ég vona að það verði ekki eins langt í næsta kafla :) Eru þið
ekki sammála? En eitt er öruggt og það er að ég mun ekki
hætta við spunann, að ástæðulausu, ég er allt of stolt til þess
:)
Kv. Regí :)
11. Kafli, Margt smátt gerir eitt stórt.
… Herra Soprano, faðir Tigers.
Það sem eftir var af tímanum spjallaði ég við Tiger, ég sagði
henni frá draumnum, en sleppti úr því að faðir hennar og
maðurinn sem myrti móður mína hefði verið þar og svo
ákváðum við að kalla kennarann Draugsa þó að hann héti
Binns.
Eftir tímann var hádegismatur, og svo var Ummyndun,
kennarinn var aðstoðar skólastjórinn, McGonagall og fljótlega
hafði hún hlotið nafngiftina Kisa litla, milli okkar, Tigers og
Tieo…
Flestum fannst þetta erfitt fag en okkur Tiger fannst það
fáranlega auðvelt, eftir að hafa breitt einni nál í eldspýtu og
broddgelti í púða, skildi ég ekkert í því hvernig nokkrum
lærðum nemanda af sjötta ári mistekist svo illilega að út
kæmi nálapúði…
En verkefnið að breita glösum í gólfflísar fannst mér
auðveldast, ég tók glasið og fleygði því í gólfið! Það mótmælti
enginn því þetta voru, jú, flísar á gólfi, gólfflísar…
,,Það er reyndar búist við að þið beitið göldrum en þú færð
samt tíu stig fyrir rökhugsun…“ Sagði McGonagall.
Þegar allur hópurinn ætlaði að leika þetta eftir tilkynnti Kisa
litla, að hugmynda þjófnaður væri bannaður…
Daginn eftir hefði átt að vera Jurtafræði í fyrsta tíma, en…
Við mættum inn í eitthvert gróðurhús, þar inni var allt í rúst og
hvert sem litið var voru leifar af einhverju, eftir smá umhugsun
komst ég að þeirri niðurstöðu að leifarnar hefðu
einhverntíman verið plöntur…
Stuttu seinna fundum við kennarann, Spíru prófessor alveg í
rusli…
,,Það verður enginn tími í jurtafræði í dag, einhver hefur étið
allar plönturnar! Og ég held að þetta skrímsli sé enn í húsinu!”
sagði Spíra prófessor.
Við Tiger litum hvor á aðra með sömu spurningunni: Var þetta
Tieo?
Ég blístraði svo lágt að enginn tók eftir því, Tieo kom
hlaupandi úr einu horninu og stökk upp í fangið á mér. Við
flýttum okkur út til að vandræðagemsinn minn myndi ekki
uppgötvast. En þegar við komum upp í kastala gat ég ekki
annað sagt en ,,Það eru bara stælar í minni!“ og hlegið að
þessu öllu saman.
Í fyrstu vorum við að vísu ánægðar með Tieo, tveggja tíma frí!
En það var áður en við tókum eftir breytingunum sem urðu á
Tieo…
Í fyrstu varð annað eyrað grænt (hvort hitt varð það líka gátum
við ekki vitað því það varð skyndilega þakið graftakýlum).Þá fór
ég að skoða hana betur og sá að tennurnar voru orðnar meira
en lítið undarlegar.
Önnur efri tönnin var orðin óvenju stór og skökk, meðan hin
hafði minnkað svo mikið að hún var ekki nema 2 mm oddur
og það varð til þess að ég sá tunguna. Hún var græn, bólgin
og þar að auki með svörtum depplum!
Áður en fleiri einkenni birtust ákváðum við að við yrðum að
finna einhvern sem gæti hjálpað okkur en myndi ekki láta
refsa Tieo, en hver? Draco var í tíma og Fred og George voru
langt í burtu… Auðvitað hvað var ég að hugsa, George hafði
sagt að ef eitthvað kæmi uppá gætum við talað við Ron bróður
þeirra og þar sem hann var í Griffindor var hann ekki einu
sinni í tíma. Ég sagði Tiger frá þessu og svo fórum við að leita
að honum, en Tieo földum við í tösku Tigers.
