SPOILER
Iona hélt svo fast um spegilinn að hann skarst í lófana á henni.
“Komdu til mín.” sagði hvíslandi röddin. “Komdu, komdu.”
“Ég ætl… Ég get barist á mó…” sagði Iona svefndrukkinni röddu.
Síðasti hluti viljastyrksins til að berjast gegn þessum myrku öflum fjaraði burt.
Iona komst í hálfgerða vímu þar sem hún sat þarna. Allur afgangurinn af herberginu dansaði fram og til baka. Hún sá ekkert skýrt nema spegilinn.
“Þú verður sterkari þú munt sigra.” hvíslaði röddin og Iona herti takið enn um spegilinn. Það byrjaði að blæða úr höndunum á henni.
“Þú munt geta allt. Þú munt…” Iona fyrri þagnaði um stund.
“VERÐA ÓSIGRANDI!”
“ÓSIGRANDI!” sagði Iona seinni og fann kraftinn frá speglinum koma, breiðast út fingurgómana, berast upp í hausinn.
Hún fann hugsanirnar hringsóla. Hringsóla í því sem áður var tómt. Greindin var vakin. Greindin hin ósigrandi.
Greindin sem að mundi sigra allt á endanum.
“Gáfur, greind, styrkur. SIGUR!” þrumaði röddin.
Klukkutímum saman hélt Iona í spegilinn.
Að lokum rétt áður en að upp rann dagur lagðist hún til svefns.
Iona vaknaði um hádegisbil. Svefnálman var galtóm. Henni sveið í hendurnar. Hún tók andköf þegar hún leit á hendurnar á sér. Djúp sár voru í þeim líkt og þau hefðu verið sörguð niður.
Hún sá blóðslettur á rúmfötunum sínum.
Ionu svimaði við tilhugsunina um hversu mikið af blóði hún hefði misst.
Hún labbaði niður í setustofu. Eric sat á tali við Joshua. Hann sneri sér að Ionu. Rjótt andlitið fölnaði þegar hann kom auga á sárin.
“Hvað, hvað gerðist?” sagði hann og skoðaði sárin.
“Ég ég skar mig á, ég klemmdi mig á koffortinu.” sagði Iona.
“Þú ættir að fara upp í sjúkraálmu.” sagði Joshua sem að var líka kominn.
“Ég skal fylgja þér.” sagði Eric og dróg hana að málverkinu.
Þau fóru niður til fröken Pomfrey. Hún skoðaði sár Ionu vandlega.
“Þetta er einhvað annað en bara venjulegt sár.” tautaði hún og bar einhvað sem hét ógleymnissmyrsli doktor Ubblys á hendurnar á henni. “Hér er vottur um einhvað dýpra. Hugsanir. Svona ég get ekki gert betur í bili.” Hún rétti Ionu flöskuna með smyrslinu.
“Berðu þetta á þig á hverjum degi. Þá ætti þetta að lagast.”
Iona yfirgaf sjúkraálmuna.
13. kafli flug uglunnar
Um kvöldið lág Iona upp í rúminu sínu. Hún var að reyna að rifja upp hvað hún hafði gert kvöldið áður. Hún fór að sofa, ekkert annað.
Já svo leit hún einhvað smá á þennann spegil. Iona tók spegilinn upp. Hvað var svona sérstakt við hann?
Skyndilega kom andlitið aftur.
“Farðu að glugganum, sjáum hvað þú hefur lært.”
Iona fór að glugganum líkt og í leiðslu. Hún opnaði gluggann.
Þarna stóð hún. Iona fyrri sveiflaði sprotanum sínum og Iona fann fyrir breytingum.
Hendurnar á henni þöndust út og henni uxu klær. Fiður myndaðist á hana og hún fann að augun teygðust lengra út á hliðarnar. Hún var orðin ugla. Iona sveif út um gluggann. Hún naut þess að svífa um. Bara eins og að vera á kústi nema betra. Hún sveimaði nokkra hringi um skólann. Skólinn var ekkert svo stór.
