Rowling notar mikið af nöfnum í bókum sínum og flest nöfn eiga einhvern uppruna. Mér finnst gaman að skoða þessi nöfn og hér eru nokkur nöfn sem Rowling notar.

Aragog “Arachnid” þýðir könguló
Argus Í grískri goðafræði var Argus skrímsli sem hafði
hundrað augu og sá allt.
Beauxbatons Þýðir á frönsku ,,Fallegir sprotar“
Draco Á latínu dreki
Dumbledore Þýðir býfluga í forn ensku.
Durmstrang Nasistarnir notuðu mikið orðatiltækið Sturm und drang
sem þýðir stormur og taugaveiklun.
Filch ,,Stela”
Flitwick Bær á englandi
Fluffy Hinn þrífhöfði hundur kemur upphaflega úr grískri
goðafræði. Hagrid sagði líka ,, I bought him of a
greek chappie I met down at the pub“
Hedwig Dýrlingur í Þýskalandi á 13. öld.
Lucius Minnir mikið á Lucifer sem er djöfullinn.
Lupin ,,Canis Lupus” er latneska heitið á úlfi.
Malfoy Útleggst á frönsku ,,mal foy“ eða ill trú.
Minerva Í rómverskri goðafræði var hún gyðja viskunnar.
Í grískri goðfræði var hún hergyðja sem refsaði hart.
Nagini Naga er slanga á Sanskrít
Mrs. Norris Persóna úr uppáhaldsbók Rowling eftir Jane Austen.
Peeves Peeve þýðir lítil djöfull
Sybill ,,The Sybils” voru frægir spámenn í klassísku
fornfræðunum.
Sirius Er hundastjarnan. Hundadagar heita meðal annars eftir
henni.
Skeeter Skeeter er orð fyrir moskítóflugu.
Snape Rowling þekkti mann í æsku sem hét þessu nafni.
Voldemort Það er til þjóðsaga á Englandi um vondan galdrakarl
sem hét Voldermortist sem reyndi að drepa Merlin.
Á frönsku þýðir orðið þjófur dauðans ( sá sem á
auðvelt með að forðast dauðann). Mér finnst hins vegar
einnig áhugavert að á dönsku þýðir Voldemort
,, ofbeldi og dauði" Vold et mort. Einnig er áhugavert
að Rowling hefur sagt í viðtali að það eigi að bera
nafnið fram [voldemor] og sleppa ,,t" en hún segist
hvort eð er vera sú eina sem gerir það!


Mér finnst þessi nöfn skemmtileg. Þekkið þið einhver fleiri endilega sýnið þau.