Jæja, hérna er þriðji hluti og líklegast sá síðasti af íslensku þýðingu sögunnar minnar, sem ég sendi á ensku hingað um daginn.
Vona að þið njótið hennar :).

“Harry, klifraðu á Grágogg” Sagði Dumbledore án þess að slaka á taki sínu á sprotanum eða líta frá Voldemort.
“Ó, nei, Dumbledore, Potter verður kyrr” Sagði Voldemort rólega.
“Þú ert hrokafullur, Tom, hann kemur með mér, og þú ert ekki að fara neitt” Sagði Dumbledore.
“Ja, sú staðreynd að við erum 56 gegn 6 og tveimur fuglum, gefur mér nokkurn hroka” Sagði Voldemort.
“Ef þú værir eins öruggur og þú lætur eins og þú sért, geri ég ráð fyrir því að þú hefðir þegar drepið okkur.” Sagði Dumbledore.
“Hvað er að því að vilja smá spjall við gamla kennarann minn? Ég man eftir því að þú varst eini kennarinn sem gaf mér ekki A á sjötta árs lokaprófunum mínum, ekki tengdist það það eitthvað því að ég laug uppá þennan stóra bjálfa, hann Hagrid, var það?” Sagði Voldemort og hló.
“Ég sá í gegnum þig, ólíkt hinum kennurunum og krafðist þess vegna meira af þér í umsögninni þinni… auk þess varstu nokkuð slakur í ummyndun” Svaraði Dumbledore rólega. Af hverju var hann að taka þátt í brandara Voldemorts? Hugsaði Harry.
“Þín hugmynd um nokkuð slakur var að skilja eftir hárlausan blett á svínum breyttum í hippógriffina.” Svaraði Voldemort alveg eins rólega.
“Hann var enn með trýni.” Sagði Dumbledore.
“Mér fannst þú nú alltaf vera mest krefjandi kennarinn, fyrir utan allt þetta vitandi-að-ég-væri-morðingi dór.” Sagði Voldemort.
“En þú varst of seinn, litlu grunsemdirnar þínar hindruðu mig ekki í að vera þar sem ég er í dag, ég er hinn mikli Voldemort, voldugasti galdramaður sem þessi heimur hefur nokkru sinni þekkt síðan Salazar Slytherin, og enginn getur staðið í vegi mínum!” Og strax og hann sagði þessi orð, kom inn um gluggann önnur sjón sem Harry elskaði að sjá: Hagrid, Lupin, Charlie Weasley, Tonks, McGonagall, Skröggur Illaauga og Snape á bakinu á Norbert, og fljúgandi við hliðina á þeim var Hedwig.
“Veistu, fyrir svona lítinn mann, þá ertu með ansi stórt sjálfsálit, Tom!” Æpti Hagrid, “Halló, Harry”, sagði hann þegar hann stakk sér á Voldemort, greip um hendina sem hélt um sprotann hans með annari hendinni, og kýldi hann mðe hinni.
“Lemd'ann, Hagrid!” Heyrði Harry myndina af Siriusi öskra.
Og hin fimm sem sátu á Norbert hoppuðu niður af honum og gengu til liðs við hópinn til að berjast við dráparana, sem höfðu hafið bardagann við innkomuna og á meðan réðst Norbert á dráparana með eldgusum og Fawkes og Grágoggur höfðu skotist í hóp þeirra og ráðist á þá.
“Halló, Hagrid, ég bjóst við þér, Minerva sendi mér skilaboð sem létu mig vita af ykkur.” Æpti Dumbledore.
Þess vegna hafði Dumbledore verið að taka þátt í brandara Voldemorts, hugsaði Harry; hann var að tefja!
“Prófessor?” Harry talaði í fyrsta skipti í langan tíma, “Gætirðu reynt að ná í sprotann minn?” Spurði hann Dumbledore.
“Accio sproti!” Æpti Dumbledore og Harry sá sprotann sinn koma svífandi úr vasa Voldemorts í hendur sínar, Hagrid sá til þess að hann gat ekkert gert við því.
“Vill einhver taka út þennan risavaxna skeggmann hérna!” Öskraðí Voldemort meðan Hagrid hélt áfram að ráðast á hann.
Liðið komst ekki í gegnum dráparana til að notfæra sér stöðu Voldemorts, og voru í vandræðum með að halda þeim frá Hagrid.
Hagrid lyfti Voldemort upp og kastaði honum á hóp af drápurum yst í drápara-hópnum, svo að Voldemort var mjög nálægt liðinu, og lenti á nokkrum drápurum sem féllu á gólfið. Hagrid kastaði sér inn í hópinn af drápurum og réðst á þá; hann náði nokkrum góðum höggum áður en hann varð meðvitundarlaus.
“Rænulaus!” Æpti Harry og miðaði sprotanum sínum að Voldemort, og hann kastaðist fáeina metra aftur á bak, en var ekki rotaður.
“Meistari!” Öskraði einn dráparanna sem Harry þekkti sem rödd Bellatrix Lestrange, “Sprotinn þinn… hann er brotinn, hálfrisinn hlýtur að hafa brotið hann!”, við að heyra þessi orð, öskraði Voldemort af reiði.
“Taktu þá sprota Potters!” Öskraði hann.
Nokkrir dráparanna æptu “Accio sproti!” og “Expelliarmus!” og Harry stökk til hliðar, þannig að bölvanirnar hittu ekki… hvað mundi hann gera núna? Allir drápararnir mundu reyna sitt besta til að taka sprotann hans, og hann gæti ekki forðast þá að eilífu. Og ef Voldemort fengi sprota Harrys mundi hann virka næstum eins vel fyrir hann og hans eigin sproti, sprotar þeirra voru bræður… Harry ákvað sig áður en önnur runa af bölvunum hittu hann.
“Finite Magicisa” Sagði hann hátt, og sprotinn hans sprakk framan í Lucius Malfoy, sem hafði ætlað að taka hann, og Lucius féll á gólfið og sprotinn eyddist upp.
“NEEIII!” Æpti Voldemort, “Nóg komið!” sagði hann og sneri sér að öðrum drápara, “Gefðu mér sprotann þinn!” og dráparinn hlýddi.
Voldemort sneri sér að Harry, “Þú hefur gert mig mjög reiðan,” sagði hann honum, “reiðari en nokkru sinni fyrr, og þú munt þjást, trúðu mér, Harry Potter, ÞÚ MUNT ÞJÁST!” öskraði hann og sneri sér að Ginny, sem var upptekin við að halda drápara í skefjum með Ron, svo að hún tók ekki eftir neinu.
“Ég er ekki að tala um að nota kvalabölvunina á þig,” Sagði Voldemort, “nei, eins og Dumbledore benti mér réttilega á hefur þú styrk og veikleika sem ég hef ekki, og í þetta skiptið, Potter, mun það verða þinn veikleiki… CRUCIO!” öskraði hann og Ginny féll strax á gólfið og missti sprotann sinn öskrandi þegar bölvunin hitti hana.
Voldemort hélt sprotanum í nokkurn tíma, og reiði Harrys var ómælanleg, en leið hans til Voldemort's var hindruð af þremur hlæjandi drápurum sem héldu honum.
Harry reyndi að komast til Voldemorts, en hann komst ekki framhjá drápurunum og neyddist til að horfa á Voldemort kvelja Ginny.
Ron hafði tekið eftir því, en var að berjast við tvo drápara í einu og hafði ekkert rými til að bjarga Ginny.
Neville og Hermione höfðu snúið sé við þegar þau heyrðu Ginny öskra, sem gaf drápurunum sem voru að berjast við þau tækifæri til að rota þau.
Charlie, McGonagall og Tonks voru í erfiðum einvígum við drápara, Norbert og Grágoggur höfðu verið rotaðir og Fawkes hafði greinilega verið breytt í barn.
Dumbledore, Snape, Lupin og Skröggur voru í hóp að berjast við restina af drápurunum og málverk Siriusar hafði verið eyðilagt, en Harry hafði séð Sirius flýja úr því áður en það gerðist.
Voldemort hafði loksins lyft sprotanum sínum og skilið Ginny eftir snöktandi á gólfinu, “Fannst þér þetta gaman, Potter?” spurði hann Harry, sem var festur við gólfið, en drápararnir voru í erfiðleikum með hann þar sem hann var reiðari en nokkru sinni fyrr, og hann veitti Voldemort ekki þá ánægju að svara honum.
“Kannski vildu að ég drepi Ginny, ha? Mundi þér þykja það kvalafullt, að sjá ástina í lífi þínu deyja” Sagði Voldemort.
“NEIIII!!” Öskraði Harry, liðið mundi mjög líklega vinna bardagan, en þau tóku samt ekki eftir hvað var að gerast. Ron hafði sigrað einn dráparana sem hann hafði barist við, en hinn hafði rotað hann og farið að berjast við liðið.
Ron, Hermione og Neville voru í öruggri fjarlægð frá Voldemort, en Ginny mundi vera drepin ef Harry gerði ekki eitthvað.

