Hogwarts fær þann mikla heiður að hýsa nokkra af þeim, og hefur gert það í margar aldir.
Fjórir af þeim draugum tilheyra sitthvorri heimavistinni í skólanum eins og við flest vitum.
Fyrst er það Feiti Ábótinn, klæddur pípukraga og sokkabuxum og tilheyrir Hufflepuff.
Blóðugi Baróninn, engin veit hvernig hann fékk allt blóðið á sig, hann er draugur Slytherin heimavistarinnar.
Ravenclaw draugurinn, því miður hef ég ekki rekist á nafnið neinstaðar.
En síðast en ekki síðst, Herra Nicholas de Mimsy-Porpington, auðvitað þekktur sem Næstum Hauslausi Nick og er búsettur í Gryffindor.
Þessir fjórir draugar hafa örugglega allir sína reynslusögu af eigin dauðdaga, fyndnar eða hræðilegar.
En ég er mest forvitin um einn draug. Nick.
Það fyrsta sem mig langaði til að vita þegar ég las fyrst um þennan næstum hauslausa draug var hvernig hann dó.
Það eina sem við vitum er að það var næstum höggvið af honum höfuðið af einhverjum manni með bitlausri exi sem greinilega átti eitthvað bágt (og að hafa aflið í það, hann hlýtur að hafa verið vitstola af bræði greyið maðurinn).
Meira vitum við ekki um hann, nema kannski að hann er 400 ára og dó 31, október 1492.
Í bók tvö hélt hann einmitt upp á þennan dag, 31 október, sér til mikillar hryggðar. Hann bauð mörgum draugum (og þrem lifandi manneskjum) í veisluna þar sem úldinn matur var borinn fram í einni dýflissu skólans.
Það komu 12 auka draugar í veisluna með miklum látum á hestbaki og skemmdi hana alveg. Einn af þeim hét Herra Patrick Delaney-Podmore.
Ég veit ekki hvort þið munið mikið eftir honum en hann er einn af keppendum (ef ekki formaður) í Veiðum hinna hauslausu. Allavega, þessi draugur hefur eftir nafnið Podmore *spoiler: (—sem tengir okkur að sjálfsögðu við Sturgis Podmore sem er meðlimur Reglunar í bók 5.
Þetta segir okkur að Podmor fjölskyldan er forn fjölskylda og á örugglega margt merkilegt að baki. Ef þessi ungi Podmor sé að vinna fyrir regluna, þá gæti langalangalangalangalanga… afi hans einnig gert það, Herra Patrick Delaney-Podmore.*—)
Svo er það dauðinn. Glaðvær galdramaður sem er afhausaður og hefur greinilega ekkert getað gert sér til varnar, það hlýtur að kallast undarlegt.
Þetta leiðir okkur aftur að sömu spurningu, af hverju voru þeir drepnir?
Næstum hauslausi Nick virðist vera ósköp fínn náungi og maður getur ekki ýmindað sér að hann hafi gert eitthvað svakalegt til að verðskulda 45 högg á hálsinn.
Podmor er bara með rosa uppistand og er svaka fyndinn náungi í dánarveislunni, hvað í ósköpunum gerði hann?
Hvar voru sprotarnir þeirra þegar þetta gerðist?
Ef þeir voru sakaðir um galdra á sínum tíma þá væri það mjög ólíklegt að þeir hefðu ekki getað galdrað sig burt eða flogið. Svipað og nornin sem beitti frystilogagaldri á sig og lét brenna sig 47 sinnum af því henni fannst svo þægilegt hvernig logarnir kitluðu hana. Hún slapp alltaf.
Þá er einn draugur eftir sem á örugglega eftir að koma í fleirri bókum, Peeves.
Af hverju leyfir Dumbledore honum að vera í skólanum? og af hverju er hann svona hræddur við Blóðuga Baróninn?
Blóð sletturnar á baróninum hafa örugglega eitthvað að gera við það. En hvernig?
Einhverntíma er sagt að Peeves væri ekki alvöru draugur, hvað er hann þá?…það er eitt sem mér dettur í hug og það er einvígið á milli Harry og Voldemort. Þegar sprotanir tengdust þá komu einskonar lifandi myndir af foreldrum hans (og fleirrum) úr sprota Voldemort tímabundið, ætli Peeves sé þannig ‘mynd’ sem hefur sloppið úr sprota einhvers?
Hann ber allavega ekki nein merki þess að hafa verið drepinn á nokkurn grimmdalegan hátt (eitur?) eins og flestir hinir draugarnir.
En svona rétt í lokin þá ætlaði ég að minnast á draugana í heimavistunum. Þau tilheyra öll sitt hvorri heimavistinni en eru tengd á þann hátt að vera í sama skóla, en ætli að þau eigi eitthvað annað sameiginlegt, svo sem skyldleika eða dauða af sömu ástæðu? og af hverju voru akkúrat þau valin til þess að vera yfir heimavistunum?
Í bókunum höfum við verið að grafa upp fortíðina meir og meir til þess að fá svör, eins og hvernig foreldrar Harry dóu og að Sirius væri vinur þeirra, einn af stofnendum Hogwarts bjó til leyniklefann í þeim tilgangi að drepa alla blóðníðing (afsakið) o.s.fr.
ég held að draugarnir viti meir en þeir láta frá sér. Þeir vita nú mest um fortíðina en nokkur annar (tölum nú ekki um Prófessor Binns :S).
þetta eru pælingar sem hafa verið að vefjast fyrir mér nokkuð lengi :/
Hvað haldið þið um þetta?
Vatn er gott