Okey ég skrifaði þetta fyrir löngu og ætla bara að setja þetta hérna… VARÚÐ Þetta er algjört bull og vitleysa…

Hér byrjar það…Heitasti dagur sumarsins fram að þessu var að enda kominn og friðsæl þögn hvíldi yfir stóru, ferköntuðu húsunum við Runaflöt. Eina manneskjan sem enn var úti við var unglingsdrengur sem lá á bakinu í blómabeði framan við húsið númer fjögu. Hann var að deyja úr þorsta en hann gat ekki fengið sér að drekka fyrr en hann væri búin að reyta blómabeðið. Þessi drengur hét Harry Potter og hann var að verða 15 ára en reyndar átti hann afmæli á morgun. Loksins var hann búinn og fór inn.
“Ertu búin að reyta blómabeðið?” spurði Petuina frænka. “ Ekki koma inn skítugur, farðu upp og vertu þar þangað til ég kalla á þig.”
Harry fór upp stigan og í herbergið. Inni í herberginu hans voru þrjár uglur, ein frá Weasley hjónunum og ein frá Hogwarts og ein sem hann kannaðist ekki við. Hann tók Errol upp en hún hafði dottið niður, aumingin. Það var bréf frá Ron:
Kæri Harry
Ég vona að þú hafir það gott. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gefa þér svo að ég ætla bara að finn eitthvað þegar við hittumst næst. Mamma bakaði köku handa þér. Ef þú vilt koma þá ertu velkominn. Pabbi sagði að þú gætir lent í klandri vegna þess sem gerðist í sumar þú veist. Vertu alltaf á varðbergi. Ron
Ps. Gafst þú Fred og George alla þessa peninga? Mamma var sko ekkert glöð! Hún sagði þeim að skila þeim aftur þannig að ef þú færð þessa peninga aftur þá skaltu geyma þá og gefa þeim þá í Hogwarts!

Harry hló með sjálfum sér. Ron áhyggjufullur, það hafði bara ekki gerst lengi. Hann opnaði pakkan og þar var girnileg súkkulaði kaka. Hann átti jú ekki afmæli fyrr en á morgun. Hann skoðaði bréfið frá Hogwarts og skoðaði það. Þurfti að kaupa hitt og þetta fyrir næsta skóla ár. Svo var það skrýtna bréfið. Uglan sem kom með það var falleg, gullin brún. Hann skoðaði það áður en hann opnaði það. Það var innsiglað, eitthvað nýtt. Harry opnaði það og dró það hægt upp úr umslaginu og á því stóð:

Kæri Hr H.J. Potter
Vegna þess sem gerðist nú fyrr í sumar verður þú að koma í miðstöð Galdaramálaráðuneytisins kl. 19:00 efitr tvo daga eða 1. ágúst. Hr. Weasley mun sækja þig þá í einum af bílum ráðuneytisins og verður þú síðan látinn segja það sem gerðist þarna eins nákvæmlega og þú getur. Vinsamlegast sendu svar eins fljótt og auðið er.
Fyrir hönd galdramálaráðuneytisins
Cornelíus Fugde

