Nokkrir strákar voru byrjaðir að spurja eldri krakkana hvernig kennararnir væru.
“Ja, Spíra prófessor er fín, hún kennir jurtafræði og er yfirmaður Hufflepuff
heimavistarinnar. McGonagall hefur líklega tekið á móti ykkur. Hún kennir ummyndun og er rosalega ströng. Hagrid er ágætur, en rosa heimskur. (Hann hló, og aðrir tóku undir) Hann kennir ummönnun galdraskepna en þið munið ekki byrja í því fagi strax.”
Hann fór að segja frá fullt af allskonar kennurum…
“Vitið þið hver kennir Vörn gegn myrku öflunum?”
“Passið ykkur á Snape”
“Flitwick kennir töfrabragða-fræði og er geðveikt skemmtilegur”
Þá sá ég stelpu sem sat aðeins frá borðinu, eins og í eigin heimi. Ég byrjaði að fikra mig til hennar.
Hún var með stutt kolsvart hár, og skásett augu. Svolítið þybbinn og virtist vera frá Kóreu.
“Hæ, sagði ég.
“Hæ” sagði hún tómlega og starði út í loftið. Leit ekki á mig.
Mig líkaði þetta ekki en hélt samt áfram. “Hvað heitiru”?
“Ég heiti Zoe Chang.”
“Er eitthvað að”? spurði ég varfærnislega.
Hún leit reiðilega á mig en byrjaði svo að kjökra.
“Nei nema það að allir í ættinni minni hafa lent í Ravenclaw. Ekkert annað.”
Ég leit á hana undrandi. Vissi ekki að fólk tæki þessu svona alvarlega.
Amma hafði reyndar lent í Hufflepuff, en ef hún hefði lent í annari vist, þá væri ég ekki að gráta!
Ég þagnaði og byrjaði að líta á aðrar stelpur.
Ein þeirra, fíngerð og lítil með stórt frekjuskarð heitir Sophie Jaques.
Hún ræður öllu milli vinanna sinna.Ég sá að hún skipa stelpu sem heitir Eleanor Compbell að þurrka rykið af stólnum sínum! Algjör.
Svo var það Eloise Coulter, virðist vera fín stelpa. En ég þori ekki að reyna að byrja á samtali.
Það er eitthvað svo asnalegt!
Ég færði mig þó til hennar.
“Hæ” sagði hún og brosti til mín. “Hvað heitir þú?”
“Öhh ég heiti Sally. Sally Price.”
“Hæ Sally, ég heiti Eloise Coulter.”
Eloise Coulter var algjör andstæða Sophie. Hún var stór, freknótt og ekki eins “sæt” og Sophie!
Hún byrjaði að spurja mig að ýmsu. Hefurðu eitthvað runnið í gegnum bækurnar í sumarfríinu?
“Öhh nei”.
“Áttu uglu”?
“Já en þú”?
Ég fann að þessi stelpa var muggi. Hún sagði mér frá því hvað henni hefði brugðið þegar hún fékk bréfið.
Dumbledore stóð nú upp og það varð þögn í salnum.
Hann fór að segja frá skólareglunum. Eftir það byrjaði hann að segja frá einhverjum leikum sem höfðu ekki verið haldnir fyrir þúsund árum.
Þeir kölluðust Þrígaldraleikarnir og ef maður ynni fengi maður 1000 galleon í verðlaun.
Ég var svo þreytt þarna að ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta voru miklir peningar og var glöð þegar komin var háttatími.
Ég fylgdi hinum fyrstu árs nemunum, þar til að við komum að styttu af tungli.
Það var svolítið sérkennilegt því að það sveimuðu gullitaðar stjörnur í kringum það.
Þá tók til máls 5. árs nemi sem kallaður var umsjónarmaður.
“Þetta er inngangurinn að Hufflepuff heimavistinni.
Til að komast þangað inn þarf leyniorð.
Leyniorðið er “sængurver”.
Þegar hann hafði lokið við að segja þetta færðist tunglið og í vegginn myndaðist gat.
Hann gekk inn og allir á eftir.
Við þeim blasti hlýleg setustofa. Það logaði í arninum og allstaðar voru gulir hægindastólar.
“Þetta er setustofan” sagði hann.
“Hér getið þið lært, spilað eða bara spjallað saman.
Meðan þið eruð hérna sofið þið í svefnálmum. Þar geymið þið líka dótið ykkar.
Strákar, þið sofið hérna.”
Hann benti á dyr sem á stóð:
“Fyrstu árs nemar DRENGIR”
“og” sagði hann, “stelpur þið sofið hérna.”
“Fyrstu árs nemar STÚLKUR”
Við gengum inn og hann lokaði.
Ég sá að það var búið að raða koffortunum okkar við hvert rúm. Við áttum sem sagt allar okkar sér rúm.
Ég fór strax uppí rúm því að ég var svo þreytt.
Ég starði uppí himnasængina.
Ég var komin í Hogwart. Ég var að fara læra að galdra!
Ég kíkti á stundaskrána.
Jú ég var í ummyndun á morgun. Þar hlaut maður að læra galdra!
Svo sofnaði ég…
***
Næsta morgun vaknaði ég þegar enginn var vaknaður. Ég hafði vaknað, sennilega útaf spenningi.
Ég lá þangað til að Zoe fór framúr og byrjaði að klæða sig.
Hinar stelpurnar vöknuðu líka og við fórum saman niður í Stóra sal eftir að hafa villst mikið á leiðinni.
“Hvað er í fyrsta tíma” sagði Eleanor og tók upp stundatöfluna.
“Aha, jurtafræði með Ravenclaw í 1 gróðurhúsi.”
