Get ekki gert íslenskar gæsalappir
1.kafli undrunin
Zack Collin, 11 ára hávaxinn og grannur strákur með dökkt, stutt hár. Zack sat núna fyrir framan tölvuna og var að enda við að verða game over. Zack barði í borðið. Hann var svo pirraður! Takkarnir virkuðu aldrei eins og þeir áttu að virka. Hann starði gremjulega fram fyrir sig. Skyndilega heyrði hann sprengingu. Vasi sem að var við hliðina á tölvunni hafði sprungið. Brotin dreifðust um allt gólfið. Zack dæsti. Mamma hans yrði alveg brjáluð þegar hún myndi fatta þetta. Svo myndi hún verða alveg óð þegar hann myndi segja að hann hefði bara sprungið af sjálfu sér. Hann laug ekki of oft. Bara svona stundum þegar best var að klína sökinni á einhvern annan og forða sér. Zack sópaði brotunum undir skrifborðið slökkti á hinni illgjörnu tölvu fór upp í herbergið sitt og sofnaði.
Zack vaknaði við það að eitthvað lenti framan í honum. Hann opnaði augun og sá uglu inni í herberginu sínu. Hvað hafði lent framan í honum? Við hliðina á hausnum á honum lá bréf. Hann tók upp bréfið og fór með það til foreldra sinna, Williams og Angelinu og sýndi þeim bréfið.
William setti á sig gleraugun sín og las: Kæri Zack Collin, þér hefur hér með verið veitt innganga í Hogwarts skóla galdra og seiða. Hér að neðan er listi yfir þá hluti sem þú þarft að hafa með þér í skólann. William las upp hlutina og sagði: Jæja þá ættum við víst að fara að kaupa hlutina.
Zack var hissa. Pabbi hans talaði um þetta líkt og þetta væri heimsins eðlilegasta mál.
“Ég er galdramaður.” sagði Zack hissa. Voru foreldrar hans orðnir heiladaufir eða. “Svona kall sem að sveiflar sprota og er með ljótan oddmjóan hatt.”
“Þú þarft kannski líka að klæðast galdraskikkju.” sagði mamma hans með rólegri röddu.
“Hvað er að ykkur mar.” Zack var orðinn pirraður. “Ég var að frétta að ég er galdramaður og þið látið eins og ég hafi bara unnið dós af rjóma á tombólu eða eitthvað. Eruð þið DAUÐ!”
“Auðvitað erum við ekki dauð.” sagði mamma hans. “Það er bara.”
“BARA HVAÐ?” Zack var ískyggilega byrjað að langa að öskra á þessa tregu foreldra sína.
“Við erum galdramenn.” sagði pabbi hans.
Allar hugsanir Zacks um að öskra dóu hröðum, kvalarfullum dauðadaga.
“Af hverju sögðu mér það ekki.” sagði Zack og barðist við þá tilfinningu að fara að skæla og sparka í einhvern á sama augnabliki.
“Því að ef þú hefðir ekki verið galdramaður ímyndaðu þér hversu miklum vonbrigðum þú hefðir orðið fyrir.” sagði mamma hans.
Allt varð hljótt í eldhúsinu í smá stund. Klukkan sló. Hundur gelti einhverstaðar í götunni. Zack fannst hann hljóma eins og belja.
“Jæja komum til Skástrætis.” sagði pabbi hans og stóð upp.
Zack skildist af öllum spurningunum sem að hann spurði í bílnum að Skástræti væri stræti þar sem galdramenn versluðu.
Þau bjuggu nálægt London og gengu á bak við Leka Seiðpottinn sem var krá.
Pabbi hans tók fram það sem Zack giskaði að væri sproti og sló í einn múrsteininn þrisvar sinnum og það opnaðist líkt og hlið.
Gata full af skikkjuklæddu fólki bablandi um eitthvað furðulegt.
Þegar þau löbbuðu niður Skástræti var það eina sem Zack gat hugsað var: Hvernig verður Hogwarts?
Í einni búðinni var stillt upp kústi.
“Iss Cleanswep.” heyrði Zack pabba sinn segja við mömmu sína. “Það er bara tímaspursmál hvenær þeir finna upp nýja kústinn. Það er nú bara 1988. Ég hef heyrt um að nýi kústurinn eigi að koma árið 1991. Hann á víst að heita 2000 eitthvað.”
“Kústar?” spurði Zack pabba sinn.
“Keppnisíþrótt. Fljúgandi kústar.” sagði pabbi hans til útskýringar.
“Jæja, nú erum við komin,” sagði William þegar þau voru komin fyrir framan búðina Ollivanders. Þau fóru þar inn.
Maður stóð við afgreiðsluborðið.
“Ahh William, Angelina það er ekki svo langt síðan þið fenguð ykkar sprota. Að vísu.” maðurinn hvessti róminn. “Þá þurftir þú að fá 3 sprota William.”
Pabbi Zacks roðnaði og sagði :“ Reyndar erum við að fá sprota fyrir Zack son okkar Ollivander.”
Ollivander rétti honum sprota.
“Prófaðu þennan,” sagði hann. Zack tók upp sprotann sem Ollivander hélt á.
