“Allt í lagi, getur þú sagt mér hvað Braktúr er” sagði hann og leit á Charlie.
Charlie eldroðnaði og hristi höfuðið”.
“Veit einhver hérna inni hvað Braktúr er.” Hann horfði á alla nemendurnar inni (Gryffindor var með okkur) og hnussaði.
-Frank rétti hægt um hendina.
Snape leit framhjá honum og á allan hópinn og fór að skammast yfir því hvað við værum heimsk.
-Frank var byrjaðu að standa upp á stól.
“…já ég vildi að þið væruð búin að renna yfir bókina fyrir skólann..”
-Byrjaður að veifa hendinni.
“..allaveganna fyrsta að enginn veit hvað Braktúr er…”
-“Öh prófessor ég veit það” sagði Frank.
“..efni í Krakfótum og er notað í ýmsa töfradrykki”.
Frank stundi og horfði reiðilega á Snape en hann hélt áfram.
“Já núna skulum við bara gera útdrátt úr fyrsta kafla í bókinni (Töfradrykkir- og efni) og mylja niður grapíur fyrir næsta tíma.”
Allir hófust handa við að lesa kaflann og glósa úr henni. Mér fannst ég takast þetta bara svolítið vel, en tók svo eftir því að Snape var yfir mér að lesa útdráttinn.
“Veistu það…hvað heitiru annars”?
“Sally Price…prófessor”.
“Fröken Price, veistu það að þú verður að æfa þig betur að skrifa sjálf en ekki beint uppúr bókinni. Orða hlutina sjálf, ég veit að ég er ekki að kenna þér málfræði en þú verður samt að geta talað og orðað hlutina sjálf.”
Jæja úrþví að tíminn er búinn verður þetta að heimvinnu hjá þér”.
Ég setti grapíurnar mínar í sérstakt hólf sem hver nemandi fékk og horfði reiðilega á Snape.
Hann var að kalla yfir hópinn:
“Jæja ef þið eruð ekki búin með útdráttinn gerið þið það þá heima. Allir að setja grapíurnar sínar í hólfið sitt og drífa sig í næsta tíma.”
Dagurinn leið hratt, og fórum við t.d. í töfradrykki sem var ótrúlega skemmtilegur tími:
Flitwick prófessor er fyndinn og skemmtilegur. Og þegar hann byrjaði að lesa upp þá stóð hann upp á háum bókastafla til að sjá yfir kennara borðið.
Hann er með hvítt krullótt hár og líkast mest dvergi með töfrasprota.
“Komiði sæl, nú ætla ég að lesa ykkur upp og ég vil ð-að það verði grafaþögn á meðan;
Campell, Eleanor
“Já Flitwick prófessor”.
“Chang, Zoe”
“Já” sagði Zoe hljómlaust, enda ekki búin að sætta sig við að vera í Hufflepuff.
“Coulter Eloise”
“Já hér, Flitwick prófessor” sagði Eloise sem sat hliðin á mér.
“Svei mér það það er margar stelpur sem byrja á C!”
Hann endaði svo á
“Pepoon, Frank,
Price, Sally,
Og sýðan, Whitby, Kevin.”
Við byrjuðum að læra einfaldan galdur til þess að kveikja lítið ljós enda sprotans.
“Lumos” sagði hann og gerði litla einfalda hreyfingu með. “Gagnast mjög vel þegar þið eruð í dimmu, og sjáið ekki neitt”.
Allir byrjuðu að reyna og Frank, ég og Eloise vorum þau einu sem náðu honum hinir fengur heimavinnu (um að ná galdrinum).
Við fórum líka í jurtafræði (aftur því það er þrisvar í viku!).
Ég dró djúpt að mér andann og stundi.
“ Góð matarlykt!”
“Er alltaf svona góður matur hérna”? sagði Eloise við fjórða árs nema sem hét Hannah Abott.
“Já” sagði hún og hló, “alltaf..”
Eloise yppti öxlum en hélt svo áfram að borða. Eftir mat fórum við upp og spiluðum skemtilegt skák, sem Sophie átti.
Ég er ekki að segja að mér finnist skák skemmtileg, en þessi var sérstök því að karlarnir voru lifandi, og maður sagði þeim bara hvað átti að gera!
***
Næstu vika leið hratt og það var stutt í hrekkjavökuveislu.
30 október áttu krakkarnir úr Durmstrang og Beauxbatons að koma klukkan 6.
