Halló halló.
Afþví að það er svo langt síðan ég sendi inn fyrsta kafla þá kemur hann fyrst og svo 2.
-AnnaPotter

1. kafli
Í litlu snobbuðu hverfi í suður-London býr stelpa að nafni, Sally Price. Hún er ljóshærð, með brún augu og er ákaflega fíngerð. Pabbi hennar heitir Nell G er slökkviliðsmaður og mamma hennar heitir Lily og á stóra fatavöruverslun og börn jafnt sem fullorðna. Sally er einkabarn þeirra. Hún er oftast í fínum fötum (að ósk mömmu hennar) og á mjög stórt herbergi.

***
Price er galdraætt. Hver einasti meðlimur hennar er útskrifaður úr Hogwarts og hefur gegnt ábyrgðarfullum störfum innan galdramálaráðuneytisins og margt annað. Samtals hafa 3 í fjölskyldunni gegnt stöðu galdramálaráðherra. (Fyrirgefið mistökin þegar ég sagði hver einasti meðlimur, ég meinti flestir!) Amma Sallyar sleit þau bönd. Hún neitaði að ganga í Hogwarts og hefur lifað eðlilegu lífi allt sitt líf. Nell , sonur hennar, fékk reyndar að vita að hann væri af galdraætt en hann neitaði líkt og mamma sín að ganga í Hogwarts því hann vildi ekki yfirgefa alla vini sína sem hann átti í grunnskóla. Hann sagði engum frá því að hann hefði galdrablóð fyrr en hann eignaðist Sally.

Þegar Sally var 7 ára komu mamma hennar og pabbi inn til hennar þar sem hún var að vatnslita. Þau litu hvort á annað en svo tók Nell til máls: “Sally mín við þurfum að segja þér svolítið”.
Sally leit á þau. “Af hverju eruð þið svona alvarlega”.
Nell stundi en settist svo á rúmið hjá henni. Okkur finnst þú þurfa að vita að þú ert… að þú ert – norn!”.
Sally stökk upp. Hún var himinlifandi og ætlaði að segja öllum vinkonum sínum að hún væri norn og að hún ætlaði að breyta þeim í froska. En mamma hennar og pabbi báðu hana um að segja engum frá þessu. Hún skildi ekki af hverju, en hún hlýddi. Eins og vanalega…

Nokkrum árum seinna gátu foreldrar hennar útskýrt fyrir henni sögu Price fjölskyldunnar og að hún væri örugglega ekki með nógu mikið galdrablóð í æðum sínum til að hún kæmist í Hogwarts. Langamma hennar hafði gengið í Hogwarts en hvorki amma hennar né pabbi.
En hún fékk að fara oft í rútu til langömmu sinnar, Mary, til þess að fá lánaðar bækur um galdra og svo fékk hún að lesa blað sem hét Spámannstíðindi. Hún gat setið löngum stundum í fanginu á Mary og hlustað á sögur sem hún kunni. Til dæmis útskýrði hún fyrir henni íþrótt sem hét Quidditch. Hún gleypti í sig allar bækur um efnið og fékk hroll þegar minnst var á þú-veist-hvern. Hún hafði líka lesið allt um strák sem nefndist Harry Potter og dreymdi að hún væri fræg eins og hann og hefði sigrað þið-vitið-hvern. Hún var mjög stolt því að mamma hans hafði heitið Lily eins og mamma hennar! Ef hún myndi einhvern tíman hitta hann þá myndi hún allavega fá eiginhandaráritun.

***
Það var á mánudagsmorgun. Sally var við morgunverðarborðið að ljúka við morgunmatinn. Hún þurfti að drífa sig, því að rútan upp í sveit var að fara. Hún var að fara til langömmu sinnar. Hún fór í gegnum póstinn og sá að eitt bréfið var til hennar. Hún bjóst við að það væri frá bestu vinkonu hennar (Jennifer) sem var ný flutt frá London til Guildford. Hún kyssti mömmu sína bless og hljóp svo út á stoppistöð. Á leiðinni opnaði hún bréfið. “Vá”, husaði hún “hvað Jennifer var farin að skreyta bréfin mikið”. Þarna var einskonar skjaldarmerki með ljóni, slöngu, eitthvað sem Sally fannst líkjast greifingja og svo fálka! Hún opnaði bréfið:

Kæra Sally Price.
Það er okkur ánægja að tilkynna að þér hefur boðist vist í í galdra-skólanum Hogwarts. Þú eins og margir aðrir veist ekki endilega hvað Hogwarts skóli er svo að þetta bréf er til að útskýra allt fyrir þér.
Hogwarts skóli galdra og seiða er undir stjórn Albusar Dumbledores. Skólinn er ætlaður til að kenna fólki að galdra og brugga töfradrykki. Þú munt vera í honum í 7 ár og þá átt þú eftir að vera fullvaxta galdramaður sem getur farið að vinna ýmis störf. Við vonumst til að þú komir en þú kemst til að kaupa skóladót á Skástræti.
Til að komast inná Skástræti þarftu á fara á kránna Leka seiðpottinn en þar getur þú spurt mann að nafni Tom sem getur vísað þér til vegar.
Þú mátt koma með uglu, rottu, halakörtu eða kött þér meðferðis.

