Hermione Granger og raunveruleikinn
1.kafli
Hvernig er hægt að skilja við draum?
Hún flaug frjáls um himinninn. Hún vissi ekki hvert. Bara að hún væri frjáls frá öllu sem hafði gerst. Að veruleikinn væri bak og burt. Að allt hefði breyst. Hún var kominn langt frá öllu. Hún var að komast á enda mörkin það var bara um það bil metri eftir 5 sekúndur 4…..3…..2….1…..
Hermione lá í rúminu sínu. Hún var fúl. Hún hafði þráð það af öllu hjarta að þetta hefði gerst. En þetta var bara draumur. Hún klæddi sig í flýti og fór niður stigann. Það var 1.septembet og hún átti að fara með lestinni til Hogwarts kl.11:00. Hún var búin að pakka öllu niður og búin að kaupa allt sem þurfti fyrir 6. árið. Svo myndi þetta allt vera eins. Læra ,læra og læra. Það eina skemmtilega var að komast til Hogwarts og hitta Harry og Ron.
***********
Hún var kominn í lestina og var að setjast hliðin á Ronald Weasley sem gæddi sér á súkkulaðifroskum. “Hæ Hermione, hvað hefur verið að gerast hjá þér í sumar?,, spurði Harry sem var að skoða nýja galdraspjaldið sitt. “Æ, eiginlega ekkert,, svaraði Hermione og fékk sér fjöldabragðabaun “Bara þetta venjulega,,. Þau fengu sér mikið af sælgæti og spjölluðu aðeins saman. “Harry, gastu ekki sleppt því að koma,, heyrðist rödd segja í dyragættinni. “ Nei ég gat það ekki Malfoy,, svaraði Harry með röddu sem þýddi að hann væri pirraður. “ Hefurðu virkilega ekki gert nóg?, eða viltu aftur komast í blöðin eða hvað?,,. “ Já ég var nú að hugsa um það,, svaraði Harry sem var orðinn virkilega pirraður en þó mátti sjá að honum þótti þetta gaman. “ Viltu endilega halda áfram að monta þig af öllum þessum göldrum?,,. Passaðu þig annars “galdra” ég kannski á þig,, svaraði Harry og tók upp sprotann. Svona héldu “rifrildin” í meiri en 5 mínútur en að lokum fór Draco og Harry stakk niður sprotanum.
******************
Þegar þau voru komin og sest við Gryffindor borðið byrjaði flokkunin eins og vanalega. Svo byrjaði veislan.
Eftir veisluna fóru þau upp í Gryffindor turn og Hermione fór að hátta sig.
En hún gat ekki sofnað. Hún var enn að hugsa um drauminn. Að lokum sofnaði hún en dreymdi það sama aftur.
******************
Næsta dag vaknaði Hermione jafn úrill og venjulega. Hún klæddi sig og fór niður í morgunmat. Þar voru allir komir og að fá sér að borða. Þegar uglurnar komu kom svörtleyt ugla með svartleytt bréf og lenti hjá Hermione. Hún tók bréfið og las það.
Elsku Hermione okkar
Við erum búin að fara í viðtalið og erum búin að finna góðan stað sem hentar okkur vel, þú veist að við verðum að gera þetta. Þú veist hvað þetta hefur verið erfitt eftir þetta allt saman. Við vitum að þér leiðist að geta ekki sagt neinum frá hinu en þú reynir að gera þitt besta til að halda því leyndu. Við vitum að þú gerir það.
Kær kveðja
þínir foreldrar
“Hvað varstu að fá Hermione?,, spurði Ron. “Æ, ekkert, bara eitthvað bréf frá spámannstíðindum sem er eitthvað um nýtt aukablað,, laug Hermione.
Fyrsti tíminn var töfradrykkjatími. Þegar allir voru sestir byrjaði kennslan á því að Snape minnti þau á ritgerðir sem þau hefðu átt að læra um sumarið. Svo þurftu þau að blanda Salamseyði sem Hermione náði að gera alveg rétt.
Þegar tíminn var búinn fóru þau í ummyndun. Þau þurftu að skrifa heila ritgerð í tímanum um áhrif Erwedastgaldurinn sem mörgum þótti erfitt.
Svo var tími í töfrabrögðum og svo í svo í umönum galdraskepna. Þegar allar kennslustunndirnar voru búnar fóru þau öll upp á bókasafnið og byrjuðu að læra. Þau höfðu strax fengið heimaverkefni og þurftu að byrja á þeim strax því þetta var ekki mjög auðvelt. “ Nefndu sex tegundir af blómum sem notuð eru í Salamseyði og segðu til hvers þau eru,, sagði Ron upphátt þegar hann var kominn á aðra spurningu í heimaverkefninu. “Það er auvelt,, sagði Hermione en hún var komin á 15 spurningu. “Já þér finnst það kannski,, svaraði Ron fúll og reyndi að leyta í bókinni.
