Ég tek það fram að ég skrifa í mínum stíl, (líklega, ég kann ekki annað). Til að forðast vandræði geri ég eingan mun á hvort einhver sé að tala ensku eða íslensku.
EF ÉG GERI FRAMHÖLD ÞÁ VERÐA SPOLERAR Í ÞEIM!!!
Formáli og upplísingar um sögupersónur.
DARTANÍJA: er 14 að verða 15 í byrjun sögunnar. Hún er vandræða unglingur sem geingur með gadda ól. Hún lætur einungis vel í augnsín móður sinnar, Myrcvu Sól (Sérecu).
Hálfdán Dagur er bróðir hennar, 5 árum eldri, þau hata hvort annað. Hún veit fátt um föður sinn annað en ættarnafnið sem hún hafði lofað móður sinni að segja aðeins í neyð því það gæti komið henni bæði til góðs og ills…
Hún er sú eina í fjölskindu sinni sem hefur ekki heyrt um galdra. Myrcva hafði áhveðið að seigja börnum sínum ekkert um galdra, og yfirgefa því heim galdranna. Þetta gerði hún af ótta við Voldemort, hún vissi ekki hve mikil mistök það voru…
Tieo er kanína Dartaníju, en þó hún viti það ekki, er Tieo eingin venjuleg kanína. Hún er talin veik á geði því hún þykist vera varðhundur og ver heimilið gegn þjófum, köttum, hundum og flestu öðru. Hún hafði hlotið miklar gáfur í langri þjálfun, sem Dartaníja veit ekki af.
Til þess að vera alveg örugg hafði Myrcva flutt frá Brétlandi til Íslands.
1. Kafli. Grípa skal gæsina um leið og hún gefst!
Ég, Dartaníja Derów leit í ískápinn, Eins og vanalega… Ekkert nema, úldin síld, ostur sem leit út eins og heimatilbúinn gráðostur (og hafði áður verið Kotasæla!) miglað brauð og opin kattamatsdós (sem fíflið hann Hálfdán hafði talið vera túnfisk! Étur einhver tún fisk hér? ég hélt ekki.) sem var farin að migla að ofan. (eins og flest annað í ískápnum.) Ég ætlaði að gá hvort það væri kex í skápnum, en þá heyrðist það, öskur? Eða hvað? Var einhver niðri að öskra? Af sársauka? Hafði Tieo (varðhundur af kanínuætt) ráðist á innbrotsþjóf, eða eitthvað? Ég hljóp niður, en þer var einginn…Þá heyrðist það aftur. Það var úti í garði! og ekki nóg með það þetta var… Móðir mín, en það vissu allir að hún öskraði aldrei að ástæðu lausu! Það var greinilega eitthvað alvarlegt að. Án þess að hugsa um hve fáranlegt það væri, stökk ég út um næsta glugga! En þó ótrúlegt sé lenti ég vel. Þarna stóð einhver undarleg vera með prik og beindi því að Myrcvu. Venjulega hefði mér fundist það fáranleg sjón en ég hafði heyrt ópin… Það hlaut eitthvað að hafa gerst! Allt í einu áttaði ég mig á því að ég stóð á fleiri fótum en venjulega, JÁ, FÓTUM… Ég hafði breist en hvernig? Hvað var ég? Úlfur? Skindilega verð mér sama, Veran talaði á óskiljanlegri tungu, aðvísu bara eitt orð… ,,crusio“ og Myrcva öskraði af sársauka. Veran hló, andstyggilegum hlátri. Eðli þess sem ég var orðin vildi gera árás…
,, Snjögg, Djéró fjylgdu eðlji tjínu” tísti óskír rödd, (snögg Deró fylgdu eðli þínu). En ég hlýddi og hljóp af stað, áður en ég náði þangað kallaði ,,veran“, sem reyndist vera skikkjuklæddur maður, tvo orð sem áttu eftir að sitja lengi í minnum mínum. Samstundis vissi ég að allt væri um seinan fyrir móður mína, Þetta var slagur upp á líf og dauða, hvað kunni ég? Ég beit í háls hans og rykkti. svo hvarf hann og birtist rétt hjá. Hann kallaði orðin tvö aftur, en ,,tístandi röddin” sagði
,, Djéró, njiðurr, Sjrik“(Deró, niður, strik)
Ég kastaði mér niður og lék mig dauða, ég fann nístandi sársauka í hálsinum og svo hvarf hann, minn versti óvinur fyrr og síðar. Ég misti meðvitund eftir það.
Sársaukinn var of mikill til þess að ég gæti opnað augun strax. Eitthvað straukst við hálsinn á mér, og linaði sársaukann.
,, Mjikið var jeg hjeppin gjaddajólin gjörði gjagn… Jeg hjelt allarr jólarr værru pjintingartjæki!” Tísti Röddin,(mikið ver ég heppin gaddaólin gérði gagn, ég hélt að allar ólar væru pintingartæki). Ég oppnaði augun, loks vissi ég hver ætti ,,tístandi röddina" það var…
-