Kv. Regí.
3. Kafli. Þolinmæði þrautir vinnur allar.
Tíminn leið hægar en nokrusinni fyrr, einhverra hluta vegna rifjuðust upp mínar verstu minningar. Aðalega dauði móður minnar, og svo nokrar aðrar. Að lokum skreið ég inn í eitt hornið á klefanum, hringaði mig saman og umbreittist. Nú fann ég ekki lengur jafn mikla vanlíðan og áður. Ég hafði gleymt því að Tieo var með, það hefði aldrei skeð annarstaðar.
,,Dero, mikið erum við heppnar, þeir tóku ekkert af okkur, ertu ekki örugglega með dótið sem ég lét þig geyma?“
,,Heppnar! við erum allt annað en heppnar!” sagði ég reiðilega.
Dótið sem Tieo talaði um saman stóð af: U.þ.b. 40 cm eikar grein, leðurlengju(10cm á breidd og 50cm á lengd), viðarlakki,(sem hún hafði sankað að sér á þessum 2 vikum) ásamt flöskunni, reipinu, hnífnum, teppinu og ólinni hennar(það sem ég tók með af heiman). Þetta ásamt smá brauðmylsnu og vart ætum mat, var geymt í bakpoka sem við fundum.
,,Veistu virkilega ekki hvað þú ert með?“
,,Já, grein, lakk, hníf, flöskur, reipi, leður bút, teppi og kanínu ól? Ætlum við að lakka klefann eða hvað? Binda reipið um teppið og setja leður utanum? Búa þannig til ,,leðursófa”? Kasta prikinu og hnífnum í ,,verurnar“ þær yrðu mjög ánægðar…”
,,Derów, verurnar kallast Dementorar (vitsugur), og svo erum við með allt sem þarf í góðann töfrasprota.“ tísti Tieo.
Ég leit yfir draslið áður en ég sagði:
,,Nema part af máttugri galdraskepnu, þú furrfaðir það sjálf Tieo.”
,,Derów, við höfum nóg af því, þú ert fjögurra lita hálfúlfs hvolpur, blóð, munnvatn og feldur hálfúlfs þótti eitt sinn gott sprota efni, þá var furrfað að því yngri sem úlfurinn væri því kröftugra væri ,,það“, og þú er hvolpur með máttuga liti, svartan, silfraðan, giltan og rauðan…”
,,Já, en Tieo, við kunnum nákvænlega ekkert í sprotagerð…“
,,Ég veit, en það gerir hann…” tísti Tieo og beindi orðum sínum að næsta klefa á móti.
Í þeim klefa var ungur maður, líklega um tvítugt, hann virtist utan við sig og talaði við sjálfan sig, um að ef hann hefði sprota gæti hann komist út.
,,Hver er þetta?“ spurði ég Tieo.
,,Hann heitir Alexander Olivander og vinnur fyrir Fönixregluna, afi hans er sprotasmiður, ættin hefur átt búð sem selur sprota lengur en ég man eftir mér!”
,,Já, það er nú ekki skrítið enda ertu bara tíu ára“(! meðalaldur kanína er 8 ár).
Hvernig Tieo vissi þetta, það hafði ég ekki hugmynd um, en ég varð að treista henni.
,,Pst, ert þú ekki Alexander Olivander? Geturðu búið til nógu góðan sprota til að komast héðan út?” spurði ég.
Maðurinn virtist ranka við sér og svaraði:
,,Ha? Jú það er ég, kanski… ef þú getur fundið til nógu gott sprotaefni, en það myndi taka langan tíma, við þessar aðstæður, að minsta kosti ár…“ svaraði hann.
Fljótlega hafði ég rétt honum, prikið, hnífinn og aðra flöskuna með, botnfylli af blóði úr sárinu á hálsinum og munnvatni mínu, ásamt fimm hárum af hverjum lit. Tieo lét sig hverfa og birtist von bráðar með eldspítur. Hina flöskuna skárum við í tvent og notuðum sem pott, við notuðum smá teppisbúta sem brenni, og bútuðum reipið niður í sama tilgangi. Hvernig sem á því stóð bráðnaði flaskan ekki.
Tíminn leið, þó að við fyndum lítið fyrir veðrinu, vissi ég hvenar veturinn kom á því að það kólnaði sífellt meir. Loks fór svo aftur að hlýna, og einn daginn vissi ég að nú væri ár liðið frá því móðir mín var mirt. Hvernig gat ég ekki útskýrt en líklega var það vegna þess hve óvenju mikið sú minning sógti að mér. Mánuði síðar tilkynnti Alexander að sprotinn væri tilbúinn, hann lakkaði hann og vafði leðrinu utanum hann.
Hann beindi honum að dyrum klefans og sagði: ,,Alohamora” samstundis opnuðust klefadyrnar, dyrnar á klefanum mínum opnuðust við sömu orð. Í hvert skipti sem við mættum Dementorum, beindi hann sprotanum að þeim og sagði: ,,Expekto patronum.“ og við það kom silfraður köttur og rak þær burt.
Þegar við höfðum synt í land spurði hann hvert ég stefndi núna. Þótt við hefðum haft ár til að kynnast vissum við ekkert um hinn aðilann.
,,Ég veit það ekki, á einhvern öruggan stað…” sagði ég, en í raun vissi ég ekki einu sinni hvar við vorum svo bætti ég við: ,,En hvert ferð þú?“
,,Í höfuðstöðvar Fönixreglunnar, komdu bara með þangað það er mjög öruggur staður.” sagði hann.
Ég samþykkti það og við fórum þangað…
Hvernig fynst ykkur???
-