Spoiler
Sjöundi Kafli Hogsmade
Október kom með sinni vanalegu rigningu en fyrstu helgina þá var ekki rigning bara talsvert vindasamur.
Iona glaðvaknaði laugardaginn fyrstu helgina í október klukkan sjö. Hún hrissti Eric þangað til hann vaknaði og skipaði honum að klæða sig.
“Getum við ekki bara beðið í nokkrar klukkustundir?” spurði Eric syfjaður.
“Já og skríða ofan í leynigöngin fyrir allra augum. Bara biðja þau að líta undann sem snöggvast.” sagði Iona og rétti honum skikkjuna sína.
Þau sprettu upp Hogwarts-merkin á skikkjunum sínum og fóru svo niður í setustofu. Nokkrir nemendur á sjötta og sjöunda ári lágu sofandi yfir skólabókunum.
“Vá þetta nám verður strangt þegar við verðum svona gömul.” sagði Eric og pikkaði í strák sem að lág sofandi nálægt arninum hrjótandi.
“Það er í öllum skólum.” sagði Iona hughreistandi og klofaði yfir stelpu sem að lág á miðri gólfmottunni með bók fyrir andlitinu.
Þau fóru niður í Stóra salinn og tóku með sér bunka af ristuðu brauði.
Það var allt hljótt á þriðju hæð og Ionu fannst líkt og sprotinn gæfi frá sér öskur þegar hún sló honum í eineygðu nornina og hvíslaði: “Dissendium.”
Herðarkistillinn á norninni opnaðist og hún klifraði í gegnum. Að hljóðunum að dæma fylgdi Eric eftir.
Þetta voru dimm, þröng göng. Ionu fannst einhvað slím vera á veggjunum sem að klíndist við hana en kanski var það bara ímyndun.
Þau komu að stiga og þurftu svo að opna hlera og þá voru þau komin í kjallara. Þau gægðust upp. Fólk heyrðist geispa á efri hæðinni en neðri hæðin var mannlaus.
Iona og Eric fengu næstum því áfall. Sælgæti. Hillur fullar af því. Þau höfðu eiginlega aldrei fengið nammi nema á jólum og svoleiðis svo að þetta var hálfgerðlega nýtt fyrir þeim. Þau læddust út um aðaldyrnar þó að Iona þyrfti hálfgerðlega að draga Eric út.
“Sástu þetta?” stundi Eric loks. “Sástu þetta ha? Ég hef séð heilu risasjoppurnar sem eru litlar á miðað við þetta. Þarna voru heilu kílóin nei TONNIN af sælgæti. Ef ég bara gæti fengið svosem eina lúku af þessu þá væri ég miklu meira en ánægður.”
Það var búið að snúa skiltinu á búðinni sem að Iona sá núna að hét Sælgætisbarónninn. Þessi margrómaði sælgætisbarónn. Nú var hann greinilega opinn.
Áður en Iona náði að stoppa Eric var hann búinn að vaða inn. Hún hljóp á eftir honum.
“Hversu mikið þarf maður að vinna hér til að geta unnið sér fyrir einni lúku af sælgæti?” spurði Eric afgreiðslumanninn.
Maður, sköllóttur maður á miðjum aldri hló vingjarnlega.
“Ég hef aldrei heyrt um neina krakka sem að vilja vinna hér en fyrst þið viljið það endilega getið þið svo sem sópað gólfið og borið þrjá af kössunum sem eru fremst í kjallaranum hingað.” sagði hann og benti í átt að kjallaranum.
“Vá þetta er gott fólk maður.” sagði Eric og hljóp niður í kjallarann.
Þau luku þessu og nokkrum verkum sem að var bætt við á um það bil klukkustund og fengu að launum að velja sér sitt hvora handfyllina af sælgæti.
Þau settust fyrir utan og átu en tróðu svo afgangnum í vasann.
“Ég ætla að geyma þetta.” tilkynnti Eric ánægður. “Bara að borða eitt á dag.”
Iona hló. Hún vissi að í höndum Erics entist sælgæti varla í einn dag. Hann var ekki feitur langt því frá en elskaði sælgæti. Þau gengu meðfram götunum og skoðuðu skrautlegar búðir.
