Harry Potter er femínisti!
Á mörgum aðdáendasíðum er verið að tala um hversu lítið er gert fyrir konum í bókunum um Harry. Mig langar að vekja athygli á því að þetta er bók um ,,,,drenginn“” Harry Potter. Þetta er ekki bók sem fjallar um stelpunna Harrínu Potter. Ég verð að segja það að ég þekki ekki marga stráka sem eru 15 ára og eiga jafn nána vinkonu og Hermione er Harry. Ég er enginn karlremba og ég verð að segja að konurnar í bókunum eru kannski ekkert of margar en þær eru næstum allar góðar fyrirmyndir. Kennararnir eru t.d. jafn margir karlar og konur. Konurnar sem gætu talist til aðalpersóna t.d. McGonagal og Granger eru báðar sterkar og gáfaðar og góðar fyrirmyndir fyrir aðrar stelpur. Ég tel að konum séu gerð góð skil í þessum bókum og þar sem að það virðast ekki vera nein vandræði fyrir Harry að eiga stelpu fyrir besta vin þá er hann mjög þroskaður. Það er aldrei sagt í bókunum að konur séu á einhvern hátt lélegri en karlar. T.d. þegar að Mad eye Moody er að telja upp öfluga galdrakarla sem voru í The order of the phoenix er helmingur þeirra konur. Ég tel mikið jafnrétti ríkja í bókunum. Hvar finnið þið dæmi um ójafnrétti?