6. Kafli sýnin á leynigöngin
Þegar Iona vaknaði næsta dag var henni enn illt í hendinni. Sárabindin höfðu vafist af hendinni af henni og örin voru þarna enn. Joshua hafði greinilega gert sjálfann sig að vini þeirra því að hann kom hlaupandi til þeirra þegar þau voru að borða morgunmatinn.
“Mér tókst að fá lán á sex kústum, tromlunni og Qudditcvöllurinn er laus. Mér datt í hug að við gætum spilað smá Quidditch.” sagði Joshua brosandi.
“Ja ég veit ekki ertu búinn að fá samþyki kennara?” sagði Iona tortryggin. Hún hafði engann áhuga á að byrja að brjóta reglur fyrstu vikuna.
“Já, ég fékk samþyki McGonagall og allt. Hún var að vísu pínu tortryggin fyrst en mér tókst að sannfæra hana með því að segja að við ætluðum kanski að sækja um að fara í liðið á næsta ári.”
sagði Joshua og nældi sér í ristað brauð.
Þegar Eric heyrði orðið lið vaknaði hann algjörlega til lífsins.
“Ha lið hvaða lið? Lið í Quidditch?” spurði hann með, spenntur líkt og sex ára krakki.
“Vissir þú það ekki.” sagði Joshua og hló. “Hver heimavist er með lið. Sjö manna lið. Og það lið sem vinnur flesta, ef tvö lið eru með jafna vinninga þá er talið stigin, það lið sem að stendur upp sem sigurvegari vinnur Quidditch bikarinn.”
“Vá afhverju reynum við ekki að komast í liðið núna?” sagði Eric.
“Vegna þess að fyrsta árs nemum er bannað að vera í liðinu.” sagði Joshua og stundi. “Annars hefði ég farið í gær. Það var verið að prufa gæslumann í gær. Einhver Ron Weasley var tekinn í liðið.”
“En allt í lagi við skulum vera með, kanski getum við spurt Maxine, Liam og einhverja tvo í viðbót hvort þeir vilji vera með.” sagði Iona til að láta strákan gleyma liðinu.“
”Fínt.“ sagði Joshua ”Hittið mig eftir klukkustund á Quidditch vellinum.“ Og þar með var hann hlaupinn.
”Vá hann var æstur.“ sagði Iona og stóð upp.
”Æj stelpur skilja ekki svona íþróttir.“ sagði Eric stríðnislega.
Þau fóru og spurðu Maxine og Liam hvort þau vildu vera með. Maxine og Liam samþykktu það og fengu strák úr Hufflepuff sem hét Steven til að vera með.
Þau mættu eftir klukkustund á völlinn en þar var Joshua með kústana og tromluna.
Hann var í rauðari skikkju og með Griffindormerkið á henni.
”Pabbi átti hana.“ sagði hann og roðnaði.
”Allt í lagi.“ sagði Iona og tók upp einn kústinn.
Þau spiluð Joshua, Iona og Eric á móti Maxine, Steven og Liam.
Iona, Joshua og Eric unnu eftir þriggja klukkustunda leik.
”Við vitum ekki hvenær við eigum að stoppa“ sagði Joshua og lenti. ”Venjulega þá er leikurinn búinn þegar gullnu eldingunni er náð en við erum ekki með neinn leitara.“
Hann leit á Ionu og Eric.
”Ekki fara að spyrja hvað leitari er. Lesið frekar Quidditch í aldanna rás.“ sagði hann og svaraði spurningunni áður en þau náðu að spyrja.
Þau fóru í hádegismat en fóru svo á bókasafnið. Eric hét því að koma aldrei þangað aftur þegar þau voru á leiðinni út, af því að það hafði fljúgandi bók framan í honum þegar hann gekk þangað inn.
Hann eyddi afgangnum af deginum að lesa og að spjalla við Joshua um Quidditch en Iona lauk við töfradrykkjarverkefnið sitt.
Tvíburarnir sem að höfðu auglýst eftir krökkum til að gera tilraunir með hrekkjavörum löbbuðu inn um málverksgatið.
Þeir skimuðu í kringum sig en kölluð svo : ”Jæja þeir sem vilja vinna sér inn aukavasapeninga með hættulausum tilraunum komi hingað.“
Það safnaðist lítil röð og Joshua, Eric og Iona fóru aftast í hana. Krakkarnir fylgdu Weasley-tvíburunum niður í dýflisu.
”Þurfum við virkilega að vera hér.“ sagði einn strákur og skalf.
”Þetta er einn af fáum stöðum sem að Hermione er ekki með sitt langa nef ofan í.“ sagði annar tvíburanna.
Tvíburarnir létu þau taka inn pillur sem að lét þau gubba en lét þau svo taka inn aðrar sem að létu uppköstin hætta.
”Fullkomið.“ sagði annar tvíburinn og neri saman höndunum.
Hann lét hvern krakka fá tvo knúta og sagði þeim svo að koma sér burt og ekki minnast einu orði á þetta.
