Annar kafli
Harry gekk glaður út úr lestini, Ron og Hermione (sem var enn þá að lesa bókina). Þau litu í kringum sig allt var eins og þegar þau komu þangað síðast. vatnið, Hogwartskóli og risa smokkfiskurinn sem stökk upp og niður í vatninu. Harry leit í kringum sig,
“Hverju ertu að leita að”? spurði Hermione sem var loksins hætt að lesa
“Hvar er Hagrid”? spurði Harry.
“Ég veit það ekki” sagði Ron,
“sérð þú hann Hermione“? spurði spurði hann Hermione.
”Nei“ sagði Hermione og leit í kringum sig. En þau höfðu ekki tíma til að leita að honum lengur því að rétt í því keyrði lítill póstvagn sem stórar og ógeðslegar skepnur sem hétu vákar drógu komu og keyrði næstum því yfir fótinn á Ron. Þau löbbuðu inn í vagninn og settust niður.
”Jæja hvernig fannst ykkur sumarfríið“? spurði Hermione.
”Bara ágætt“ svaraði Ron.
”En þér“ spurði Ron og leit á Harry.
”Algjör martröð“ svaraði Harry ”Dursley fjölskyldan hefur pínt mig meira en hún hefur nokkurn tíman gert“. svaraði Harry. ”Þau skamma mig fyrir það sem Dudley gerir“ sagði Harry.
”Þú hlýtur að hafa gert eitthvað af þér“ sagði Hermione og byrjaði að lesa aftur.
skyndilega stoppaði vagninn og þau gengu út. Þau sáu glitta í litla báta sem sigldu að skólanum. Dyrnar opnuðust og allir gengu inn. Skólinn ljómaði af birtu allir gengu í einfaldri röð inn í stóran sal með fjórum langborðum. Harry Ron og Hermione settust hlið við hlið á einu borðinu.
”Góðan dag “ sagði maður með langt hvítt skegg og í purkulitaðri skikkju.
”Hér er en annað ár í Hogwartskóla-skóla galdra og seyða að fara fram. Ég vil kynna nýja kennarann í vörn gegn myrku öflunum prófessor Anne Kate. Lítil kona í svartri skikkju með hettu hneigði sig þegar hún kom inn. “enda vill ég minna á það að Herra Rubeus Hagrid er veikur og kemur ekki í tíma nokkrar vikur. Í þær vikur eru engir tímar í umönnun galdraskepna. Hefjum nú flokkunar athöfnina.” Flokkunar athöfnin er þegar fyrsta árs nemar eiga að setja á sig gamlan hatt sem flokkar þau í heimavistirnar (Griffendor, Slytherin, Hufflepuf og Rawenclaw). eftir flokkunarathöfnina og matinn fóru Harry Ron og Hermione í setustofuna sem er herbergi sem aðeins Griffindor nemendur vita um (hinar heimavistirnar eru með sínar setustofur).
“Hvað er aðgangs orðið” spurði Ron.
“Veit ekki, umsjónarmaðurinn er ekki kominn” svaraði Harry. En einmitt þá kom umsjónarmaðurinn með alla krakkana í Griffendor í eftirdragi. “Lykil orðið er: blátt sítrónukrap. Krakkarnir gengu inn og fóru að spjalla saman. Seinna tíndust krakkarnir upp í svefnálmuna þangað til að setustofan var næstum tóm. ”Jæja ég ætla í rúmið sjáumst á morgun" sagði Hermione og fór að sofa.
Eftir svona tvær mínútur fóru Ron og Harry að sofa líka.
Daginn eftir var tvöfaldur ummyndunar tími hjá McGonagall og töfradrykkjartími hjá Snape. Í tíma hjá McGonagall átti að breyta bikar í dúfu en bara Hermione náði alveg tökum á galdrinum (það kom engum á óvart).
Í töfradrykkjartímanum var það erfiðasta sem Snape hafði lagt fyrir þau áttu að búa til seyði sem gat læknað menn sem urðu fyrir bit af eitruðum höggormi.
Eftir þá tíma fór Harry í hádegismat.
“Jæja þá” heyrði Harry rödd segja. Hann leit við, þarna var föleitur strákur með ljóst hár og í grænni Slytherin skikkju.
“Draco”! sagði Harry. Draco var versti óvinur Harrys og meira að segja Dudley væri besti vinur hans meðan við Draco.
“Hvað segir pottur og panna gott, tveir feitir strákar sem voru líka í Slytherin ætluðu að springa úr hlátri. Ron starði reiðilega á Draco
“hvað vilt þú hingað”! hvæsti Ron út úr sér.
“Við erum bara að heilsa upp á Harry pönnu” svaraði Draco rólega.
“Jæja þú ert búinn af því Drekabani”! hreytti Ron út úr sér. Draco labbaði í burtu með Crabb og Goile (feitu strákarnir sem voru með Draco). Eftir matinn fóru Harry Ron og Hermione upp í setustofuna.
“Úff! Ég á heimalærdóm í tonna tali” sagði Ron
“ég líka” sagði Harry.
“Átt þú mikið…” byrjaði Ron en hætti þegar Hermione var aftur byrjuð að lesa í “Dáleiðslubókinni”.
“Jæja” sagði Ron og fór að læra. Eftir 10 mínútur þurftu þau að fara í sögutíma hjá Binnis Prófessor. Hann er eini kennarinn sem er draugur í skólanum og krakkarnir segja að hann hafi ekki tekið eftir því þegar hann dó og að hann viti það ekki einu sinni enn þá.
“Jæja krakkar” sagði Binnis prófessor utan við sig. “í dag lærum við um goðsögn víkinga. Og eftir um það bil 5mínútur voru allir farnir að dunda sér með blýantana eða að horfa upp í loftið. Eftir tíman voru Ron og Harry með hlass af heimalærdóm en Hermione tókst einhvernvegin að hlusta á Binnis. Þau fóru niður í stóra salinn og fengu sér kvöldmat og fóru svo í setustofuna. Ron og Hermione fóru í rúmið en Harry var eftir því hann átti eftir 3 þumlunga í goðsögn víkinga. Eftir fimm mínútur var Harry búinn (allir aðrir voru farnir). Hann gekk frá dótinu sínu og var að fara að setja sprotann sinn þegar það birti upp í herberginu með fjólublárri birtu og það birtist hettuklætt vera með sprota í hendinni.
“Voldemort”! öskraði Harry.
Jæja hvernig finnst ykkur
Endilega komið með álit og segið ef þetta “SÖKKAR!”