Harrison er aukaleikari í þriðju Harry Potter myndinni, Harry Potter og fanginn frá Azkaban. Hann sagði í viðtali við CBBC hvernig það er að vera í svona stórri mynd.

Þegar ég komst að því að ég átti að vera í þriðju myndinni, þá gat ég varla trúað því.
Ég er í leiklistaskóla og kennararnir létu mig fara í þetta áheyrnapróf,
Svo að ég fór en ég trúði varla að ég fengi hlutverk sem aukaleikari.
Nokkrum dögum seinna hringdu þeir í mig og sögðu mér að ég hafi fengið hlutverk sem aukaleikari. Ég var mjög hissa. Þú myndir aldrei trúa að svona mundi gerast fyrir þig.

Ég dýrka myndirnar, en ég hef ekki lesið bækurnar því mér finnst svo erfitt að lifa mig inn í þær.

Ég þurfti að fara alla leið til Hertfordshire í nokkra daga til að taka upp myndirnar. Það var æðislega gaman, ég fæ reyndar ekki að segja neitt en ég fæ að vera þarna í bakgrunninum.
Ég er í nokkrum atriðum. Ég má ekki segja mikð en ég er í atriði í stiganum í Hogwarts og á Qudditch keppninni. Það er rosalega fyndið af því að Qudditch er eins og alvöru í myndunum en þegar þau eru að taka það upp þá er það ekki eins.
Ég fæ að vera í Hogwarts skikkju en stundum þurfum við líka að vera í útifötum.
Bekkjarfélögunum mínum finnst þetta mergjað. Þeir spyrja mig rosalega margar spurningar um Harry Potter og leikarana.
Ég vona að þetta hlutverk mun leiða mig í annað hlutverk.
Systir mín er í leiklistarskóla líka og hún er réttar sagt fædd sem leikona. Hún fór með mér í áheyrnisprófið. Síðan fékk í hlutverkið og systir mín var rosalega öfundsjúk. Ég get ekki beðið eftir að sýna mig á skjánum.

Ég talaði ekki rosalega mikið vil aðalleikaran, en ég sagði HALLÓ við marga þeirra. Ég sagði halló við Daniel Radcliffe, strákinn sem leikur Harry Potter, og hann sagði Halló til baka, hann sýndist vera rosalega góður strákur..
Ég elska að leika og ég vonast eftir að fá stærri hlutverk í framtíðinni. Þetta var gott til að byrja með, og þetta var virkilega skemmtilegt.

Harrison 13 ára frá Essex í UK



heimild:
http://news.bbc.co.uk/cbbcnews/hi/club/your_reports/n ewsid_3116000/3116680.stm
Það er ekkert leiðinlegt bara mismunandi skemmtilegt.