Harry Potter og fjöðrin 2. kafli


,, Er allt í lagi?” spurði Harry. Hermione svaraði engu en rétti Harry bréfið:

Ungfrú Hermione Granger

Þér hefur áskotnast sá heiður að vinna í spurningakeppninni um uppruna og lífshætti uglna, sem haldin var í öllum helstu galdraskólum heims í fyrra, fyrir 6. árs nema og upp úr. Þú varst með 114% af spurningunum rétt svarað. Vinningurinn er (Eins og þú kannski veist) ugla að eigin vali. Þú getur sótt hana (í þínu tilfelli þar sem þessi búð er styðst frá heimili þínu) í uglubúðina á skástræti(ég hef aldrei farið þangað svo ég veit ekki hvað búðin heitir). Þú þarft aðeins að sína búðareingandanum þetta skjal, til að fá staðfest að þú megir taka uglu. Búr og aðrar nauðsynjar meðfylgjandi.

Undirritað
Baltasar Friedman
Starfsmaður ráðuneytisins(svo ekki sé meira sagt)

P.S. skjalið rennur út 1. september, sem þýðir að vinningurinn verður ógildur, hafirðu ekki náð í ugluna fyrir þann tíma.

,,Vaá”sagði Harry og leit á Hermione, Hermione horfði á móti, síðan notaði hún þá 17 vöðva sem til þess þarf, til að brosa, skælbrosa!
,,Þetta er svo frábært!”hrópaði hún, stökk á fætur, tók koddan hans Harrys og kreisti hann þéttingsfast til að fá útrás fyrir gleðina.
,,Vá, maður, en sá sem skrifaði þetta hefur verið dáldið fáfróður, hann vissi ekki einu sinni hvað uglubúð Eeylops héti” sagði Harry
,,Nei, kannski ekki, en það skiptir ekki máli, ég fæ UGLU!” sagði Hermione æst. Allt í einu fann Harry eitthvað mjúkt koma við fótinn á sér, hann kippti fætinum upp og leit niður, þar var ekkert, en aðeins um metra frá var Skakklappi að ganga til Hermione. Hermione beygði sig niður og tók hann upp. Hún klappaði honum rólega, en var samt með allan hugan við ugludraumóra.
,,Veistu, ég skil ekki afhverju þú varst svona hissa!”sagði Harry
,,Auðvitað var ég hissa! Afhverju ætti ég ekki að vera það?”svaraði Hermione
,,Nú, þú ert lang klárust í öllum árgangnum, og örugglega öllum skólanum líka!”sagði Harry, Hermione roðnaði
,,Nei, það er ekki satt!” sagði hún hæversk og bandaði frá sér hendinni, Harry brosti
,,Þú lætur alltaf eins og þú haldir að þú sért heimsk eða eitthvað, þegar þú veist að þú ert það ekki, ég veit ekki hvaðan þú hefur það, frá mömmu þinni…”
,,Ó guð, mamma!” hrópaði Hermione ,,Hvað ef hún samþykir þetta ekki, þú hefðir átt að sjá hana þegar ég kom heim með Skakklappa eftir þriðja árið! Hún gjörsamlega trompaðist!”
,,Þá verðum við bara að fara niður og spyrja hana, ef þú mátt þetta ekki þá gefurpu Ginny bara bréfið eða eitthvað…”
,,ertu alveg frá þér? Ég ætla að fá mér uglu sama hvort mamma leyfir það eða ekki. Ég fæ UGLU!” Hermione var greinilega heldur ánægð með þetta.
,,Já Hermione, þú færð uglu, en þú skalt samt fara niður og spyrja mömmu þína um leyfi” Harry gekk að uglubúrinu þar sem mógula uglan sat á stöng, gekk með hana að glugganum og leyfði henni að flögra heim á leið. Hann horfði á eftir henni hverfa út í bláinn, en hélt svo áfram að horfa í kringum sig. Þau gætu trúlega náð í ugluna í bakaleiðinni frá King’s Kross, en aðeins ef að Hermione fengi leyfi.
Þetta var fallegt úthverfi. Hver einasti garður vel snirtur og fallegur, húsin stór og tignarleg. Þetta var álíka þrifalegt hverfi og heima í Litlu- Winghing(eða hvernig sem þetta er skrifað), en samt miklu hlýlegra. Beinskeytt, virðulegt tré stóð í einum af stærstu görðunum. Þetta var eyk, hélt Harry, bísna lík stóru eykinni í Hogwarts, en Harry efaði þó að það slægi frá sér eins og vitleisingur ef einhver gekk í fimm metra færi frá því. Síðan beyndi hann augunum upp á heiðan himininn. Það var hvergi ský fyrir sólu. En samt fannst Harry hann sjá eitthvað. Hvítur bolti eða eitthvað þannig sveif í gegnum himininn nokkuð langt í burtu. Boltinn nálgaðist óðfluga, og Harry sá að hann fór að taka á sig aðra lögun. Auðvitað var þetta ekki bolti. Hedwig stefndi beynt á Harry á fleygi ferð, en rétt áður en hún brotlenti á honum, hægði hún ferðina og lenti mjúklega á hægri handlegnum á honum. Harry klappaði henni mjúklega og losaði lítið bréf sem var bundið við hægri fótin á henni,

