4. Flokkunnarathöfnin
Iona og Eric löbbuðu inn í lestina með hægð. Þetta var ekki eins og hinar lestirnar á King´s Cross lestarstöðinni. Þetta var afar gamaldags lest.
Flestir klefar voru fullir en þau fundu einn klefa, en þar sátu stelpa og strákur sem virtust vera á þeirra aldri.
“Hei halló megum við vera hér?” spurði Iona þau og dró koffortið sitt inn.
“Jájá.” sagði stelpan vingjarnlega. Hún var sverhærð og föl. “Það eru engir hérna.”
“Fínt.” sagði Eric og skellti koffortinu sínu í eitt sætið “Það er troðfullt alls staðar.”
“Hver eruð þið annars?” spurði strákurinn. Hann var ljóshærður og var með einhvað sem að líktist tölvuspili.
“Ég heiti Iona Harwing og þetta er tvíburabróðir minn Eric.” sagði Iona og settist niður.
“Fannst ykkur ekki spennandi að komast í Hogwarts. Mamma er galdranorn en hún vildi ekki segja mér frá því ef að ég væri skvibbi því að þá yrði ég fyrir svo miklum vonbrigðum. En það var alveg frábært að komast í þennann Hogwartsskóla.” þessu öllu bunaði stelpan skælbrosandi út úr sér.
“Ég er frændi hennar en það eru engir göldróttir í minni fjölskyldu.” sagði strákurinn og lagði frá sér tölvuspilið. “Ég heiti Liam en hún heitir Maxine.”
“Hvernig fréttuð þið af Hogwarts? Voruð þið hissa að fá bréfið? Er mamma ykkar eða pabbi göldrótt?” blaðraði Maxine áfram.
“Sko eiginlega.” Eric fölnaði.
“Mamma okkar dó þegar við fæddumst og pabbi okkar var nýdáinn þegar við fengum bréfið.” sagði Iona. Það var best að ljúka þessu af.
“Fyrirgefið að ég spurði.” sagði Maxine og meinti það greinilega. “Var það ekki hræðilegt fyrir ykkur?”
“Búið þið hjá ættingjum ykkar eða einhvað?” spurði Liam samúðarfullur.
“Nei við áttum enga ættingja. Hann var bara nýdáinn þegar við fengum bréfin. Svo var einhver galdramaður sem að kom okkur til Skástrætis.” sagði Iona.
Það varð þögn í dálítinn tíma. Ionu leið eins og að það liðu margir dagar í þessari þögn.
Allt í einu kom bústin kona inn með matarvagn.
“Má bjóða ykkur einhvað elskurnar?” spurði hún.
Liam fékk sér fjóra súkkulaðifroska en Maxine fékk sér einhvað sem kallaðist Fjöldabragðabaunir.
“Hei hér er einn sem ég á ekki.” sagði Liam og skoðaði einhvað sem að var inni í einum pakkanum af súkkulaðifroskunum.
“Hvað ertu að tala um?” sagði Iona og reyndi að hemja hungrið.
“Það eru myndir af þekktum galdramönnum inni í svona pökkum. Ég er búinn að vera að safna síðan í sumar.” sagði Liam, kyngdi fyrsta súkkulaðifroskinum og tók upp annann. “Ohh Alberic Grunnion, ég á tvo þannig.”
“Váá er þetta svona eins og fótboltamyndir?” sagði Eric og skoðaði myndina sem að Liam hélt á. “Bíddu hann hreyfir sig.”
“Allar myndir í galdraheiminum hreyfa sig.” sagði Liam. “Þú mátt eiga þennann kall ef þú vilt.”
“Vá takk.” sagði Eric og skoðaði myndina af Alberic Grunnion sem var afar upptekinn af því að slétta úr hárinu.
“Þú mátt eiga þennann.” sagði Liam og rétti Ionu kall sem að hét Hengis frá Woodcroft. Ég á þrjá svona.“
”Takk fyrir. En“ hún benti á nammi sem að Maxine var að borða. ”hvað er þetta?“
”Þetta eru fjöldabragðabaunir Berta Botts.“ sagði Maxine og stakk einni upp í sig. ”Jakk, sinnep.“
”Hvað meinarðu? Afhverju ertu að borða einhvað sem er með sinnep bragði?“ spurði Eric og stakk myndinn sinni í vasann.
