Iona labbaði brosandi út úr stofunni. Hún leit á úrið sitt. Það var hálftími sem að hún hafði áður en að hún fór í flugtímann. Hún fór upp í Gryffindorturn og byrjaði að læra. Fimm mínútum seinna lét hún fjaðurpennann síga.
Hún nennti ekki að læra. Maxine var búin um það bil núna í ummyndun. Þær höfðu sama sem ekkert talað saman. En hún virtist vera alveg ágæt. Þegar Iona hafði slasað sig þá hafði Maxine komið og Iona hafði bara rokið í burtu.
Það var hinni Ionu að kenna.
“Er það?” hvæsti rödd í huga Ionu. “Nei. Þú galdraðir sjálf. Þú teiknaðir myndina og ákvaðst sjálf að fara.”
Iona hljóp að ummyndunarstofunni.
Vinátta er mikilvæg hugsaði hún. Án hennar er maður ekkert annað en litlaus vofa af því sem maður gæti verið.
Iona var komin að ummyndunarstofunni.
Ætli þú hafir einhvern tíman átt vini hugsaði Iona.
“Nei!” hvæsti röddin. “Þau voru öll vitlaus, blind á mína frábæru hæfileika. Og þessi tík hún Tina vildi aldrei láta mig í friði. Eric var sá eini sem að gat skilið mig. Það var ekki mér að kenna að ég átti ekki vini heldur restinni af heiminum!”
“Það er rangt.” tautaði Iona. “Þú gætir hafa eignast vini ef þú vildir. Við erum ólíkar. Ég tek að mér allt sem mér er rétt, þú hrækir því í burtu.”
“Það er rangt.” sagði röddin. “Ég er þú og þú ert ég hvort sem þér líkar betur eða verr!”
Maxine var að labba út úr stofunni. Iona ætlaði að hlaupa til hennar. En það var líkt og fætur hennar væru límdar við jörðina. Hún ætlaði að öskra til hennar en ekkert heyrðist.
Maxine labbaði í burtu. Iona gat núna loksins hreyft sig. Hún hljóp um gangana. Hvert gat hún hafa farið.
Iona kom að málverkinu hjá Rawenclawvistinni. Það var að fara fyrir opið. Hún sá skugga Maxine inni. En það var of seint.
10. Kafli Uppgvötunin á Þarfaherberginu
Iona var í áfalli. Hún rápaði um ganganna án þess að taka einhvað eftir því hvert hún stefndi.
Hún var bundinn þessari tík sem að var víst tvífari hennar.
Hún ætti eftir að enda sem vinalaust frík sem að allir myndu hata.
Iona var ein á ganginum.
“Sjáðu bara.” glumdi röddin í höfði hennar. “Þú ert ég og ég er þú.”
“Þegiðu, láttu mig vera, farðu burt.” tautaði Iona og vafraði um, klessti á vegg og seig uppgefin niður.
“FARÐU!” Iona stóð upp. “FARÐU!”
“Hvað?” hvæsti röddin.
“FARÐU BURT! OG KO-KOMDU ALDREI AFTUR!”
“Þú getur ekki losað þig við mig.” öskraði röddin.
“ÓJÚ!” öskraði Iona á tómann ganginn. Henni leið líkt og eitur væri síað úr henni. Skuggi sveif í burtu. Hún var frjáls.
Iona lyppaðist niður algjörlega uppgefin. Hún vildi bara sofa. Sofa og vakna aftur endurnærð. Hún vildi ekki sofna á þessum ógeðslega gangi.
Svefnálman virtist vera í órafjarlægð. Iona greip í hurðarhún og opnaði herbergi. Hún trúði ekki sínum eigin augum þegar hún labbaði inn.
Herbergi hulið með dýnum á alla vegu og í miðjunni var rúm.
Iona lagðist upp í það. Hún dró mjúka dúnsæng sem lág þarna upp að höku og sofnaði svo.
Iona vaknaði mörgum klukkustundum seinna, endurnærð.
Hvað ætli klukkan sé? hugsaði Iona. Sjö átta.
Ionu brá þegar hún sá að það voru fimm mínútur þangað til hún ætti að fara í flugtíma. Hún var búin að sofa þarna í um tuttugu mínútur.
Iona hljóp út á kastalalóðina. Hún hitti Eric þar.
“Hvar varstu maður?” sagði Eric. “Varstu ekki veik?”
“Nei það var bara gabb til að komast úr tíma hjá Umbridge.” sagði Iona og brosti.
“Ó heitir hún það?” sagði Eric hissa. “Nú kalla allir hana bara Körtuna þegar hún heyrir ekki til.”
Iona hugsaði um Umbridge sem gulleita körtu liggjandi á vatnalilju í tjörn gleypandi flugur og henni fannst það bara vera eiginlega hennar eðli.
Fröken Hooch kenndi þeim núna helstu undirstöður þess að geta stefnt á jörðina og að geta rétt sig við á síðustu stundu.
Ionu hafði ekki tekist það fyrst en sveif aftur í nokkurra metra hæð. Hún sá stein liggja á jörðinni.
Tromlan hugsaði hún. Hún þurfti að láta tærnar strjúka grasið til að ná henni en rétta sig strax af því að þrír sóknarmenn voru í hinu liðinu sem að vildu líka ná henni.
Iona tók dýfu. Hún fékk hellur í eyrun og fann adrenalínið streyma um æðarnar. Það voru öskrandi aðdáendur allt um kring.
Hún greip tromluna og rikkti kústskaftinu upp.
Hún fann tærnar á sér strjúka grasið mjúklega.
“Glæsilegt.” heyrði hún fröken Hooch segja. “Fyrsti nemandinn sem að nær þessu. Tíu stig til Gryffindors.”
Eric var ekki að ná þessu en þegar Iona útskýrði fyrir honum ímynduðu tromluna náði hann þessu strax.
Iona rakst hvorki á Maxine né dularfulla herbergið sem að hún hafði sofið í.
Þegar hún hnipraði sig undir sænginni um kvöldið grunaði henni að dásemdartilfinningin sem að hún öðlaðist með því að fljúga á kústinum gæti nýst henni í baráttunni gegn Ionu fyrri.
Ionu dreymdi góðann draum. Hún var á kústi og klædd glæsilegri rauðari skikkju og hún var ekki með sömu kústadruslu og vanalega.
Hún virtist vera eldri, kannski um einu ári.
Hún fékk senda tromluna, sendi hana og Eric sem að sveif nokkrum metrum frá. Hann sendi hana aftur á Ionu og MAAARK!
Þegar Iona vaknaði var hún ekki viss um að þetta hefði verið hún sjálf.