Við misstum af töfrabrögðum (því miður) allir hópuðust við aðaldyrnar til að komast útá veg.
Allir kennararnir voru mjög stressaðir og ég tók eftir að það er búið að þrífa skólann, nokkuð mikið!
Klukkan var orðin 6.
“Eru þau ekki að koma mér er byrjað að kólna” sagði Sophie sem skalf af kulda.
“Jú ég held það, þarna birtist eitthvað”, muldraði ég þegar ég sá stórt flykki koma af himnum ofan.
Margir voru með ágiskanir hvað þetta væri en strákurinn sem datt útí vatnið í byrjun skólans kallaði upp með sinni skræku rödd að þetta væri hús!
Hei já þetta er nokkurs konar hús hugsaði ég og virti fyrir mér stóran hestvagninn. Svo rak ég augun á hestana.
“Vá” hvíslaði ég að Eloise, “sjáðu hestana, ótrúlega eru þeir stórir”!
Hestvagninn var ljósblár og á dyrunum var skjaldarmerki Beauxbatons.
Dyrnar opnuðust hægt og útúr steig stærsta kona sem ég hef nokkurn tímann augum litið!
Nokkrir tóku andköf meðan hún leit yfir hópinn án þess að segja neitt.
Í nokkrar sekúndur ríkti algjör þögn þangaði til Dumbledore byrjaði að klappa. Nokkrir klöppuðu, eða þeir sem voru búnir að átta sig á stærð hennar! Svo geisaði til hennar og tók í höndina á henni.
“Ó madame Maxime. Velkominn til Hogwartsskóla.”
“Dumbly-dorr. Gleður mig að sjá þig. Hvernig líður þér”?
“Stórvel, þakka þér stórvel”.
Nokkrir krakkar voru byrjaðir að gægast útum hurðina og madame Maxime gaf bendingu til þeirra “nemendur mínir”.
Þá kom lítill hópur trítlandi út. Allir fremur lágvaxnir og með sjöl utan um sig. Þeir virtust skjálfa af kulda.
Sally heyrði nú ekki mikið en, heyrði að þau ætluðu inn í hlýjuna.
“Og þurfum við að vera úti að bíða eftir Durmstrang. Geta þau ekki farið að flýta sér”? muldraði ég, og leit á Eloise.
Henn virtist standa á sama því að hún horfði beint fram.
Ég leit þá fram og sá stórt skip koma útúr þokunni sem var um skólann.
Það var úr dökkum viði og seglið hvítt og blátt. Á hliðinn var ritað með gylltum stöfum:
“Durmstrang”
Þegar skipið lagðist mjúklega við bakkann á stöðuvatninu heyrðist skvamp þegar akkerið var varpað niður.
Þegar þau gengu út sá Sally að þau voru öll stórvaxin og herðabreið, en þegar þau komu í ljósið sá Sally að þetta voru skikkjunar þeirra (úr loðfeldi!).
Dumbledore byrjaði að tala við þennan mann (sem hét víst Karkaroff) en þegar hann sá óþreyjuna í öllum krökkunum hætti hann og leiddi hann inn og fylgdum við á eftir.
Inn var heitt og ég sá að gestirnir úr Beauxbatons voru komnir inní stóra sal.
“Gott kvöld, dömur mínar og herrar, druagar og ekki síst, gestir”. Sagði Dumbledore og brosti.
“Það er mér sönn ánægja að bjóða ykkur öll velkomin ti Hogwartskóla, og ég vona að dvöl ykkar mun verða þægileg og ekki síst ánægjuleg.”
Einhver stelpa við okkar borð rak upp hvellan hlátur en hætti strax.
Ég leit undrandi á hana. Hún hafði verið að gera gis af Hogwartsskól og Dumbledorae.
Hvurslags!
Hún var samt óvenjufalleg með ljósbleikt sjal og með ljóst hár.
“Ótrúlega er hún grobbin”, hvíslaði ég að Eloise.
“Já, en bíddu ég er að hlusta. OK allt í lagi það er komin matur. Hvað”?
“Æji ekkert borðum bara”…
Maturinn var rosalega skrítinn.. Þarna voru franskir réttir sem ilmuðu ótrúlega vel en þeir búlgörsku voru ekkert það girnilegir nema auðvitað Garrner sem var úr svínahakki.