”Það er allskonar bragð af þessu. Stundum er maður óheppinn. En stundum er maður heppinn. Þetta er talsvert spennandi.“ sagði Maxine og stakk annari upp í sig. ”Marmelaði, upplýsti hún ánægð.
Á endanum voru þau komin út í miklar samræður um galdraheiminn og hvernig þeim litist á að fara í Hogwartsskóla.
Allt í einu kom dökkhærð fimmta árs stelpa með stórar framtennur inn í klefann.
“Við erum að fara að koma.” sagði hún stjórnsamari röddu. “Ég legg þessvegna til að þið farið í skikkjurnar ykkar.”
Krakkarnir fóru öll í skikkjurnar sínar. Lestin stoppaðist skyndilega. Þau fóru út.
“Fyrsta árs nemar!” heyrðist hrópað. Það var kona sem að hélt á ljóskeri. “Fyrsta árs nemar hingað! Drífa sig. Skiljið farangurinn eftir! Hann verður fluttur upp í skóla.”
Þau eltu konuna ásamt hóp að öðrum fyrsta árs nemum niður brattann, þröngann stíg. Þau tóku beygju en þá kom Hogwartsskóli í ljós. Það var vatn þarna en efst upp á fjallinu hinum megin við vatnið var gríðarstór kastali með upplýstum gluggum og turnum.
Konan benti á heilan flota af bátum sem voru bundnir við bakkann á vatninu.
“Ekki fleiri en fjórir í hvern bát!” sagði konan og krakkarnir byrjuðu að dreifa sér í bátana.
Iona og Eric fóru í bát með Maxine og Liam.
Bátarnir komu að klettum svo að krakkarnir þurftu að beygja sig en það var líkt og þau færu undir sjálfan kastalann. Þau komu að eins konar neðanjarðarhöfn þar sem að þau stigu í land. Þau gengu að dyrum og konan bankaði á dyrnar.
Hurðinn var svipt upp og svarthærð hávaxin norn í smaragðsgrænni skikkju tók á móti þeim.
“Hér eru fyrsta árs nemarnir McGonagall prófesor.” sagði konan.
“Takk Grubby-Plank. Ég skal fylgja þeim inn.”
Hún opnaði dyrnar upp á gátt og við tók risastór forsalur. Þau eltu McGonagall prófesor í annað minna herbergi.
“Velkomin til Hogwartsskóla.” sagði hún. “Skólasetningin hefst fljótlega, en áður en þið setjist í Stóra salinn verður ykkur skipt niður í heimavistir. Flokkun nemenda er mikilvæg athöfn því á meðan dvöl ykkar stendur í heimavistinni er heimavistin ykkar heimili í Hogwartsskóla og félagar ykkar í heimavistinni nokkurs konar fjölskylda. Þið sækið tíma með þeim, sofið í sömu svefnálmum og verjið frítíma ykkar í setustofu heimavistarinnar.
Heimavistirnar eru fjórar, Griffindor,Hufflepuff, Rawenclaw og Slytherin. Hver heimavist á sér stórbrotna sögu og þær hafa allar getið af sér afburðar galdramenn og nornir. Á meðan þið eruð í Hogwartsskóla munu sigrar ykkar ávinna sér stig fyrir heimavistina ykkar en ef þið brjótið reglurnar munuð þið missa stig. Sú heimavist sem er með flest stig í lok árs mun vinna. En nú er komið að flokkunnarathöfninni.”
Þau gengu inn í stórann sal þar sem að voru fjögur langborð en þar sátu nemendur. Það var líka eitt borð sem kennararnir sátu við.
Í miðjum salnum var hattur á koll. Allt í einu opnaði hatturinn munninn (eða þetta líktist alla vega munn og byrjaði að syngja einhvað sem að flestir fyrsta árs nemendur voru of kvíðnir til að velta fyrir sér en frá því sem þau Iona og Eric heyrðu hljómaði Griffindor best.
