Dag einn vaknaði Harry við tístið í uglunni sinni. Hann leit upp og brosti á meðan hann horfði á hana. Hann gat ekki gert annað. Skólinn byrjaði eftir nokkra daga og hann var að byrja á 6.ári. Hann flýtti sér að klæða sig og hljóp svo niður stigann til að fá sér morgunmat.

Hann settist við borðið og horfði á þessa litlu brauðsneið sem var á disknum hans og síðan leit hann á matinn hans Dudley´s sem var yfirfullur af smákökum og kexi og brauðum, hann varð pínuvonsvikin en ekkert gat eyðilagt daginn fyrir honum! Eftir morgunmatinn þaut hann upp og sá uglu sitja í glugganum sínum, hann sá að hún var með 2 umslög í gogginum og eitt bundið við fót hennar. Hann labbaði að henni og tók umslögin af henni og horfði síðan á hana fljúga burt. Síðan leit hann á umslögin og byrjaði á að opna eitt, sem reyndist vera frá Hogwarts. Hann las það yfir og setti það síðan á rúmið sitt. Síðan tók hann það næsta og það var frá Hermione og í því stóð:

Hæ Harry
Ég er núna í Frakklandi aftur. Mamma og Pabbi voru svo hrifin af Frakklandi þegar við fórum seinast að þau vildu að við færum aftur! Við komum heim bráðlega. Síðan ætlum við í Skástræti 25.Ágúst til að kaupa skóaldótið mitt. Vonandi get ég hitt þig þar.

Kveðjur Hermione.

Seinasta umslagið var frá Ron. Hann tók það upp og byrjaði að lesa:


Vonandi er gaman hjá Dursleyfjöldskyldunni. Samt held ég að það sé nú ekkert gaman en samt! Ég er nýbúin að heyra frá Hermione, hún er aftur í Frakklandi. Hún hefur örrugglega sent þér bréf. Við ætluðum að hittast í Skástræti 25.ágúst og vera til 1.september. Vonandi getum við hitt þig þar.
Ron

Harry tók umslögin og leit á dagatalið sitt. Í dag var 24.ÁGÚST. Hann þaut niður stigann lafmóður og spurði Vernon frænda hvort að hann væri til í að keyra hann til London á morgun. Vernon sagði já frekar hræddur, Harry íhugaði hvort að hann hafði sagt já annars hafði hann haldið að Harry myndi breyta honum í leðurblöku eða eitthvað álíka. Öll Dursley fjölskyldan var ennþá pínu hrædd um að hann myndi breyta þeim í frosk eða eitthvað álíka eftir atvikið um sumarið.

Harry gat ekki varist hlátri þegar hann hugsaði um það. Það var þannig að hann Dudley læddist uppí herbergi Harry þegar Harry var úti að þvo bílinn (ekki sjálfviljugur) og tók upp töfrasprotann hans Harry og sagði: Lalanda. Hann var bara bulla en samt eitthvernig þótt að hann væri Muggi þá breytti töfrasprotinn Dudley í apa. “Apinn” hljóp síðan niður stigann og þá var Petunia að elda og þegar hún sá Dudley öskraði hún svo hátt að næstum allar gluggarúðurnar brotnuðu. Harry og Vernon hlupu inn og Harry hljóp upp og sótti töfrasprotann og lagaði álögin.

Harry hló pínu upphátt þegar hann hugsaði um það.Síðan fór hann uppí herbergið sitt að pakka niður.

Næstadag vaknaði Harry snemma. Hann tók saman afganginn af dótinu sínu saman og setti það á rúmið.
Síðan fór hann niður og settist við borðið og leit í kringum sig, Petunia,Vernon og Dudley voru ekki þar. Harry fór upp og leit inní herbergi Vernons og Petuniu en enginn var þar. Húsið var frekar þögult. Harry fór inn til sín og leit útum gluggann. Þau voru heldur ekki útí garði. Harry fór síðan út og sá að bíllinn var í hlaðinu. Harry hélt að þau höfðu bara farið svo að hann ákvað þá að taka Riddaravagninn á Skástræti. Hann fór upp til sín og tók upp pyngjuna sína og tók nokkrar sikkjur og stakk henni svo aftur oní töskuna sína. Hann fór síðan á Magnolíugötu (allir sem áttu heima þar voru í vinnu) og tók upp töfrasprotann sinn og stakk honum svo aftur oní tösku.

Riddarvagninn kom strax og Harry borgaði og settist í eitt rúm. Stan kom til hans og spurði hvert hann ætlaði og síðan fór Harry upp í eitt rúmið og byrjaði að lesa eitthverja álagbók sem hann hafði verið að lesa um sumrið. Loksins eftir nokkurn tíma kallaði Stan til Harry og sagði að þeir myndu komast á leiðarenda eftir svona 5 mínútur.

Harry stakk bókinni oní tösku og fór fremst í vagninn. Síðan stoppaði hann og Harry fór út. Hann fór þá á krána og bað þjóninn að vísa sér á eitt hverbergi. Síðan gekk Harry frá öllu þar, tók upp pyngjuna og lykilinn að fjárhirslu hans í Gringotts og hélt af stað á Skrástræti. Þegar Harry var kominn út fór hann að Gringotts og tók úr fjárhirslunni nokkurn pening og fór síðan út.

Hann fór að ísbúðinni og sá þá Ron og Hermione sitja þar á einu borðinu að tala saman. Harry hljóp til þeirra og settist hjá þeim. Þau sáu hann og heilsuðust vel og síðan fóru þau að skoða sig um, Ron var að segja frá sumrinu sínu en Hermione virtist frekar þögul um Frakkland. Harry reyndi að ná eitthverju uppúr henni en þegar hann spurði að eitthverju byrjaði hún að tala um skólann og fór inní næstu búð.

Harry horfði á Ron , Ron hló en þeir fóru inn í búðina sem Hermione hafði þotið inní.
En inni í búðinni var enginn. Ekki nokkur sála, Harry hljóp út með Ron á hælunum og kíki útá götu. Þar var fólkið, þau höfðu ekki horfið. Harry þaut síðan aftur inn í búðina en Hermione var ekkert þar. Enginn, ekki einu sinni búðarmaðurinn. Síðan heyrði Harry öskur út á götunni……