Helga Haraldsdóttir er þýðandi Harry Potter bókana og hefur þýtt allar þær bækur sem út eru komnar yfir á íslenskuna góðu. Í sjálfu sér þýðir hún vel og snýr þessum ensku setningum lipurlega yfir á íslensku, en einnig hefur henni tekist að gera svo margar villur að það er varla hægt að telja þær. Þá er ég ekki að tala um beinar stafsetningarvillur heldur ritvillur. Klaufavillur semsagt. Eða kannski réttara sagt fljótfærnisvillur.
Því að eins og allir vita þá er beðið eftir hverri bók með óþreyju hér á landi og því mikil pressa sem sett er á þessa einu konu. Flýta sér, flýta sér, flýta sér. Það er í lagi að flýta sér að þýða bókina, svo lengi sem það ekki kemur niður á gæðum hennar. Sem það gerir! Er ekki farið yfir bækurnar? Eru þær ekki lesnar yfir fyrir prentun? Það er ótrúlegt að þetta sé svona.
Við, kaupendurnir erum að borga offjár fyrir þessar bækur. Er það sanngjarnt að við í staðinn fáum upp í hendurnar fjölda fljótfærnisvillna sem koma niður á gæðum bókanna? NEI.
Jafnvel hér á huga fer það í taugarnar á flestum hversu margar stafsetninga/ritvillur hægt er að gera. Ég viðurkenni það að ég geri ritvillur/stafsetningavillur en í alvöru talað, við erum að tala um bækur. Vinsælar bækur. Mjög vinsælar bækur! Það á að skrifa rétt í bókum.
Það er þess vegna alger lágmarkskrafa að það skuli vera lesið yfir bækurnar fyrir prentun og ég skora á bókaútgáfuna Bjart að gera það. Að vísu veit ég ekki hvernig þetta fer fram, eða hver les bækurnar yfir, en það VERÐUR að gera það.
Þetta stingur í augun.