Kær kveðja
Minerva Mcgonagall prófessor og aðstoðarskólastjóri.

Svo var eitthvað blað með lista yfir bækur og það sem hún þurfti að hafa. Það stóð að hún þyrfti að hafa töfrasprota.
Sally sat lengi yfir bréfinu. Gat það í alvöru verið að henni hefði verið boðin skóla vist í Hogwarts, skóla galdra og seiða. Hún var yfir sig glöð, þó hún væri ennþá svolítið tortryggin. Rútan stoppaði, hún var komin á leiðarenda. Sally hljóp út og inn í litla kotið hennar langömmu sinnar. Hún fór óðamála að útskýra fyrir henni að hún hefði fengið bréf og… Amma hennar sat bara og hlustaði. Loks þegar Sally hætti þá sagði Mary: “Þetta er nóg elskan, ég er búin að ná því. En viltu nú sýna mér bréfið”.
Sally fór niður í úlpuvasann og rétti henni bréfið.
Mary las það yfir og svo glaðnaði nú yfir henni.
“Já það er rétt, Sally. Þú ert komin inní skólann!”
”Vá”! hrópaði Sally og skellti hún sér í fangið á ömmu sinni og hló og hló.Hún var svo ánægð. Amma hennar fór að laga te og kom svo aftur inní eldhús með nýbökuðu bollurnar, sem hún var svo fræg fyrir, og rjómaköku. Þær sátu lengi og töluðu um hvort Sally ætti að fara. Mary sagði náttúrulega að hún ætti að ráða því sjálf rétt eins og Sophie (amma Sallyar, dóttir Mary) hafði gert. Hún hafði neitað og Sally mátti ráða. Sally hugsaði sig ekki lengi um. Hún ætlaði í skólann, sama hvað mamma hennar og pabbi segðu!
Mary hló með sjálfri sér því hún vissi að það yrði ekki auðvelt fyrir hana að fullvissa mömmu hennar og pabba. Um kvöldið kvaddi Sally ömmu sína og fór heim.

***
“Hvað segirðu barn, ertu bara búin að ákveða sisvona að þú sért á leiðinni í Hogwarts?”
Sally hafði nýlokið við að sýna mömmu sinni og pabba bréfið. Þau höfðu ekki tekið því næstum eins vel og Sally hafði vonast eftir. Þau voru satt að segja fremur þungbúin. Pabbi hennar sagðist ætla að hugsa sig um og rak hana svo upp í rúm.
Hún lá upp í rúmi. Andvaka. Hún var að hlusta á mömmu sína og pabba. Þau voru fyrir framan sjónvarpið.
“Já en hún getur ekki farið frá okkur í heilt ár. Þetta er heimavist. Hún mun ekki koma til okkar á hverjum degi og herbergið hennar verður alltaf autt”.
Það var mamma hennar sem talaði. Pabbi hennar stundi.
“Já ég veit. En amma segir að það sé æðislegt í þessum skóla. Ég fór ekki í hann því ég hélt að ég myndi ekki eignast neina vini þarna. Ekki því að þetta er hættulegur skóli. Alls ekki. Mér finnst að ef Sally vill í alvöru fara þarna og vera ein í heilt ár, fyrir utan páska og jólafrí, þá finnst mér að við ættum að leyfa henni þetta.
Það varð allt hljótt það heyrðust byssuhvellir í sjónvarpinu en ekkert annað. Allir að hugsa sitt. Sally, Nell og Lily. Loks rauf Nell þögnina. “Við spyrjum hana á morgun hvort hún treysti sér til að fara og hvort hún vilji það og svo tölum við meira saman. Ég er farin upp í rúm. Hún heyrði stóla dregna og pabba sinn vera að bursta sig. Svo lagðist hann upp í rúm og brátt mátti heyra hrotur um allt hús. Mamma hennar var ekki enn farin að sofa. Hún leit inn í herbergið hennar Sallyar, sem þóttist sofa. Mamma hennar stóð lengi í dyrunum en loks fór hún inn á bað, burstaði sig og fór að sofa. Sally var ennþá vakandi. Hún gat ekki sofnað því hún var ennþá að hugsa um Hogwarts.
“Ætti hún að fara? Hún var nokkuð hrædd.”
Sally sofnaði við þessar hugsanir. Hún dreymdi að hún væri í stórum kastala (allt eftir lýsingum Mary á Hogwarts) og væri að ganga um stóra ganga sem lyktuðu af fúkka. Hún gekk fram hjá krakkahóp. Þau pískruðu og bentu á hana. Hún var hrædd við þá. Tvívegis höfðu þeir barið hana og breytt henni í kött eða skjaldböku og hún fékk ekki að vera með neinum.