“Uhh, hvað á ég að gera við hann?” spurði hann.
“Sveiflaðu honum,” sagði Ollivander. Zack sveiflaði sprotanum og úr honum kom eitthvað sem feykti lampa um koll.
“Úps,” sagði Zack.
“Þetta er allt í lagi,” sagði Ollivander og sveiflaði sprotanum sýnum til að laga lampann.
Hann rétti Zack annan sprota og sagði: “Hvað með þennan?”
Zack tók sprotann og sveiflaði honum. Þá brotnaði lampinn aftur. Loksins fundu þeir rétta sprotann og fóru að kaupa restina af skóladótinu hans. Þegar þau voru búin að því fóru þau heim. “
”Ekkert hugsa um Hogwarts,“ sagði William. En það var erfitt. Næstu dagar liðu hægt og Zack las næstum en loksins kom að deginum. Hann fór með allt skóladótið og köttinn sinn Yatta sem að hann hafði fengið að taka með út í bíl. Foreldrar hans keyrðu hann á lestarstöðina og fylgdu honum að brautarpallinum. Hann hljóp í gegnum vegginn og þá blasti Hogwarts hraðlestin við. Hann kvaddi foreldra sína og gekk að lestinni.
*
Inni í lestinni settist hann niður. Stuttu seinna kom strákur inn í klefann og spurði hvort hann mætti setjast hjá honum. Zack sagði já og kynnti sig. Strákurinn sagðist heita Mark Calvin. Hann var lágvaxinn og mjór með ljóst hár og mikið af freknum. Stuttu seinna kom þybbin kona með matarvagn og spurði hvort þeir vildu kaupa eitthvað. Mark keypti sér 3 súkkulaðifroska en Zack 1 pakka af fjöldabragðabaunum. Eftir þann tíma sem þeim fannst vera heil eilífð stoppaði lestin og kona sagði að þau væru komin í Hogwarts og að þau ættu að fara úr lestinni í snyrtilegri röð. Þau fóru út úr lestinni og þurftu að fara á litlum árabátum yfir vatnið. Zack var með Mark og stelpu með rautt hár. Hún hét Miranda Block. Zack og Mark réru en hún stjórnaði. Ferðin yfir gekk hratt. Þegar þau komu yfir var þeim vísað inn í kastalann. Þá voru þau send inn í stóran sal. Zack hvíslaði að Mark hvort það væri ekkert óþægilegt ef það rigndi fyrst það væri ekkert loft. Þetta eru sennilega einhverjir galdrar svaraði Mark. Gömul kona sló með skeið í glasið sitt til að fá þögn, þá byrjaði enn eldri maður að tala. Hann kynnti kennarana og annað starfsfólk í Hogwarts. Svo kom að flokkunarhattinum. Zack og Mark fóru báðir í Hufflepuff en Miranda í Rawenclaw. Síðan var galdraður fram matur og haldin veisla. Fyrir utan Zack og Mark voru 7 aðrir byrjendur í Huffelpuff. 4 stelpur og 3 strákar. Eftir matinn vísaði umsjónarmaður Hufflepuff, Liel Johns þeim upp í setustofuna. Zack fór strax að sofa, hissa en ánægður.
2.kafli Bréfið
Zack fór í tíma fyrsta daginn ásamt hinum Hufflepuff nemendunum.
Hann var að pæla í að skrifa bréf til Peters besta vinar síns úr muggaheiminum (þeir sem að gátu ekki galdrað voru kallaðir Muggar víst). Hann saknaði Peters fremur mikið og pældi í því hvað Peter héldi þegar Zack hafði ekki komið í skólann fyrsta daginn.
Kannski hélt hann að hann væri veikur. Kannski ekki.
Zack var rifinn upp úr þessum hugsunum þegar hann var að labba í hádegismat. Það var stelpa sem að þeyttist út úr einni stofunni.
Þetta var dökkhærð tólf ára stelpa sem var í Griffindor. Hún stóð upp og nuddaði hausinn hrædd á svip.
Önnur stelpa, líka úr Griffindor, dökkhærð með mikið af frekknum og mislit augu.
”Þú,þú,þú,þú.“ tautaði frekknótta stelpan bálreið á svipinn. Hún dró upp sprotann sinn og beindi að hinni stelpunni.
”IONA HARWING!“ heyrðist öskrað. McGonagall prófessor kom arkandi.
”Hvernig dirfist þú að ráðast á annan nemanda?“
”Hún uppnefndi hana prófessor.“ sagði dökkhærður strákur sem að kom labbandi út úr herberginu. ”Tina kallaði hana og látna foreldra hennar hræðilegum nöfnum.“
”Byrjar Eric að verja hana eins og vanalega.“ tautaði einhver sem að stóð og fylgdist með.
”Þú átt nú ekkert betra skilið.“sagði þessi Tina og stóð upp. ”Að vera að ráðast á þá sem eru eldri en þú. Þú og þínir furðulegu foreldrar. Þeir áttu svei mér þá skilið að deyja!"
Sko ég og LollyPolly sem er vinkona mín höfum ákveðið að gera sögurnar okkar tengdar. Svo það verður að lesa Iona og Eric fara til Hogwarts til að skilja þessa betur.