Sumir kvörtuðu yfir því að fá bara tvo galleon en Iona og Eric voru ánægð.
”Förum í kvöldmat.“ sagði Iona. ”Ég er glorhungruð eftir að hafa þurft að gubba svona mikið.“
Þau fóru í kvöldmat þó að klukkan væri tíu en fóru svo að sofa.
Ionu dreymdi skrítinn draum. Þessi svarthærði strákur. Þessi umtalaði Harry Potter. Hann stóð fyrir framan styttu af eineygðri kerlingarnorn. Hann tók upp sprotann sinn sló á hana og sagði Dissendium. Herðarkistillinn á norninni opnaðist og strákurinn skreið þangað inn. Þá vaknaði Iona. Hún gat ekki sofnað aftur fyrr en klukkann fimm um morguninn.
Þetta var óhugnalegur draumur.
”Kanksi var þetta bara bull.“ sagði Eric næsta dag.
”Já en þetta var svo raunvörulegt.“ sagði Iona sannfærandi við Eric á meðan þau borðuðu morgunmarinn.
Hún hafði sagt Eric frá draumnum og hann var fremur tregur að trúa henni
Hún eyddi afgangnum af deginum í að hugsa um drauminn
Eric var of upptekinn við að lesa Quidditch í aldanna rás og flækjast með Joshua.
Iona þvældist um skólann föst í eigin hugsunum. Hún sneri sér við og sá skyndilega eitt. Þarna var styttan sem að hún hafði séð í draumnum. Hún sneri sér við og hljóp í burtu.
Iona rauk framhjá Eric og upp í svefnálmu, brfeiddi yfir hausinn og langaði að fara að sofa.
Hún lág þarna í margar klukkustundir. Um ellefu leitið voru flestir farnir að týnast inn.
Stelpurnar spurðu hana sumar hvers vegna hún hefði farið að sofa svona snemma en hún laug að hún væri ekki mjög hress.
Um nóttina dreymdi Ionu aftur um þennann Harry Potter. Hann stóð við hliðina á tvíburunum sem að voru að búa til galdravörurnar.
Ionu fannst einhvað öðruvísi við þá en fattaði svo að þeir hlutu að vera alla vegana tveimur árum yngri.
”Sjáumst á Sælgætisbaróninum.“ sagði annar tvíburana og þeir löbbuðu í burtu. Harry stóð eftir með bút af pergamenti.
Harry fór að eineygðu kellingarnorninni og gerði allt eins og í draumnum áður. En nú sá Iona þegar hann klifraði ofan í.
Hann skreið í gegnum göng og kom að kjallara. Hann gekk upp tröppur og kom að sælgætisverslun. Hann gekk að tveimur krökkum, dökkhærðari stelpu og rauðhærðum strák og sagði einhvað.
Þau skoðuðu svo miða sem að var límdur á hurðina.
Þar stóð einhvað um vitsugur og Hogsmade.
Þá rann það upp fyrir Ionu að þetta var Hogsmade. Það var þorp sem að nemendur fengu að heimsækja þegar þeir voru komnir á þriðja ár.
Iona vaknaði brosandi. Hún hljóp inn í svefnálmu drengjana. Hún reif Eric upp.
”Eric, Eric myndi þér langa að fara til Hogwarts fyrstu helgina í október?“ sagði Iona og hristi Eric.
”Ha júm jám.“ það tók Eric smá tíma að vakna til lífsins. ”Hogsmade vá hvernig?“
”Með því að nota leynigöngin mín.“ sagði Iona og glotti.
”Leynigöngin þín.“ sagði Eric hissa en Iona var þegar hlaupin út úr svefnálmunni.
”Frekar leynigöng Harry Potters.“ tautaði hann og lagðist aftur niður.
Iona hljóp upp í svefnálmu stelpnanna. Hana langaði mest að fara út og hlaupa nokkra hringi í kringum skólann til að róa sig niður en því miður mátti ekki vera úti svona seint. Svo hún lagðist niður og sofnaði aftur.
Ionu dreymdi að hún lægi ennþá í svefnálmunni. Allar hinar stelpurnar voru æpandi skelfingu lostnar. Sjálf lá hún þarna eins og frosin. Dökkhærð vera gekk meðfram rúmunum.
Stelpurnar æptu enn meira og það skar í eyrun. En skyndilega þögnuðu þær og féllu á gólfið, ein af annari.
Iona lá ennþá sem frosin. Þá sá hún framan í andlitið á verunni. Þetta var stelpa í mesta lagi tuttugu ára. Hún var með dökkt fallegt hár sem bar þó vott um að hafa orðið ljósara af áhryfum sólar, mislit augu, það hægra var blágrátt en hitt með talsverðum grænum blæ líka og frekknurnar voru orðnar svo margar að þær gróðu hálfgerðlega saman og mynduðu brúnku. Hún teygði aðra hendina (sem að var nærri því jafn frekknótt og andlitið) ofan í vasa sinn og tók fram sprota.
