Grein þín hljóðaði svo:
Fyrsti kafli
Á 16 ára afmælisdegi sínum vaknaði Harry, dökkhærður strákur með hringlaga gleraugu og græn augu, við mikið brothljóð. Svo heyrði hann Dudley frænda sinn, feitan strák með “ ljóst hár öskra að einhver endakall væri ódrepandi. Harry klæddi sig í fötin og labbaði niður. En þegar hann kom inn í eldhús sá hann Dudley með spýtu í hendinni fyrir framan nýju leikjatölvuna sína, sem var öll í brotum. Frú Dursley, horuð kona með lengri háls en venjulegt fólk, og herra Dursley, sem var eiginlega bara stærri gerð af Dudley, komu hlaupandi inn í eldhús og störðu á Dudley. Svo litu þau á Harry.
”Hvað?“ sagði Harry.
Hann gekk út úr herberginu og labbaði annarshugar upp stigann. Hann var að hugsa um drauminn sem hann dreymdi um nóttina. Í draumnum stóð Bellatrix fyrir aftan líkið af Siriusi og hló djúpum hlátri. Allt í kring voru dráparar sem hlógu líka. Svo birtist Voldemort og lyfti sprotanum upp og öskraði: Avada Kedavra Út úr sprotanum hans skaust grænt leiftur í áttina að Harry. Þá endaði draumurinn og Harry vaknaði.
Skyndilega flaug brún ugla beint á gluggann í herberginu hans Harrys. Harry flýtti sér að opna gluggann og tók ugluna inn. Hún var með gulan miða bundinn við fótinn. Harry tók miðann af uglunni og setti hana inn í búrið hjá Hedwig. Harry las miðann. Á honum stóð:
”Kæri Hr. Potter.
Eins og þér er kunnugt byrjar skóla árið þann 1.júlí. Kl. 12:00
Á miðanum stóð líka hvaða bækur og skóladót Harry þurfti að hafa með sér í skólann.
1.júlí! æpti Harry í huganum hann gleymdi því hjá Dursley fjölskilduni að skólinn byrjaði 1.júlí. Í dag var31.júní. jan!
Harry þaut um í herberginu og týndi saman dótið sem hann þurfti að taka með sér í skólann. Hann tók sér góðan tíma og pakkaði öllu vandlega niður. Hann var að fara að hlaupa niður stigann til að sækja sprotann og þrumufleyginn þegar hann áttaði sig á því að hann vissi ekki hvað hann ætti að segja við Dursley fjölskylduna þegar hún sæi hann taka skóladótið sitt sem hann má ekki einu sinni taka þegar hann er að fara í skólann. Hvað ætti hann að segja - að skólinn byrji snemma þetta árið og hann væri að fara þangað núna? Hann ákvað að bíða þangað til um nóttina þegar Dursley fjölskyldan væri sofandi og taka skóladótið þá.
Klukkan 12:00 á miðnætti vaknaði Harry við lága hringingu úr vekjaraklukkunni. Hann dreif sig í að slökkva á henni svo hún myndi ekki vekja Dursley fjölskylduna. Hann læddist mjög hljóðlega inn í svefnherbergi Dursley hjónanna og læddist að náttborðinu hjá Frú Dursley. Hann tók eina hárnælu og læddist aftur út. Hann gekk að kompunni á neðri hæðinni og byrjaði að opna lásinn með hárnælunni. Eftir hálfa mínútu náði hann að opna dyrnar og tók kústinn og sprotann út og lagði þá varlega á gólfið. Hann læddist svo upp og tók koffortið sitt og hélt á því niður þannig að það myndi ekki dragast eftir stiganum og vekja fjölskylduna. Hann opnaði koffortið og setti sprotann í það, gekk út úr húsinu og lokaði dyrunum hljóðlega á eftir sér. Hann gekk að götunni, tók sprotann úr koffortinu og sveiflaði honum.
Skyndilega birtist fjólublá tveggja hæða rúta með gylltum stöfum sem sögðu Riddaravagninn.
Maður í fjólubláum einkennisbúningi stökk út um dyrnar.
“Sææææll Neeevil”! sagði hann.
“Sæll Stan” sagði Harry.
“Hvert vilt þú fara svooona seint að kvöldi”? spurði Stan.
“Á King´s Cross lestarstöðina” svaraði Harry
“En hún er loook…” byrjaði Stan, en Harry greip samstundis frammí fyrir honum og sagði: “Ég veit það”.
“Hey EEErn” kallaði Stan.
“Hvað”! Kallaði annar maður í bílstjórasætinu.
“Á king´s Croooss lestarstöðina”! kallaði Stan til baka.
“Hvað er einhver að vilja þangað um miðja nótt? Ræna hana”? spurði Ern.
“Hann Neeevil vill fara þangað”! sagði Stan
“Jæja þá”! kallaði Ern. Þeir lögðu af stað á mikilli ferð. Þarna var runa af illa röðuðum kollum við gluggann. Harry settist á einn kollinn en var bara búinn að sitja í svona 5 sekúndur þegar vagninn stoppaði. Jææææja! Kallaði Stan “Við erum komnir”. Harry labbaði bak við lestarstöðina og upp á eina gamla ryðgaða lest, fór upp á hana og klifraði þaðan upp á þakið á lestarstöðinni og steinsofnaði.