Harry var með störu á bréfið. Hann vissi ekki hvort hann gæti þetta. Það var alveg hryllilegt að upplifa þetta en að þurfa að upplifa þetta í þriðja sinn var kannski of mikið. Dursley-hjónin ætluðu út að borða eftir tvo daga svo að þeir Dudley yrðu kannski einir heima. Kannski einhver vinur hans Dudleys heima hjá honum. Harry yrði þá bara að læa sig inni á klósettinu.
1. ágúst rann upp og það tók að kvölda. Hr. og Frú Dursley fóru út að borða og Harry beið eftirvænga fullur eftir bílnum. Klukkan varð 19:30 og klukkan varð 20:00. Svo kom hinn langþráði bíll og Ron og hr. Weasley voru inní honum. Harry stökk út. Hann hafði svo sem ekkert verið að kveðja né segja frændfólki sínu að hann væri að fara en hann skildi samt eftir bréf til að hafa betri samvisku.
“Jæja ertu að koma? Þarftu nokkra hjálp við töskuna?” spurði hr. Weasley
“ Nei, nei, ég hef þetta”, sagði Harry og var orðinn dálítið móður því að taskan var frekar þung. Hann settist í bílinn við hliðina á Ron og svo lá leiðin til London.
“Jæja Harry, ertu búinn að hafa það gott í sumar?”spurði Ron til að hefja samræður. “Ég þurfti að grátbiðja pabba um að fá að koma með þannig að þú skalt vera glaður að ég sé hér!” hvíslaði hann svo.
“Já, já. eh Ron vertu alveg rólegur ég er ekkert að fara frá þér á næsta klukkutíma” svarði Harry. “Bíddu hefur þú nokkuð heyrt í Hermione?”
“Já, bara einu sinni. Hún er núna í Búlgaríu og er búin að vera þar í allt sumar næstum því,” svaraði Ron, örlítið fúll eins og þegar var talað um þetta. Viktor Krum hafði boðið Hermione til Búlgaríu og Ron var ennþá í dálitlri fýlu út í hann, eða réttarasagt hana.
“Uh, hr. Weasley, veistu hvað ég á að gera þarna, ég meina að hverju á ég að útskýra þetta fyrir Galdramálaráðuneytið?” spurði Harry, dálítið kvíðinn.
“Vertu alveg rólegur Harry, þú þarft hugsanlega ekki að útskýra allt en það er aðallega… ,”hr. Weasley hikaði smá til að kanna viðbrögð Harrys og hélt svo áfram: “Vegna, þú-veist-hvers og líka vegna dauða Cedric Diggory.” Það var þögn í bílnum þangað til að þeir komu á áfanga-stað. hr. Weasley lagði bílnum en klukkan var orðin svo margt svo að þeir drifu sig á Leka Seiðpottinn til að fá sér hressingu og til að fá sér blund.
“Harry, er alltí lagi,” spurði Ron. þeir voru saman í herbergi. “Harry er allt í lagi?” endur tók hann.
“Já ég var að hugsa um hvernig þetta mundi vera á morgun, hvort þetta yrði eins og í Þankalauginni eða ekki”, svaraði Harry dálítið kvíðinn.
“Vertu alveg rólegur, ég fæ að koma með þér ef ekki þá nota ég bara huliðsskikkjuna þína!”sagði Ron hress. “Við skulum fara að sofa, ég held að við verðum vaknir senmma á morgun”
“Ó, nei”stundi Harry.“Hedwig”
“Hvað með hana”spurði Ron undrandi
“Ég sendi hana til Hermione og hún er búin að vera mjög lengi í burtu” sagði Harry þreyttur. “Æi, hún er hvort sem er von að finna mig aftur, förum bara að sofa”
Harry slökkti ljósið og þeir fóru að sofa. Ron sofnaði strax en Harry sofnaði ekki fyrr en mjög seint.
* * *
“Strákar vaknið”, stundi hr. Weasley þreyttur. “Harry flýttu þér, við þurfum að mæta snemma. Ron þú átt helst ekki að koma með en ég held að ég ráði engu um það.”
Þeir klæddu sig hægt því að þeir voru þreyttir en þeir náðu að koma seint um síðar á fætur og fengu sér morgunmat.
“Jæja strákar komið, við verðum að fara,” sagði hr. Weasley. “Svona drífið ykkur!”
Þeir fóru í portið sem var bakvið Leka seiðpottinn en sló ekki töfrasprotanum sínum í þá múrsteina sem maður átti að slá í ef maður ætlaði að fara á Skástræti. Hann sló í vegginn við hliðina á veggnum sem skástræti var geymt bak við. Hann sló í nokkra steina og Harry til mikillrar undrunar þá kom ekki gat í vegginn heldur komu dyr þar. hr. Weasley gekk inn og Ron og Harry fylgdu á eftir. Þetta var aðsetur Galdramálaráðuneytisins.
