Hér er kominn annar kafli úr fanficinu mínu.



2.kafli



Herra Harry Potter

Það er okkur mikil ánægja að veita þér inngöngu í Félag slönguhvíslara. Næsti fundur þar sem nýjir meðlimir verða vígðir, þið eruð óvenju mörg í ár, það er 3 verður haldinn þann 30. september, daginn áður en Hogwart byrjar. Hann verður halinn á aðalfundarstað okkar og mun ég persónulega sækja þig og hina nýju meðlimina.

Yðar Silibill Manquake, sonarsonur stofnanda og núverandi stjórnandi Félags Slönguhvíslara.


Cool, ég verð sóttur í næstu viku hugsaði Harry. Og að hugsa sér 3 jafnaldrar mínir tala líka slöngutungu! Ótrúlegt.
Í því gengu Ron og Hermione inn í herbergið og Harry vaknaði af hugsunum sínum.

“Það er komið svarbréf frá Félagi slönguhvíslara” sagði Harry. Ég verð sóttur 30. og farið með mig á fund, þá verð ég vígður inn í félagið.

“Til hamingju Harry” sögðu þau bæði í kór.

Næsta vika leið eins og í draumi. Harry hafði ekki fengið martröðina aftur síðan kvöldið þegar hann hafði dreymt einhyrninginn. En aftur á móti hafði hann dreymt flösku, mjög fallega flösku. Hún virtist vera úr kristali og í hvert einasta skipti sem hann dreymdi hana var eins og einhver héldi á henni þótt hann kæmi ekki auga á neitt nema eina hönd, og það var helt úr henni. Einum einasta dropa og það var enginn venjulegur dropi, fyrst var hann eitur grænn, svo breytti hann um lit og lögun og á endanum var hann eins og stórt snjókorn. En Harry hrökk alltaf upp áður en hann náði að sjá á hvað var verið að hella.

Nú var komið að því Harry stóð tilbúinn í fínum fötum (samt ekki áberandi fínum) og hreinni skikkju. Þá heyrði hann snark og hviss og síðan lágan kvell og púff fyrir framan hann stóð maður klæddur í svartan kufl og með honum voru tveir krakkar á hans aldri. Strákur og stelpa. Þau voru bæði klædd líkt og hann í hreinni skikju og þó nokkuð fínum fötum. Þau litu bæði á hann og þögðu. Þá tók maðurinn til máls:

“Gott kvöld Harry Potter, ég er Silibill Manquake. Ég er kominn að sækja þig, ég sé að þú ert ferðbúinn. Leggjum í hann, takt þú í höndina á Saskiu og svo leggjum við í hann.

Harry tók í höndina á henni og leit augnablik í augun á henni. Þau voru kristal blá. Það heyrðis lágvær smellur og það var eins og þau flygu í loftinu. Svo voru þau skindilega stödd í dimmum sal. Silibill gekk fyrir þeim og leiddi þau inn í stóran sal þar se mvoru um 15 manns saman komnir.

“Hmmhmm, ég bið ykkur öll velkomin og lýsi hér með þennan fund settan. Það er mér mikið gleðiefni að tilkinna það að í ár höfum við þrjá nýja félaga. Þau: Saskia Lisanne Harlig, Martin Joran Harlig og Harry James Potter. Ég ætla að biðja þig Potter að stíga fram, hér sjáiði hann. Harry viltu segja eitthvað á slöngutungu?”

“Gott kvöld hvæsti Harry, allir virtust skilja hann. Gott hann hafði þurft að ýminda sér snák til þess að geta sagt þetta.

“Og nú Harlig tvíburana”

“Gott kvöld” heyrðust þau hvæsa bæði í kór.

“Eins og hefur nú verið staðfest eru þau öll slönguhvíslarar og hafa ákveðið að ganga í félag okkar.”

“Þið krakkar skuluð hafa eftir mér mér ef þið viljið ganga í félag okkar:
Ég heiti að segja engum hvað fram fer á fundum innan Félagsins, segja aldrei frá fundarstöðum Félagsins eða hverjir eru meðlimir þess.”