Sophie sem var líka búin að taka upp stundatöfluna bætti svo við:
“Já og svo munum við fara í ummyndun og sögu galdranna. Það verður örugglega spennandi”.
Ég hafði aldrei smakkað svona góðan morgunverð sagði ég og stundi.
“Jaa, já það er rétt hjá þér” sagði Eloise og smjattaði.
Ég hló og stóð svo upp því að við vorum að fara í jurtafræði.
Spíra prófessor hélt á appelsínugulri plöntu með fjólubláum stofni (eftir að hafa kynnt sig, bjóða okkur velkomin og renna yfir nöfnin).
“Jæja, veit einhver hvað þessi planta heitir”?
Strákur að nafni Frank rétti strax upp hönd.
“Frank gjörðu svo vel”.
“Hún heitir Rimpatool prófessor”.
“Rétt hjá þér, 5 stig til Huffelpuff. Veit einhver hérna inni til hvers hún er notuð”?
Frank rétti aftur upp hönd og svaraði:
“Sko. Blöðin eru baneitruð, en ef maður sýður þau við ákveðið hitastig getur maður borðað þau. En því fylgir góð heilsa, og er gott þegar maður er með kvef. Svo er gott að setja þau á marbletti og bólgur”.
“Hárétt, önnur 5 stig til Hufflepuff” sagði Spíra prófessor glöð í bragði.
“Í tímanum í dag munum við láta laufblöðin í pott og sjóða við 207 gráður.”
Eftir jurtafræði fóru við í ummyndun.
McGonagall fór að útskýra fyrir þeim hvað ummyndun væri erfitt fag og að maður þyrfti að halda einbeitingunni til að ná henni.
Svo breytti hún sér í kött og lét stundatöfluna hjá Charlie verða að spikfeitri kú!
Hún lét mig fá strokleður sem ég átti að breyta í títuprjón. Það gekk ekkert svo vel!
En það náði því samt enginn því að þetta er fyrsti tíminn.
Dagurinn leið hratt.
Við fórum í Vörn gegn myrku öflunum.
Þar kom í ljós að kennarinn heitir Skröggur og að mínu mati ógeðslegur.
Eftir hádegismat fórum við í Sögu galdranna.
Við stelpurnar biðum spenntar eftir kennararnum.
Allir biðu en svo rak Tom (lítið písl) upp hvellt skræk og benti á vegginn. Ég tók andköf því ég sá mann vera að ganga í gegnum vegginn, en áttaði mig þó fljótt að þetta var einn af draugunum.
“Þú hefur örugglega villst”, sagði Sophie vingjarnlega því að maðurinn var svo gamall.
“Þetta er sko kennslustund”.
Draugurinn leit á hana undrandi en byrjaði svo að lesa upp.
“Sophie”, hvíslaði ég á borðið til hennar.
“Veistu það, ég held að þetta sé kennarinn”!
Hún kinkaði kolli til mín en leit svo aftur í hann. “Skrítið að hafa draug sem kennara.
En draugurinn gerði þetta bara meira spennandi og við fylgdust spenntar með honum þegar hann opnaði bókina “Saga galdranna” eftir Adam Harvey (fjallar um allt það áhugaverðasta í sögu galdranna!).
“Jæja” sagði hann. “Ég heiti prófessor Binn og kenni Sögu galdranna.
Nú eigið þið að taka upp þessa bók og byrja að lesa með mér blaðsíðu 1- 26.
Hann byrjaði á fyrsta kafla og í lok tímans vorum við allar sammála um það að þetta væri ekki skemmtilegt fag.
Við stelpurnar borðuðum svo kvöldmat og fórum svo allar upp í setustofu að spjalla.
Kynnast hvor annari betur.
Sophie byrjaði að tala um hversu rík hún væri (í óbeinu máli) og Eloise og ég töluðum um hvernig væri að vera muggur.
Zoe var samt ekki inní samræðunum þó hún sat við hliðin á okkur.
Það er svolítið óþægilegt að horfa á hana svona út úr hópnum en ég hugsaði samt ekki meira um það.
Ég held að Eloise sé mín gerð. Hún er eitthvað svo venjuleg.
Sophie er svo frek og Eleanor “aðdáandi” Sophie! En allaveganna.
“Ég held að ég fari að sofa” sagði ég.
“Já, ég líka”
Ég og Eloise fórum upp og Zoe elti okkur.
“Góða nótt” sagði Eloise.
“Góða nótt” sagði ég brosandi og sofnaði strax enda þreytt eftir daginn…
***
Næsta morgun vaknaði ég upp með andfælum. Eloise hló því hún hafði verið að kitla mig.
“Vaknaðu svefnpurkan þín, þú átt eftir að borða og töfradrykkir byrja eftir tuttugu mínútur!”
Ég reis upp og æpti:
“Ertu ekki að grínast ég verð að flýta mér”.
“Nei ég er ekki að grínast, svona nú, ekki hangsa svona”.
Við hlupum niður í Stóra sal (án þess að villast!) þar sem ég skellti í mig tveimur ristuðum brauðum með osti og sultu.
“Þetta er besti morgunmatur sem ég hef fengið” sagði ég og stundi.
“Jaa, já það er rétt hjá þér. En morgunmaturinn hennar mömmu er yndislegur”!
Eftir að ég hafði borðað hlupum við saman niður í dýflissu þar sem allur bekkurinn beið eftir kennararnu.
“Skildi það verða draugur eins og í gær” sagði Charlie og hló. “Sá var nú leiðinlegur, grútleiðinlegur”!
Í þann mund birtist kennarinn.
Hann var með kolsvart hár og stingandi augu.
“Þetta er hann” hvíslaði Eloise að mér. “Kennarinn sem þau vöruðu okkur við…Snape.”
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*