Ég set inn seinustu setningarnar í 4. kafla svo þið vitið svona hvar við erum.

…Þegar að þau komu upp í Gryffindorturn heyrðu þau að einhver bankaði á rúðina. Þau litu upp og sáu að þetta voru þrjár uglur, þrjár alveg eins uglur. Þau drifu sig að opna og þær flugu inn og létu brefin sem þær höfðu meðferðis falla á borðið fyrir framan þau. Þau voru stílað á Harry, Saskiu og Martin. Og það var skrifað framan á þau öll með sama græna blekinu. Þau litu hvert á annað, svo virtist sem að annar fundur væri í nánd.


5.kafli

Þau stungu öll bréfunum í vasana.
“Hvað ætlið þið ekki að lesa þau?” Ron var undrandi á svipinn.

“Öhh, nei. Þetta eru bréf sem má aðeins opna í einrúmi.”

“Ó, það var ekki laust við að Ron væri svolítið leiður á svip.”

“Svona Ron, við mundum segja þér hvað stæði ef við mættum! Allveg satt!”

“Okey, ég fæ kannski að vita það seinna sagði Ron og stórt bros færðist yfir freknótt andlitið.”

“Sá er fljótu að taka breytingum” sagði Saskia og hristi gyllta liðina sem náðu henni niður á rass.”

“Ekkert smá” sagði Martin og hló í takt við systur sína.

“Hey! Þið eruð að gera grín að mér” sagði Ron og þóttist stórmóðgaður, það mistókst því einmitt í því skaust Skakklappi fyrir fæturnar á honum og hann féll kylliflatur á gólfið. Þau sprungu öll úr hlátri, líka Ron sem néri þó á sér hnéð um leið og hann stóð upp.

“Heyriði ég ætla upp í rúm” það var Martin sem sagði þetta.

“Ég líka” sagði Harry og klóraði sér í öxlinni um leið og hann sneri sér við til að ganga upp turninn. Þau ákváðu öll að fara að sofa.

Þegar Harry var háttaður og kominn upp í rúm dró hann fram bréfið og reif það upp.

Herra Harry Potter

Ákveðið hefur verið að næsti fundur verður haldinn um helgina eftir hálfan mánuð. Þú og aðrir meðlimir félags slönguhvíslara, sem við kjóstum að kalla félagið í bréfum okkar, sem eru í Hogwartskóla verðið sótt á föstudeginum á miðnætti uppi í stjörnufræðiturni. Hef ég gert Dumbledor viðvart um það að nemendur í skólanum séu í félaginu og hann hefur ákveðið að leifa ykkur að sækja fundi þegar þeir eru nema eitthvað alvarlegt komi uppá. Venjulega er ekki svona stutt á milli funda, en komið hafa fram ný gögn varðandi aðgerðina “Dropinn”

Yðar Silibill Manquake, sonarsonur stofnanda og núverandi stjórnandi Félags Slönguhvíslara.

“Martin” hvíslaði Harry og dró frá himinsængina sem var á milli rúmanna þeirra.
Martin sat og horfði á hann, hafði greinilega beðið eftir því að Harry væri búinn með bréfið.

“Eru þau eins?” spurði Harry og teygði höndina í bréfið hans Martins, þau voru mjög lík, bara nöfnin sem voru breytt.

Allt í einu sagði Martin “hvað ætli ‘aðgerðin Dropinn’ sé?”

“Veit það ekki, örugglega eitthvað spennandi. Við verðum að tala við Saskiu á morgun um bréfin.”

“Sammála” sagði Martin og geyspaði stórum.

Ekki leið langur tími unns þeir voru báðir steinsofnaðir.

“Harry, Harry”

Harry opnaði augun, við honum blöstu tvö andlit sem störðu á hann.

“Saskia! Martin! Hvað ert þú að gera hér Saskia?”

“Uss! Þú vekur hina hvíslaði Saskia komdu.” Þau fóru niður í setustofu, þau höfðu hana útaf fyrir sig.

“Hvað er klukkan eiginlega?” “Hún er…korter í 6.”

“Korter í sex! Þið eruð ótrúleg systkini!”

“Jájá við vitum það, takk fyrir hrósið. En snúum okkur að aðalefninu. Bréfunum.”

“Við Saskia erum búin að bera okkar saman” bætti Martin við “þau eru allveg eins, fyrir utan nöfnin.”

“Okey, en hvað eigum við að segja við hina þegar þau spyrja hvar við höfum verið um helgina?”

“Við spáum í það seinna.”

“Ég var að velta fyrir mér, Harry, hvað þarf maður að gera til að fá að tala við Dumbledor?”

“Ohh, ég veit það ekki. Ég veit um styttuna fyrir utan skrifstofuna hans, og nokkurnveginn aðgangsorðið. Svo ég get komið þér til hans, án leifis. En afhverju?”

“Sko…ég ætlaði bara að spurja hann hvort ég mætti ekki láta senda mér Bírúl. Svona í mánuð til að sanna að hún bíti engann eða valdi vandræðum.” Bætti hún við þegar hún sá svipinn sem kom á bróður sinn.

“Hver er Bírúl?” Harry var ruglaður á svipinn.