Hermione, Harry og frú Granger,

Við komum

Kveðja Arthur Weasley

Þetta stutta bréf gleypti Harry í sig, lagði það svo til hliðar og hélt áfram að klappa og hrósa Hedwig. Síðan gekk hann með hana að búrinu hennar og brynnti henni, eins og hann hafði gert við hina ugluna(fyrir þá sem ekki vita það þá er að brynna það sama og að gefa að drekka).
Síðan fór hann út og gekk niður til Hermione, sem var að reyna að tala um fyrir frú Granger,
,,En mamma þær taka ekkert pláss!”hrópaði hún á mömmu sína sem að stóð andspænis henni, og svaraði fullum hálsi
,,Nú og svo þarf að viðra þær og þrífa!”
,,Mamma, það er alveg nóg hreyfing að leyfa þeim fara í næturveiðiferðir og að sendast með bréf! Ekki sérðu Harry ganga um með Hedwig í bandi ha?”
,,Það kemur ekki ugla inná þetta heimili!”
,,Mamma, þú veist að ég fæ mér uglu sama hvort þú viljir það eða ekki!”sagði Hermione. Frú Granger opnaði munnin til að svara fyrir sig en hætti við og sagði vesældarlega:
,,það er rétt, ef þú vilt þá getum við kippt henni upp í bakaleiðinni, það er að segja ef þú tekur með þér sprotan þinn, fimm til hægri þrír til vinstri eða hver sem þessi röð nú var!”
,,Já! Takk mamma!” hrópaði Hermione og kastaði sér um hálsin á mömmu sinni,
sú er fljót að taka stakkaskiptum, hugsaði Harry
,,svo, þú mátt það!” sagði Harry
,,já! Er það ekki æði!”svaraði Hermione
,,Jú, en heyrðu, Hedwig var að koma með bréfið, og herra Weasley segir að hann geti skutlað Ron.”
,,flott, verðum við þá ekki að fara strax?”spurði Hermione
,,jú”sagði Harry
,,k, ég þarf að hlaupa upp og ná í sprotan minn, við förum kannski í skástræti á bakaleiðinni.”Með þessum töluðum orðum hljóp Hermione upp stigan, nokkrum sekúntum síðar kom hún aftur niður með sprotan sinn í hendinni.
,,Jæja, hvenær eigum við að sækja hann?”spurði frú Granger
,,kl. Hálf fimm” svaraði Harry
,,Nú þá verðum við að drífa okkur, allir út í bíl”sagði frú Granger
,,Allt í lagi”svöruðu Hermione og Harry í kór.
Eftir að hafa klætt sig í skó og úlpu, gekk Hermione út úr húsinu og settist í framsætið á silfraða jeppanum þeirra, Harry neiddist til sitja aftur í, og frú Granger undir stýri. Síðan óku þau af stað, út úr þessu einstaklega notalega hverfi og inn á miðbæjargöturnar.
Eftir korter-tuttugu mínútur beygði jeppinn inn á bílastæði King’s Kross. Þau lögðu nálægt dyrunum og gengu inn. Þau fóru að svipast um eftir Ron, Hermione ákvað að láta mömmu sína standa vörð við dyrnar ef Ron væri ekki kominn, því þá þyrfti frú Granger bara að láta þau vita þegar hann gengi inn, og þá gátu þau drifið sig heim. En Ron var kominn, Harry og Hermione létu sig hverfa inn á brautarpall 9 ¾, þar sem Ron sat og beið.
,,Hæ,”sagði Harry
,,Hæ Harry,” sagði Ron, Hermione ræskti sig ,,og Hermione”
,,hæ” sagði Hermione
,,Vá hvað er skrítið að vera hérna þegar það eru svona fáir”sagði Harry
,,finnst þér ekki? Ég var einmitt að hugsa um þetta þegar þið komuð, ertu viss um að þetta sé réttur brautarpallur? Við gætum hafa hlaupið inn um vitlausa súlu” sagði Ron
,,Auðvita er þetta réttur brautarpallur, hvað er þetta með þig og…og…algert bull!? Skólaárið er bara ekki að byrja í dag, svo að það eru ekki allir nemendur Hogwarts að troðast hér inn!”sagði Hermione óþolinmóð, orð hennar bergmáluðu um allt, og margfölduðust um allan helming. Ron stóð upp(hann hafði setið á bakpokanum sínum)