Hún lenti á jörðinni fyrir framan Ionu fyrri. Iona fyrri sveiflaði töfrasprotanum aftur og Iona fann að fiðrið hvarf. Augun komu aftur á réttann stað, klærnar breyttust í fætur aftur og hendurnar skruppu saman í upprunalega stærð. Hún var orðin stelpa aftur.
“Sjáum hvað þú hefur lært.” sagði Iona fyrri aftur.
Hún tók í Ionu og leiddi hana út af skólalóðinni.
Iona seinni mundaði sprotann sinn. Henni leið eins og krakka sem að er að fara að leika sér en veit ekki almennilega hvern hann er að leika við né hvað þeir séu að fara að gera. Hausinn á henni var þungur og lappirnar voru líkt og úr blýi.
“Byrjað.” hvæsti Iona fyrri og handlék sprotann sinn.
Iona fyrri kastaði einhverju en Iona seinni vék sér undan.
Iona seinni undraðist. Þessi sterku og snöggu fætur tilheyrðu henni ekki. Hún sveiflaði sprotanum og þrumaði : “Silencio!”
Hún sveiflaði sprotanum aftur og öskraði: “Perfius Totalus!”
Iona fyrri hafði ætlað að segja einhvað en þagnaði snögglega og hendur hennar og fætur smullu saman og hún datt á jörðina.
Iona seinni stóð og horfði á þetta. Hún fann sigurgleði renna um æðar sínar. Ekki sigurgleði líkt og þegar maður vinnur Quidditchleik eða svoleiðis heldur vímukennda sjúklega gleði. Gleði að fylgjast með Ionu fyrri bylta sér á jörðinni líkt og tungulaus naðra. Gleði að finna adrenalínið flæða um hverja æð og vita að hún væri sterk. Gáfuð. Greind.
“LEYSTU MIG!” heyrði Iona skipandi rödd segja í höfði sér. Hún tautaði einhvað og Iona fyrri stóð upp.
“Fullkomið.” Hvíslaði Iona fyrri. “Farðu nú.”
Hún sveiflaði sprotanum og Iona seinni fann aftur fyrir voldugum ugluvængjunum. Hún sveif aftur inn í svefnálmuna, breyttist í stelpu, lagðist niður og fór að sofa.
Næsta dag var Iona sljó, svefndrukkin og sá varla fram fyrir sig.
“Er einhvað að?” spurði Eric þegar Iona hafði klesst á í þriðja sinn.
“Neinei það er alls ekkert…” Iona þagnaði og virti fyrir sér tvíburabróðir sinn. Hann var að njóta lífsins í Hogwartsskóla í botn næstum því… Það eina sem að kom í veg fyrir það voru áhyggjur hans af Ionu. Hún var alltaf að verða lokaðri og lokaðri.
Ionu langaði ekki að valda Eric áhyggjum.
“Neinei. Veistu hvað ég er bara daldið þreytt. Ég svar ekkert í nótt. Og ég ætla agsl…” Ionu vafðist tunga um tönn.“Ég ætla bara að fara að sofa.”
Iona sneri við með erfiðismunum og sneri í átt að Griffindorturni.
Skyndilega byrjaði henni að svima. Hún vildi ekki detta á gólfið fyrir framan Eric og valda honum þannig enn meiri áhyggjum.
Hún beytti öllu sem að hún átti eftir að kröftum sparkaði upp hurðinni að stelpnaklósetinu og labbaði inn.
Iona horfði á hreyfingar sínar í speglinum. Hún minnti á fulla manneskju. Hún fyllti vaskinn af vatni. Lágt snökt heyrðist frá einum básnum og á eftir því kom heil sinfónía af ekkasogum.
Iona stundi. Væluskjóðan. Þetta var einhver stelpa á 6. ári sem að gerði ekkert annað en að væla.
Iona skvetti vatninu framan í sig. Hún vaknaði betur en var samt enn að drepast úr þreytu.
Hún ranglaði upp í svefnálmu, lagðist niður og sofnaði. Hún vaknaði einhvað um tólfleitið um nóttina. Allar hinar stelpurnar voru sofandi. Hvað gerði hana svona þreytta? Hún teygði sig í spegilinn án þess að vita af hverju.
Andlitið á Ionu birtist aftur.
Í þetta sinn var allt mótstöðuþrek horfið.