2. Kafli.
,,E..en…er ég norn?” Var það eina sem komst upp út Hailie.
,,Af hverju sögðuð þið mér aldrei neitt?”
,,Elskan mín” Svaraði mamma hennar. ,,Við fluttum hingað í London þegar þú varst eins og hálfs árs, af því að þá var vondur galdramaður að ná völdum í galdraheiminum. Hann er kallaður Þú-veist-hver af því að eiginlega enginn þorir að nefna hann á nafn… Hann heitir… Voldemort.” sagði mamma hennar svo og hryllti sig við síðustu orðin. ,,Á morgun förum við í skástræti og kaupum allt sem stendur á innkaupalistanum og förum svo í heimsókn til ömmu og afa þíns, en þau eiga búð í skástræti og búa fyrir ofan búðina.”
,,Hvar er þessi skóli? Hvernig kemst ég þangað? Er þetta heimavistarskóli?” Spurði Hailie ráðvillt, hún vissi ekki hvað hún átti að halda.
,,Já, elskan mín, þetta er heimavistarskóli, en þú kemur heim um jólin og á páskunum. Þann 1. September förum við á Kings Cross lestarstöðina og þar yfir í brautarpall 9 og þrjá fjórðu,en vinan, ég vil endilega að þú farir í Hogwart. Ég og pabbi þinn fórum bæði og afi þinn og amma. Við vildum bara ekki segja þér frá þessu ef að þú svo fengir ekki bréfið, því þá yrðiru örugglega svo sár.” Sagði mamma hennar og brosti.
,,,En nú skal ég segja þér allt um Hann-sem-ekki-má-nefna.” Bætti hún svo við og leiddi Hailie inn í stofu, benti henni að setjast en stóð sjálf. Hún sagði henni allt Voldemort og að hafi ”horfið”, hún sagði henni frá Harry Potter, drengnum sem lifði, um Hogwarts og um Dumbledore, um heimavistirnar (en mamma hennar lenti í Rawenclaw og pabbi hennar í Hufflepuff) og um Qudditch og um föðurömmu og föðurafa, sem hún hafði aldrei hitt, af því að þau bjuggu í Skástræti. Hún sagði henni hvernig ætti að komast inn á brautarpall 9 og þrjá fjórðu. Hún sagði henni líka að þau ættu hús sem var í sveit í galdraheiminum sem þau ætluðu að flytja í í janúar, en vinafólk þeirra átti hús við hliðina og þau áttu einn son sem var einu ári eldri, en sá sonur byrjaði í Hogwarts í fyrra.
Hailie var svo spennt eftir allar sögur mömmu hennar að hún gat varla komið niður neinni súpu eða bita af brauði af spenningi í kvöldmatnum. Hún datt þó niður á jörðina aftur þegar pabbi hennar sagði að enn væru tvær vikur í að hún færi til Hogwarts, svo að hún mætti alveg vera aðeins rólegri. Samt brosti hann og hló af allri gleðinni í Hailie.
,,Vita amma og afi að við komum á morgun í heimsókn?” Spurði Hailie.
,,Nei, en þau vita það þegar þú ert búin að senda þeim bréf.” Svaraði pabbi hennar og skokkaði fram, kom svo aftur með stóra og silfurgráa uglu sem horfði yfirlætislega á Hailie. ,,Þetta er Hermund” Sagði hann dóttur sinniog horfði með aðdáun á silfurgráa ugluna. ,,Og hér er ég með pergament og fjaðurstaf og blek. Byrjaðu bara að skrifa, en ekki hafa það of langt.” Bætti hann við og kímdi.
Hailie byrjaði:
”Elsku amma og afi.” Skrifaði hún. ”Ég fékk bréf áðan um að ég hefði hlotið inngöngu í Hogwarts!
Við mamma ætlum að koma á morgun að kaupa skóladót og heimsækja ykkur í leiðinni.
Mér finnst það frábært og ég vona að við getum kynnst vel. Vonandi gengur búðin ykkar vel!”
Kveðja, Hailie.
,,Jæja!” Sagði pabbi hennar glaðlega þegar hún var búin, braut blaðið saman og batt það við fótinn á Hermund. Hermund fékk sér bita af ostinum á brauði Hailiar áður en hann flaug út um gluggann.
Þau horfðu á þátt í sjónvarpinu um kvöldið og um klukkan 10 fór Hailie að sofa.
Henni greymdi að hún væri að flýja undan manni… hún hljóp og hljóp og hún var að deyja úr hræðslu. Þá allt í einu, breyttust fætur hennar í litlar loðnar loppur, og hún hljóp á fjórum fótum… Hún skildi þetta ekki, hún hafði breyst í kött!
Morguninn eftir vaknaði hún upp með andfælum, hún var að hugsa um drauminn sem hana hafði dreymt, eitthvað í sambandi við mann…og að hlaupa..og að hún hafi breyst í kött! Hún hætti að hugsa um druminn þegar hún sá að hún lá á gólfinu. Hún hafði greinilega dottið á gólfið um nóttina. Hún flýtti sér að klæða sig og hljóp niður, en þar sat mamma hennar fullklædd og sötraði te.