Þegar hún vaknaði næsta morgun hafði hún tekið ákvörðun. Hún ætlaði, sama þótt hún yrði óvinsæl þar. Sama þótt að henni yrði breytt í skjalböku. Hún ætlaði að verða eins og langamma hennar var forðum.
Mamma hennar og pabbi voru vöknuð. Þau voru að borða morgunmat þegar Sally kom niður. Hún hljóp að pabba sínum og hvíslaði að honum “ég vil fara, ég er alveg viss. Alveg pottþétt!”
Hann hummaði eitthvað og benti henni á að borða. Hann var ennþá að melta það sem Sally hafði sagt honum. Sally var að ljúka við að borða þegar hann loksins sagði eitthvað.
“Svo þú ert alveg viss?”
Mamma hennar hætti snögglega uppvaskinu og það varð grafarþögn í öllu húsinu. Svo sagði Sally loks:

“já.”

2. kafli
Hún gekk eftir stórri göngugötu í Mið-London, og var með Mary langömmu sinni. Hún var að fara kaupa skóladót í Hogwartskóla sem var galdraskóli. Amma hennar sagði að hún væri að fara með hana á Skástræti. Sally hafði aldrei heyrt um þessa götu og gekk vantrúuð við hlið ömmu sinnar.
Hvaða gata myndi selja töfradót?
Ekki vissi hún það…

Allt í einu stoppaði amma hennar við litla subbulega krá. Á hurðinni stóð með óskýrum stöfum Leki seiðpotturinn.
Þær stigu inn fyrir, og Sally leit í kringum sig. Á móti þeim tók glaðlegur ungur maður að nafni Tom. Hann var barþjónninn og var búin að leiða þær að borði áður en Mary, gat sagt við hann að þær væru að fara á Skástræti.
Það mátti sjá vonbrigðin á andlitinu á honum. Þær gengu eftir kránni og að bakhliðinni. Fóru þar út.
Mary gekk að múrsteinsveggi sem beið þeirra þegar út kom. Hún muldraði eitthvað eins og hún væri að rifja eitthvað upp en byrjaði svo að slá á vegginn.
Það heyrðust undarlegar drunur og það byrjaði að koma gat á vegginn.
Sally brá lítilega en mundi eftir þegar Mary sagði henni hvernig myndi opnast gat á vegginn.
Þær gengu í gegnum og Sally hrópaði upp yfir sig af undrun. Þarna var fólk í skikkjum, uglur út um allt, og fólk á fljúgandi kústum.
Amma hennar gekk hinsvegar rakleiðis að stórri hvítri byggingu.
Hún sagði að þetta væri banki, Gringott banki.
Þær gengum inn og Sally kom ekki upp neinu! Hún leit agndofa í kringum sig. Sagði ekki neitt.
Mary brosti en gekk svo rösklega að afgreiðsluborðinu. Hún talaði eitthvað við lítinn, ófrýnilegann álf og rétti honum svartan, undarlegan lykil.
Hann vísaði þeim að öðrum svartálfi. Hann tók við lyklinum og leiddi þær yfir salinn að einskonar göng. Þar lá lítill “námuvagn” sem þau settust í.
Svo lögðu þau að stað.
Sally fannst eins og hún þyrfti að gubba. Hún leit á ömmu sína sem lét eins og hún væri í rússíbana. Hún æpti, og hló á sama tíma, greinilega rosa glöð.
Svo byrjaði að hægast á honum. Svo stoppaði hann. Sally var að jafna sig þegar litli svartálfurinn sem hét Grakktoff opnaði dyr úr rammgerðu stáli. Sally varð eftirvæntingafull. Úr því að hurðin var svona sterk hlaut að vera eitthvað mikið fyrir innan. Hún leit inn en varð fyrir vonbrigðum. Þarna lá reyndar hrúga af peningum en engir gull eða gersemar. Hún herti sig samt upp og gekk til ömmu sinnar.
Mary var í óða önn að telja eitthvað. 10 sikkur, 20, 30, 40,1 galleon. Sally fylgdist undrandi með, hún sagði ekki neitt því að hún vildi ekki trufla ömmu sína í talningunni.
“Þetta ætti að duga, komdu Sally” svo sá hún undrunar svipinn á Sally og byrjaði að útskýra fyrir henni allt það helsta sem hún þurfti að vita. Grakktoff stóð til hliðar og fylgdist með þegar hann sá að þær voru að fara gera sig tilbúnar hoppaði hann upp í vagninn. Hann hafði ekki sagt neitt alla leiðan. Hann rétti Mary lykilinn og þau lögðu af stað. Sally gat ekki annað en brosað af ömmu sinni. Henni fannst þetta svo gaman hún var byrjuð að hoppa í vagninum en þá togaði Grakktoff hana niður. Þegar þau komu út voru þær staddar fyrir utan Gringott, eins og bankinn hét.
Sally vissi að hún myndi aldrei gleyma þessari fyrstu ferð hennar til Gringottbanka.

