1.kafli
Joe fer í Hogwartskóla 1.kafli
Í þessari sögu minni ætla ég að segja frá Joe Longbotton (litli frændi Nevilles). Joe er frekar lítill skolhærður og bláeigður. Hann er í Longbotton ættinni. Mamma hans og pabbi eru bæði 33 ára gömul og voru að ljúka við skyggnaskólann. Joe sem er 11 ára venjulegur strákur, kemur úr frekar ríkri fjölskyldu. Í haust á Joe litli að byrja í Hogwarstskóla.
Sagan byrjar þann 1.sept þegar hann er í skástræti að kaupa sér skólabækurnar. Hann byrjaði á því að kaupa sér töfrasprota í Olivanders. Hann keypti sér 19cm sprota. Inn í honum var nögl af Hippógriffín. Sprotinn var svartur á litinn. Á meðan hann var að þessu var Elizabeth(mamma hans) að ganga í búðir að leita að skólabókunum sem hann þurfti. Hún hafði gefið honum 10 galleón til þess að kaupa sér nammi. Næst fór hann og keypti sér uglu. Eftir um það bil 2 tíma fór hann á brautarpall 9 og 3/4. Hann fór inn og náði klefa og kvaddi mömmu sína og pabba. Í lestinni átti hann að hitta Justin frænda sinn sem var á öðru ári í Ravenclaw. Hann vonaðist til að lenda í Ravenclaw eða Griffindor (því Harry Potter var þar á 4.ári). Lestarferðin gekk vel. Þegar hann steig út úr lestinni fór hann í bátana með Hagrid og öðrum fyrsta árs nemum. Bátsferðin gekk vel og hópurinn komst heilu á húfi inn í kastalann þar sem þeir hittu Mcgonagall prófessor. Hún leiddi þá inn í stóra salinn þar sem flokkunara athöfnin átti að fara fram. Flokkunar hatturinn söng sinn hefðbundna söng og eftir hann bryjaðir flokkunar athöfnin. Hatturinn var svoldið lengi að hugsa í hvaða heimavist hann ætti að setja Joe eftir dágóða stund sagði hann:
GRYFFINDOR
2.kafli
Fyrstu vikur Joe í Hogwarstskóla
Næsta dag var Joe aðalega í því að læra að rata um skólann. Hann fékk stundarskránna sína. Þennan dag átti hann að fara í tvöfaldann tíma í ummdynun, tvöfaldan tíma hjá Spíru prófessor í gróðurhúsinu og tvöfaldan tíma hjá Hagrid í ummönnun galdraskeppna. Joe hlakkaði mjög mikið til að sjá hvernig var að vera nemandi í Hogwartsskóla. Í kennslustundum dagsins var eiginlega bara rætt um það hvað þau mundu læra og þeim kynnt fyrir reglunum í hverri stofu fyrir sig. Eftir skól fór hann að skoða kastalann með Justin frænda sínum. Í kvöldmatnum settis hann við hliðina að fyrsta árs stelpu að nafni Susana. Hann og hún urðu strax mikilir vinir og var hún fyrsti vinur hans í Hogwartsskóla. Nokkrum dögum seinna yfir kvöldmatnum kynnti Dumbledore þeim fyrir þrígaldraleikunum. Allur skólinn varð strax mjög spenntur fyrir þrígaldraleikunum.
Neville og Joe hittust oft og fóru í skoðunarferðir um skólann. Joe varð strax ,mjög svekktur yfir því að fá ekki að fara í Hogsemade. Neville sagði þá að foreldrar hans hefðu gefið honum gamla huliðsskykkju. Joe varð strax hrifinn og sagðist ætla að reyna að finna leynigöng eða einhverja leið til þess að komast með til Hogsemade. Joe varð strax hrifinn af tvem rauðhærðum tvíburum sem hétu Fred og George af því að hann vissi að þeir kunnu fullt af leynileiðum í Hogwartskóla (að sögn Nevilles). Susana var aðeins gáfaðri en Nevill og hún kom lík úr ágætlega efnaðir fjölskyldu. En hún átti sér eitt leyndarmál sem hún hafði ekki enn sagt Joe. Pabbi og mamma hennar voru nefnilega miklir aðdáendur hans sem ekki má nefna.
Justin, Susana og Joe stofnuðu vinahóp sem átti að hittast einu sinni í viku á tilteknum stað á bókasafninu og ræða það sem var efst á baugi. Eftir tvo fundi þorði Susana að segja þeim leyndarmálið sitt. Þau þrjú byrjuðu öll að skipuleggja ferð niður í Hogsemade. Susana og Joe sögðust ætla að tala aðeins við Fred og George um leynigöng í Hogwartskóla.