Eftir að þau voru búin að læra fóru þau í kvöldveisluna. Þar var margt um að tala og allir skemmtu sér vel, nema Hremione, hún var en þá fljúgandi um himinninn síðan í draumnum.
Um nóttina dreymdi hana drauminn aftur. Hún vaknaði kósveitt. Hún átti erfitt með að sofna aftur, draumurinn truflaði hana svo. Bara að hún gæti sagt frá þessu. Hún yrði að gera það. En hvernig?
2.kafli. Hvað er að gerast með mig?
Hermione var ekki mjög svöng við morgunverðinn. Hún hafði ekki list á neinu. Hún var en að hugsa um drauminn sem hún þráði svo mikið að myndi gerast.
í fyrsta tímanum sem var jurtafræði þurftu þau að planta Súrenturum sem gekk ekki mjög vel því að plönturnar gátu hoppað út um allt. Eins og má geta var Hermione ein af þeim fyrstu til að planta þeim og fékk Gryffindor því 10 stig.
Þegar tímanum var lokið fóru þau í ummyndun og þurftu að æfa sig í því að breyta vatni í drykk sem gat læknað hvaða sár sem var. Svo fóru þau í frímínútur.
Eftir þær var tvöfaldur töfradrykkjatími en þar sem Snape þurfti að bregða sér frá vegna veikinda gátu þau gert hvað sem þau vildu. Hermione gekk á leið á bókasafnið. Þegar hún var að koma að því datt hún inn um undarlegan vegg. Hún rakst með höfuðið í súlu og missti meðvitund.
Þegar hún vaknaði aftur stóð hún upp og leit í kringum sig. “Ég hlýt að hafa dottið um einhvern leynivegg,, hugsaði hún og leit í kringum sig. Þarna voru alskyndmunir sem hún hafði lesið um en ekki séð áður. Helling af alskonar bókum og mikið pláss. “ Hérna get ég byrjað á því að láta draumin rætast,, hugsaði hún en minntist þessa að foreldrar hennar hefðu henni að halda því leyndur. Hún fór því úr úr herberginu en gætti þess að einginn sæi hana koma úr úr því. Hún ætlaði ekki að deila því. Svo fór hún og sótti fjaðurpenna, blek og pappír og byrjaði að skrifa.
Kæru mamma og pabbi
Ég fann góðan stað til að gera það ég verða að gera. Ég held að enginn viti um þennann stað. ég verð að gera þetta því annars dey ég, ég verð að nota þennann hæfileika.
Ykkar Hermione
Svo fór hún upp í uggluturn og lét eina uglu fara með bréfið. “ Ég vona bara að að þau leyfa mér, ég verð að gera það sem mér er ætlað að gera,, sagði hún við sjálfa sig og fór svo uppá bókasafnið.
Það voru liðnar vær vikur og en hafði hún ekki fengið bréfið. Í hvert sinn sem uglurnar komu á morgnana þá vænti hún þess að ein uglan væri með bréf handa henni. En svo var ekki.
Ekki heldur þennan morgun og því gat hún varla borðað neitt. Eftir því sem dagurinn leið varð hún ekkrt betri í skapi og enn daufari en við morgunverðinn. “Hvað er eiginlega að Hermione?,, spurði Harry “Þú hefur verið svo niðurlút frá því að við komum í Hogwarts, hvað er eiginlega að?,,. “Æ, ég veit ekki, ætli það sé ekki bara það að þetta 6.árið okkar og eitt ár eftir,, svaraði Hermione en meinti samt ekkert með þessu. Harry og Ron litu hvor á annan en sögðu ekki neitt. Auðvitað gátu þeir ekki vitað hvað hefði komið fyrir fyrir 16 árum. Þeir gátu ekki vitað hvað það var sem Hermione dreymdi alltaf hverja einustu nótt. En Hermione hefði gert hvað sem var til að segja einhverjum frá þessu. Hún hafði lifað í 16 ár við það að ljúga. Hún gat þetta ekki lengur. En hvenig sem því fór þá irði hún að fá leyfi hjá foreldrum sínum. Hún bara irði að gera það. En hvernig?
3.kafli. Hvernig sem maður reynir þá er það erfitt, eða hvað?
Hermione var sest við stólinn í töfradrykkjatíma og var að taka upp dótið sitt og bækurnar þegar Snape sagði að þau væru að fara í skyndipróf um Wergerty seiðið sem þau hefðu átt að skrifa ritgerð um. Á Ron mátti sjá að hann hefði ekki beinlínis lært undir ritgerðina því nú var hann að reyna að skrifa allt upp sem að hann man eftir án þess að Snape tæki eftir. Þeger tíminn var búin og allir farnir í frímínúturnar fóru Hermione, Harry og Ron upp á bókasafn til að læra meira undir það sem þau áttu að gera fyrir ummyndun ef þau ættu nú að skrifa ritgerð eða fara í skyndipróf. “Þetta var rosalega erfitt, sérstaklega 5. spurning,, sagði Ron sem hafði eiginlega ekkert verið að læra heldur verið að tala um skyndiprófið allann tímann. “ Þér finnst nú allt erfitt Ron sagði Harry sem var að kíkja yfir ummyndunarbókina sína.