Iona dró andann djúpt inn. Þetta yrði kanski síðasti andardrátturinn hennar. Vonandi kæmist þá Eric heill í burtu. Stelpan sleppti sprotanum og hann lenti í gólfinu með fremur tómlegu klanki.
Stelpan hneygði sig. Dökkt hárið féll yfir andlitið. En Iona heyrði þó það sem hún var að segja.
”Gakktu í lið með mér.“ hvíslaði hún.
Iona stóð upp. Hún tók upp sprotann sinn og beindi að einu rúminu. Það sprakk með háu bramli. Iona hló. En þetta var ekki hennar hláturinn. Hún hló venjulega dillandi, glaðlegum hlátri. Þetta var algjörlega gleðisnauður hlátur sem að kom frá einhverju sem að hún kannaðist ekki við. Hún sneri sér í hringi og gervallt herbergið byrjaði að splundrast. En þarna stóð stelpan ennþá. Hún brosti jafn gleðisnautt og Iona hafði hlegið.
Iona hoppaði um rústir herbergisins í trylltri sigur og gleðivímu.
IONA ALMÁTTUGA! ENGINN GÆTI STOPPAÐ HANA! HÚN VAR STERKARI EN JÖRÐIN! HRAÐSKEIÐARI EN VINDURINN! STJÓRNLAUSARI EN BELJANDI STÓRFLJÓTIÐ! KRAFTMEIRI EN ÞRUMAN OG ELDINGIN! ÞROTLAUSARI OG GRÁÐUGARI EN ELDURINN!
En þá stoppaði hún. Eric stóð í dyragættinni. Hann starði á hana líkt og hún væri ekki lengur systir hans.
Iona heyrði hvæsandi röddina í huga sér: ”Hann hafnar að hafa þig sem systur af því að hann hefur komist af því að þú ert kraftmeiri en hann! Leyfðu honum að kveljast! Dreptu hann!“
Iona beindi sprotanum að Eric. Bölvanir svifu um huga hennar. Imperio stýribölvun!Verða þeirrar ánægju aðnjótandi að horfa á Eric drepa sjálfann sig!
Crucio! Kvalarbölvunin! Láta Eric engjast um af ólýsanlegum sársauka þangað til hann yrði vitskertur!
AVADA KEDAVRA! Skjóta þeirr bölvun nógu og oft í hann horfa á allt líf fjara úr honum líkt og vatn á ströndu í flóði!
Iona hló grimmilega og mundaði sprotann.
Hún vaknaði. Stelpurnar lágu á gólfinu allar sem ein fölar sem nár. Hún hljóp að þeim og hrissti þær. Enginn andardráttur, enginn púls… Ekkert. En þá sá hún hlut sem að frysti hana enn meira en lík allra þessa stelpna.
Eric. Hann lág á gólfinu. Sáróttur líkt og hann hefði meitt sig sjálfur. Andlitið var ein hrylllingsgretta. Hann var ískaldur. Iona grét. Varla grét. Hún öskraði öllu heldur að harmi. Hún lág þarna við hliðina á líki bróður síns. Enginn kom til að bjarga henni. Hún var ein. EIN.
Iona hrökk upp. Hún kleip sig. Hún var örugglega vakandi. Stelpurnar lágu sofandi í rúmunum sínum. Enginn lág sofandi svefninum langa liggjandi á gólfinu. Hún sá glitta á spegil sem stóð upp úr koffortinu hjá einni þeirra. Iona tók hann. Henni var alveg skítsama þótt að stelpan vaknaði og myndi saka hana um þjófnað.
Iona skoðaði sig vandlega í speglinum. Dökkt hárið var upplitað af sólskini. Freknurnar voru ekki jafn rosalega margar og á hinni stelpunni í draumnum en þær myndu aukast með aldrinum. Hjartað í Ionu tók kipp. Hún hafði aldrei tekið eftir því en hún var með mislituð augu, það hægra blágrátt en hitt pínulítið grænt.
Iona lág vaknandi fram á morgun.
Hún sat með pergamentsbút og rissaði upp það sem að hún mundi af útliti stelpunnar í draumnum.
Um níuleitið um næsta morgun var Iona að leggja lokahönd á verkið.
Rauðhærð stelpa labbaði geispandi framhjá henni.
”Vá flott teikning.“ sagði hún og benti á myndina. ”Þetta er svona daldið líkt þér bara pínu lítið eldri gerð."
Iona fraus. Stelpan tók greinilega ekki eftir neinu og labbaði út úr svefnálmunni.
Iona skoðaði myndina vandlega. Teikningarnar hennar voru vanalega klessulegar og ljótar. En það var satt þetta var fallegt. Henni fannst þetta vera ljóslifandi eftirmynd hinnar óhugnalegu en talsvert fögru veru.
Hún stóð upp. Ætlaði að rífa pergamentið í milljónir búta og fleygja svo í arininn. En líkt og í leiðslu stakk hún myndinni neðst í koffortið og hélt af stað niður í morgunmat.