Þau höfðu öll eftir honum í kór.

“Nú eruð þið orðnir meðlimir félagsins. Þið verðið látin drekka vígsludrykk á eftir en nú skuluð þið fá ykkur sæti. Sætin ykkar eru þarna.”

Harry og Harlig tvíburarnir gengu að sætunum sínum og sáu að nöfnin þeirra voru á litlum spjöldum við sætin. Harry var á milli þeirra.

“Jæja” rödd Silibills heyrðist aftur, “það er langt síðan seinasti fundur var og margt að tala um. Svo ég ætla að biðja ykkur að koma með mér.” Hann benti á mann og konu sem sátu við endan á borðinu, sennilega aðstoðamenn hans hugsaði Harry.

“Hvað ertu gamall?” spurði annar tvíburinn skindilega, hét hann ekki Martin hugsaði Harry.

“Ég er 16, en þið?”

“Við líka, maður þarf greinilega að vera orðinn 16 til að fá inngöngu í Félagið.”

“Já, ég hugsa það. Hvar búið þið?”

“Við erum að flytja. Við flytjum í bæ, ég man ekki hvað hann heitir. En það bú nokkrar galdrafjölskyldur í honum. Við verðum í Hogwart á næsta ári. Það er alltof langt fyrir okkur að fara í Beauxbatons þaðan se mvið flytjum, svo þekkir pabbi Dumbledor og hann bauð okkur að koma og klára seinustu árin okkar í Hogwart.”

“Cool, vitið þið á hvaða heimavistir þið farið?”

“Nei við verðum flokkuð með litlu krökkunum, eða á undan þeim reyndar” nú var það stelpan sem talaði, Saskia hét hún.

“Ég vona að þið lendið í Gryffindor.”

“Hvar viljið þið lenda?”

“Gryffindor” sögðu þau bæði í kór “en ég held að Ravenclaw væri í lagi” bætti Martin við.

“Já, ég er á Gryffindor. Ef þið lendið líka þar verðum við bekkjarfélagar.”

Skindilega tóku þau eftir því að allir hljóðnuðu í salnum. Þau litu í átt að sviðinu og þar stóð Silibill, hin tvö voru sest aftur. Hann var búinn að skifta um skikkju og var nú í eiturgrænni síðri skikju sem dróst örlítið eftir gólfinu. Á sviðinu var líka komið lítið borð, sem í voru skornar slöngur og snákar. En það sem allir horfðu á voru þrjú glös sem rauk úr og voru á borðinu. Það var vígsludrykkurinn.

“Nú er komið að því að taka þau þrjú endanlega inn í Félagið” sagði Silibill og benti í átt að þeim.

“Komið þið hingað upp” þau gengu hikandi upp á sviðið. Hann rétti þeim öllum glas og sagði þeim að drekka. Þegar að þau báru glösin upp að vorum sínum birjaði hann að hálf söngla á slöngutungu: “Þau eru ein okkar, takið þau inn, megi þau viðhalda þessum einstöku hæfileikum sem okkur hefur verið gefnir……” og Harry heyrði ekki meira. Hann var með hugan við drykkinn sem hann var að svolgra í sig, hann var einhvernvegin á litinn Harry vissi ekki allveg hvernig, græn-blá-svartur, það var eins og hann skifti litum. Hann var góður á bragðið, minnti Harry á hunangsöl en samt ekki. Þau luku við drykkinn á sama augnabliki.

“Nú skulum við bjóða þau velkomin í félag okkar. Og ég held að við ættum að færa okkur yfir í annað herbergi og segja þeim hvað Félag Slönguhvíslara er.”

Kliður fór um salinn þegar fólkið stóð á fætur. Þau gengu öll yfir í annan sal, þar voru dökkir stólar, dökk bláir sýndist Harry. Hver settist í sinn stól, það voru þrír eftir.

“Setjist” rödd Silibill var ósköp venjuleg.

“Jæja við ætlum að segja ykkur hvað við gerum á þessum fundum, hvað Félag slönguhvíslara er, og hvers vegna öll þessi leynd hvílir á félaginu.