“Þegar ég les upp nafnið ykkar, eftirnafnið fyrst, þá munuð þið setjast og máta flokkunnarhattin og fara í heimavistina sem að hann segir ykkur.” sagði McGonagall prófesor.
Tíminn virtist vera svo fljótur að líða. Það var eins og mínúta (eða það fannst þeim) þangað til kallað var “Harwing Eric!”
Eric titraði og skalf.
“Hmm áhugavert. Ekki mjög mikið um gáfur hér tautaði hatturinn. ”Kanski Hufflepuff væri best.“
”Neineinei ég bið þig ég er hugrakkur ég lofa sendu mig bara í Griffindor gerðu það.“ bað Eric.
”Allt í lagi þá, Griffindor.!“ öskraði hatturinn.
Eric settist við Griffindor borðið. Það leið afar stuttur tími þá skyndilega: ”Harwing Iona.“
Iona settist á kollinn og bað í hljóði.
”Gáfur miklar gáfur.“ tautaði hatturinn. ”Ég held Raw…. Nei bíddu hér er sitt hvað fleira. Mér sýnist að þú ættir að fara í Griffindor!“
Iona andaði léttar og settist við hliðina á Eric.
Maxine fór í Rawenclaw en Liam í Hufflepuff. Það var haldin mikil veisla og allir tróðu sig út en einhver sem að átti að vera kennari þeirra í vörn gegn myrkru öflunum hélt langa leiðinlega ræðu.
Að lokum fylgdu þau umsjónarmönnunum upp í svefnálmurnar. Umsjónarmenn Griffindor voru dökkhærða stelpan sem þau höfðu séð í lestinni og rauðhærður sláni.
Það voru aðskildar stráka og stelpu svefnálmur svo að Ionu gafst ekki færi á að tala við Eric en þegar hún kom upp sá hún að koffortinu hennar hafði verið komið fyrir við hliðina á rúmi sem að var greinilega hennar.
Hún þekkti ekki hinar stelpurnar með nafni og var of þreytt til að kynnast þeim núna svo að hún lagðist niður í öllum fötunum og steinsofnaði.
5. Kafli færni í Quidditch
Næsta dag tók við morgunverðarborð sem að var nærri því jafnstórt og kvöldmaturinn sem þau höfðu borðað í gær. Iona og Eric voru undrandi. Þau höfðu aldrei bókstaflega soltið í hel en það hafði ekki verið mjög algengt að þau hefðu getað borðað sig södd áður fyrr.
Umsjónarmennirnir dreifðu stundaskrám við morgunverðarborðið.
”Við erum í jurtafræði í fyrsta tíma.“ tilkynnti Liam en hann og Maxine voru búin að borða. ”En ég skil ekki, tölvuspilið mitt virkar ekki.“
”Það er ekki hægt að vera með rafhluti innan veggja Hogwartsskóla“
sagði Maxine og skoðaði stundarskrána sína. ”Ég er að fara í töfradrykki í fyrsta tíma.“
”Við ættum að fara að drífa okkur.“ sagði Iona og ætlaði að fra að ganga frá skálinni sinni.
”Hvað ertu að gera?“ spurði Maxine líkt og Iona væri að dansa upp á borðinu eða einhvað jafn fáránlegt.
”Ganga frá.“ sagði Iona.
”Ertu að grínast.“ sagði Liam og benti á Hufflepuffborðið. ”Það eru húsálfar sem að ganga frá öllu eftir okkur.
“Vá flott.” sagði Eric og stóð upp. “Eigum við að drífa okkur í tíma eða ætliði að standa hérna í allann dag?”
Jurtafræðatíminn var afar spennandi og þau lærðu eiginleika ýmsra plantna. Næst var ummyndun þar sem að þau áttu að æfa lítinn ummyndunnargaldur, að breyta moldarköggli í stein. Ionu tókst það ágætlega en sá sem Eric hafði reynt að ummynda var enn mjúkur svo að hann og margir fleiri voru sendir með þetta sem heimaverkefni. Þau hittu Maxine og Liam aftur í hádegismatnum.
