Eitt helsta þemað í gegnum Harry Potter bækurnar er illvildin á milli Harrys og Snapes.
Snape hefur verið harður við Harry og hefur verið gefið nokkuð í skyn í bókunum að það sé vegna gamals haturs á milli Snapes og James, pabba Harrys. Hvorki Harry né Snape virðast hafa nógan þroska til að taka á málum sínum, sbr. hvað Snape var æstur að láta dementor “kyssa” Sirius Black í þriðju bókinni.
Harry hefur alltaf grunað Snape um hið versta og má vissulega taka undir það sjónarmið. Síðan í fjórðu bók hefur verið ljóst að Snape var eitt sinn Death eater en ekkert hefur komið fram um hvers vegna hann snerist frá Voldemort né heldur hvers vegna Dumbledore treystir honum eins vel og raun ber vitni og “gekkst í ábyrgð fyrir hann”.
Margt má telja til sem gefur í skyn að Snape sé ekki með sérstaklega hreina samvisku eða velviljaður. Hann hefur ávallt viljað Harry hið versta og helst fá hann rekinn úr skólanum. Sem er athyglisvert því Dumbledore er afar hlýtt til Harrys og eins og áður hefur komið fram virðist Snape eiga Dumbledore margt að þakka. E.t.v. er þarna um að ræða áðurnefdnan þroskaskort hjá Snape.
Ekki finnst mér heldur ólíklegt að þetta tengist einhverju stærra plotti hjá Rowling.. :o En kannski er ég bara farinn að pæla of mikið.. :p
Ekki verður það þó tekið af Snape að hann hefur nokkrum sinnum komið Harry til bjargar, sbr. í Quidditch í 1.bókinni.
Í stuttu máli sagt er niðurstaða þessarar greinar engin. Ég veit ekki af hverju Dumbledore treystir Snape en mér finnst líklegt að þetta tengist á einhvern hátt aðalplottinu í sögunni, þ.e. eitthvað í sambandi við fall Voldemorts. Ég spái því þess vegna að hulinni verði ekki almennilega svipt af þessu fyrr en í 7.bók….