“Bírúl er ‘gælu-snákurinn’ hennar, eins og hún kallar það. Reyndar er Bírúl 3 metra löng kyrkislanga sem pabbi gaf henni þegar hann kom frá Afríku í fyrra.” Hann var mjög ergilegur á svipinn “og ef ég man ekki rétt var þér ráðlagt að vera ekki með hana mikið fyrir utan búrið annars staðar en heima. Svo að hún verði ekki rugluð á öllu þessu nýja í kringum hana, brjálist um stundarsakir og ráðist á einhvern!”

“Hey Bírúl er mjög góð! Þú ert bara öfundsjúkur af því að ég fékk Slöngu en þú Pony-hest.”

“Hvað er Pony-hestur?” Harry var orðinn allveg ruglaður. “Þið meinið ekki að Saskia hafi fenguð 3 metra langa kykislöngu og þú Póný-hest, svona leikfang fyrir stúlkur.”

Þau horfðu á hann eins og hann væri klikkaður “Leikfangahest! Veistu ekki hvað Pony-hestur er?”

“Ohh, nei…”

Martin tók til máls “Sko þeir eru nokkuð sjaldgæfir og í svolítilli útrýmingarhættu. En þeir sem hafa tilskildin leifi mega taka þá að sér og annast þá, eiga þá. Þeir eru svona litlir” hann sýndi með hendina rétt fyrir ofan hné “ hausinn á þeim nær manni kannski í klof eða svo.” Saskia sprakk úr hlátri og bróðir hennar leit mjög illilega á hana. “Og þeir eru með vængi, en geta samt bara flögrað smá um. Minn er svartur með silvraða sokka og stjörnu og heitir Arimule. Og hann er miklu æðislegri heldur en Bírú!!”

Harry var allveg ruglaður, “öhh semsagt þú Saskia átt 3 metra langa kyrkislöngu sem heitir Bírúl og þú Martin átt Pony-hest sem er svartur og silvraður, nær þér upp í kolf og heitir Arimule!”

Saksia veltist um á gólfinu í æðisgengnum hláturskrampa en bróðir hennar var reiðilegur á svip.

“Hvað er svona fyndið?” Harry langaði mjög að vita það

“Sko, fyrst eftir að við fengum Bírúl og Arimule var Arimul svona hár” hún sýndi það með höndunum “ og hann gat bara flögrað svona upp að maganum á okkur hæst. En einu sinni þegar ég hafði verið að kjassa Arimule inni í herberginu mínu kom Martin hlaupandi inn, hélt að Arimule væri týndur og þá brá Arimule svo mikið, Martin hljóp á hann, að hann beit Martin undir beltisstað og þess vegna verður Martin alltaf svolítið vandræðalegar þegar hann útskýrir að Arimule nái honum upp í klof!”

Hún veltist um á gólfinu skellihlægjandi, og Harry fór að hlæja líka “Þú ert að grínast!” sagði hann og leit á Martin “Nei reyndar ekki” sagði Martin og var mjög aumingjalegur á svipinn. “Svona maður, ég segji engum litla leyndarmálið þitt.

“Hvaða leyndarmál?”

Það var Ron sem talaði svefnþrunginni röddu. Hvað voruð þið að tala um?

“Öhh…” Martin var mjög vandræðalegur.

Harry og Saskia litu hvort á annað og skellihlógu. Harry varð skindilega litið á Saskiu. Hún var bara nokkuð sæt, eiginlega mjög sæt. Sérstaklega þegar hún hló, þá hristust gylltir lokkarnir og kristaltær augun geisluðu af lífsfjöri. Hann hlaut að hafa horft einhvernveginn skringilega á hana því skindilega hætti hún að hlæja og horfði á hann með undrun í svipnum.

Harry dreif sig að koma af stað samræðum, “Ron ætlar þú ekki að klæða þig?”

Ron roðnaði og leit niður á sig. Hann var bara í snjáðum náttbuxum en ber að ofan, “Jú” sagði hann og sneri sér við og fór upp í Gryffindorturn.

Allt í einu mundi Harry að hverju hann hafði ætlað að spurja tvíburnan. “En Martin afhverju komst þú ekki með Arimul hingað? Varla er hann mjög hættulegur?”

“Nei, ég á bara eftir að tala við Dumbledor. Fyrst þurfti ég sjálfur að aðlagast hér, því hann þarf svo mikla athygli. Og hana gat ég ekki veitt þegar ég var að komast upp á námsvenjurnar hér.”

“Svoleiðis, en heyrðu eigum við þá ekki að koma og tala við Dumbledor?”

“Jú! Það er góð hugmynd” sögðu þau bæði í kór.

Þau fóru upp að stittunni sem Harry sagði tvíbbunum að væri leyniinngangur að skrifstofu Dumledors.

“Blóðsleikjó”
“Súkkulaðifroskur”
“Sýrus mellir”

Stittan hoopaði til hliðar.

“Jess, þetta tókst í næstum fyrstu tilraun”

Þau gengu inn og voru flutt á aðra hæð. Þar gengu þau að dyrunum á skrifstofu dumlegdor og börðu að dyrum, “Kom inn” heyrðu þau kunnulega rödd segja og gengu inn.