“Vertu velkominn Harry” sagði einhver. Þetta reyndist vera Cornelíus Fugde. Harry horfði á hann um stund og svipur Fugdes breyttist eins og skot. Harry hafði sko ekki gleymt því sem hann hafði sagt um hann fyrir nokkru.
“Harry viltu aðeins koma hérna inn fyrir” sagði kunnuleg rödd. Þetta var nú enginn annar en Dumbeldore. Harry fylgdi honum en Ron og hr. Weasley urðu eftir því að þetta virtist eiga að vera einkasamtal.
“Harry. Cornelius vill fá að yfirheyra þig svona eins og þú sást sennilega í þankalauginni. Þetta verður sennilega frekar svona erfitt því að verið er að ákveða hvort eigi að fara í róttækar aðgerðir vegna Voldemort. Þegar þú talar getur verið að þú verður spurður um Sirius en fyrst að þú veist sannleikan og þú veist ekki hvar hann er þá er það allt í lagi,” sagði Dumbeldore æstur.
Harry hafði aldrei séð Dumbeldore svona æstan.
“Á ég að fara í svona stól eins og í þankalauginni?” spurði Harry. Nú var honum ljóst að þetta var miklu meir alvara en honum hafði fyrst grunað. “Verð ég að taka inn einhver sannleikslyf eða eitthvað þannig próferssor?”
“Þú setst í samskonar stól en ég held að þú verðir ekki undir áhrifum sannleikslyja eða neins. Þetta verða einskonar réttarhöld, eins, æi Harry, ég veit ekki. þetta er eitthvað svo flókið, meira segja í mínum augum er þetta flókið en samt er þetta ekki flókið. Cornelíus er ekki samvinnuþýður og það er allt vitlaust í ráðuneytinu. Allt…,” sagði Dumbeldore með uppgefinstón. Hann virtist mjög gamall um þessar mundir og svo vonleysislegur.
“Jæja Harry, við verðum að fara. Það er að fara að byrja. hr. Weasley er sestur”sagði Dumbeldore eftir nokkra þögn. Hann fylgdi Harry inn í herbergið. Þetta var ekki eins og í þankalauginni hugsaði Harry með sjálfum sér. Hann settist niður fyrir framan alla í frekar óþægilegan stól. Í hálfhring í kringum hann voru tólf galdramenn og nornir. Þau litu ekki út fyrir að vera vingjarnlega eða neitt þannig.
“Hr. Potter, mundir þú vilja segja okkur hvað gerðist í völundarhúsinu þangað til að þú komst aftur í Hogwarts,” sagði einhver galdramaður. Harry þagði í smá stund og sagði sögu sína og var næstum í leiðslu allan tímann. Hann skýrði frá því þegar Voldemort steig upp úr pottinum og þegar sprotar þeirra Voldemorts festust saman. Enginn truflaði hann sem gerði það auðveldara. Hann sá að Ron hlustaði með athygli aftast í salnum því að Harry hafði aldrei fengið sig til að segja honum það sem gerðist, ekki allt, bara sumt. Þegar Harry ver búinn að segja sína sögu stóð Dumbeldore upp.
“Ég trúi þessu öllu sem hann segir. Ég yfirheyrði sjálfur Barty Chorch undir áhrifum verítaserum og hann sagði næstum alveg eins frá nema hvað að hann aðeins meira út í smáatriðin,” sagði Dumbeldore, mjög sannfærandi. Við hlið hans sat Severus Snape. Hann hafði hreint og beint andstyggð af Harry og öllum í Gryffindor yfir höfuð. Hann stóð upp og sagði: “Þetta gæti alveg passað sem hann hefur verið að segja. Flestir vita að þeir sem voru eða urðu dráparar fengu merki hans á vinstir hönd. Ég var drápari ennfrekar njósnari fyrir Dumbldore. Allt síðasta ár, þangað til að Potter kom til baka með lyklinum hefur merki þetta verið að skýrast. Nú er það skýrt og þessa úrslitanótt þegar Potter var hjá þið-vitið-hverjum var merkið alveg kolsvart, hefði ekki getað verið svartara. Þegar Harry var nýkominn til hans þrýsti hann á merki einhvers drápara og þá fundu allir drápara sem höfðu þetta merki fyrir því. Svona kallar hann drápara sína á fund sinn.” Hann dró upp vinstri erm skikkju sinnar og þá sáu allir svart merkið sem var eins og hauskúpa með snák í gegn. “Þetta merki hefur verið að skýrast. Alveg frá því að Hogwarts byrjaði á síðustu önn og þangað til núna. Hann er kominn aftur” Það var dramatísk þögn í salnum og enginn sagði neitt um smá tíma.