,,Það getur verið að kexið sé mulið” sagði hann
,,Ohh, Ron, hvað varstu að setjast á bakpokann þinn þegar það er bekkur hérna rétt hjá?”
,,tja sko, það var nefnilega það, mér fannst hann bara svo óþægilegur!”
,,O, jæja, komdu, við verðum að fara. Mamma er að bíða við dyrnar” sagði Hermione og gekk út um súluna
,,Jæja, komdu nú” sagði Harry glaðlega og tosaði Ron (sem var í mestu erfiðleikum með að setja á sig bakpokann) af stað.
,,Veistu Harry, ég get gengið sjálfur” muldraði Ron eftir að þeir voru aftur komnir úta af brautarpalli 9 ¾
,,Rosa voruð þið lengi, við verðum að drífa okkur!”sagði Hermione sem beið fyrir utan
,,afhverju ertu svona…” byrjaði Harry en Hermione lét sem hún heyrði ekki í honum og sagði æst
,,Næsti ákvörðunarsatður …SKÁSTRÆTI!”
,,ó”muldraði Harry,,já”
Hermione tosaði hann og Ron á eftir sér að útidyrahurðinni. Ron leit á Harry og reyndi að fá botn í málið,
,, Hvað er eiginlega að gerast? Skástræti?” sagði hann ringlaður
,,Hermione vann uglu í spurningakeppninni sem var haldin í skólanum í fyrra, æ mannstu, þessi um þarna uppruna og lífshætti uglna eða hvað þetta nú var sem hún hét”svaraði Harry, rétt áður en Hermione snarstoppaði og hann var næstum dottinn
,,Mamma, forum við ekki í Skástræti núna? Spurði hún mömmu sína, þau voru komin að úti dyrunum
,,já það er líka gaman að sjá þig!” sagði frú Granger við Hermione, sneri sér að Ron og heilsaði honum
,,Og já Hermione, við erum að fara á Skástræti” sagði frú Granger við Hermione
,,JÁ!”Hrópaði Hermione og stökk upp í loftið
,,Vertu nú aðeins róleg” sagði Harry
,,Og hvernig innheimtirðu vinninginn, ætlarðu bara að valsa inn og segjast hafa unnið uglu?”sagði Ron
,,Auðvitað ekki kjáni, ég er hérna með bréf sem sannar að ég megi þetta”sagði Hermione og sýndi Ron bréfið
,,Er ekki dálítið auðvelt að falsa svona bréf?”sagði Ron
,,Ekki þessa undirskrift” sagði Hermione og benti á skrautlega undirskriftina.
,,Ertu alveg viss?”sagði Ron
,,Sko, búðareigandinn veit örugglega hvernig bréfið lítur út, en maður sem hefur aldrei séð það veit það ekki, fattarðu? Síðan skiptir það ekki máli” sagði Hermione. Þau gengu út og inn í bílin. Hermione settist framí en Ron tróð bakpokanum í skottið og settist aftur í við hliðina á Harry.
Frú Granger ók af stað, og eftir nokkuð langan akstur komu þau að leka seiðpottinum. Þau gengu inn, Hermione var með sprotann sinn í vasanum, en hún dró hann upp um leið og þau voru búin að loka kráardyrunum. Eigandinn stóð við barborðið og var að þurrka ölkrús, en nokkrir menn sátu og töluðu saman. Harry ákvað að slétta toppinn niður á við á meðan þau væru þarna. Þau gengu beint í gegnum krána og að múrsteinsveggnum. Hermione sló þrisvar létt á ákveðna steina, og stór bogagöng mynduðust.
Harry var einhverra hluta vegna hissa að þurfa ekki að taka á móti háværu skvaldri skólabarna. Auðvitað voru göturnar nærri fullar, en börnin höfðu miklu hærra en fullorðnu nornirnar og galdramennirnir sem gengu um á milli búða. Það var sólríkur dagur og sjóðandi heitt. Þau komu loks að Ugluverslun Eeylops, þar sem raðirnar af allskonar gargandi uglum voru gluggaskrautið. Þau gengu inn, Harry, Hermione og Ron. Frú Granger hafði hlaupið í bankan til að skipta mugga peningunum.