***

En hvað gat hann gert? Drápararnir þrír héldu honum ennþá og Harry var ekki með sportann sinn.
Voldemort var of langt í burtu til að Harry gæti náð honum, en Ginny var ekki eins langt frá honum.
Þá mundi Harry, nokkuð sem hafði bjargað honum í æsku hans… það var líklega eini möguleikinn… hann elskaði hana of mikið til að leyfa henni að deyja, hann var tilbúinn að gera hvað sem er til að bjarga henni.
Voldemort lyfti sprotanum sínum, og á því augnabliki notaði Harry alla reiði, allt hatur og alla örvæntingu sem hann hafði möguleika; sparkaði í magann á einum dráparanum og losaði hendurnar undan hinum, og hljóp.
Hann sá að hann gæti líklega náð til liðsins, þar sem hann mundi verða öruggur, og þau mundu vinna bardagann, en það var ekki það sem hann ætlaði að gera, nei, hann mundi hvað honum hafði verið sagt, móðir hans dó til að bjarga honum og þess vegna gat Voldemort ekki drepið hann.
“Avada…” Byrjaði Voldemort og Harry hljóp hraðar en hann mundi eftir að Ginny.
“kedavra!” Æpti Voldemort og grænn geisli skaust út úr sprota hans að Ginny, en áður en það hæfði hana, stökk Harry á milli hennar og geislans, og þegar það hitti hann féll hann strax í gólfið…



Jæja, hvernig fannst ykkur? :)
—————————–