Amma hennar keypti fyrir hana fullt af fjaðurstöfum og bleki og svo seiðpott og annað þarflegt.
Hún fór heim en eftir þrjá daga færi hún til Hogwarts.
-Tveir dagar.
-Einn dagur.
Stundin var runnin upp, amma beið eftir henni úti og Sally var að kveðja mömmu sína og pabba. Þegar amma hennar, Mary og hún komu á King Cross lestarstöðin sagði hún:
“Jæja, eins og þú veist felum við galdramennirnir okkur eins vel og við getum fyrir Muggunum, Þessvegna er líka sér lestarstöð eins og margt annað. Til þess að komast á hana þá þurfum…”
“Amma, ég veit það, þú hefur sagt mér það, er það annars ekki þessi veggur sem þú hefur talað um”?
“Jú elskan, komum okkur af stað”.
Þær lögðu af stað í átt að veggnum. Sally sá fyrrverandi bekkjarsystur sína, þannig að hún leit á ömmu sína og byrjaði að hreyfa varirnar líkt og hún væri að tala við hana. Hún bjóst við harkalegum skelli, en svo smugu þær í gegn!
Við þeim blasti annar heimur. Þarna var troðfullt af krökkum að kveðja foreldra sína eða með uglur í búri líkt og Sally. Sally hafði, eftir mikla umhugsun, skírt ugluna Krigger. Krigger var nafn á húsálfi sem amma hafði átt í fyrri tíð.
Amma heilsaði konu sem var á sama aldri og hún. Hún leiddi smávaxna stelpu, Jamie Murray hét hún. Mary kynnti hana fyrir Sally og beið eftirvæntingafull eftir því að þær yrðu vinkonur, eins og þær yrðu það bara á einu augnabliki.
Þær heilsuðu hvor annari en byrjuðu svo að kveðja og knúsa ömmur sínar.
“Bless, amma”.
“Bless Sally, skemmtu þér vel og hagaðu þér eins og þú ert vön”.
Svo gekk Sally inní lestina með Jamie.
-Ævintýrið var byrjað!
***
Þær gengu saman að tómum vagni og settust. Það varð vandræðaleg þögn.
“Hæ” sagði Sally.
Aftur varð þögn.
“Hæ”.
Þær skelltu uppúr þetta var svo asnalegt. Jamie byrjaði að tala um sig og þar sem hún átti heima. Hún talaði um hvað amma hennar var ströng en afi hennar góður en fámáll. Hún minntist aldrei á pabba sinn eða mömmu. Sally spurði samt ekkert.
Hún byrjaði líka að segja frá sér.
Tíminn leið.
Þær spjölluðu og voru strax orðnar góðar vinkonur.
Þær urðu svangar og keyptu sér seiðpottakökur og súkkulaðifroska.
Þegar þær höfðu borðað kom til þeirra umsjónarmaður og sagði að lestin væri að nálgast Hogwartsskóla svo þær mættu fara að klæða sig í skikkjunar sínar.
Eftir nokkra stund stoppaði lestin.
Úti var hvasst og hellidemba.
Þær heyrðu óljóst einhvern kalla:
“Fyrsta árs nemar, fyrsta árs nemar! Hingað!”
Þegar Sally og Jamie gengu að röddinni sáu þær stærsta mann sem þær höfðu á ævinni séð. Hann kallaði aftur:
“Fyrstu árs nemar, hingað. Eltið mig”.
Þau gengu svolítið og staðnæmdust við gárað stöðuvatn.
Óljóst greindu þau útlínur á stórum kastala, hann var líkur svona kastala eins og í ævintýrum. Stór með mörgum gluggum og turnum. Flestir gluggar voru upplýstir og svo margir að Sally gafst upp á að telja. Þó að þau sæu hann ekki skýrt sagði enginn orð fyrst. Svo rönkuðu allir við sér.
“Fjórir í hvern bát, fjórir í hvern bát”, kallaði risinn sem hét víst Hagrid.
Sally, Jamie, slánalegur strákur og bólugrafin stelpa sem hét víst Elisabeth voru saman í bát.
Þegar þau voru komin hálfa leiðina yfir vatnið þá datt einn strákur sem hét Dennis ofaní vatnið.
Eftir 10 mínútna ferð yfir það voru allir orðnir svo kaldir og blautir að enginn kom upp orði.
Þegar þau loksins komu að kastalanum tók á móti þeim geðill norn og sagði þeim að fylgja sér.
Þau fylgdu henni eftir endalausum göngum þar til hún stoppaði við lítið herbergi og gekk inn.
Nemendurnir hópuðust inn og settust í stólana sem voru þarna.
