Hæhæ, hérna kemur annar hluti af íslensku útgáfu sögunnar minnar (ég samdi hana á ensku og sendi hana þannig hingað inn), og það eru spoilerar í þessu.
Ég vona að þið njótið hennar :).



Harry ætlaði sér ekki að standa bara þarna eins og einhver taminn hvolpur, og bíða eftir því að Voldemort setji sýningu á svip, og drepi hann, nei, hann varð að gera eitthvað…. en hvað?
Hann var ekki með sprotann sinn, Voldemort var of langt í burtu fyrir Harry til að stökkva á hann og ráðast á hann með berum höndum, þannig að hvað var hægt að gera?
Forðast bölvanirnar hans? Það mundi bara fresta því óumflýjanlega og gefa drápurunum meira til að hlæja að.
Ætti hann að reyna að stökkva út um gluggann? Hann var líka of langt í burtu og Harry vissi ekkert hvað var hinum megin við hann (það var mjög dimmt þar). Hann hafði verið að vona að Fawkes mundi taka eftir hollustu hugsununum sem Harry hugsaði til Dumbledores áðan, en hann vissi ekki nógu vel hvernig það virkaði, varð hann að segja eitthvað tryggt? Hafði Fawkes kannski vitað að hann hugsaði þær að hluta til til að Dumbledore kæmi? Höfðu hugsanirnar hans kannski ekki verið tryggar?
Harry sýndist að það eina sem eftir væri, væri að bíða og þykjast óhræddur.
“Eigum við að byrja á smá sársauka fyrir þig?” Sagði Voldemort og æpti “Crucio!”, og, enn einu sinni tók skyndilega hræðilegur sársauki yfir hverjum einasta millimetra af líkama og huga Harrys, og Harry virtist það mun lengur en það hafði nokkru sinni verið áður, eina hugsun hans var “HÆTTU!HÆTTU!HÆTTU!”, en hann öskraði ekki, hann var ákveðinn í að öskra ekki
Og loksins, eftir það sem virtist vera eilífð af sársauka, lyfti Voldemort sprotanum sínu og hló hátt, innilega og lengi, og drápararnir hlógu með honum meðan Harry sat á hnjánum, baðaður í eigin kalda svita.
Hann var enn að reyna að setja upp hugrakkan, hræðslulausan svip.
“Þú getur drepið mig, en þú munt bráðum deyja, Dumbledore mun ekki leyfa þér að lifa ef þú drepur mig, hann mun elta þig uppi með meiri metnað og reiði en nokkru sinni áður, hann og allir meðlimir reglunnar munu drepa þig, Hogwarts mun ekki líða fyrir gerðir þínar, ráðuneytið mun ekki hvílast fyrr en þú ert drepinn, vinir mínir munu vera fullir af meira hatri og reiði en þú hefur nokkurn tíman kynnst, þú heldur varla að þú getir lifað af tilraunir þeirra allra, er það?
Og ég er ekki hræddur við dauðann, ég veit að það mun leiða til taps þíns, svo að ég er næstum ánægður” Harry laug einu, hann var hræddur, en hann stóð á báðum fótum með höfuðið hátt, og ákveðinn, hræðslulaus svipur var á andliti hans, hann vissi að þetta gætu vel hafa verið hans síðustu orð og honum fannst hann hafa valið þau nokkuð vel.
“Ég er snortinn, Potter,” Sagði Voldemort kaldhæðnislega “en þú gætir verið að gleyma nokkrum atriðum, til dæmis þá hef ég látið fleira fólk hata mig en nokkur annar galdramaður í galdra-sögunni, og ég er ennþá lifandi 70 árum eftir að ég fæddist, svo að þú sérð kannski að hatur vina þinna er álíka ógnandi mér og húsfluga, og hvað Dumbledore varðar, þá eru kraftar hans ekkert miðað við mína, og ráðuneytið er þegar mjög ákveðið í að ná mér, og smá auka ákveðni skiptir varla miklu, reglan hefur oft þurft að þola að missa ástvini, og hún hefur enn ekki náð mér, og Hogwart's var þegar reiður við mig þegar ég drap þennan Cedric Diggory dreng, og að missa þig mun bara bæta við það, svo að þú sérð að þú hefur litla meiri þýðingu fyrir mig og önnur morð sem ég hef framið.”

“Ég veit að þú ert bara munaðarleysingi, sem ólst upp í hatri við föður sinn, kjósandi að velja illu leiðina út úr hlutunum,” Sagði Harry, “meðan ég, lifandi í kúgun frá mugga-ættingjum mínum, kaus góðu leiðina út úr hlutunum.
Sjáðu til, ég held að þú hafir haft rétt fyrir þér á öðru árinu mínu, þegar þú sagðir að við værum mjög líkir, en það er einn munur á okkur, munur sem mun vera mjög mikilvægur í kvöld: ég er góður, og þú ert illur.

37.kafli
Spádómurinn rætist.

”Kenndi ég þér ekkert á fyrsta árinu þínu, Potter?“ Sagði Voldemort, ”það er ekkert gott eða illt, aðeins völd, og þeir sem eru of veikburða til að leita þeirra, manstu?“
”Ég man, en þú hefur rangt fyrir þér“ Sagði Harry, ”það er til gott og illt, þú ert illur vegna þess að þú meiðir og drepur saklaust fólk, ég er góður vegna þess að ég reyni að bjarga saklausu fólki, er það nógu einfalt fyrir þig? Og veistu hvað gerir okkur góð eða ill? Val okkar, það er það sem Dumbledore kenndi mér, mér finnst hann vera mun betri kennari en þú“ Sagði Harry.
”Ja, skiptir engu, markmið mitt er ekki að kenna þér, markmið mitt er að drepa þig, og það er það sem ég vill fara að gera… Av…. AAAAAAARGGHH!!" Öskraði Voldemort þegar glugginn brotnaði með miklum látum og glerbrot flugu að drápurunum og Voldemort, og inn um gluggan kom fallegasta sjón sem Harry mundi eftir að sjá; Dumbledore sat á baki Grágoggs með Fawkes á öxlinni og Neville, Hermione, Ginny og Ron sem hélt á málverki, fyrir aftan hann, Dumbledore stökk fyrir framan Grágogg með sprotann sinn á lofti, mjög reiður á svipinn.
Fawkes flaug upp í loftið og í hringi, Hermione, Ron, Ginny og Neville hoppuðu niður, tvö á hvora hlið, og Ron setti málverkið, sem Harry þekkti nú sem málverkið af Siriusi, að veggnum, og þau tóku öll fram sprotana sína meðan Grágoggur fór aftur upp í loftið og sveif aðeins fyrir ofan þau.
Þau voru afar ógnandi og hughreystandi, en sú dásamlega tilfinning sem Harry hafði, hvarf fljótt þegar hann sneri höfðinu við, allir drápararnir, og þeir virtust vera að minnsta kosti 50, höfðu tekið fram sprotana sína, og þó að óvænta innkoman þeirra virtist hafa gefið Dumbledore og hinum smá tíma til að komast í stöðu, sýndist Harry að líkurnar á að þau ynnu væru ansi litlar.
—————————–