Hér kemur 6. kafli úr fanficinu mínu. Fyrst koma seinustu línurnar ú 5 kafla svona svo þið vitið hvar við erum ;) Í alvöru talað er þetta geðveikt mikið bull?
……Þau gengu inn og voru flutt á aðra hæð. Þar gengu þau að dyrunum á skrifstofu Dumbledor og börðu að dyrum, “Kom inn” heyrðu þau kunnulega rödd segja og gengu inn.
6.kafli
Þau gengu inn. Dumbledor sat við skrifborðið sitt og skrifaði það sem Harry sýndist vera bréf. Hann leit upp frá því og sagði við þau:
“Hvað get ég gert fyrir ykkur?”
“Öhh,” Martin var vandræðalegur. “Ég veit ekki hvort pabbi minntist á það að ég ætti Pony-hest sem mér þykir mjög vænt um…”
“jú, hann gerði það. Ég var að velta því fyrir mér hvort þú ætlaðir ekki að fara að koma til mín að biðja um að fá hann hingað í skólann.”
“Pabbi hefur þá ekki minnst á Bírúl er það???” Saskia var nokkuð æst.
“Reyndar. Og ég hef ákveðið að þið fáið að fá dýrin hingað, bíðiði” sagði hann þegar hann sá gleðisvipinn sem kom á þau “en, Bírúl verður hjá skógarverðinum okkar honum Hagrid í allan vetur, nema í jólaleyfinu fær hún að koma upp í skóla, því þá fara flestir heim til sín. Og hvað Pony-hestinn varðar, hann verður hjá Hagrid en fær að koma um helgar þegar þú getur sinnt honum”.
“Þakka þér fyrir” sögðu þau bæði í kór.
“Og ég ætla að taka það fram að þetta er sérstök undanþága á skólareglum, svo ef eitthvað eitt kemur upp á verða þau bæði send heim.”
“Allt í lagi” sögðu þau bæði í kór.
Svo fóru þau út. Þegar þau komu fram á gang gat Saskia ekki lengur látið á sér standa og hennti sér um hálsinn á Harry og kyssti hann beint á munninn.
Þá var eins og hún áttaði sig á því hvað hún væri að gera, því hún varð eldrauð í framan og hljóp burt.
“Vá! Veistu ég held bara að systir mín sé skotin í þér.” Martin var hugsandi á svip.
“Jahá, sagði Harry annarshugar.”
*Ó nei! Nú vill Harry örugglega aldrei sjá mig aftur!* Saskia var í öngum sínum. *Hvernig gat ég gert þetta. Ég var búin að ákveða að láta það ekki sjást að ég væri að verða hrifin af honum. En nú hef ég eyðilagt það, varla get ég sagt að ég sjái ekki neitt við hann eftir þetta!* Saskia var svo annars hugar að hún var nærri gengin framhjá málverkinu af feitu konunni.
“Ugluturn”
Málverkið sveiflaðist til hliðar. Hún gekk inn og fór beint upp í svefnálmu, þar náði hún í lítinn kistil á botninn í koffordinu og tók hann upp. Hún horfði lengi á hann. Síðan opnaði hún hann og rótaði í honum í litla stund. Loksinns fann hún bréfið sem hún leitaði að, það var byrjað að gulna en hún tók ekki eftir því þegar hún flétti því sundur og las:
Elsku Saskia mín
Ég skrifa þér þetta bréf því ég veit að þegar stundin rennur upp verð ég ekki hér til að segja þér hvað mun ske. Þú veist að skyggnigáfa hefur lengi verið í ættinni, í beinan kvennlegg. Móðir þín blessunin fékk ekki þennan hæfileika sem barn og við komumst aldrei að því hvort hún fengi hann þegar hún yrði eldri kona og hætt að hafa svo mikið á sinni könnu. ‘Augun í Saksiu voru full af tárum þegar þarna var komið’. Ég veit að þú hefur þennan hæfileika því þú sagðir mér frá því þegar þú varst barn. Frá öllu fólkinu í skrítnu fötunum sem þig dreymdi og þegar þú hljópst æpandi burt þegar við fórum að “brunni dauðans” það var próf sem ég lagði fyrir þig. Því að allir héldu að þú hefðir bara fengið eitthvert kast og ég hlaupið á eftir þér, en ég þoldi ekki heldur að horfa á vesalings stúlkuna myrta á svo hrottalegan hátt. Þú varst aðeins 4 ára og gast því ekki vitað að þetta væri ekki að ske. Martin bróðir þinn gæti hafa fengið smá af hæfileikum þínum því þið eruð eineggja tvíburar, en þó ekki mikla því þetta erfist aðeins