“Ég sagði það fyrir stuttu og ég segi það nú,”sagði Dumbeldore valdamannslega, “að við verðum að snúa bökum saman og berjast gegn Voldemort til þess að hann nái ekki slíkum valdi sem fyrir nokrum árum. Þessi kraftur var næstum heimi okkar að föllnum. Þið verðið að skilja að Voldemort er kominn aftur. Hann kom aftur og við höfum sennilega fleiri en eitt vitni af því. Potter sagði nefnilega, þegar hann lá á sjúkrabeði sínu, öll nöfn þeirra sem komu og ef þið viljið þá held ég að hann geti nefnt þau aftur.”
“Við skulum ekkert vera að flækja þetta núna. Það verða kosningar. Allir sem vilja hefja herferð gegn Voldemort núna strax sendið rautt ljós upp með sprota ykkar, núna strax!”sagði Fugde. Það voru svona einn og einn að senda upp rautt ljós. Weasley sendi upp rautt ljós og nokkrir aðrir, þar á meðal Snape og Dumbeldore. Það var þögn í salnum í smá stund. Dumbeldore stóð upp og horfði yfir salinn.
“Svo að þið ætlið að gera þessi sömu mistök og fyrir nokkrum árum. Svo að þið ætlið að gera Voldemort kleyft að ná sínum fyrri styrk. Þið ætlið að flýja burt frá sannleikanum og gera það sem auðvelt, ekki það sem er rétt,” sagði Dumbeldore æstur. Hann var kominn í ham og hélt áfram: “Þessi drengur hér heitir Harry Potter. Þetta er mesti galdramaður fyrr og síðar. Öflugari en ég og Voldemort til samans. Aðeins eins árs slapp hann burt frá Voldemort. Ellefu, hann hittir hann augnlits til augnlits og nær einhvern veginn að brenna líkama hans með höndum sínum og komst lífs af. Tólf ára hann fann út hvar Leyniklefinn var falinn og réð við Basilíuslönguna og lét þá minningu, fortíð Voldemorts hverfa og bjarga manneskju. Þrettán ára fær hann að vita sannleikan, hvernig Voldemort hafði fundið foreldra sína með hjálp Peter Petergrew, sem þau héldu að væri vinur þeirra en svo reyndist ekki. Fjórtán ára hann komst framhjá dreka, já drekanum sem var mest hættulegastur með því að fljúga, hann kafaði til að ná í fangann sinn, en hann vildi ekki yfirgefa hina fangana vegna þess að hann vildi ekki bregðast trausti þeirra og svo gat hann komist gegnum völundarhúsið og kom þar við lykil sem flutti hann til Voldemorts. Þar horfði hann á Voldemort drepa vin hans og rísa upp í mannlegt horfi og háðu þeir einvíg sem hann vann. Já gott fólk, hann aðeins fjórtán ára háði einvíg við mesta galdramann fyrr og síðar og lifði það af og þið trúið honum ekki. Þú ert ekki aðeins blindur, Cornelius, heldur þið öll sem vildu ekki styðja hann og hefja herferð gegn Voldemort. Þið eruð blind.”
Hann gekk út mjög reiður. Flestir voru stjarfir eftir ræðu Dumbeldores og voru enn að hugsa þegar hann fór.
“Þú mátt víkja,”sagði Fugde hljóðlega. Harry fór til hr. Weasleys og Rons og þeir fóru saman. Fundurinn hélt samt áfram en hr. Weasley vildi ekki að þeir mundu sjá né heyra meira.
“Heyrðu Harry, ég skulda þér afmælisgjöf og líka ‘til hamingju með afmælið’ setninguna,” sagði Ron til að hressa hann. “ Eigum við að fara á Skástræti og finna eitthvað, megum við það pabbi?”
“Já,endilega til að dreifa huganum,”svarið hr. Weasley annars huga. Hann var enn að hugsa um það sem Dumbeldore hafði sagt. Sjálfur hafði hann greitt atkvæði á að það yrði gerð herferð gegn Voldemort. “Heyrið strákar, hvað með að þið kaupið bara skóladótið ykkar núna? Hvernig lýst ykkur á það, strákar?”
“Jú, veistu hvað Ron, það er bara næstum því komið hádegi. Við skulum bara fara að kaupa þessar bækur okkar. Ég þarf reyndar fyrst að fara í Gringotts til að sækja penginga. Viltu ekki koma með?”sagði Harry með yfirbragðsgleði í róm.
“Jú veistu hvað, ég held að við skulum fara og skemmta okkur,” svaraði Ron, glaður yfir því að Harry var farinn að tala af einhverju viti. Þeir fóru inn til að ná í lykilinn af banakahólfinu hans Harrys og Ron fékk einhvern pening fyrir bókum og þeir lögðu af stað niður Skástræti.
