum þakka þér fyrir að þreyta þetta próf og óskum þér sérstaklega til hamingju með árangurinn í Vörnum gegn myrkruöflunum.

“Má ég sjá?” spurði Lupin Harry. Harry rétti honum bréfið og starði út í bláinn. Hann hafði fengið 16 uglur af 20 mögulegum, þetta gat ekki verið að gerast. “Nú, já, þetta eru bara afskaplega góðar einkunnir, bara mjög góðar!” Lupin brosti veikulegur brosi. Lupin gekk hægt að skápnum og fékk sér brauð með smjöri. Fyrst að frú Weasley var ekki hérna var ekkert annað á boðstolnum nema brauð eða eitthvað álíka frumlegt.
“Já, ef þú vilt fá að vita það þá kemur Ron, Ginny og Molly á eftir hingað. Hermione kemur víst eftir tvo daga ef allt fer eftir óskum.”
“Fínt,” sagði Harry stuttarlega og brosti út í annað. Hann bjóst til þess að fara út úr heldhúsinu þegar hann heyrði skell.
“Harry,” sagði Lupin, “Tonks!”
“Hvað er að gerast?” hrópaði Tonks upp yfir sig, greinilega ný vöknuð.
“Tonks, farðu og sæktu hjálp, bara einhvern. Það leið yfir Lupin
ég hef ekki hugmynd hvað þetta er,” Harry náði að segja þetta frekar yfirvegað. “Gerðu, það núna strax!”
“Hvað er að gerast?” spurði Snape, sem hafði komið inn þegar hann heyrði Tonks öskra. Hann var oft í Hroðagerði, yfirleitt bara í stuttan tíma en núna hafði hann greinilega verið yfir nóttina.
“Ég veit það ekki, kannski leið bara yfir hann, kannski er hann of þreyttur, ég bara veit það ekki,” sagði Harry og stóð upp og gekk fram og til baka.
“Harry! Róaðu þig!”
“Hvernig á ég að geta róað mig!” sagði Harry og leit til hans. “Hvernig!?”
“Tæmdu hugan, notaðu occulmency!”
Harry trúði ekki að hann væri að tala við Snape á “vinalegum” nótum.
“Hann hefur greinilega ofþreytts, þetta er bara álag,” sagði Snape, með einhvern furðulegan tón sem var líkast því að vera hlýr og vingjarnlegur. Hann hellti vökva í Lupin og setti kodda undir höfuðið á honum. Lupin byrjaði smám saman að vakna á eldhúsgólfinu. Kingsley, Bill og Tonks tilfluttust inn í eldhúsið, Tonks reyndar næstum því ofan á Lupin.
“Hvað gerðist?” spurði Bill og horfði rannsakandi augum á Lupin. “Er allt í lagi með hann?”
“Já, bara ofþreyta,” sagði Snape þreytulega. “Hvernig værið ef þið mundið taka hann og setja hann í eitthvert svefninherbergið? Hann er hálf dasaður núna.”
Tonks, Bill og Kingsley hjálpuðust við að bera hann upp á aðra hæð á galdrabörum.
Snape og Harry voru einir í eldhúsinu og horfðu hvor á annan. Harry fann sársauka sting í örið, sem var nú ekki ósjaldan þessa dagana, en hann tók eftir því að Snape sast í stólinn.
“Þú finnur fyrir sársaukanum, ekki satt?” spurði Snape og strauk þar sem merkið var á vinstri hendinni. Harry kinkaði kolli.
Snape sagði ekki meira, heldur fór út úr eldhúsinu. Harry stóð þarna eins og illa gerður hlutur.
“Harry?” spurði Tonks fyrir aftan hann. “ Er alltí lagi?”
“Já,” ansaði Harry og labbaði hægt og setist í einn stólinn við borðið.
“Vertu alveg rólegur, hann jafnar sig,” sagði Tonks eins hressilega og hún gat. Núna var hún með fallega sítt ljóst hár.
“Veistu hvað er að honum?”
“Nei, veistu, ég hef ekki hugmynd,” sagði Tonks. “Veistu, svo að ég verði með einhverja mömmustæla í þér þá finnst mér að þú eigir að taka aðeins til í herberginu þínu. Ég meina, Ron á eftir að þurfa að búa þar og ég get sagt þér, herbergið mitt hefur aldrei litið svona illa út!”
“Það er nú ekki það mikið drasl þar!” sagði Harry og brosti.
“Viltu veðja?”
Harry glotti.
“Ú, skyldan kallar,\" sagði Tonks og tilfluttist burt um leið.
Harry fór upp ogreyndi að klára heimavinnuna sína í Töfradrykkjum en gat það ekki. Af hverju hafði Snape hagað sér svona… svona almennilega, hugsaði Harry með sér.
en gleymdi því strax þegar hann sá Ron í dyragættinni.

Segið hvað ykkur finnst og ef þið viljið, þá kemur framhald á næstunni :)

Fantasia