í kvennlegg. Eins og þér og bróðir þínum var sagt þegar þið höfðuð aldur til dó móðir ykkar, elsku Jenna mín, ekki af veikindum eins og ykkur var sagt frá heldur vegna þess að hún var Skyggnir. Eins og þú veist voru báðir foreldrar ykkar Skyggnar, en móðir ykkar var svo óheppin að þurfa að láta lífið við að vernda ykkur Martin með því að leiða Voldemort frá húsinu sem þið bjugguð í þá stundina. Faðir ykkar var svo sár út í allt sem viðkom Voldemort að hann neitaði því algjörlega að þér yrði sagt frá spádómnum. En honum verður að segja frá og hann áttaði sig á því þegar nokkur ár voru liðin frá því að móðir ykkar dó. En hann var of hræddur við að segja þér frá því og bað mig því um það. Gömlu ömmu þína sem þú leist svo upp til og vildir gera allt eins og. ‘Saskia var byrjuð að gráta eins og alltaf þegar hún las bréfið frá ömmu sinni’ Það kom því í minn hlut að segja þér frá því á 10 ára afmælinu þínu sem hafði verið spáð. Þú vildir ekki trúa mér. Sagðir að ég væri bara enn svo sár yfir því að mamma hefði dáið vegna Voldemorts, því þú varst heldur aldrei hrædd við að nefna nafn hans og heldur ekki Martin, að ég væri bara að láta mig dreyma um einhvern sem gæti hefnt fyrir hana og um leið komist í samband við fjölskylduna mína. En það er satt. Og þess vegna skrifa ég spádóminn hér fyrir neðan svo þú getir kunnað hann og vitað á hverju þú átt von. Því þú munnt ekki geta svikist undan örlögunum og þú munt vita þegar þinn tími mun koma…
Þegar Saskia var komin þarna brást hún í grát, og gat ekki lesið framhaldið. Hún vissi það hvort sem er. Hún kunni spádóminn utanað, og vildi ekki hugsa um hann. En nú var hún viss, hún var viss um að hennar tími væri að koma. Fyrstu merkin, þau allra augljósustu voru komin í ljós.
Hún lagðist í rúmið sitt og grét með þungum ekka.
Daginn eftir var ekki talað um annað en Hogsmede ferðina.
“Hogsmede ferðin er á morgun” heyrðist úr öllum hornum. Þegar þau voru í umönnun galdraskeppna tók Harry sig á tal við Saskiu og Martin, “hérna viljið þið kannski hanga með mér í Hogsmede á morgun? Venjulega er ég með Ron og Hermione og ég hefði beðið ykkur að vera með okkur. En þau þurfa að fara á einhvern fund í sambandi við umsjónarmannsstarfið.”
“Jájá,” það var Martin sem svaraði.
Dagurinn var fljótur að líða og var senn að kvöldi kominn. Allir fóru í rúmið spenntir við tilhugsunina um að Hogsmede ferðina daginn eftir. Sérstaklega voru 3 árs nemarnir þó spenntir, enda yrði þetta fyrsta Hogsmede ferðin þeirra.
Daginn eftir var fljótt að mindast biðröð útúr kastalanum. Við stóru aðaldyrnar beið Filch og merkti vandlega við alla sem fóru útúr kastalanum. Harry, Martin og Saskia löbbuðuð saman niður stigan og komu sér fyrir í röðinni. Þegar þau komu í Hogsmede sáu þau strax að það hafði verið opnuð ný búð. Þau gengu að henni til að sjá hvað væri um að vera, því það var allt troðfullt í kringum innganginn. Þegar þau komu nær heirðu þau einhvern hrópa allveg í öngum sínum. “Ó, þú vesæla barn! Hversu hafa örlögin grátt leikið þig. Því ég sé framtíð þína, og hún er ekki góð. Þú munnt ekki vera langlífur, og ekki finna hamingjuna fyrr en á seinasta augnabliki lífs þíns! Ó þú vesæla barn” Saskia hafði byrjað að riðjast í gegn fljótt eftir að þau greindu orðaskil. Nú sá Harry hver stóð stjarfur fyrir framan konuna, því þetta var gömul kona klædd í eitthvað sem líktist fötunum sem prófessor Trewalney var vön að vera í. Það var Neville. Han nstóð þarna stjarfur og horfði á konuna. Saskia var allt í einu komin upp að honum og horfði illilega á konuna og svo skeði það sem enginn hafði átt von á. Hún mótmælti konunni.