Það tók Joe um það bil 3 vikur að aðlagast lífinu í Hogwarts. Hann hlakkaði mikið til þess að þrígaldraleikarnir hæfust. Hinir skólarnir tveir áttu að koma til Hogwartskóla eftir 2 vikur. Það var samt eitt sem Joe var óánægður með. Það var mórallinn í Slytherin krökkunum. Þau voru að stríða honum og Susönu og segja að þau væru kærustu par. Fyrir einn töfradrykkja tíma hjá Snape varð hann svo reiður út í krakkana sérstaklega Alan Malfoy ( frænda Dracos). Joe gekk hægt og rólega að Alan með henfana uppi. Hann náði aðeins að smetta hans tvisvar áður en Snape prófessor kom. Snape setti Joe umsvifalust í straff og dróg þrjátíu stig af Gryffindor. Krakkarnir í Gryffindor voru oðrin “svolítið” fúl út í Joe og Joe þurfti að þola margt frá þeim auk þess sem hann þurfrti að sitja eftir hjá Snape fjóra næstu daga.
Svona byrjar líf Joe í Hogwarts.
3. Kafli
Skólarnir koma
Næsta kvöld átti Joe að mæta í eftir setu hjá Snape. Hann mætti til hans klukkan 20:00 eins og um var rætt. Joe bjóst við því að þurfa að hjálpa honum að taka til eftir kennslustundir dagsins og undirbúa kennsluna fyrir næsta dag. Þegar Joe kemur inn á skrifstofu Snape sér hann búkinn á honum standa út úr eldstæðinu sem er inn á skrifastofunni hans.
“Hvað á ég að gera Malfoy? “ sagði Snape.
Joe hafði ekki vit á að þegja og hlusta lengur á samtalið.
“Snape professor við hvern ertu að tala?” Sagði Snape
“Uhh ahemm ég var nú bara að tala við vin minn” sagði Snape.
“prófessor, hvað á ég að gera í dag?”
“Ég var að þróa nýtt efni sem ég á að láta galdramáluráðuneitoð fá.”
“Hvernig efn”
“Ekki grípa fram í fyrir mér! og öhh ég vil vita hvernig það virkar ,hehe, og værir þú ekki til í að bragða á því?
“ öhh”
“þú færð einn súkkulaði frosk”
“okey” sagði Joe kæruleysislega
“fínt”
Joe beið á meðan Snape sókti efnið og helti því í lítið glas
“en prófessor hvernig efni er þetta?”
“ehh, þetta er sasí”
“sem er?”
“efni sem ég fann upp (sagði Snape stoltur) ef þú drekkur það byrjar hárið á þér að vaxa þrefalt hraðar” Sagði Snape lúmskulega.
Joe fannst þetta eitthvað skrítið en þorði samt ekki að segja neitt. Joe lifti glasinu upp að vörunum á sér , hikaði, lét það síga aðeins enn tók svo einn sopa. Samstundis stífnaði hann upp og datt í gólfið. Snape fór að hlæja og á milli hlátursrokna mátti greina
“MÉR TÓKST ÞAÐ, MÉR TÓKST ÞAД
Joe vaknaði í sjúkrahús álmunni daginn eftir ,svoltið ringlaðu.
“Má bjóða þér vatn” sagði fröken Pormfey (man ekki hvernig þetta er skrifað)
“Öhh nei takk”
“þú ættir að fara að drífa þig í tíma, þér er batnað”
“já en hvað gerðist í gær”
“Snape sagði að það hefði liðið yfir þig”
Joe gat bara ekki munað hvað hafði gerst daginn áður. Um kvöldið sagði hann Súsönu og Justin allt af létta ( hann mundi alveg við hvern Snape var að tala en hann gat ekki munað hvað skeði 3 mínútum áður en það “leið yfir hann”.
Núna var aðeins vika í komu skólanna tveggja , Beauxbatons og Durmstrang.
Vikan leið óvenjulega hratt og stóri dagurinn rann upp. Það var gefið frí í skólanum því kennararnir vor of uppteknir við að undibúa mótökuna. Allir nemendur áttu að næta út á flötina fyrir utan skólann og sjá þegar skólarnir kæmu. Beauxbatons kom í vaggni dreginn af fljúgandi hestum en Durmstrang kom siglandi. Þegar Durmstrang skipið kom að landu sá Joe einhverja dökkklædda veru laumast upp að skipinu og taka á móti kassa sem einhver rétti verunni út um glugga. Joe ætlaði að laumst afsýðis og kanna þetta en þá ræksti Mcgonagall sig og horfði illilega á hann. Joe leit í áttina þar sem kennararnir stóðu og tók eftir því að Snape var ekki á staðnum. Hann gugsaði innra með sér að Snape hefði verið dökkklædda veran út við skipið. Þetta var allt svo dularfullt. Þá sagði kunnuleg rödd Dumbledores
“allir inn í stóra sal og hefjum veisluna”
Þá fóru allir skólarnir þrír inn í veisluna. Næsta vika fór í það að kynnast nýju krökkunum. Joe Súsana og Justin voru farinn að gruna að Snape væri flæktur í eitthvað óhreint.
To be continued next time on Surviver
Ég vona að þið takið þessari sögu minni vel ég er nýr í jobbinu og þarf því aðeins að æfast í að gera svona áhugaspuna. Allavega framhald er væntanlegt (ef þið takið þessari sögu vel).
Kv, Maggi