“Þessir töfradrykkjatímar eru ömurlegir.” sagði Maxine þegar þau voru á leið í næsta tíma. “Hann sagði að við værum háværasti bekkur sem hann hefði kennt og dró fimm stig af okkur út af því að Rose missti fjaðurstaf á gólfið. Þetta var ömurlegt.”
“Varla ömurlegra en tíminn í vörn gegn myrkru öflunum. Við vorum bara að lesa.” sagði Liam og hnussaði.
Afgangurinn af deginum gekk vandræðalaust fyrir sig.
Iona og Eric fóru í töfrabrögð og sögu galdranna, að vísu var saga galdranna leiðinlegasta fag sem þau höfðu farið í. Það eina spennandi var að Binns prófesor var draugur.
Joshua, bekkjarfélagi þeirra, fleygði meira að segja krít í hann en hún fór bara í gegnum hann og lenti á töflunni. Binns prófesor tók ekki eftir því (sem betur fer) og hélt áfram að lesa sinni tilbreytingarlausu röddu um mótun galdramálaráðuneytisins.
Vikan hélt áfram að líða og á föstudaginn kynntust Iona og Eric af eigin raun hversu leiðinleg fögin vörn gegn myrkru öflunum og töfradrykkir voru.
Þeim tókst að vísu að sneiða hjá vandræðum í töfradrykkjum en þar voru þau með Slyterin og tókst að brugga einfaldann töfradrykk til að lækna graftarkýli. En Ionu var refsað í vörnum gegn myrkru öflunum fyrir að spyrja hvort þau gætu gert einhvað annað.
Umbridge prófesor fékk henni fjaðurstaf og pergament og sagði henni að skrifa tíu sinnum: Ég ætla ekki að vera ókurteis við kennarann minn framar.
“En ég er ekki með neitt blek.” sagði Iona og tók við fjaðurstafnum sem að Umbridge hafði rétt henni.
“Ekkert múður skrifaðu bara.” sagði Umbridge og labbaði aftur að kennaraborðinu.
Iona skrifaði setninguna einu sinn. Rauð skrift kom en Ionu sveið í hægri hendina. Hún skrifaði setninguna níu sinnum í viðbót og sveið meira í hendina fyrir hvern staf sem að hún skrifaði.
Að lokum var tíminn búinn og Iona labbaði út enn haldandi um hendina.
Það voru komin rauð ör á hendina á henni. Ég var það eina sem að hún gat lesið.
Hún og Eric hittu Maxine og Liam á ganginum en þau voru á leiðinni í töfrabrögð og ummyndun.
“Er einhvað að?” spurði Maxine Ionu þegar hún gnýsti tönnum vegna verksins í hendinni.
“Mig svíður svo í hendina.” sagði Iona og sýndi þeim hendina.
“Kanski ættir þú að fara til fröken Pomfrey.” sagði Liam og var enn að skoða tölvuspilið sitt. “Hún er hjúkkan hér.”
“Segðu fröken Hooch að ég komi seint af því að ég þarf að fara til fröken Pomfrey.” sagði Iona og skimaði í kringum sig.
“Sjúkraálman er í þessa átt.” sagði Liam og benti til hægri við þau.
Iona fór til fröken Pomfrey. Þetta var líkt og lítið sjúkrahús.
Í einu rúminu lág strákur á fjórða ári og hendin á honum var líkt og bjarnshrammur.
“Greyið Colin.” tautaði fröken Pomfrey og þeyttist inn svo að Ionu dauðbrá. “Hendin á þér verður loðin í allann dag en ég get losað þig við hramminn.”
Hún sveiflaði sprotanum og hrammurinn breyttist í hendi aftur en var enn loðin eins og hún hafði sagt.
“Og beindu næst sprotanum að hlutnum sem að þú átt að umbreyta ekki hendinni á sjálfum þér.” sagði fröken Pomfrey þegar strákurinn settist upp og labbaði út. “Hvað get ég gert fyrir þig?”
“Mig svíður svo mikið í hendina.” sagði Iona og sýndi henni rauða hendina.
“Allt í lagi.” fröken Pomfrey tók upp krukku og smurði einhverju efni á hendina á henni en vafði hana svo sárabindum. “Ég get ekkert meira hjálpað þér. Ég hef aldrei séð þetta áður. Svona.”
