Hogsmeade er eini alheili galdrabærinn sem er eftir í Bretlandi. Þetta er eins og lítið sveitaþorp með verslunum og kráum, staðsett við vatnið hinum megin við Hogwarts en það er í Hogsmeade sem lestin frá Brautarpalli 9 og 3/4 frá King Cross brautarstöðinni stoppar.
Samkvæmt sögnum var Hogsmeade stofnað á sama tíma og Hogwarts.
Þegar komið er til Hogsmeade eru þetta þær verslanir, kráir og kaffihús sjá má og skoða:
~ Þrír kústar:
eigandi er Ungfrú Rosmerta, staður sem Hogwarts nemendur sækja oft til þess að gæða sér á ljúffengu hungangsöli.
~ Grínbúð Zonko's :
einn vinsælasti staðurinn sem Hogwarts nemar versla, selur alls kyns grín- og hrekkjavörur.
~ Draugakofinn :
Staður sem hefur fengið á sig það orðsspor að vera eitt andsetnasta hús í Bretlandi eftir að öskur og alls kyns óhljóð heyrðust frá því fyrir 20 árum.
Kofinn er læstur á allar hliðar og ekkert hefur heyrst í honum í mörg ár, en goðsögnin lifir þó áfram.
Á þriðja ári komust Harry, Hermione og Ron inn í kofann með því að nota göng undir Eikinni Armlöngu og komust þau þá að því að öskrin komu frá Lupin prófessor þegar hann var nemandi við skólann og var að breytast í varúlf.
~ Dervish og Banges :
Búð sem selur og gerir við alls konar galdraáhöld.
~ Galdraföt Gladrags :
fatabúð þar sem meðal annars má fá ansi skemmtilega sokka ;)
~ Brautarstöðin :
Hogwarts lestin kemur hingað frá brautarpalli 9 3/4. Frá Brautarstöðinni liggur vegur meðfram vatninu upp í Hogwartsskóla.
~ Testofa frú Puddifoot :
Lítil og of krúttleg testofa með kringlóttum borðum og blúndum og ég veit ekki hvað…
Þeir einu sem fara á þessa testofu virðast vera pör úr Hogwartsskóla.
~ Sælgætisbarónninn :
Sælgætisbúð sem hjón eiga og búa yfir búðinni. Þessi búð selur alls kyns gotterí eins og svarta piparpúka, piparmyntukaramellur í laginu eins og halakörtur, ísmýs, sykurfjöðurstafi, sprengibrjóstsykra, kakkalakkakandís, hvissandi púðurkellingar, hlaupsnigla, sýrusmelli og blóðlita sleikibrjóstsykra.
Undir búðinni eru leynigöng úr Hogwartsskóla sem að Harry notaði oft í þriðju bókinni.
~ pósthúsið :
hér eru að minnsta kosti 300 uglur, öllum stærðum og gerðum, sem að sitja og bíða eftir því að fara með skilaboð. Þær sitja á lituðum hillum, sem fara eftir því hversu hratt sendandi vill að bréfið komist til viðtakanda.
~ Glaði villigölturinn :
Lítil subbuleg og illalyktandi krá sem Harry, Hermione, Ron og restin af Varnaliði Dumbeldores héldu sinn fyrsta fund(stofnfundinn).
Nemendum er leyfilegt að fara þangað en er ráðlagt að koma með sitt eigið glas.
Það má segja að það sé í tísku að fela andlitið sitt á þessari krá enda finnst heilmikið af undarlegu fólki þarna.
Þessi listi er alls ekki tæmandi og er örugglega hellingur af fleiri spennandi stöðum sem eiga eftir að koma fram seinna í næstu bókum.
takk fyrir mig,
sillymoo