Við fundum Ron fljótlega á bókasafninu með vinum sínum
Harry og Hermione. Hermione var önnum kafin við að reyna
að fá þá til að læra jurtafræði því það yrði líklega mikið að gera
í næsta tíma þar sem þessi féll niður…
,,Fyrirgefðu að við truflum kennsluna Hermione, en við þurfum
eiginlega að tala við Ron, er það í lagi?” sagði Tiger með svo
mikilli uppgerðarundirgefni, tillitsemi og kurteisi ( sem er
mjög sjaldan til staðar hjá okkur) að strákarnir sprungu úr
hlátri. Hermione fannst þetta hins vegar ekkert fyndið svo ég
bætti við…
,,Við vorum bara að grínast en við þurfum samt að tala við
Ron…“
Þegar við vorum komin úr sjónmáli ákvað ég að útskýra þetta:
,,Eins og þú veist féll niður Jurtafræði í dag vegna þess að
eitthvað skrímsli” át allar plönturnar, þetta skrímsli er Tieo…“
,,Er það, snilld, getur þú sent hana aftur í næstu viku?”
,,Nei, reyndar ekki. Þessu plöntuáti fylgja ókostir, ég held að
þær séu eitraðar… Tiger taktu hana upp.“ sagði ég.
Sama hvað ég hefði lesið eða mér hefði verið sagt, hefði
ekkert geta skýrt þetta fyrir mér, fleiri einkenni voru komin
fram…
Tieo var enn með eyrun og kjaftinn eins og áður, en augun
skiptu litum og snérust í hringi. Augnliturinn skipti um lit á
sekúndu fresti, augasteinninn líklega á mínútu fresti augn
hvítan var neon appelsínugul, skiptist hún eftir klukkutímum
eða hvað? Öll hárin tóku að lengjast og klofnuðu svo í allar
áttir og breyttust í mislitar og mismunandi fjaðrir ( sem betur
fer var ”feldurinn“ samt en sable ). Eftir smá umhugsun komst
ég að því að greinin sem fylgdi Tieo var umbreyting á
dindlinum hennar…
,,Bíðið kannski getur Hermione eða Harry hjálpað til, þetta er
undarlegasta eitrun sem ég hef séð…” sagði Ron og fór að ná
í þau.
Þegar hann kom aftur voru Harry og Hermione með en líka
Neville.
Við fórum inn á stelpna klósett sem var ekki í notkun vegna
undarlegs draugs sem var kölluð Vala væluskjóða, en sem
betur fer sást hún hvergi.
,,Maðu sér greinilega á greininni að þetta er eitrun frá
Asphodelrótum og Wiggen trjábörk, og eftir eyrunum að
dæma hefur hún étið topp og líklega eyra af Arúnum og líklega
Bólguhnúða, en hvaðan koma þessar fjaðrir? Og þetta
litamunstur í augunum, gæti það verið Tunglseitilrót?“ sagði
Hermione hugsi.
Ég sýndi henni tennurnar og tunguna.
,,Tungan hefur fengið Dittaný eitrun, en græni liturinn?”
,,Tunglseitill er með eitraða þyrna, gæti það verið málið?“
sagði Neville öllum til mikillar undrunnar…
,,Tennurnar gætu tengst Djöflasnörunni…” sagði Ron.
,,Ok, gott að vita hvað þetta er, en hvernig losnar hún við
einkennin? Við höfum bara klukkutíma áður en næsti tími
byrjar!“
,,Ég veit, við gætum talað við Hagrid.” sagði Ron.
,,Nei þú gleymir einu, Hagrid átti að sjá um hana, hann yrði
miður sín ef hann vissi hvað gerðist!“ sagði ég ákveðin þegar
allir virtust vera ákveðnir í því að tala við Hagrid. En það
sannfærðust allir um leið og ég útskýrði að þetta væri kannski
ekkert sniðugt…
,,Hvað getum við þá gert?” spurði Harry.
Ég glotti og sagði…
-