“Jæja hvað hefur þú verið að gera í sumar?” spruði Harry Ron.
“Tja ég hef ekki verið að gera neitt nema kannski að pirra Percy. Ég hald að hann ætli að flytja að heiman, ó guð, hvað ég hlakka til,” stundi Ron og hló smávegis. “Vonandi fæ ég herbergið hans.” Harry þekkti Ron alltof vel. Ron fékk alltaf gamla hluti frá eldri bræðrum sínum og þegar hann fékk nýja hluti var það ekki nógu gott. Þannig var Ron, aldrei ánægður með það sem hann fékk.
“Við erum að koma og hérna þú skuldar mér víst afmælisgjöf! En við skulum flýta okkur, ég býð í ís þegar við erum kominir til baka,” sagði Harry til að gleðja Ron. Þeir fóru í bankahólfið og Ron starði á alla peningana sem í því voru.
“Vá, þú ert sko milli,” sagði hann og brosti en andvarpaði svo. “Ef við ættum þessa peninga þá værum við sko í engum vandræðum með skóladót,þú veist.”
“Komdu inn og taktu smávegis af gulli. Hér er nóg af því hérna eru tíu galleon. Gjörðu svo vel,” sagði Harry og brosti. Hann vildi alveg deila öllum þessum peningum með Weasley fjölskyldunni en hann vissi að þau mundu aldrei þyggja þannig boð. Ron steig inn en tók ekki neitt, bara skoðaði. Þeir fóru aftur út og gegnum göng Gringotts og Harry gaf honum ís frá gamla vini sínum Flórens. Þeir fóru svo í Flourch og Blouch og keyptu bækurnar sínar og í einhverjar aðrar búðir til að kaupa fjaðurstafi, pergament og blek og í Apótekiði til að kaupa fyrir hr. Snape svo að hann mundi ekki taka af þeim stig fyrir að eiga ekki það sem þurfti í blöndurnar.
“Eigum við ekki aðeins að kíkja í quidditch búðina Ron?” spurði Harry og brosti til hans.
“Já, að hverju ekki” svaraði hann og brosti á móti, í búðinni voru kústar, búningar og bækur um quddich í öllum hornum búðarinnar og Ron fann búning uppáhalds liðinu sínu en hann var altof dýr, bæði fyrir Ron og Harry. Þeir skemmtu sér allan daginn og gaf Ron Harry fullt af nammi, svo að hann gæti fengið sér líka og líka eina bók um quddich. Það var að koma kvöld svo að þeir fóru á Leka seiðpottinn og fá sér einhvern kvöldverð. Hr. Weasley tók á móti þeim.
“Jæja náðuð þið að kaupa allt sem þið ætluðu að kaupa?” spurði h. Weasley.
“Já, ég held það,” sagði Ron. “Og kannski aðeins meira en það,” bætti hann við og brosti til Harry.
“Nú já. En Harry, vilt þú ekki koma með okkur heim í Hreysið og vera þar þangað til að skólinn byrjar?” spurði hr. Weasley.
“Já, veistu hvað, ég held að ég þyggi nú það boð,” sagði Harry og brosti. Hann var glaður vegna þess að hann var með besta vini sínum og var á leið til bestu fjölskyldu sem hann vissi um.
“En við verðum að vera hérna í einn dag í viðbót. Ron, systkini þín koma á morgun til að kaupa sitt dót svo að við verðum að vera hér í eina nótt í viðbót,” sagði hr. Weasley og varð allt í einu áhyggjufullur.
“Ahh, ég ætla að fara upp í rúm og fara að skoða bækurnar mínar,” sagði Harry og geispaði.
“Veistu hvað, ég ætla með þér,” sagði Ron og þeir fóru saman upp.
“Þetta var versti dagur sem ég hef nokkur tímann upplifað, Ron,” sagði Harry þegar þeir voru næstum komnir upp í herbergið sitt.
“Jæja við skulum þá ekkert vera að tala um hann,”svaraði Ron. Hann var dálítið áhyggjufullur vegna þess að Harry virtist vera eitthvað svo veikulegur. Hann hafði ekki borðað mikið yfir daginn og eiginlega borðaði hann ekkert í kvöldmat. Ron hugsaði með sjálfum sér hvort hann værir alltaf að hugsa um þetta sem gerðist.
Þegar þeir komu inn var Hedwig komin.
“Ó, þú fannst mig en gott!” sagði Harry. Hann sá að hún var með tvö bréf. Annað var frá Hermione. Hann opnaði það meðan Hedwig sat á öxl hans og nappaði í eyrað í honum.
“Ron, hér er bréf frá Hermione og hitt… hitt er frá Siriusi,” sagði Harry. “Ég skal lesa bréfið frá Hermione fyrir þig:”

