Ég sá í linki sem ég fann á MuggleNet.com (góð síða, tékkið á henni) frétt um konu að nafni Vicki Marson með fyrirsögnina “Magic to boost a charity.” Sú umtalda býr í Lichfield og gerði að eigin sögn garðinn til þess að afla peninga til styrktar Burton Queen's Hospital sem sér um þá sem þjást af brjóstkrabbameini. Þetta tók hana 9 mánuði. Þarna er að finna allskonar hluti, kastalarústir, köngulær, einhverskonar Dobby líkneski og margt fleira. Vicki segir sjálf: "Ég vildi gera fantasíugarð því ég dáist að sögu og Camelot (ansi flöt þýðing). Þá stakk dótturdóttir mín upp á Harry Potter og ég ákvað að slá til.” Hún segir einnig að þetta sé ekki alveg tilbúið, það verði líka einhver draugaleg lýsing. Garðurinn verður opnaður fyrir almenningi á Hrekkjavökunni. Lichfield og Michael nokkur Fabricant, eru yfir sig hrifin af þessu öllu saman. En Michael þessi hefur hitt Daniel Radcliffe í eigin persónu. Hann heimsótti garðinn um daginn og dáðist að honum. Sjáið greinina líka á ensku hér: http://www.expressandstar.com/artman/publish/article_40 189.shtml
Skemmtileg hugmynd.
Maður þarf samt að hafa ansi stóran garð til að geta ráðist í svona nokkuð ekki satt. Kíkið líka á Mugglenet.com en þar er allt um Harry Potter frá A til Ö. Það er gott að vita að folk er að nota Harry Potter til hjálpar öðrum. En maður fær víst aldrei að sjá þetta.
—
Kv. rubbe