Harry Potter og Súmílæjinn (2.-3. kafli) Þessi saga er framhald af Harry Potter og Súmílæjinn sem ég
gerði hérna um daginn og hún var reyndar aðeins styttri, en ég var
bara svo vitlaus að ég gerði engar gæsalappir, jæja núna ætla ég
að reyna að bæta mig í þessu! :D


Framhald



Framhald af 2. kafla


Dumbledore sagði lykilorðið (sem var að þessu sinni hunangsöltappi) og stóra ufsagrýlan sem

gætti skrifstofu Dumbledores byrjaði að hreyfast.

Þeir fóru inn og þá voru málverkin glaðvakandi og Phineas Nigellas sagði “hvað gerði hann

nú af sér?” (hann var auðvitað að tala um Harry) “skiptu þér ekki af þessu Phineas” svaraði

Dumbledore. “Jæja Harry lístu fyrir mig draumum” sagði hann og það var eitthvað í

málrómnum sem róaði Harry.

“Það byrjaði allt með því að það var einhver skringileg vera hjá mér einhversstaðar, hún var

með græn augu svipuð kattaraugum og röddin….”

hann þagnaði um stund eins og í leiðslu. “Ehem” sagði Dumbledore

“ha? ó já og veran hún…. hún söng, og þessi söngur lét mig hugsa allar hamingjuríkustu stundirnar í

lífi mínu” sagði Harry.

“Súmílæji” hvíslaði Dumbledore.

“Ha?” spurði Harry, “Það er lífvera sem…” “getur haldið á öllu sama hversu þungt það er, og er

öflugasta dýr veraldar” kláraði Harry fyrir hann.

“Hvar heyrðir þú það Harry?” “Ha? ég…. (hann vildi ekki koma Hagrid í klípu) ég bara heyrði talað

um hann á göngum skólans” (hann hljómaði frekar ósannfærandi) “Harry, segðu mér það” sagði

Dumbledore og leit á hann þýðingarmiklu augnarráði.

Þá sagði Harry honum allt af létta, “Hagrid fór upp í fjöll eitthvað að reyna að veiða Súmílæja,

og hann sagði okkur um eiginleika hans”

Dumbledore greip fram í “Hagrid fór í þennan leiðangur fyrir mig Harry” sagði hann,

en það er ekki þitt mál, og þú þarft líka að fara að sofa til þess að geta vaknað á morgun.

“en Dumbledore, þessi prófessor Walters (sem var nýji kennarinn í vörnum gegn myrku öflunum),

ég fæ alveg hræðilegan sting í örið þegar hann talar við mig eða bara þegar hann er nálægt” sagði Harry.

“Það veit ég ekkert um að vísu var hann drápari einu sinni en ekki lengur” sagði Dumbledore.

“Það var galdramálaráðuneytið sem réð hann hingað, ég verð að játa að ég treysti honum ekki til fulls” sagði hann.

“Já, ég er farin í rúmið” sagði Harry.




3. Kafli



Harry, Ron og Hermione voru á leið í tíma í töfradrykkjum, á leiðinni sagði Harry þeim frá hvað hafði gerst á skrifstofu Dumbledores.

“En finnst ykkur ekki eithvað skrítið í sambandi við prófessor Walters? hann er alltaf eitthvað svo utan við sig,

eins og hann væri úr öðrum heimi eða eitthvað” sagði Hermione.

“Jú eins og þegar hann vara að kenna okkur um hnúrdukolla (það er dýr sem er notað í æfafornan galdur),

og allt í einu hætti hann bara að tala, eins og einhver hefði fryst hann” sagði Ron.

“Já það er eitthvað skrítið við hann” bætti Harry við.

(Þau voru komin inn í kennslustofuna og Snape var ekki enn þá komin inn).

Þau sátust í sín venjulegu sæti (aftast).

Eftir smástund kom Snape inn.

Skvaldrið sem hafði verið inni í stofunni hljóðnaði undir eins,

“Þið eigið að blanda lækningar drykk, og upplýsingarnar eru á töflunni” sagði Snape kuldalega.

Hermione átti í engum vandræðum með þetta og það kom grængulur reykur upp úr seiðpottinum hennar.

Ron, hinsvegar hafði einhvernveginn tekist að hella öllu seiðinu sínu niður á bæði sjálfan sig og gólfið.

Harry var frekar bjartsýnn á sitt seyði, reynar var reykurinn ekki alveg eins grængulur og Herimione reykur var,

en hann var meira svona ljósgrænn einhvernveginn (reykurinn), Snape gekk á milli og horfði á seyðið hans Rons,

hann hreinsaði það upp með hreinsunargaldri og sagði “ég held að þetta þýði því miður núll”.