Kæri Harry
Ég er löngu búin með heimalærdóminn og hef annars ekki lyft upp kennslubók síðan hann var búinn…

“Harry, ég held að Hermione sé alvarlega veik,” sagði Ron undrandi. “Annað hvort er hún veik eða þetta sé met!”

ég vona að þú hafir það gott og þú sér ekki soltinn eins og síðasta sumar! Eins og þú veist er ég í Búlgaríu hjá Viktor Krum og það er alveg æðislegt hérna. Ég held að Ron sé dálítið öfundsjúkur út í mig, allavega hef ég ekki heyrt neitt mjög mikið í honum. Ég kem aftur 10. ágúst og fer sennilega þá að kaupa dótið mitt, þú verður örugglega búinn af því með Ron eða eitthvað. Það er einstaklega fallegt hérna, reyndar ekkert sérstaklega heitt. Mamma sagði að hún mundi alveg vilja hafa mig eitthvað heima í sumar svo að ég held að við sjáumst ekki fyrr en í Hogwartslestinni. Ég keypti alveg æðislega gjöf í Búlgaríu og ég vona að þú verður ánægður með hana en hún er ekki í minni kanntinum svo að Hedwig getur ekki borið hana svo að þú verður að sætta þig við að fá hana í lestinni. Við sjáumst í lestinni…
kveðjur
Hermione
PS, vonandi líður þér vel. Ef þér verður illt í örinu (það er líklegra að það gerist núna enn fyrr) skaltu tala við einhvern, kannski hr. Weasley eða þú getur kannski skrifað til Sirius, Dumbeldores eða, kannski er þetta of langdregið, Lupin.