Hún byrjaði:
“Velkomin í Hogwartsskóla. Ég heiti McGonagall og er aðstoðarskólastjóri. Núna eigið þið eftir að vera hérna allavega fram að jólum. Og svo auðvitað næstu sjö árin. Á meðan þið eruð hérna munið þið dvelja í heimavistum ykkar.
Þið munið sækja tíma með nemendum í sömu heimavist, deila setustofu og sofa í sömu svefnálmum.
Heimavistirnar er 4 talsins. Hufflepuff, Rawenclaw, Gryffindor og Slytherinn. Hver heimavist á sér fræga og gáfaða galdramenn og nornir og það er það sem við erum að reyna gera úr ykkur.
Meðan þið eruð hérna fer fram stigakeppni á milli heimavista.
Fyrir það sem þið gerið gott fáið þið stig og ef þið brjótið á ykkur þá er tekið af ykkur stig. Í endan á þessu skólaári mun svo sú heimavist sem er með flest stig fá heimavistarbikar, en það er mikill heiður.
Jæja, eftir nokkrar mínútur verður ykkur flokkað í ykkar heimavistir. Bíðið hér, ég kem eftir smá stund.
Eftir um það bil fimm mínútur kom hún.
“Í röð á eftir mér”.
Þegar var búin að myndast sæmileg röð gekk hún af stað í gegnum forsalinn og inn um tvöfaldar dyr sem gengu inn í Stóra salinn.
Stóri salurinn var ólýsanlegur. Allir litu í kringum sig dolfallnir. Loftið speglaði himinhvolfið og allstaðar voru hlýleg kertaljós. Þau gengu að snjáðum hatti. Allir voru með augun á þeim svo byrjaði hatturinn:
Fyrir þúsund árum
Þegar nýr ég var
Fjórir galdrakarlar
Frægð sér gátu þar.
Gryffindor sat hugdjarfur
Í heiðanna ró,
Rawenclaw hinn knái
Í kröppu gili bjó,
Hufflepuff í láglendi
Og lund hans var góð,
Slytherin hinn kæni
Kom frá fenjaslóð.
Þeir áttu sama drauminn
Að efla galdramennt
Og Hogwartskóla skópu,
Þar skildi ungum kennt.
Heimavistir þeir komu
Hver um sig á fót
Til að byggja upp hin ólíku
öfl í pilti og snót.
Gryffindor hin hugrakkari
Hafa vildi í vist,
Ravenclaw valdi
Hin velgefnari fyrst,
Hufflepuff þeim unni
Sem iðnastur var
En Slytherin mat þann
Sem mestan metnað bar.
Þeir nemendur að vild sinni
Völdu sér í hag:
En hver gat séð um úrvalið
Eftir þeirra dag?
Gryffindor fann svarið
Hann svipti mér af sér;
Svo léðu þeir mér gáfur
Til að greina hver er hver.
Smeygið mér yfir eyrun
Af óbrigðulli list
Í hvers manns huga sé ég
Og vel í rétta vist.
Allir byrjuðu að klappa. Sally klappaði líka!
Svo byrjaði McGonagall að segja frá því hvernig það ætti að flokka þau:
“þegar ég les upp nöfnin ykkar, labbið þið hingað, setjist á kollinn, setjið hattinn upp og bíðið”.
Hún byrjaði að lesa.
”Stewart Ackerley” sagði hún.
Taugaóstyrkur strákur gekk upp og setti á sig hattinn.
“Rawenclaw”
Svona gekk þetta fyrir sig. Jamie lenti í Gryffindor.
Svo..
“Sally Price” sagði McGonagall.
Hún gekk upp og setti á sig hattinn.
Hann umlaði.
Jæja þá.
Þú ert sonardóttir Mary Price! Ég veit hvar þú átt heima!
“Hufflepuff” kallaði hann.
Allir við Hufflepuff borðið klöppuðu.
Hún leit á Jamie vonsvikin og gekk að borðinu.
Eftir henni voru tveir aðrir flokkaðir. Svo stóð skólastjórinn upp og sagði “Belgið ykkur út”.
Þá birtist matur. Fullt af mat. Sally hafði aldrei séð neitt jafn girnilegt þó að mamma hennar væri góð í eldamennskunni!
Hún leit yfir borðið og leist nú bara nokkuð vel á bekkjarfélaga sína.
Jæja hugsaði hún, núna er bara að finna sér aðra vinkonu…
Í næstu grein mun ég byrja að tala í fyrstu persónu. Semsagt eins og ég sé Sally. Ef þú hefur ekki tekið eftir því að þó að Sally sé á fyrsta ári þá er þetta þegar Harry er á því 4.
-AnnaPotte
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*