“Þú lygalaupur, hefur gaman af því að ljúga fólk fullt af einhverjum bölvuðum þvættingi. Og kallar sjálfa þig skyggna manneskju! Neville á ekki eftir að eiga ömurlega ævi. Hann mun ná langt, þótt ég sjái ekki í hverju. Og hann mun verða hamingjusamur þegar hann hittir konuna sína. Sem hann mun vera giftur þangað til að þau deyja í hárri elli með barnabörnin sín við hlið sér. Vissulega mun margt vont koma fyrir, slys, veikindi og dauði. En Neville mun sleppa!”
Konan horfði á Saskiu með haturs glampa í augunum. “Og hver nákvæmlega heldur þú að þú sért væna mín! Að mótmæla orðum hinar mögnuðu Alexiu Unukurti!”
“Ég held ekki neitt, ég veit hver ég er! Og ég er Saskia Harlig, dótturdóttir Emelía Harlig! Og ein af þeim heppnu sem hlotið hafa í vöggugjöf miklar gjafir úr ætt minni. Allveg eins og hún amma mín og amma hennar á undan henni Erbel Harlig sem þú hefur örugglega heyrt um ef þú hefur reynt að verða þér út um eitthvað smátterí um skyggnigáfu!!!” Saskia var byrjuð að öskra á hana. Og það ótrúlega var að konan horfði stjörf á hana og gerði ekkert nema kinka öðruhvoru kolli, þangað til Saskia labbaði af stað til Martin og Harrys með Neville með sér. Þá kom hún hlaupandi á eftir Saskiu. “Ó, ég biðst afsökunnar þú sem ert komin af svo virtri ætt í stétt okkar skyggnanna sérð auðvitað mun betur í framtíðina heldur en ég. En ég hef meiri reynslu svo saman getum við verið ótrúlegar!” Saskia stoppaði og sneri sér við. “Það sem þig vantar er ekki vinnufélagi heldur rúm á Sankti Mungósjúkrahúsinu. Og það færðu líka áður en æfi þín er öll!”
Þegar hún var kominn til strákana sagði hún einfaldlega “komum heim!” Martin sem virtist nokkuð áhyggjufullur sagði einfaldlega “já” og tók í höndina á systur sinni.
Þegar þau voru komin inn í andyrið á kastalanum opnaði Martin munninn og virtist ætla að segja eitthvað en systir hans sagði einfaldlega “ekki hér Martin! Við tölum um þetta uppi í turni,”
Þegar þau komu upp í turn og málverkið hafði sveiflast fyrir innganginn aftur byrjaði Martin að tala við systur sína.
“Hvað var þetta í Hogsmede? Þú sagðir það sjálf fyrir framan okkur öll að þú gætir ekki séð í framtíð fólks með því einu að reyna það! Og hvað annað varstu að gera þarna áðan? Þú varst allveg eins á svipin og amma var þegar hún gerði þetta í síðasta sinn!”
“Okey Martin! Ég get séð framtíð sums fólks ef ég vil það en venjulega loka ég það úti. Ég sá það strax að hún var ekki verulegur skyggnir svo ég náði bara í brot af því sem ég sá af framtíð Neville og sagði frá því.”
“En ef að þú ert virkilega skyggnir og það svona góður eins og þú ert að lýsa, þá þíðir það að spádómurinn á eftir að rætast! Í rauninni ættiru að vera farin að finna fyrir fyrstu merkjunum…” hann snar þagnaði og þaulitu bæði á Harry. Martin leit aftur í augu systur sinnar og stundi síðan “Ó, nei! Þú ert búin að sjá fyrstu merkin er það ekki!? Spádómurinn er byrjaður að ganga eftir….”