“Harry, ég meina það ef Hermione er ekki búin að opna skólabók í allt sumar þá hlýtur hún að vera eitthvað skrítin,” sagði Ron. Harry sagði ekkert. Hann tók upp hitt bréfið. Það var frá Siriusi eins og hann hafði haldið. Hann byrjaði að lesa það upphátt:

Kæri Harry
Ég hef ekki haft mikinn tíma til að skrifa þér og ég harma það mjög. Ég er enn í sjokki eftir það sem gerðist fyrr í sumar og ég vona að það hvíli ekki alltof þungt á þér. Það var ekki þér að kenna að hann var myrtur. Ég er búinn að segja Lupin frá því sem gerðist og hann sagði að þú hefðir sýnt mjög mikið hugrekki og að komast lífs af… það er bara meira afrek en flestir hafa gert og það er að segja að þú hefur komist lífs af fjórum sinnum. Dumbeldore sagði mér að þú yrðir kallaður til ráðuneytisins. Segðu mér hvernig þér gekk.
Sirius

“Jæja. Hvað eigum við að gera nú. Ekki nenni ég að lyfta upp bók núna,” sagði Ron.
Harry tók allt í einu um ennið sitt. Hann lagðist í rúmið sitt.
“Harry er allt í lagi?” spurði Ron. “Harry, Harry!”
“Hvað Ron,” sagði Harry.
“Hvað er að Harry?” spurði Ron
“Það er örið. Það er búið að svíða í næstum allan dag,” sagði Harry.
“Á ég að segja pabba eða hvað eða viltu bara fá að vera í friði?” spurði Ron.
“Nei. Ég vil bara fá að vera í friði,” sagði Harry og klæddi sig í náttfötin og fór að sofa. Ron tók upp pergamentbút og fór að skrifa. Hann vissi að hann ætti að skrifa til Sirius eða Lupins. Þeir voru sennilega þeir einu sem hann gat treyst alveg. Hann batt bitan á Hedwig og sagði henni að vera eins fljót og hún gat.
* * *
Harry vaknaði seint. Ron var reyndar ennþá sofandi.
“Ron, vaknaðu! Ég nenni ekki að bíða eftir þér,” sagði Harry og henti koddanum sínum í hann.
“Já, já, ég er vaknaður og hættu þessu,” sagði Ron og gerði sitt besta til að vakna. Hann sá að Hedwig var komin og hún hafði sett bréfið frá Siriusi á borðið hans.
“Farðu bara niður, Harry ég kem rétt strax, ég þarf aðeins að vakna betur,” sagði Ron.
“Nú jæja, ég er hovrt sem svangur,” sagði Harry og yppti öxlum.
Ron tók upp bréfið frá Siriusi og las það í einum svipa meðan hann var að taka sig til. Í því stóð:

