Eric lenti harkalega á jörðinni. Hann hélt enn í skikkjuna hjá Ionu. Hún féll á jörðina og hreyfði sig ekki.
“Iona! Iona!” sagði Eric og hrissti hana. “Vaknaðu!”
Iona muldraði einhvað lágt. Hún opnaði rifu á augun.
“Vaknaðu! Vaknaðu!” Eric var byrjaður að kjökra. “Þú mátt ekki fara. Ekki líkt og mamma og pabbi.”
Þegar Iona heyrði þetta stóð hún upp. Henni leið líkt og lappir sínar væru gerðar úr hlaupi en þrátt fyrir það stóð hún.
Þarna var hún. Iona fyrri.
Iona labbaði að þessari tvíburasystur sinni og horfði á hana með megnum viðbjóði.
“Til hvers varstu að fá mig hingað?” sagði Iona.
“Þú baðst um það.” sagði Iona fyrri brosandi.
“ÉG SAGÐI ÞAÐ BARA SVO ÞÚ HÆTTIR AÐ OFSÆKJA MIG!” Margra mánuða reiði og hatur á þesari fjandans herfu braust út. “LÍF MITT VAR FULLKOMIÐ ÞANGAÐ TIL AÐ ÞÚ KOMST Í ÞAÐ! HÆTTU AÐ OFSÆKJA MIG OG BRÓÐUR MINN ANNARS…”
“Líf þitt var langt frá því að vera fullkomið.” sagði Iona fyrri rólegum rómi. Hættulega rólegum. “Faðir þinn var drepinn af Voldemort alveg eins og minn. Og mæður okkar. Ja við drápum þær víst.”
“HA?” Ionu leið líkt og hún hefði verið löðrunguð. Hún urraði og svaraði heiftarlega: “Móðir mín dó af völdum fæðingarinnar burtséð frá því hvort þú myrtir móður þína eða ekki.”
“Dó af fæðingunni já einmitt.” sagði Iona og brosti lævíst. “Mamma Voldemort dó einnig þannig. Einnig mamma mín. Það verður alltaf að borga fyrir fæðingu nýs meistara myrkru aflana með einu dauðsfalli.”
Iona bakkaði. Henni svimaði. Hún hafði drepið mömmu sína. Hún var nýr meistari myrkru aflanna.
“Jæja.” sagði Iona fyrri og tók upp sprotann. “Það er bara eitt eftir þannig að þú verðir hinn fullkomni meistari myrkru aflanna líkt og ég.”
“Hvað gerðir þú?” spurði Iona til að tefja Ionu fyrri. Bara ef einhver kæmi. Hver sem er. Jafnvel Kartan væri núna velkomin.
“Drepa Eric.” sagði Iona fyrri.
“Þú getur ekki hafa drepið hann.” sagði Iona.
“Ekki beint.” sagði Iona fyrri líkt og það vekti mikla gremju hjá henni. “Voldemort kastaði drápsbölvununni á mig. Ég gerði mótgaldurinn og þá kastaðist það á Eric. Nóg um það…
AVADA KEDAVRA!!!”
Grænt ljósleyftur nálgaðist Ionu hratt. Henni leið líkt og þetta væri sýnt í hægu.
Hún sveiflaði sprotanum og öskraði: “Elegar Esolvi!”
Bölvunin breytti um stefnu. Hún stefndi á Eric. Hjartað í Ionu stoppaði. Eric reyndi að sveifla sprotanum sínum og segja einhvað en allt kom fyrir ekki. Græna ljóleyftrið lenti í bringunni á honum.
“Óó.” sagði hann lágt og lyppaðist niður.
“ERIC!” öskraði Iona eins hátt og hún gat.

15.kafli Hatur og reiði
Eric lág grafkyrr á gólfinu. Iona hljóp til hans.
“Eric! Eric! Ekki deyja!” hún hrissti hann en hann sýndi engin viðbrögð.
“Það er rétt hann er dáinn!” sagði Iona fyrri sem að hafði nálgast þau. “Og veistu hvað það besta er? ÞÚ DRAPST HANN!”
Iona stóð upp. Hver einasta taug í líkama hennar var spennt, hver einasta hugsun logaði af hatri. Henni var alveg sama þótt að Iona fyrri væri ef til vill mun betri og sterkari galdramaður. Henni var sama þótt hún væri bundin þessari tæfu og þótt hún mundi ef til vill deyja ef Ionu fyrri myndi deyja. Það eina sem að hún hugsaði var að ganga frá Ionu fyrri.
“ÞÚ DRAPST HANN!” öskraði Iona. “ÉG ÆTLA AÐ DREPA ÞIG! ÉG MUN SENDA ÞIG BEINA LEIÐ TIL VÍTIS!!!”
Iona fyrri brosti. “Ég mun hitta þig þar.”
Iona stökk á Ionu fyrri. Hún lét hnefana dynja á henni. Iona fyrri reyndi einhvað að berjast á móti en Iona fann ekki fyrir því. Haturinn þaut um æðar hennar og gerði hana ónæma fyrir sársauka. Að lokum stóð hún upp og gaf Ionu fyrri spark þannig að hún flaug út í horn. Báðir sprotarnir lágu einhversstaðar gleymdir.
Iona sneri sér aftur að Eric. Hún fann öldu af sorg og sektarkennd hefja innreið sína í brjóst sitt. Þetta var allt henni að kenna. Hún hefði átt að taka bölvunina á sig. Þá hefði hún og Iona fyrri drepist. Eric hefði komist undan -örugglega -einhvernvegin.
Hún hneig niður og byrjaði að háskæla. Grét yfir Eric sem að hún hafði drepið. Grét yfir pabba sínum sem hafði dáið til að vernda hana og Eric. Grét yfir mömmu sinni og það var víst hennar sök að hún var dáin.
Iona tók í hendina á bróður sínum. Hún vildi ekki vera þarna. Hún vildi fara -sleppa takinu á lífinu. Sleppa takinu og fara til allra sem hún elskaði. Hér beið hennar ekkert nema sorg og hatur.
Iona vaknaði upp úr þessum hugsunum við að það var sparkað í andlitið á henni.
Hún var aftur fyrir sig á vegg. Herbergið var ekki lengur svart. Það tindraði í öllum regnbogans litum. Hún var að fara. Fara til þeirra. En þá var sem hún heyrði litla rödd.
“Haltu áfram. Það er enn einhvað sem að þú heldur í.”