Já, ég er nú farin að hugsa svolítið.. hah, ég er farin að kíkja svolítið inn á þetta áhugamál og það er lítið annað birt en fanfik sögur.. ekki að það sé neitt slæmt, alls ekki, en þar sem þetta er Harry Potter áhugamál, áhugamál um Harry Potter bækurnar og myndirnar, aðallega bækurnar, ætti þá ekki að koma ein og ein venjuleg grein um Harry Potter inn á milli? Ég hef ákveðið að senda inn grein, hvort sem hún verður samþykkt eður ei, þá reyndi ég mitt besta =)
Ég hef lesið fjórar Harry Potter bækur og er nú á þeirri fimmtu, ég er frekar lengi að lesa og hef lítinn tíma og hef því ekki komið því í gang að klára fimmtu bókina enn.
Mér finnst Harry Potter bækurnar ofsalega spennandi og innihaldsríkar og eftir að hafa lesið fyrstu bókina langaði mig að lesa allar hinar líka. Bækurnar eru farnar að lengjast talsvert mikið og það er svolítið þannig að fyrstu, hvað, 400bls í fimmtu bókinni gerist ekki svo mikið.
Ég “stóð alltaf með harry” í því sem var að gerast í bókunum, öllum ævintýrunum og öllu sem hann lenti í drengurinn. Ég hef endurskoðað stöðu mína gagnvart Harry Potter, mér finnst svolítið óþægilegt við fimmtu bókina, (sem ég er ekki búin með og vildi gjarnan að ekki væri sagt mér neitt eftir bls. 300 í henni) að Harry er orðinn svo bitur og eigingjarnt. Ég er að lesa þessa bók og ég er altlaf að hugsa að hann sé eigingjarn og að hann ætti að bera meiri virðingu fyrir bestu vinum sínum sem hafa staðið með honum í öllu.
Harry persónulega hefur nottla lent í miklu í þessum bókum, en að láta það bitna á vinum sínum, finnst mér eigingirni, og því get ég ekki lesið bókina á þann hátt að ég sé alltaf “standandi með Harry”.
Sumar perónur í bókunum eru ef til vill mikilvægari en aðrar, en stundum er eins og maður finni ekki almennilega fyrir því, hverjar eru virkilega aðalpersónurnar. Bækurnar heita vafalaust allar “Harry Potter og..” og það gefur í skyn um hvern bækurnar séu, en hvað með hinar tvær mikilvægu persónurnar í bókinni, Ron og Hermoine, skipta þau ekki máli? Það gæti vel verið að seinna með í bókinni komi einhver agalegur kafli með þeim, en það er eins og maður fái ekki almennilega að komast inn í huga þeirra.
Við fáum að komast inn í huga Harry´s í bókunum og við vitum altlaf hvað hanner að hugsa, eða oftast, en með Ron og Hermione er það svolítið dulið. Ég játa að inn á milli kemur “Ron hugsaði með sér að Harry myndi öskra á hann…” það er nægilegt af því, en það er ekki nægilegt af öðrum sjónarhornum í bókinni, en frá Harry Potter, við fáum að vita mest allt um hann og hans hugsanir, eins og eftir þetta með nýja “varnir gegn myrku öflunum” kennarann, allt sem hann hugsar þegar hann situr eftir hjá henni og þegar hann kemur frá henni.. við erum þar, heyrum hvað hann hugsar, en hvað eru Ron og Hermione að gera á meðan, eða hvað hugsa þau um sárið sem Harry fékk eftir pennan?
Ég vildi nú bara koma þessu á framfæri, þakka ykkur fyrir og svona… í restina, þá er ég ekki að segja að Harry Potter bækurnar séu rusl, því ég elska þær, heldur er ég að segja, að það vantar kannski sjónarhorn frá ýmsum öðrum sögupersónum inn í bókina, þó Harry Potter sé aðalpersónan og þessi bók á að fjalla um hann.
-GullaJ