Dagin eftir vaknaði Harry snemma um morguninn. Hann leit í kringum sig. Það var ekki sála komin út. Hann labbaði niður en stoppaði strax þegar hann sá jeppann hans herra Dursley koma æðandi í áttina að lestarstöðinni. Harry þaut til baka upp á þakið á lestarstöðinni og leit varlega niður. Herra Dursley var kominn út og barði stanslaust á dyrnar á lestarstöðinni. Nú kom annar bíll að stöðinni. Herra Weasley, grannur maður með rautt hár, labbaði að herra Dursley og sagði: “Hæ”. Herra Dursley hrökk við.
“Halló” svaraði hann án þess að hætta að berja á dyrnar.
“Af hverju berðu svona á dyrnar? Það opnar ekki fyrr en klukkan 10:00”.
“Ó ég hélt að það væri opið” sagði herra Dursley með pirraðri röddu.
“Jæja nú veistu að það er lokað”.
Ron, besti vinur Harrys, sem var lítill og með rautt hár steig út úr bílnum. Hann ætlaði að fara að kalla því að hann sá Harry en Harry sussaði á hann.
Harry benti bak við lestarstöðina og fór niður. Þegar hann var kominn niður stóð Ron uppi á lestinni sem Harry hafði notað til að komast upp á þak.
“Hvað varstu að gera uppi á þaki”?
“Þú trúir mér aldrei” svaraði Harry og sagði Ron frá því sem gerðist.
“HAA! Þurftir þú að flýja að heiman til þess að fara í skólann”!?
“Já” svaraði Harry.
“Þetta er brjálæði ársins” sagði Ron.
“Ég veit” svaraði Harry.
Þeir heyrðu í bíl keyra í burtu og Ron fór til að athuga hvort þetta væri Herra Weasley eða Vernor sem var að fara. Eftir smá stund kom Ron aftur með Herra Weasley. Þeir fóru að aðaldyrum lestarstöðvarinnar og Harry sá að Vernor var farinn.
“Jæja, nú er bara korter þangað til að lestarstöðin opnar” sagði herra Weasley.
“Fóru Fred og George aftur heim eftir að þeir stungu af úr skólanum?” spurði Harry Ron.
“Nei” svaraði Ron.
Eftir nokkrar mínútur var lestarstöðin farin að fyllast af fólki sem beið eftir að komast inn. Eftir smá stund opnaðist lestarstöðin og flestir gengu inn á meðan aðrir tóku sér tíma til að kveðja vini sína og ættingja.
Ron, herra Weasley og Harry gengu í gegnum næstum alla lestarstöðina þangað til að þeir komu að brautarpalli 10. Þeir löbbuðu á milli brautarpalls 9 og 10 og herra Weasley sagði Harry að fara fyrstur. Harry leit í kringum sig og það var enginn í kringum þá. Hann hljóp að veggnum og þegar hann kom við vegginn varð allt í einu allt svart. Eftir nokkrar sekúntur birtist aftur ljós og allir sem Harry sá voru galdramenn. Hann labbaði áfram og út um vegginn kom Ron og Harry heyrði rödd herra Weasly segja að hann þyrfti að drífa sig. Þeir gengu svolítið lengi áfram þangað til að þeir sáu glitta í merki sem stóð á brautarpallur 9 og 3/4. Á lestarpallinum var rauð lest sem stóð á “Hogwarts hraðlestin”. Harry og Ron gengu inn í hana og leituðu að tómum klefa. Þegar þeir höfðu leitað nokkuð lengi að klefa fundu þeir klefa sem besta vinkona þeirra, Hermione Granger sat í og las. Þeir settust við hliðina á henni,
“Hæ Hermione” sagði Ron.
“Hæ strákar” svaraði Hermione annars hugar.
“HA! Við erum búnir að vera í burtu í allt sumar og þú lætur eins og við séum fuglahræður með spilara sem spilar hæ Hermione, Hæ Hermione aftur og aftur Ertu eithvað biluð.
”Nei ég er ekki biluð“ svaraði Hermione og hélt áfram að lesa. Ron kíkti á framan á bókina sem hún var að lesa. ”Dáleiðslubókin“, sagði Ron ”hún hlítur að vera búin að dáleiða sig.“ sagði Ron
Hermione leit á hann
”Nei halló strákar en hvað ég er glöð að sjá ykkur JIBBÝ“ sagði hún og leit aftur á bókina.. ”Hún er Gölluð“ sagði Ron við Harry. ”Viljið þið fá eithvað elskurnar“ heirði Harry rödd skyndilega segja. Harry og Ron litu upp en Hermione las enþá í bókini. þetta var konan með nammið. ”Já, já“ sagði Harry. ”3 súkkulaðifroska og stórann pakka af fjölbragðabaunum“. ”En þú“? sagði konan og leit á Hermione. Hún svaraði ekki. ”Ó hú dáleiddi sjálasig og getur ekki hætt að lesa“ sagði Ron. Hermione leit á Ron og sagði ”1 súkkulaðifrosk“ takk. ”gjörðu svo vel sagði konan“ og rétti henni einn frosk. hérna sagði Harry og rétti henni annan súkkulaði frosk. ”Takk" svaraði hún og hélt áfram að lesa. eftir 10 mínútur voru þau búin að borða allt. dágóð stund leið og loksins loksins stoppaði lestin. Og þarna var hann stór kastali. Harry var loksins til Hogwarts.