Eftir matinn hélt Dumbledore aðra ræðu og sýndi okkur ótrúlega fallegt skríni. Það var skreytt með allskonar gimsteinum. Í þessu skríni var bikar, Eldbikarinn. Hann á að velja hver á að keppa fyrir hönd hvers skóla.
Dumbledore sagði frá þvi að það væri aldurtakmark og þá missti ég allan áhuga hvernig ætti að skrá sig…
Ég fór að hlusta á samræður 6. árs stelpna en þær voru að ræða um hvernig þær ættu að spurja einhvern Viktor Krum um eiginhandaráritun!
Þegar Dumbledore hafði lokið máli sínu var komin háttatími og allir streymdu út.
“Það hlýtur að vera kalt að sofa í skipi…eða hestvagni”! sagði Eloise.
“Já” sagði ég þegar við gengum að styttunni af tunglinu og stjörnunum.
Veggteppi og tunglið sveiflaðist við.
***
Þegar við komum inní setustofuna fór ég til Sophie og spurði hana hver Viktor Krum væri því að Elosie vissi heldur ekki hver það væri.
Hún starði á mig í smá stund og leit svo á mig, ”bíddu fylgist þú ekkert með galdraheiminum sagðiru ekki að amma þín væri galdranorn.
“Jú en ég veit samt ekki hver einhver Viktor Krum er…”
“Einhver Viktor Krum, Viktor er frægasti og besti leitari í öllum heiminum.
Hann er Búlgaríu og spilar þar stöðu leitara. Veistu annars ekki hvað leitari og Quidditch er?”
”Ha jú auðvitað, ég veit allt um það, amma sagði mér frá því hún gat bara ekki sagt mér frá svona smáatriðum.
“Smáatriðum?, hann er ótrúlega hugrakkur. Á heimsmeistaramótinu í sumar þegar hann var að keppa við Írland þá vissi hann að Búlgaría gæti aldrei unnið Írland að því að þeir hafa svo góða sóknarmenn og þó að þeir væru með 160 stiga forskot þá náði hann eldingunni.”
Hún endaði svo mál sitt (eftir langa frásögn), “og hann er víst í Durmstrang að reyna verð meistari sjáðu hér er mynd af honum”.
Ég bjóst við einhverjum sætum gaur á myndinni (því Sophie hafði líst honum þannig) en á myndinni var fýlulegur strákur. Hann klóraði sér í eyranu en hreyfði sig svo ekki meira. Sophie var greinilega mjög montin af myndinni og spurði mig hvort hann væri ekki sætur. Ég umlaði eitthvað á móti og fór upp í svefnálmuna. Þar sat Zoe ein upp í rúmi og horfði á krumpaða mynd.
“Öhh, hæ, ertu að fara sofa”? spurði ég og færði mig nær henni.
Þegar ég kom af henni sá ég mynd af stelpu sem var mjög lík henni. Hún var þó mikið eldri en hún.
“Hver er þetta?”
“Systir mín hún er í Ravenclaw”.
Það kom vandræðaleg þögn svo ég spurði hvað hún héti…
"Cho. Hún er núna á 6. ári.”
“Já en heyrðu ég held að ég fari bara að sofa” sagði ég því þetta var eitthvað svo asnalegt. Hún virtist samt ekkert í því að fara slíta samtalinu og hélt áfram.
“Allir í fjölskyldunni dýrka hana. Hún er leitari fyrir Ravenclaw og er eins og allir í ættinni í Ravenclaw”.
Zoe saug upp í nefið og hélt áfram.
“Mamma sendi mér bréf. Hún sagði að henni þætti mjög leitt að ég hefði ekki lent í Ravenclaw, en svona er þetta bara sagði hún. Ég held að hún sé bálreið hún tekur þessu svo alvarlega.
Zoe saug aftur upp í nefið og leit á mig ég sá að hún var rauð í augunum.
“Ég er alltaf að spá afhverju ég lenti hérna. Þeir sem lenda í Hufflepuff eiga að vera námsmenn en ég ætla sko ekki vera það, þetta er ömurleg vist.”
Hún rauk upp og fór að klæða sig í bláan náttkjól sem var á rúminum hennar.
Ég leit undrandi á hana en ákvað svo að reyna að verða vinkona hennar.
Hún gat ekki verið í vistinni vinalaus. Ég varð að gera eitthvað.
Vona að ykkur líki sagan.
-AnnaPotte
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*