,,Hvað segirðu um þessa?”sagði Ron strax og benti á stóra, tætta uglu í einu horninu á búðinni
,,ehh…ég held ekki” svaraði Hermione eins kurteisislega og hún gat, en sneri sér að annari uglu, sem henni þótti falleg við fyrstu sín, en þegar hún var búin að horfa á hana í nokkrar sekúntur, var hún búin að finna á henni nógu og marga galla til að líta aftur í kringum sig,
,,get ég aðstoðað?” búðareigandinn var kominn,
,,já takk,”sagði Hermione ,,ég tók hérna þátt í spurningakeppni í skólanum mínum í fyrra og hérna sko ég vann eiginlega, og þetta bréf segir að ég megi fá ókeypis uglu héðan”
,,ó, já, þannig”sagði búðareigandinn og tók við bréfinu sem að Hermione rétti honum. Hann las það snögglega yfir, leit síðan á Hermione og brosti,
,,Fylgið mér”sagði hann og gekk að afgreiðsluborðinu og inn fyrir það með krakkana á hælunum,
,,Hérna bakvið geymum við bestu uglurnar, þær sem við seljum bara aðalsfólki eða fólki sem vill borga nóg í þær. Þær eru ekki frammi því að þá getur einhver heillast af þeim sem hefur ekki efni á þeim, og mér finnst ákaflega leiðinlegt að tilkynna fólki að það eigi ekki nóg fyrir þeim” sagði hann á göngunum, þau voru að ganga á milli stafla af kössum og búrum sem að áttu eftir að fara fram þegar þeirra tími kæmi, búðareigandinn hélt áfram,,Nú, þessar uglur eru af bestu ættum, engin þeirra er of gömul, því þær fara allar fram. Nú, ég hef ekki alveg svart hjarta svo ég ætla að byrja á að sýna þér þær fallegustu, ef þú vilt þær, við skulum bara vinna okkur niður”
,,allt í lagi” sagði Hermione. Harry og Ron höfðu átt heldur erfitt með að meðtaka það sem hann sagði.
Loks komu þau inn í rími, sem hefði verið rúmgott ef þarna hefðu ekki verið staflar af uglum í búrum. Búðareigandinn gekk strax að einu búrinu, sem innihélt sérstaklega fallega uglu, hann tók hana út og hún flögraði á handleggin á honum.
,,Þessi er reglulega falleg, finnst þér ekki? Nú, hún er af mjög góðum ættum, foreldrar hennar heita Arrabok og Melirska” sagði hann og klappaði uglunni, Hermione starði aðdáunar augum á ugluna,
,,Hún er kvenkyns, rétt eins og ég vil” sagði hún,, Móbrúnn er líka æðislegur litur, stærðin hentar vel, má ég sjá vænghafið?”sagði hún.
Búðareigandinn var nokkuð hissa á þessum viðbrögðum hennar, en lét ugluna síðan breiða út vængina,
,,gott, gott, já, ég held ég taki þessa bara, hún nægir mér alveg þó svo að það geti verið aðrar fallegar uglur hérna” sagði Hermione
,,Fínt” sagði búðareigandinn, setti ugluna inn í búrið og gekk aftur fram í búðina(þar sem hinar uglurnar voru)með krakkana á hæla sér, greip risastóran poka með uglumat og rétti Hermione
,,Jæja, hérna hefurðu það” sagði hann brosandi ,,þetta er vinningurinn, þú matt ef þú vilt skoða þig um í leit að einhverju fleiru”
en Hermione var eiginlega ekkert að hlusta á hann. Hún starði bara tárvotum augum á ugluna í búrinu.
Hún hafði eignast UGLU



Jæja, ég veit að enginn veit (allavega ekki ég) hvar Hermione á heima, svo ég kom því bara þannig fyrir að hún ætti heima nálægt King’s Kross. Vonandi var þetta fínt. OG ÞAÐ VERÐUR AÐ SKRIFA ÁLIT!
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*