,,Fyrst komum við í veg fyrir fleiri eitrannir, með Bezoar, einhverjir sjálfboðaliðar til að útvega það?“
,,Hvað er Bezoar?” spurði Neville.
,,Það er steinn úr maga geitar sem verndar gegn flestu eitri…“
Hermione var þá þegar farin af stað að sækja Bezoar, en hvert? Það hafði ég ekki hugmynd um, en hún kom fljótlega aftur með Bezoar.
En þá var feldur Tieo´s ekki lengur Sable, hann var í gulum, rauðum, grænum, appelsínugulum, bleikum og fleiri neonlitum.
Eftir að við náðum að troða niðurmuldum Bezoar framhjá tönnunum, yfir tunguna og þaðan ofaní kok, hættu augun að blikka og snúast, en stöðvuðust rangeygð og þannig að augasteinarnir voru dökkbláir, augnliturinn var gulur, og ”hvítan“ en appelsínugul.
Í framhaldi af því fórum við að lesa okkur til um móteitur gegn eitri þeirra jurta sem líklega voru í gróðurhúsinu.
Að lokum fundum við móteitur við tunglseitils eitri og Dittaný eitrun.
Við náðum að útvega efnin sem til þurfti við gerð móteitursins og hófumst þegar handa við móteitrið, við skárum niður í flýti allt hráefnið. Ég, klaufinn skar mig illa í fingurinn, svo blóð dreifðist yfir hráefnið sem ég var að skera, það hét Fínsýrn og meðan við heppni mína, þá ætti það að vera eitrað… Ég stakk því fingrinum upp í mig og fór að sækja klósettpappír til að vefja um fingurinn, en mér til mikillar undrunnar birtist draugur upp úr klósettinu, þetta var Vala…
Þegar hún sá aðstæður fór hún að hlæja og sagði: ,,Vissuði ekki að óblandað Fínsýrn er eitrað?”
Mér var skítsama og vafði um fingurinn, og skellti öllu Fínsýrninu út í, við höfðum engan tíma til að hafa áhyggjur eitrun, eða af blóðinu sem skvettist yfir, hverju breyttu svo sem nokkrir blóðdropar?
Við höfðum tíu mínútur eftir þegar við vorum búin með móteitrið, við píndum það ofan í Tieo. En þótt við vissum að þetta ætti að virka á augun og tunguna, bjuggumst við ekki við þessu. Vissulega urðu augun og tungan eðlileg aftur en það varð líka allt annað.
Þegar ég hafði sent Tieo til Hagrids fórum við í töfrabragða tíma.
Í töfrabragða tíma var kennarinn, Flitwick, að útskýra galdur sem við áttum að framkvæma í næsta tíma. Galdurinn hét Vináttutrygðargaldurinn. Galdurinn var famkvæmdur þannig að skorið var, í hægri hendi annars aðilans og vinstri hinns, orðin “Ævinlega bestu vinir” með undarlegum hníf og skelt sárunum saman, það var eitthvað fleira sem hann sagði um galdurinn en við Tiger vorum ekki að hlusta… Því við vorum í laumi að fletta upp hvernig eitrun Fínsýrnsinns væri, því ég fann fyrir undarlegum og pirrandi doða í fingrinum, hvað í fjandanum gat það verið? Við hefðum samt ekki getað orðið meira hissa en við urðum. Eitrun Fínsýrns var áberandi, fingurinn hefði átt að bólgna upp fá mislit áberandi kýli. Ég fann bara fyrir doða og gat varla hreift fingurinn…
Eftir tímann var matarhlé svo voru Töfradrykkir, kennari sem hét Snape, kendi þá tíma og lýsingarnar á honum voru hreint út sagt skelfilegar. Hann var yfirmaður Slytherin vistarinnar og hélt upp á þau meðan hann hataði alla aðra nemendur. Hann tók suma nemendur fyrir og spurði þá spurninga sem enginn nema Hermione vissi svarið við og hana hundsaði hann gjörsamlega. Vistin tapaði stigum fyrir að vita þetta ekki og fyrir að Hermione þættist alltaf vita allt betur en aðrir… Hann var sem sagt versti kennarinn að mati Griffindor, sem var líklega vistin sem Snape hataði mest.
Í matarhlénu ákvað ég að gleyma bara þessari eitrun og fékk mér bara að borða og las í Hálfúlfum alheimsinns. Núna var ég að lesa um sögu höfundarinns sem hét Sókrates Black en var alltaf kallaður Sjakali. Hann var svo ofan á allt annað Hálfúlfs Varúlfs Vargur. Eftir smá stund var ég svo sokkin ofan í lesefnið að Tiger átti erfitt með að ná athyggli minni til að segja mér að við yrðum að drífa okkur í tíma, en það tókst að lokum.
Við gengum inn í tíma og svo var lesið upp, áður en hann hafði klárað að lesa upp fyrsta nafnið vissi ég að hann hét Severus Snape, hann hafði vanmetið mig einu sinni, það skildi hann aldrei gera aftur!!!
-