,,Góðann daginn ástin mín. Ertu tilbúin að fara í skástræti?”
Hailie skellti í sig grjónagraut og brauði með osti í flýti. Hún hljóp svo fram á bað og setti tagl í hárið sit í flýti. Svo fór hún í úlpuna sína og hljóp út í bíl þar sem mamma hennar beið. Þær keyrðu af stað út í rigninguna.
,,Mamma?” Sagði Hailie loks eftir stutta stund.
,,Já, vinan?”
,,Afhverju fékk ég inngang í þennann skóla? Ég meina, hef ég eitthverntímann sýnt eitthverja galdrahæfileika?” Spurði hún og nagaði nöglina á vísifingri.
,,Ja…þegar við bjuggum í gamla húsinu þegar þú fæddist þangað til þú varst orðin eins og hálfs árs, gastu breytt þér. Þú gast ummyndað þig, eins og það er kallað, í kött. Þessi hæfileiki hefur alltaf verið í minni fjölskyldu, það er að segja, í móðurætt. Ég get breytt mér í páfagauk og amma þín getur breytt sér í Geddu, afi þinn, sem er dáinn, hann gat breytt sér í górillu. Þess vegna er Borgencruft, sem er fjölskyldunafn mitt, oft fræg… af því að hún er eina fjölskyldan sem getur gert þetta án þess að þurfa að nota fimm ár í að eiginlega ”gera” sig að umskiptingi… ”
,,En það sem ég var að segja.” Sagði mamma hennar og klóraði sér í nefinu. ,,Var að þú gast breytt þér þegar þú varst lítil, þú breyttir þér þegar þú vildir ekki fara í bað og þegar þig langaði að klifra í trjám. Svo, þegar við fluttum í muggaheiminn…hættirðu smám saman að breyta þér, þangað til að þú hættir því alveg. Ég held að það hafi verið af því að þú gleymdir galdraheiminum og öllu sem honum viðkom.”
Hailie mundi allt í einu eftir draumnum.
,,Mamma!” hrópaði hún. ,,Mig dreymdi að maður væri að elta mig og að ég hefði breyst í kött!” Hún var orðin svo æst að hún tók ekki eftir að mamma hennar stoppaði bílinn fyrir utan pínulitla, subbulega krá. ,,Jahérna hér!” Sagði hún. ,,Ég hélt að þú myndir ekki fá kraftinn aftur, en svo virðist vera… Eða ég vona það.” Sagði mamma hennar og tók laust utan um hana áður en hún steig út úr bílnum.
Þær stóðu fyrir utan krá sem nefndist ”Leki seiðpotturinn” en Hailie var viss um að ef mamma hennar hefði ekki stoppað fyrir utan hurðina hefði hún ekki tekið eftir henni.
Velkomin á ”Leka seiðpottinn” Sagði mamma hennar við hana. Hailie opnaði og litaðist um. Kráin var dimm og sóðaleg. Nokkrir gamlir karlar sátu úti í horni og drukku eitthvað sem Hailie sýndist vera grænt gums með gulum flekkum í. Gamall nauðasköllóttur barþjónn sem líktist skorpinni hnetu stóð við barborðið og renndi yfir það með nýrri tusku. ,,Ahh… Margaret. Velkomin, ég bjóst ekki við þér fyrr en á morgun.” Sagði barþjónninn og brosti tannlausu brosi. ,,Og er þetta dóttirin fræga?” Bætti hann svo við á meðan hann .þurkaði glös með grænu og bláu viskastykki sem hann hélt á.
,,Já, ég ákvað að koma aðeins fyrr, þar sem tengdaforeldrar mínir vildu endilega fá að sjá hana Hailie.” Svaraði mamma hennar barþjóninum og strauk yfir hárið á henni.
,,Hailie, þetta er Tom, en hann á ”Leka seiðpottinn.” Hailie tók í hönd barþjónsins og muldraði ”góðan daginn”.
,,Jæja, við verðum að fara að drífa okkur, við þurfum að fara til frú Malkins og til Ollivanders, og að kaupa allt skóladót Hailar.” Sagði mamma hennar svo við Tom um leið og hún gekk í gegnum krána og út í lítinn afgirtann bakgarð. Þar var múrsteinsveggur en ekkert annað að sjá, nema gras og ruslatunnu. Mamma hennar dró upp langt, svart prik og byrjaði að telja múrsteinana. ,,Hvað ertu að gera mamma?” Spurði hún en fékk ekkert svar. ,,Þrír upp og tveir þversum.” Sagði mamma hennar upphátt og slá á einn múrstein þrisvar sinnum. ,,Komdu frá, vinan.” Sagði mamma hennar svo og dró hana aðeins frá veggnum. Músrteinninn sem mamma hennar hafði snert fór að hristast og snúast þangað til hann var að stórum bogagöngum. Við endann á bogagöngunum lá gata sem hlykkjaðist í sveigjum út í fjarskann.
,,Þetta” Sagði mamma hennar, ,,Er Skástræti.”
Finnst ykur að ég ætti að semja framhald? Endilega komið með comment, góð og slæm, það er gott að læra af þeim.
-sveindis-