Iona fann tíu sikkur á götunni og Eric náði tveimur galleonum upp úr ræsinu.
Þau ákváðu að kaupa hunangsöl fyrir sikkurnar en þau höfðu heyrt að það væri besti drykkur á jarðríki og hrekkjadót fyrir galleonin.
Í grínbúð Zonkos keyptu þau pakka af fýlubombum og knút sem að spúði vondari lykt að eigendanum ef hann var að velta honum í höndunum.
“Ég er viss um að það var krá hérna einhver staðar.” sagði Iona og þræddi krókóttar götunnar.
Þau voru skindilega lokuð inni í húsasundi.
“Komu við ekki úr þessari átt?” sagði Eric ruglaður.
Iona labbaði lengra inn í húsasundið. Hún fraus. Þarna var hún.
Stelpan í draumnum. Studdi sig upp við einn vegginn og reykti pípu.
Silfurlitir reykhringir liðu út úr munn hennar og hún glotti. Benti á bak við sig. Iona sneri sér við. Hún ætlaði að hrópa á Eric að forða sér.
En þegar hún sneri sér aftur við var stelpan horfin. Í staðinn var kominn mjór útgangur.
“Eric hérna.” hrópaði Iona fegin en óttaslegin.
Þau sá krá sem að blasti við þeim. Glaði villigölturinn.
Iona gægðist inn. Þessi Harry Potter og einhverjir fleiri krakkar sátu við eitt borðið.
Eric tosaði hana aftur út. Hann benti á skiltið. Það var afhausaður haus af villigölt.
“Komum.” sagði hann og tók á rás. Iona hljóp á eftir.
Núna voru göturnar svo greiðar. Og húsasundið sem að þau höfðu rambað í var hvergi að sjá.
Þau fundu aðra fjölmenna krá sem hét Þrír kústar og höfðu fyrir hunangsöli og einhvejum mat. Iona tók ekki eftir því hvað hún borðaði því hún var svo svöng.
Hunangsölið bragðaðist betur en allir gosdrykkir. Þau læddust aftur að Sælgætisbaróninum því að margir Hogwarts nemendur voru þarna og þau óttuðust að verða þekkt.
Það var létt að komast ofan í kjallarann og í gegnum hlerann aftur sem betur fer. Göngin virtust vera enn lengri en áður en loksins komu þau út.
Enginn var á ganginum á þriðju hæð en þegar þau sáu hurðarhún að einu herberginu snúast ruku þau í burtu.
Eric hitti Joshua í setustofunni og byrjaði strax að grínast í honum með knútinn.
Iona rölti um kastalann líkt og í leiðslu. Hún hitti Maxine flissandi með einhverjum stelpum nálægt stóra salnum en var ekki í skapi til að tala við hana. Hún var ekki í skapi fyrir nein mannleg samskipti núna svo að hún rölti aftur upp í setustofu.
Hláturinn í Eric ómaði um en Iona rölti dauf í dálkinn upp í svefnálmu.
Kista einhverrar stelpunnar lág opin og án þess að vita afherju var Iona farin að gramsa þar í. Að lokum fann hún pakka af trélitum og tók þá.
"Undarlegt hvað ég er byrjuð að taka marga hluti án leyfis hugsaði hún og fann aftur myndina sem að hún hafði teiknað af stelpunni dukarfullu og byrjaði að lita hana. Hún ætlaði bara að lita augun en um leið og liturinn snerti pergamentið þá var líkt og hún missti vitund og vaknaði ekki fyrr en myndin var öll prídd litum.
Þetta var svo RAUNVÖRULEGT. Iona tróð litunum aftur á sama stað og hún hafði tekið þá. Hún rakst á teikniblokk. Fletti henni og skoðaði myndirnar. Þær voru hörmulegar vægast sagt. Allar svo litlausar og barnalegar. Eða var það bara hennar mynd sem að var svona furðuleg. Hún lagði teikniblokkina aftur ofan í kistuna, tróð myndinni ofan í sína eigin kistu og lagðist í rúmið.
Iona stundi hátt. Hún hafði lent í slysi og verið sprautuð með morfíni. Þegar hún litaði myndina var tilfiningin nákvæmlega sú sama. Engin vitund, og þó.