Hann gekk til Harrs og horfði á hann með viðbjóði,

“Þetta seyði myndi hæfa trölli til málsverðar frekar en okkur til lækningar” sagði hann,

Harry roðnaði,

“Við ættum kannski að prófa það á þér og sjá hvað gerist?” sagði Snape mjúkum rómi.

“Þá lærirðu kannski af reynslunni Harry”,

“Ekki hlusta á hann Harry, hann er bara að reyna að finna ástæðu til að draga stig frá Gryffindor” hvíslaði Hermione.

Snape fór aftur að borðinu sínu og Harry létti, “Þetta var ósanngjarnt hann hefði bara átt að líta á seyðið hjá Seamusi” sagði Ron.

Harry horfði dapurlega á seyðið sitt, honum langaði að komast út og það strax.

Þau voru nýkomin inn í stóra sal í hádegismat og voru að borða.

“Hei! sjáið þarna, er þetta ekki prófessor Walters?” það var Ron sem spurði.

“jú, skrítið hann er aldrei við kennaraborðið” sagði Hermione,

“Finnst ykkur ekki eitthvað skrítið við hann? hann er alltaf í sömu fötunum og hárið nær

honum niður á rass” sagði Harry.

“Jú svo skeggið, það er svona svipað og Dumbledore er með bara kolsvart eins og hárið,

hann er akkúrat með útlitið til þess að vera drápari” sagði Ron.

“Það getur auðvitað verið að okkur skjátlist, að hann sé sauðmeinlaus venjulegur kennari,

en samt þykir mér eitthvað skrítið við hann” sagði Harry.

“Hættum að spá í þessu strákar ég er viss um að hann er alveg bráðvenjulegur kennari” sagði Hermione.

“En hermione, hann var einu sinni drápari, Dumbledore sagði mér það” sagði Harry.

“Harry þú ert að grínast er það ekki?” sagði Ron.

“Auðvitað ekki, en við skulum fylgjast með honum í tímum í vörnum gegn myrku öflunum”.



Næsta dag,


“Hermione, leyfðu okkur að sofa lengur” sagði Harry svefndrukkinn.

“Nei strákar komið þið núna” sagði Hermione ströngum rómi og Harry fannst hún

líkjast fröken Weasley meira og meira með tímanum.

“En…” “ekkert en Ron!” sagði hún.

“Kommón! það er laugardagur” mótmælti Harry, “strákar klukkan er að ganga níu! þið megið

ekki vera of seinir í morgunmat” sagði hún.

“Jæja þá” sagði Ron treglega.

Harry kláraði ristaða brauðið sitt og ugluskari flaug inn, það flaug stór brún turnugla að honum með bréf

bundið við sig, Harry hafði ekki fengið bréf lengi og var hissa þegar hann sá að bréfið var stílað á sig.



Kæri Harry!

Ég sendi þetta bréf því að ég þarf að hitta þig bráðlega,
ég get ekki skýrt ástæðuna fyrir þér í bréfinu ef það skyldi fara í rangar hendur.
Sendu mér til baka um hvenær næsta Hogsmeadeferðin þín verður, því þar getum við vonandi hist.
Við getum þá farið á Glaða Villiköttinn og vinir þínir komið með, sendu mér eins fljótt til baka og
auðið er, það er mjög mikilvægt!

Remus Lupin



Afhverju skyldi Lupin þurfa að hitta mig? hugsaði Harry, “Harry frá hverjum er þetta bréf?” spurði Ron.

“Lupin sendi mér það, hérna lesið það bara”.

“Harry! Förum upp og skrifaðu bréf fljótt, og bíddu (hún fór að gá á töfluna hvenær næsta Hogsmeade ferð yrði)” sagði Hermione.

“Næsta Hogsmeade ferð verður um næstu helgi Harry!” sagði hún “Já ókei ég fer upp og skrifa svarbéf, á meðan skuluð þið fara

og gá hvort Hedwig sé í veiðiferð” sagði Harry.

“Já við gerum það Harry” sagði Ron.

Harry skrifaði hvenær næsta Hogsmeade ferð yrði og sagði að þau myndu hittast um hádegi á Glaða villigeltinum.

“Harry! Hedwig er ekki í veiðiferð! komdu upp í ugluhús og við skulum láta hana fara með bréfið ef þú ert búin með það” sagði Hermione.

“Já ég er búin, komum” sagði Hann.

Hedwig goggaði ástúðlega í hann á meðan hann var að festa bréfið við hana, hún var greinilega ánægð með að fá loksins eithvað verkefni.

“Svona þá er það komið”.

“Jæja, væruð þið til í að koma að læra við tréð þarna?” sagði Hermione.

"Já ókei þá verðum við búin fyrir morgundaginn! sagði Harry.

Ron kinkaði treglega kolli til samþykkis.




Þetta var framhaldið af sögu sem ég senti inn í gær, og bara I hope you like it!


PS: Ég gerði gæsalappir í þetta skiptið! :)