GRINGOTTFERÐIN!
***
Amma hennar labbaði að líflegri búð sem seldi Gæludýr. Hún bað Sally að velja sér eitthvað af dýrunum. Því að hún hafði ekki gefið hana nógu og góða afmælisgjöf á síaðst afmæli hennar. Sally brosti þegar henni var hugsaði til rándýra tölvuleiksins. Svo stoppaði hún. “Nei amma þú þarft ekki að gefa mér gæludýr mig langar ekki í!”
Hún stoppaði og sá ákveðinn svip Sally’ar. Hún horfði um stund á hana en bað hana svo um að þær gætu samt skoðað dýrin. Hún sagðist hafa svo gaman af dýrum.

Þær gengu inn og litu í kringum sig. Mary gekk strax að afgreiðslumanninum og talaði við hann í lágum hljóðum hann samþykkti og hún dreif sig til Sallyar sem var í óða önn við að skoða tegund sem nefnist Tanglerar. Á stóru skilti fyrir framan þá stóð:
Tanglerar eru froskategund sem ekki bara breytir um lit vegna líðan heldur líka hjálpar manni að vaska upp. Tungan á þeim er ekki sýkluð og þessvegna get þeir spýtt á diskana einskonar sápuvatni og þú þurrkar. Mjög hagstætt!!!

“Mamma ætti að fá sér svona “ sagði Sally og hló. “Hún er alltaf að væla í mér og pabba um hvað við séum löt að þvo upp. Ætti ég að gefa henni svona í jólagjöf?”
Mary hló en benti henni svo á gullfallegar uglur semm stóðu á prikum.
Undir þeim stóð.

“Hraðsendarar
Þessar frábærar uglur sem eru á stórkostlegu verði eru fljótari með póstinn en aðrar. Þær eru ljúfar og elska húsbónda sinn. Við erum búin að þjálfa þær í gegnum vind og snjó svo þær verða alltaf fljótar með bréfin.”

Sally varð hrifin af þeim og sá eftir því að hafa stoppað ömmu í því að gefa henni eitthvað þarna inni. En hún hafði gefið henni svo flotta afmælisgjöf svo…
Amma hennar stóð nú hliðin á henni og virti líka fyrir sér allar uglurnar. Svo spurði hún sakleysislega “Hver finnst þér fallegust”? Sally virti þær lengi vel fyrir sér en benti svo á ljósgullinbrúna uglu sem var í þann veginn að snyrta sig.
Eftir að hafa farið í gegnum alla búðina fóru þær í búð Frú Malkin til að sauma á hana skikkju. Hún stóð á litlum palli meðan ungleg norn mældi hana.
Á meðan reyndi hún að halda uppi samræðum.
“Svo þú ert að fara í Hogwart”

“Já”
“Ertu ekki spennt”

