Wonha var að koma úr prufu fyrir hlutverk Cho Chang þegar menn frá BBC töluðu við hana.
Wonha sagði hvernig það hafði verið að bíða í röðinni og fara í prufuna.
“Þegar ég og mamma vorum að koma útaf lestarstöðinni sáum við röð af stelpum sem ætluðu í prufu fyrir utan Pineapple Dance Studios.
Sumar stelpurnar hoppuðu af eftirvæntingu en aðrar stóðu kyrrar. Við fórum aftast í röðina og hugsuðum að við hefðum komið snemma þar sem röðin var ekki svo löng.
Reyndar var endinn á röðinni hinumegin við hornið! Ég gerði allt sem ég gat til að vera róleg, þótt ég vissi að ég ætti möguleika á því að leika í HP.
Eftir smástund var röðin byrjuð að lengjast og möguleikarnir á að ég mundi fá hlutverkið urðu minni. Þegar röðin var orðin svo löng að ég sá ekki endann breyttist spennan í kvíða.
Ég var allt í einu fremst. Ég var núna kvíðin og spennt, sem gerði þá í kringum mig kvíðna….Ég vildi fá hlutverkið.
Ekki bara vegna þess að þetta var HP heldur því ég vill verða leikari.
Ég nýti því öll tækifæri sem gefast.
En þar sem þetta var HP langaði mig miklu meira að veða leikari.Ég þurfti að vita að ef mér mistækist þá þyrfti ég bara að taka á því.
Ég elti leikstjórann inní stúdíóið og skildi mömmu eftir úti.
Prufurnar voru öðruvísi en ég hélt.
Leikstjórinn tók nokkrar myndir og ég skrifaði upplýsingar um mig á blað og síðan var þetta búið.
Þetta var frábær reynsla og ég þakka ykkur(BBC) fyrir að leifa mér að deila með ykkur ‘my first taste of showbiz’”
Ég var ekki viss um hvernig þetta síðasta væri á Íslensku.