Þessi kafli er heldur stuttur. En allar sögur hafa stutta kafla inn á milli ;) Segið mér hvða ykkur finnst.
Rifjum upp hvar við vorum fyrst…
Eftir að hafa gefið Dumledor góða lýsingu á því hvernig allt hefði verið fóru þau uppá vist. McGonagall hafði þá þegar komið og talað við hina og allir voru í losti.
Í lok vikunnar hafði enginn gleymt þessu en þá var eins og Harry rankaði við sér. Þau yrðu sótt í kvöld…..
8.kafli
Harry og Martin sátu við arininn og biðu eftir Saskiu. Þeir þurftu ekki að bíða lengi því bráðlega kom hún gangandi niður stigann úr stúlknaturninum. Hún var klædd í síða svarta skikkju með stórri hettu á, einnig Martin og Harry. Þau biðu spennt en sögðu heldur fátt. Klukkan var farin að nálgast miðnætti og allir aðrir voru farnir að sofa. Loksins rauf Martin þögnina,
“ég vildi að ég þyrfti ekki að bíða fram að jólafríi með að fá Arimule til mín!” *Martin og Saskia höfðu fengið bréf frá föður sínum þess efnis að þau fengju ekki dýrin fyrr en þá.*
“Já, ég skana Bírúl líka!”
Þá mundi Harry hvað það var sem hann hafði alltaf ætlað að spurja þau að.
“Afhverju eruð þið ekki heima hjá foreldrum ykkar um jólin? Eða ég skil það þannig að það sé allveg ákveðið að þið verðið hér”
Þau litu bæði niður og urðu sorgmædd á svipinn. Það var Martin sem talaði:
“Sko eiginlega eigum við ekki lengur forleldra, bara foreldri. Mamma okkar dó þegar við vorum 1 ára, en við tölum aldrei um það og segjum fólki ekki frá því. Þessvegna leiðréttum við ekki fólk þegar það talar um mömmu okkar og pabba en ekki bara pabba. Svo er pabbi alltaf í vinnunni nema rétt um sjálf jólin og þá bara ef við erum heima, annars erum við bara ein í húsinum með þjónustufólkinu.”
*Þetta kom Harry alljörlega í opna skjöldu. Að mamma þeirra væri látin*
“Ehh, ehh….mér þykir það leitt! Ég vissi það ekki.”
“Það er í lagi. Þú skilur okkur! Veist hvernig það er, allir vorkenna manni og sumir eru bara almennilegir vegna þess að maður er móðurlaus.”
“Já. Við eigum greinilega fleiri hluti sameiginlega. Bæði góða, og vonda. En hérna úrhverju dó mamma ykkar? Fékk hún krabbamein eða eitrun eða hvað?”
*Harry sá strax eftir að hafa látið undan forvitninni þegar hann sá þjáningasvipinn sem lýsti úr augunum á þeim*
Harry hélt að þau ætluðu ekki að svara og var sáttur við það, en þá tók Martin til máls. Saskia var jafn undrandi og Harry.
“Hún dó á sama hátt og foreldrar þínir Harry. Allveg sama hátt!”
Harry varð enn meira undrandi. “Áttu við að þau hafi verið drepin á sama hrottalega hátt? Með drápsbölvuninni?!?”
“Ekki bara það Harry. Ég sagði ALLVEG sama hátt…”
“Þú átt þó ekki við að…”
“Jú, Voldemort drap móður okkar líka.”
“Það vita það fáir að þegar Voldemort kom heim til ykkar var hann fullur af eldmóði yfir að hafa fundið heimili Harlig-fjölskyldunnar og drepið Jennu Harlig. Og það á sama degi og honum hafði tekist að hafa uppá heimili Potter-fjölskyldunnar! Þvílíkur auka bónus að ná Harligunum líka. Því hann hélt víst að með því að drepa mömmu væri hann búinn að sjá um pabba nógu lengi til að hann sæist ekki aftur fyrr en eftir að hann hefði sigrað. Sem betur fer fyrir okkur tvö hafði Dumledor tekist að ganga frá því þannig að hann hélt að við værum bara uppspuni. Þú varst ekki jafn heppinn, en þú bjargaðist samt sem betur fer.”
*Þetta var að síjast inn hjá Harry*
“En afhverju hef ég aldrei heyrst minnst á Harlig hjá Fönixreglunni?”
“Vegna þess að þegar Voldemort náði mömmu var það útaf uppljóstrara. Pabbi varð svo reiður að hann afneitaði Reglunni. Þangað til fyrir 3 árum, þá hafði hann aftur samband við Dumbledor til að láta vita að hann væri reiðubúinn til þjónustu og nú þegar Voldemort er kominn aftur ákváðu pabbi og Dumledor í sameiningu að við mundum flytja í þennan landshluta í þorp þar sem fleiri galdrafjölskyldur búa og fara í þennan skóla svo þeir gætu fylgst með okkur. Pabbi verður ekki heima um jólin svo við verðum hér í kastalanum þá.”
“Bíðið aðeins!”
Harry hljóp upp stigann og kom fáum sekúndum seinna niður aftur pínu móður eftir hlaupin upp og niður stigann. Hann hélt á myndinni af meðlimum Fönixreglunnar.
“En hvar eru mamma ykkar og pabbi! Ég þekki alla hér.” Hann benti á myndina og taldið upp nöfnin sem honum hafði verið sögð.
“…og alla þessa hef ég hitt. Nema þá sem ég hef ekki talið upp. Þau létust öll í baráttunni við Voldemort!”
“Nei. Martin tók myndina af Harry og benti á hjón sem Harry hafði ekki tekið eftir. Þau stóðu allveg útí horni og brostu, maðurinn með brúnt hár en konan með sítt, gyllt hár!”
“Þetta eru mamma okkar og pabbi.”
*Þau voru einu hjónin sme Harry hafði ekki verið bent á.*
“En afhverju var mér ekki bent á þau!”
“Vegna þess að pabbi eyðilegði allar myndir sem Reglan átti af honum og mömmu áður en hann fór, nema þessa greinilega.”
“Ég skil.”
Þau náðu ekki lengra því nú birtist Silibill
“Komiði krakkar við verðum að drífa okkur áður en einhver kemur!”
Þau gengu til hans héldust í hendur og um leið og þau “lögðu af stað” hnerraði Harry.
Þau voru ekki á sama stað og seinast. Núna voru þau í gömlu húsi einvhersstaðar sem Harry vissi ekki hvar var.
“Velkomin, velkomin.”
“Eins og ég sagði í bréfunum þá hafa komið upp nýjar upplýsingar um aðgerðina Dropinn.” Hann tók sér andartaks hlé og ræskti sig. “en áður en ég læt ykkur vita hvað það er. Þá er kannski besta að við útskýrum fyrir þeim hvað Aðgerðin Dropinn felur í sér.”
Hvernig finnst ykkur?
(msn'ið mitt er hermione_granger_fan_1@hotmail.com og allir sannir HP aðdáendur mega setja mig inná hjá sér ;)