Þetta er saga sem ég spann upp, og ég bara vona að hún fái góðar viðtökur!
1. Kafli
Harry vaknaði við að Ron hristi hann,
farðu nú á fætur Harry svo við verðum ekki of seinir í morgunmat!
Jájá, sagði Harry en þá hálfsofandi en dreif sig þó á lappir.
Enn einu sinni var Hermione löngu komin á undan þeim niður í stóra sal, og eins og venjulega var hún horfin undir eintak af Spámannstíðindum.
Hæ Herms! sagði Harry.
Strákar það er tími hjá Mcgonagall prófessor í fyrsta tíma í dag, og þið munduð eftir því að hafa æft ykkur í óminnisgaldrinum er það ekki?
Þeir litu hvorn á annan, eir mundu hvorugir eftir því að hafa gert það.
Hermione ranghvolfdi í sér augunum, datt mér ekki í hug. En jæja þið… (hún fór að lýsa fyrir þeim galdrinum).
Seinna
Seinna um daginn fóru þau að heilsa uppá Hagrid úr því að veðrið var svona gott.
Þau bönkuðu hjá honum og Hagrid kom til dyra.
(Hann var greinilega nýbúinn að baka, því að mikil var lyktin).
Hann bauð þeim að smakka á einhverju grænbláu mauki sem hann hafði reynt að skreyta með einhverju klístruðu, og þau afþökkuðu boðið (þau vissu af reynslunni hvernig eldamennska Hagrids var).
Undarfarna daga hafði Hagrid aldrei verið heima, og enginn vissi neitt um hann, Harry hugsaði með sér hvort hann ætti að fara og spyrja hann út í þetta.
Hagrid, hvar hefurðu verið undanfarið?
Ég, Ö….. bara var að vinna fyrir regluna sagði Hagrid flóttalega.
Harry sá á svip Hagrids að hann var að reyna að leyna einhverju fyrir honum.
Hagrid, í alvöru hvar hefurðu verið?
Ron og Hermione fóru nú líka að spyrja hann um þetta.
Ha? Hagrid þú ferð aldrei að vinna fyrir regluna á skólatíma, sagði Hermione.
Krakkar, þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af.
En Hagrid… byrjaði Harry,
Hættið þið nú að spurja mig um þetta, ég er búin að segja að ég var bara að vinna fyrir regluna sagði Hagrid.
En Hagrid þú getur treyst okkur sagði Ron.
Jæja þá sagði hann,
ég fór upp í fjöllin til þess að reyna að finna Súmílæja.
Ha? hvað er það? sögðu Harry og Ron.
Þið eigið að vita þetta strákar, Hagrid er oft búin að segja þetta í tímum og líka Grubbly Plank þegar hún er sagði Hermione.
Það er bara….. dýr sem hefur þann hæfileika að geta borið hvað sem er hversu þungt sem það er sagði Hagrid.
Það er svo sterkt að enginn ræður við það, ekki einu sinni dreki, sagði hann.
það getur verið grimmt en ef þú ert ekki að hugsa neitt slæmt og ert lundargóður að eðlisfari þá gerir það þér ekkert sagði Hermione.
En Hagrid, hvernig í ósköpunum þarftu slíkt dýr?
Ég hef mínar ástæður sagði Hagrid.
Þau enduðu með því að þurfa að fara, þau fengu ekkert meira dregið upp úr Hagrid.
2. Kafli
Þarna var eitthvað… Græn augun tindruðu í myrkrinu og….og… röddin hún var eittthvað svo töfrandi.
Hún féff mann til þess að hugsa um hamingjuríkustu stundirnar í lífi sínu.
Harry hugsaði um þegar hann sá foreldra sína í draumaspeglinum, þegar hann fór til Hogwarts í fyrsta skipti, þegar hann kyssti Cho Chang, þegar…þegar…
Allt í einu heyrðist hár hvellur og allt breyttist í kringum hann, hann var að berjast við Voldemort og Belatrix stóð þar hjá honum og hló.
CRUSIO! Heyrði hann Voldemort segja.
Hann fann fyrir gríðarlegum sársauka en náði þó að stynja upp petrificus totalus!
Voldemort hörfaði og Bellatrix hrópaði: Ég skal drepa þig eins og ég drap þinn elskulega frænda Potterkríli!!! AVADA KE…
Hún komst ekki lengra því að Voldemort stoppaði hana og sagði: þennan dreng skal ég drepa eins og ég drap heimskingjana foreldra hans.
NEI!! þau voru ekki heimskingjar! hrópaði Harry þú skalt ekki óvirða foreldra mína!
Allt í einu hvarf allt og hann var staddur í svefnálmu drengjanna í Gryffindorturni,
Dumbledore stóð yfir honum og sagði Harry er allt í lagi með þig?
Hann fann fyrir logandi sársauka í örinu, en honum stóð á sama.
Þetta var Voldemort sagði hann, allir tóku kipp við að heyra nafnið.
Harry þú kipptist allur til í svefninum eins og þú værir að berjast við einhvern sagði Ron sem stóð þar hjá.
Harry komdu á skrifstofuna mína og lístu fyrir mér draumnum sagði Dumbledore.
Endilega skrifið þið hvernig ykkur fannst þetta og ef viðtökur verða góðar þá geri ég framhald!
Takk fyrir mig!