Harry Potter hljóðbækur slá öll met:
Bækurnar um Harry Potter eru fyrstu bókmenntirnar sem hafa ná að selja meira en milljón hljó bækur í Englandi. Bækurnar eru gefnar út á bæði geisladiskum og hljóðsnældum og er hver pakki meira en 80 klukkustundir. Það er grínistinn Stephen Fry sem les inn á hljóðbækurnar.
Breskur leikstjóri ávítar Chris Columbus:
Sir Alan Parker ávítar Chris Columbus fyrir að gera fyrstu Harry Potter myndina \“hræðilega\”. Sir Alan er sagður hafa sagt: ,,Hún var hræðilega, algjör skandall. Ég hefði gert hana miklu betur en Chris Columbus.\“ Sir Alan segir myndina of \”ameríska\“.
Trailer að Fanganum frá Azkaban:
Það hefur fengist staðfest að trailer að Fanganum frá Azkaban muni verða sýndur á undan myndinni Looney Tunes: Back in Action sem verður frumsýnd í bandaríkjunum 14. nóv.
Fréttatilkynning frá Alan Radcliffe:
Faðir Daniels Radcliffe, Alan Radcliffe sendi frá sér fréttablað sem innihélt meðal annars þessa <a href=\”http://www.radnetcafe.com/new_drgalleries/albu ms/autographs/dansignedpic_oct2003.jpg\">mynd</a>. Í þessari tilkynningu sagði hann að einu heimilsföngin sem nota ætti undir aðdáendapóst væru annarsvegar:
ARG Talent, 4 Great Portland Street, London W1W 8PA
og hinnsvegar:
LEAVESDEN STUDIOS, PO Box 3000, Leavesden, Herts, WD25 7LT.
Öll önnur heimilisföng sem sent er á muni ekki virka sem skyldi. Þeir sem senda á rétt heimilisföng munu fá sent fréttabréf ásamt myndinni hér að ofan. Fréttabréfið inniheldur upplýsingar frá Dan um hvað hann hafi verið að gera undanfarið, hlusta á o.s.frv. Þetta fréttabréf er algjörlega samið af Dan en ekki umboðsmönnum eða engum sem tengist honum. Við höfum nú þegar sent út fjögur fréttabréf og það fimmta er væntanlegt 1. nóv.
Því miður getur Daniel ekki svarað persónulega öllum þeim aðdáendapósti sem hann fær, þess vegna mun fréttablaðið koma í stað þess. Eins og þið vitið fær hann gríðarlega mikið af aðdáendapósti og vegna vinnu sinnar og náms getur hann bara einfaldlega ekki svarað póstinum.
Vonandi höfðuð þið gaman af og ég mun snúa aftur innan tíðar með fleiri fréttir.
Kveðja,
BudIce
Admin@hp since 26. june 2003 - 10:25