Ron, takk fyrir að segja mér þetta. Ef þú hittir Dumbeldore þá skaltu segja honum þetta því að þetta gæti verið vísbending um að Voldemort væri að gera eitthvað vont. Hafðu auga með honum og segðu mér ef honum líður illa því að ég er viss um að ef honum líður illa þá segir hann ekki frá. Hafðu bæði augun opin með honum -Sirius-

Ron varð nú miklu rórra og dreif nokkrum orðum á bakhlið bréfsins:

Sirius- ég skal gera það! Ég lofa. Ron

Ron dreif sig niður til Harrys.
“Loksins Ron, ég er búinn að borða en ég skal bíða eftir þér. Pabbi þinn sagði að mamma þín kæmi eftir hádegi og að hann hefði þurft að fara í ráðuneytið,” sagði Harry. Hann var mjög glaður vegna þess að hann var búinn að fá sér að borða. “Við skulum drífa okkur svo að við getum skroppið í Skástræti,” bætti Harry við. Ron flýtti sér að klára matinn sinn og þeir löbbuðu saman inn í Skástræti.
“Harry, Ron, en gaman að sjá ykkur” sagði kunnuleg rödd við þá. Þetta var enginn annar en Lupin.
“Hæ, Lupin,” sagði Harry hálffeimnislega. Hann mundi eftir því þegar hann varð af varúlfi.
“Hvað eruð þið að gera?” spurði Lupin.
Harry til mikils léttis þá tók Ron til máls.
“Við vorum að kaupa skóladótið okkar í gær og ætluðum bara að fara að skoða búðirnar og þannig,” sagði Ron.
“Nú svo þannig,” svaraði Lupin. “Ég frétti af því sem gerðist fyrr í sumar, Harry og ég er mjög stoltur af þér. Þú ættir að vita það að faðir þinn hefði orðið stoltur. Eða var hann kannski það?”
“Já. Sirius er kannski búin að segja þér það þegar foreldrar mínir komu úr töfrasprota Voldemorts,” sagði Harry og reyndi að halda röddinni.
“Ég skili ef það er erfitt að tala um það, Harry,” sagði Lupin fljótt. “En vittu til að það er betra að tala um hlutina en að vera að byrgja þá inni.”
“Já, kannski,” sagði Harry.
“Er ég nokkuð að tefja ykkur?” spurði Lupin.
“Nei, reyndar keyptum við bækurnar okkar í gær. Við erum bara að rápa svo að…” sagði Ron.
“Nú. Má ég þá aðeins sýna ykkur eitt. Það er mjög sniðugt en ég held að þú Harry verði mjög ánægður með þetta,” sagði Lupin.
Hann leiddi fór með þá í eina búð sem ekki margir tóku eftir og var í einu skúmaskoti Skástrætis.
“Gjörið svo vel”, sagði Lupin og opnaði dyrnar og hélt þeim opnum fyrir þá. Þetta var búð með dóti fyrir vörn gegn myrkrum öflum.
“Vá, einhvernvegin hef ég aldrei tekið eftir þessari búð fyrr,”sagði Harry með aðdáun.
“Verið velkomnir Herrar mínir og verið velkomnir í búðina mína,” sagði gamall maður sem var að basla við eitthvað skrítið box.
“Hvað ertu með þarna?” spurði Harry.
“Það er bara það,” sagði gamli maðurinn, “að ég veit það bara ekki. Einhver kom og seldi mér það nú rétt áðan. Gamall maður, ég kannaðist einhvernveginn við hann. Þetta er undarlegt box. Maðurinn sagði að það gæti ekki hver sem er opnað það.”
“Má ég prófa?” spurði Harry. Gamli maðurinn rétt Harry boxið. Harry tók við því og handlék því í nokkra stund og opnaði það svo eins og það væri bara venjulegt box. Í boxinu var mynd af fönixfjöður.
“Ó,guð,” hrópai gamli maðurinn upp yfir sig. Lupin kom og skoðaði þetta box en hann vissi nú sitthvað um svona hluti.
“Er þetta það eina?” spyr Lupin. Hann var alveg jafn undrandi og gamli maðurinn. “Geymdu þetta vel og sýndu engum það,” sagði Lupin. “Nema kanski nokkrum útvöldum,” bætti Lupin við.
“Ha, hvað er þetta?” spurði Harry mjög forvitinn. “Hvað er það sem er svo ótrúlegt?”
“Þetta er Fönixskrínið en það er mjög verðmætt skrín sem var smíðað endur fyrir löngu. Þetta var þjóðsaga en nú er þjósagan orðin að goðsögn. Sagt er að endur fyrir löndu þá voru galdramenn sem þóttu mjög voldugir. Til að sanna sitt besta þá bjuggu þeir til eitthvað einstakt. Einn galdramaðurinn bjó til þetta skrín. Sagt er að það hafi verið sjálft langafabarn Gryffindors en það getur verið bull. Þetta skrín getur ekki verið opnað af hverjum sem er því að sá hinn sami verður að hafa sýnt dugnað og þrek. Að hafa vald en ekki nota það er eitt sem mjög fáir ná að gera. Nú er skrínið í þínum höndum og þú hefur vald til að gera gott og vont,” sagði gamli maðurinn. “Sagt er að sá sem getur opnað skrínið án fyrirhafns muni sjálfkrsfa ganga í hina dularfullu Fönixreglu. Það eru mjög fáir sem hafa fengið inngöngu í þá reglu og vittu til, þú ert einn af þeim. Taktu nú skrínið það er ekki mitt heldur þit.” Gamli maðurinn fór inn á lager og var þar.Lupin benti þeim á það að ganga út.
“Harry, þú segir engum frá þessu. Nema þegar um nokkrar undartekningar er um að ræða en annars engum,” sagði Lupin, frekar strangur. “Ég er viss um að faðir þinn væri orðinn gráhærður ef hann vissi um allt sem þú hefur gert.” Lupin kvaddi þá og sagðist þurfa að flýta sér.
“Hann er skrítinn hann Lupin,” sagði Ron og horfði á eftir honum.
“Stór skrítinn en bráðgáfaður eins og Sirius,” bætti Harry við. Hvað er eiginlega svona merkilegt við þetta skrín? Veistu það?“
”Nei ekki mikið. Bara að þetta væri aðeins goðsögn en svona virðist það vera. Allar goðsagnir sem þú færð að vita um, í þeim goðsögnum lendir þú. Þú veist Leyniklefinn. Það var sagt að það væri bull en þú fannst hann,“ sagði Ron. Það var að koma hádegi svo að þeir flýttu sér á Leka seiðpottinn og fengu sér að borða og fóru að bíða eftir að fjölskylda Rons mundi láta á sér kræla. Það var ekki fyrr en rétt fyrir tvö sem þau komu.
”Halló Harry og Ron,“ sagði frú Weasley. ”Ég sé að þið eruð búnir að borða og kaupa dótið ykkar svo að við verðum að drífa okkur.“ Þau voru öll komin.
”Hæ Harry,“ sagði Fred. ”Hæ Ron.“ Hann settist við hlið þeirra.
”Hvað segið þið gott?“ spurði Georg.
”Bara allt fínt. Höfum ekki haft það betra,“ sagði Harry. ”Eigum við að koma með ykkur að kaupa þessar bækur ykkar eða hvað?
“Þið ráðið því. Ef þið eruð ekki að gera neitt þá eruð þið velkomnir að koma með okkur,” sagði Fred.
“Þá komum við með ykkur,” sagði Ron. Þeir fóru með Fred og Gerog og keyptu allt dótið sem þeir þurftu og hittu svo Weasley fjölskylduna á Leka seiðpottinum. Harry fékk að fara með þeim heim.
* * *
hér endar það….

takk fyrir mig…