Ég vaknaði um 12 leitið og rölti með Tiger niður í hádeigismat, ég varð fljót að hressast við að fá eitthvað að borða og byrjaði að hlusta á hvað sagt var í kringum okkur.
Náungi sem hét Seamus, var að tala við stelpu sem hét Parvarti Patil, hann var svo samfærður um að enginn heyrði í honum…
,,Það er greinilegt að þú hefur eignast keppinauta!“ sagði hann við hana.
,,Ha, keppinauta? Hvað áttu við?” spurði ég með uppgerðar sakleysi, eins og ég hefði alls ekki skilið hvað hann átti við…
Hann roðnaði þvílíkt og svaraði lágt og vandræðalega: ,,Þú kemst að því seinna…“ En ég heyrði varla í honum fyrir hlátirinum í Tiger…
,,Við erum ekki heyrnarlausar, þú veist…” sagði ég og svo hlóum við skeppnurnar bara meira af honum…
Fljótlega eftir þetta fórum við upp í Griffindor turn og byrjuðum að skipuleggja Hogsmade ferðina…
Rúmum klukkutíma síðan byrjuðum við, ásamt Tieo, að leita að styttunni af eineygðu norninni, sem við fundum von bráðar, enda voru lýsingar Freds og Georges mjög góðar.
Ég dró upp sprotann minn og sló honum í styttuna og sagði “Dissendium” samstundis opnuðust leynigöng, sem við hlupum inní um leið.
Göngin voru löng, og við vorum allaveganna korter á leiðinni ef ekki meira, við komum upp í kjallaranum á búð, sem Fred og George höfðu kallað Salgætisbaróninn, hvort hún var kölluð það eða hét það var ég ekki viss. Því stundum var erfitt að greina muninn á milli gríns og alvöru hjá þeim.
En við vorum aðeins of fljótar á okkur, við gerðum ekki ráð fyrir því að það var fólk uppi þegar við komum upp…
Aftur heyrði ég einhver orð sem ég fór ósjálfrátt með en í þetta sinn var það á íslensku, afbökun á laginu það er leikur að læra… ,,Það er leikur að gleyma, leikur sá er mér kær, að vita minna og minna, minna í dag enn í gær!“
Það var greinilegt að við þessa vísu gleymdu allir viðstaddir að við Tiger höfðum komið úr kjallaranum…
Við keyptum nokkra súkkulaðifroska og fórum svo að skoða okkur um í Hogsmade, við skoðuðum fyrst grínbúð Zonkos. Sem var mjög spennandi.
En svo áhvað ég að senda Weasley tvíburunum bréf, og því fórum við á pósthúsið.
Í pósthúsinu voru uglur af öllum stærðum og gerðum og líklega uglur frá öllum heimshornum. Ég keypti pergament og byrjaði að skrifa:
Hæ, Fred og George, þetta er Taní, ég er í Hogsmade, þetta er frábær staður og það var rétt hjá ykkur grínbúð Zonkos er geðveik, en er samt ekki með eins spennandi vörur og þið.
Afhverju setjiði ekki upp búð hér í Hogsmade? Er nokkuð mikil sala í Skástræti um veturinn? Þá eru nefnilega flestir vandræðagemsar í skóla, er það ekki annars? En ef þið viljið get ég selt eitthvað fyrir ykkur hér…
Það er samt hálf tómlegt hér, það vantar einhvert skipulag á hrekkina, eftir því sem ég hef heyrt voru það yfirleitt þið sem sáuð um slíka hrekki… Einhverjar hugmyndir?
Ég er búin að finna mér góðan félaga í hrekki og slíkt, þótt ótrúlegt sé, þá er önnur stelpa ný í Hogwarts á 6. ár, hún heitir Tiger og hún hefur svipuð áform…
Kveðjur Taní, Tieo og Tiger.
Ég fór og bað um að láta senda þetta til þeirra, nornin sem tók við bréfinu, horfði ransakandi á mig og spurði: ,,Eigið þið ekki að vera í skólanum núna?”
,,Nei, við erum orðnar 18!“ laug ég og við drifum okkur burt.
Við skoðuðum Draugakofann, sem var mjög spennandi staður og fórum svo í Salgætisbaróninn. Fyrir einskæra heppni var búðarmaðurinn of upptekinn við að afgreiða, til að taka eftir því þegar við hlupum niður í kjallarann.
Þegar við Tiger vorum að skríða niður í göngin, föttuðum við að Tieo var ekki með, hvar var hún?
En örskömmu seinna kom hún hlaupandi með pakka af fjöldabragðbaunum í kjaftinum…
,,Þjófurinn þinn Tieo, vertu fegin að það er ekki myndavéla eftirlit í búðinni…” hvíslaði ég og svo fórum við niður í göngin.
Rétt áður en við fórum út úr göngunum tók ég pakkann af Tieo og stakk honum í vasann, ef einhver væri þarna uppi væri betra ef þýfið hennar sæist ekki…
Það sem eftir var kvöldsinns eiddum við í að læra, því vorum jú talsvert á eftir í öllum fögum, en við vorum það snöggar að læra að það gerði ekki mikið til.
Ég vil endilega fá að heyra hvað ykkur(helst öllum) finnst :)
Góða skemmtun :)
Kv. Regí.
P.s. Smá sem ég gleymdi altaf að láta vita af… Þó Tieo í sögunni sé 10 ára, þá er vandræðagemsinn sem persónuleiki Tieo´s er mótaður eftir, hún Trýna mín “bara” 3 ára…
-