“Jú”
Sally var frekar feimin við fólk og svaraði ókunnugum alltaf seint. Hún fann vandræðulegu þögnina og fann ekkert til að segja.
“Öhh varst þú í Hogwart”?
Já sagði hún og brosti. Það voru eitt af bestu árum í lífi mínu. Ég fékk góðar einkunnir og var varnarmaður í Quidditch.
“Já” Sally var mjög spennt að fara læra Quidditch. Eitt af þeim fyrstu spurningum sem hún spurði ömmu sína þegar hún vissi að hún væri göldrótt var hvort hún hefði flogið á kústi. Þá var hún aðeins 5 ára.
“Er gaman að spila Quidditch, ég hef sko aldrei stigið fæti á fljúgandi kúst!”
Sally hafði aldrei verið svona ófeiminn í ákefði sinni hafði hún gleymt sér. Hún roðnaði en konan tók ekki eftir því. Hún var byrjuð að sauma skikkjuna og Sally beið.
Konan sem hét Miranda byrjaði að tala og tala um Quidditch. Hún byrjaði að kenna Sally leikreglurnar og hélt áfram þó hún væri búin. Sally hafði veitt því eftirtekt að Mary var ekki þarna. Hún kvaddi Miröndu og fór út á götu. Þarna stóð hún og horfði á allt.
Þetta var ótrúlegt þetta var galdrahverfi.

Hún vissi ekki hvað hún stóð þarna lengi og virti fyrir sér fólkið sem gekk um götuna.
Götuna Skástræti.
En loks rankaði hún við sér og fór að leita af ömmu sinni. Hún fór að óttast um að hún væri týnd þegar hún greindi andlit hennar fyrir framan dýrabúðina sem þær höfðu verið í.
“Nei hæ Sally, hvað ert þú búin að vera gera?”
Sally horfði á hana.
“Öh ég er búin að vera týnd!” sagði hún aulalega.
Amma hennar gat ekki lengur staðist þetta og sagði fljótmælt.
“Þó að þú afþakkaðir þá keypti ég fyrir þig þessa afbragðsuglu. Þú þarft að eiga uglu í Hogwart annars getum við ekki skrifast á!”
Sally gapti, þessu hafði hún alls ekki búist við. Hún hljóp til ömmu sinnar og faðmaði hana innilega. Svo ýtti amma hennar henni frá. “Uss það var ekkert, við þurfum að fara kaupa allt hitt skóladótið þitt. Fljót nú, áfram gakk.”

Þær fóru í bókabúðina, keyptu bækur fóru í apótekið keyptu eitthvað ógeð, þau fóru úr einni búð í aðra.
Loksins þegar þær voru að verða búnar með listann stoppaði amma hennar á , töfrasproti.
“Aha” sagði amma hennar og brosti “núna er komið að töfrasprotanum”.
Sally varð spennt. Hún var að fara eignast töfrasprota.
Þær gengu að búð sem sýndist vera mjög gömul.
Þar stóð:
“Ollivander, Höfum framleitt vandaði sprota síðan 382 f. Kr.”
Sally varð undrandi. Hún hafði ímyndað sér fallega búð með fullt af svörtum sprotum. Inni væri líflegt og skemmtilegt og á móti þeim myndi taka glaðilegur ungur maður og myndi strax rétta henni fallegan dansandi sprota.
En það var einmitt andstæðan.
Þær gengu inn og inn voru tvö hjón og sonur. Hann var einmitt að kaupa sprotann sinn. Svo gengu þau út og Sally, Mary og gamall maður voru þau einu sem voru þarna inni.
Þetta var vandræðileg þögn.
Sally leit í kringum sig. Hún sá fyrst ekkert, það var svo dimmt þarna inni. Svo byrjaði hún að greina útlínur hillna. Margar hillur. Þær fylltu alla veggi og voru fylltar pínlitlum ílöngum kössum.
Mary rauf þögnina: “Öh já, við ætlum að fá sprota fyrir hana”. Hún benti á Sally og gamli maðurinn leit á hana.
Svo stóð hann upp:
“góðan daginn” sagði hann dimmum rómi og gekk að Sally.
“Þið eruð semsagt að fara kaupa sprota?” spurði hann en byrjaði strax að mæla Sally án þess að bíða eftir svari.
Sally stóð teinrétt. Andrúmsloftið þarna inni var ömurlegt.
“Jæja hérna prófaði þennan sprota”.
Hann rétti henni einn svona kassa eins og voru í öllum hillunum.
Hún opnaði kassann í honum var sproti, hún tók hann upp og leit með spurnaraugum á Mary.
Hún sagði henni að hún ætti aðeins að vingsa sprotanum. Hún gerði það.
“Nei” Herra Ollivander hrifsaði sprotann til baka og rétti henni nýjan.
“Nei”
Hún prófaði tvo í enn.
Svo rétti Ollivander henni annan. Sally var að gefast upp.Hún hafði ekki ímyndaði sér þetta svona. Hún tók sprotann upp, áhugalaus og vingsaði honum. Það skaust upp silfurlituð rönd.
“Vá” stundi hún upp og amma hennar klappaði saman lófanum.
Ollivander pakkaði sprotanum aftur í kassann og rétti henni hann.
“Til hamingju”.
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*