“Takk.” sagði Iona og hljóp út.
Hún hljóp eins hratt og hún gat að útivistarsvæðinu.
Fyrsta árs nemarnir úr Griffindor og Slyterin voru komin á kústana og byrjuð að svífa um einn metra fyrir ofan jörðu.
“Fröken Harwing. Þú verður að vera fljót að ná upp því sem þú hefur misst af.” sagði fröken Hooch og benti á einn kúst sem lág á jörðinni. “Stattu við hliðina á kústinum með hendina útrétta og segðu upp.”
“Upp.” sagði Iona. Kústurinn bærðist pínulítið en flaug svo upp í hendina á henni. “Vá!”
“Alveg eins og bróðir þinn.” sagði fröken Hooch. “Sestu nú kloflega á kústinn og spyrntu þér nú varlega frá jörðu.”
Iona spyrnti sér frá jörðinni og flaug í sömu hæð og hinir krakkarnir.
“Allt í lagi.” sagði fröken Hooch.“Nú skulum við æfa sóknarmanns og varnarmannsstöðu í Quidditch. Parið ykkur þrjú saman í hóp. Þið keppið gegn öðrum hóp.” Fröken Hooch sveiflaði sprotanum sínum og það komu um hundrað stangir með hringjum á endanum (líkt og muggakrakkar blésu sápukúlur með bara þrír metrar á hæð.)
Þeim var raðað eins og tuttugu Quidditch völlum , þrír hringir sitthvoru meginn.
“Verk sóknarmannanna er að hitta í gegnum hring hins liðsins. Verk varnarmannsins er að verja hringi síns liðs. Parið ykkur þrjú og þrjú saman.”
Iona og Eric fóru í hóp með Joshua.
“Má ég vera varnarmaðurinn?” bað Joshua þau.
“Mér er alveg sama.” sagði Iona og Eric kinkaði kolli.
“Allt í lagi og veljið ykkur lið til að keppa við.” sagði fröken Hooch “Og bíðið svo eftir flauti mínu. Þá megið þið hefja leikinn.”
Joshua, Eric og Iona kepptu við þrjá Slyterin nema.
Þegar fröken Hooch flautaði birtust á hverjum velli rauður bolti.
Eric flaug eins hratt og hann gat og náði tromlunni. Hann sendi hana til Ionu sem að sendi hana aftur til hans og þau skoruðu.
“Jeiii! Mark!!! Tíuuu núll!” öskraði Eric.
Og svona gekk tíminn. Þau unnu að lokum með fimmtíu stiga mun. Joshua hafði þrisvar varið glæsilegar og var afar ánægður.
Þau fóru í kvöldmat og fóru svo að læra upp í setustofu.
“Hvað er Bezoar?” sagði Eric og renndi augunum yfir töfradrykkjaglósurnar sínar.
“Það er steinn úr maga geitar sagði Iona og glósaði fyrsta kaflann í Hin myrku öfl eins og þeim hafði verið lagt fyrir.
Allt í einu kom Joshua hlaupandi.
”Weasley tvíburana vantar sjálfboðaliða.“ sagði hann brosandi. ”Þeir borga manni fyrir að prófa hrekkjadót. Þeir ætla að vera að prófa þetta upp í setustofunni.“
”Við ættum kanski að prófa þetta til að vinna okkur inn pening.“ sagði Iona og gekk frá glósunum sínum.
”Já ég ætla allavega að vera í þessu og..“ Joshua þagnaði skyndilega þegar svarthærður strákur með gleraugu gekk inn gremjulegur á svip og tók upp skólabækurnar sínar.
”Við ættum kanski að fara að sofa.“ sagði Iona ”Klukkan er ellefu. Hver er þetta?“
”Þetta er Harry Potter.“ sagði Joshua.
”Ó hann. Er hann ekki klikkaður?“ sagði Eric og gekk upp í svefnálmuna.
”Það er sagt en hann lítur ekkert út fyrir að vera lygari." sagði Iona hugsandi og gekk upp í svefnálmuna sína.