Hermione var að leita að sérstakri bók sem hét “Hvernig er hægt að halda leyndarmnáli yfir göldrum,, að lokum fann hún hana og fór að lesa. “Hermione, hvað ertu að lesa í þessari bók?,, spurði Harry sem fanst þessi bók ekki henta Hermione. “Bara aðthuga hvað stendur í henni eins og ég geri með flestar bæku,, svaraði Hermione sem laug rétt einu sinni. “Til hvers þarftur að nota það, þú þarft ekki einu sinni að halda einhverju leyndu, eða hvað?,, spurði Ron sem fór líka að kíkja í bókina “Ekki notar maður þetta í jutafræði eða töfradrykkjum, kannski í Sögu galdrana en ég get ekki ýmyndað mér til hvers hún væri þá,,. “Má ég ekki kíkja í bókin án þess að þú þurfir að skipta þér af?,, spurði Hermione og hélt áfram að fletta í gegnum hana. “Nei nei, mér finnst þetta bara svolítið skrýtið,, svaraði Ron og sagði ekki meir. Þau héldu áfram að læra en töluðu eiginlega ekkert saman. Þegar frímínúturnar voru búnar fóru þau í ummyndun og þurftu að skrifa ritgerð. Eftir það fóru þau í umönunn galdraskepna og svo í töfrabrögð.
Eftir alla tímana fór Hermione aftur í leyniherbergið en fyrst fór hún upp í ugluturn til að athuga hvort uglan hafði nokkuð farið þanga ð í staðin fyrir þegar morgunverðurinn var. En hún var ekki þar svo hún fór því í leyniherbergið og skoðaði meira þar.
Næsta morgun kom uglan með bréf frá foreldrum Hermione og hún las það.
Kæra Hermione
Við erum ekki alveg örugg með þetta. Við höldum að það sé ráðlegast að ú sleppir þessu. Því miður.
Þínir foreldrar
4.kafli. Stundum er erfitt að segja takk
Hermione var mjögr reið. Hvernig gátu þau gert henni þetta. Hún hafði haldið þessu leyndu frá því að hún man eftir sér. Hvað gat hún gert núna. Hún átti einga möguleika ekki gat hún breytt sér. Ekki gat hún brytt fortíðinni. Hún gat ekki gert neitt nema að sætt sig við þetta. Hvað átti hún að gera. Hún var búin að bíða í þrjár vikur eftir svari og þetta var það sem hún fékk. Hún var mjög fúl. Það eina góða sem gat verið við þennann dag var að það var laugardagur og hún þurfti ekki að fara í tíma þegar hún var svona reið. Hvað hafði hún gert af sér. Hún hafði þurft að gera þetta bara út af foreldrum sínum. Hvað gat hún gert. Hún fór upp í Gryffindorturn og fór að læra heimaverkefnin sín. Hún var svo fúl yfir þessu að hún gat varla einbeitt sér. Hún hélt bara áfram að þykjast vera að læra. Hún gat ekki annað gert en það. Nema að láta sér leiðast kannski hún færi bara að rölta um gangana og skoða öll málverkin sem skiptu örugglega þúsund og hún hafði séð milljón sinnum. Nei, frekar vildi hún læra heldur en að allir myndu sjá hana svona. Hún byrjaði á ritgerðinni sem átti að vera fyrir töfrabrögðin og var komin langt á leið með hana. “ Hermione viltu koma með okkur og horfa á Quidditchæfinguna okkar?,, spurði Harry sem var að fara með Ron á Quidditchæfingu. “Nei, ég er ekki í stuði til þess núna, auk þess ætla ég að læra í dag svo ég þurfi ekki að læra á morgun,, svaraði Hermione. “Allt í lagi, þú kemur bara ef þig langar til,, sagði Ron og þeir Harry fóru. Hermione hélt áfram að læra og læra. Eftir um það bil hálftíma var hún orðin svöng, það var hvort sem er að koma hádegismatur. Hún fór úr Gryffindortutninum og gekk á leið í stóra salinn. Á leiðinni hugsaði hún en þá um það hvað þetta væri óréttlátt, hún vildi svo mikið að draumurinn hefði gerst. Að hún væri þar núna. Að fortíðin væri ekki sönn.
“Stopp,, heirðist rödd segja og kippt var í Hermione. Hún hafði næstum því dottið niður því að stiginn hvefði færst til. Henni brá en þegar hún leit við brá henni en þá meira. Draco Malfoy hafði kippt í hana og bjargarð henni frá því að detta niður. “Er allt í lagi með þig,, spurði hann en Hermione gat ekki sagt neitt. Samt gat hún stunið upp því sem hún hafði alsekki viljað segja. “Já, það er allt í lagi,, hún var en þá dösuð eftir að henni brá “Takk,, gat hún með naumindum sagt það og hljóp svo í burtu.